Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 I>V Augusto Pinochet Fyrrverandi félagar hans saka hann um aö hafa fyrirskipað dráp. Liðsforingjar koma upp um Pinochet Fyrrverandi liðsforingjar í stjórnarher Chile hafa nú hver á fætur öðrum komið fram í sjónvarpi og fullyrt að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra, hafl sjálfur skipað þeim að drepa. Talið er að um 3 þúsund Chilebúar hafi verið drepnir í stjórnartíð Pinochets. Ásakanirnar gegn Pinochet síðustu daga hafa veriö svo umfangsmiklar að sumir óttast að verið sé að gera hann að blóraböggli til aö aðrir sem hlut eiga að máli sleppi við að svara fyrir glæpi sina. Elísabet Englandsdrottning Svaraöi ekki þriggja ára snáöa. Spurð að nafni en svaraði ekki Þegar Elísabet Englandsdrottning kom í heimsókn í leikskóla í Bus- selton í Ástralíu ákvað Sol litli Master, sem er þriggja ára, að slá fjögurra ára bekkjarsystur sína, Jacintu Haywood, í höfuðið. Síðan sneri Sol sér að drottningunni og spurði hana að nafni. Elísabet svar- aði ekki þar sem Jacinta grét hástöf- um. Sol gaf sig hins vegar ekki og spurði konuna í rósótta kjólnum meö hattinn aftur að nafni. Drottn- ing svaraði heldur ekki í þetta sinn. Kennararnir höfðu undirbúið börn- in vel fyrir heimsóknina en Sol var nýbyrjaður og hafði ekki fylgst nógu vel með undirbúningnum. Venezsúela: 111 dómurum vikið frá störfum sínum Hreinsanimar í réttarkerfmu í Venezsúela halda áfram. Ríkis- stjórnin hefur nú vikið 111 dómur- um til viðbótar úr starfi. 28 dómar- anna voru reknir en 83 vikið úr starfl tímabundið. Dómaramir eru sakaðir um ýmsa glæpi, þar á með- al aðild að fikniefnasölu. Margir dómaranna höfðu undir höndum fólsuð prófskírteini frá há- skólum sem þeir eru sagðir hafa keypt. Formaður þingnefndarinnar sem rannsakar dómarana, Manuel Quijada, segir það geta tekið rúma viku að ráða nýja dómara. „Þar sem dómstólarnir hafa verið brandari í nær 40 ár skipta 8 dagar ekki máli,“ segir Quijada. Frá því að Hugo Chavez forseti tók við embætti hef- ur hann vikið alls 294 dómurum úr starfi. Af þeim hafa 47 verið reknir. Faðir Elians litla vill ekki frá Kúbu Juan Miguel Gonzalez, faðir kúbverska drengsins Elians, hafn- aði í gær tillögu öldungadeildar Bandaríkjaþings um að veita fjöl- skyldu hans dvalarleyfi í Bandaríkj- unum. Lögmaður Gonzalez sagði skjólstæðing sinn ekki hafa í hyggju aö flytja frá Kúbu. í opnu bréfi til öldungadeildar- innar, sem birt var á Kúbu í gær, hvatti Gonzalez þingmenn til þess að hafna öllum tilraunum tO að koma tillögu um dvalarleyfi í gegn- um þingið. „Við erum í raun undr- andi á því að einhver skuli geta fundið upp á slíku án okkar sam- þykkis og án þess að hafa nokkurt samráð við okkur,“ segir í bréfinu sem undirritaö er af Gonzalez og nokkrum ættingjum hans. A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, blandaöi sér óvænt inn í deil- una um Elian á fimmtudaginn þeg- ar hann hvatti þingið til að sam- þykkja dvalarleyfi fyrir Elian litla og fjölskyldu hans. Stjórnmála- skýrendur í Bandaríkjunum telja að Gore eigi litla möguleika á sigri í Flórída í forsetakosningunum í nóv- ember verði Elian sendur heim til Elian Gonzalez Deilan um drenginn er oröin stórpólitísk. Gore á von á ósigri í Flórída veröi Elian sendur heim. Kúbu. í suðurhluta Flórída búa um 800 þúsund Bandaríkjamenn sem eru af kúbverskum uppruna. Standi stjóm Bills Clintons forseta við þá ákvörðun sína að senda Elian heim til pabba síns á Kúbu er talin hætta á að þessir kúbversku kjósendur beini reiði sinni að varaforsetanum. Stjómmálaskýrendur benda á að málið geti haft alvarlegar afleiðing- ar verði alríkislögreglan kölluð til að taka drenginn frá ættingjum hans í Miami. Kjörmenn í Flórída eru 25 og er ríkið talið lykilríki í forsetakosningunum. Bæði Gore og keppinautur hans, George Bush, hafa verið iðnir við að heimsækja Flórída. Ekki hefur verið talið úti- lokað að annar hvor þeirra, eða báð- ir, velji sér stjórnmálamann frá Flórída fyrir meðreiðarsvein og varaforsetaefni. Clinton hlaut 48 prósent atkvæða í Flórída 1996, Bob Dole fékk 42,5 en Perot 9. Clinton hlaut rúmlega þriðjung atkvæða Kúbumanna. Gore getur ekki vænst slíks fylgis verði Elian sendur heim. Clinton hefur lagt áherslu á að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum. I byggingarvinnu Konur í Grosní í Tsjetsjeníu endurreisa járnbrautarstöðina í borginni sem skemmdist í stríöinu viö rússneska herinn. ítalir í uppnámi vegna áætlana um valdarán ítalir eru í uppnámi eftir aö ítölsk dagblöð greindu í gær frá skjali frá hemum um áætlanir um valdarán. Skjalið er skrifað af fyrrverandi að- stoðarráðherra og háttsettum for- ingja í herlögreglunni Carbinieri. í skjalinu er hvatt til umfangsmikilla breytinga á stjórnarskrá landsins sem veiti hernum mikil áhrif á stjórnmál landsins. í skjalinu kvartar ofurstinn Ant- onio Pappalardo undan því sem hann kallar „sjúkdómseinkenni hjá ítalska ríkinu og í ítalska þjóðfélag- inu“. Biöur hann herinn um aðstoð við að skapa „nýtt ríki og nýja Evr- ópu“. Massimo D’Alema forsætisráð- herra, Sergio Mattarella varnar- Massimo D’Alema Forsætisráöherrann segir skjal ofurstans ógnandi. málaráðherra og Enza Bianco inn- anríkisráðherra segja ekki hægt að sætta sig við slíkt skjal. Ofurstanum hefur þegar verið vikiö úr starfi sínu sem yfirmaður herlögreglunnar í Róm. Hefur hann verið fluttur til deildar utan við höf- uðborgina. Stéttarfélag Pappalardos ofursta innan herlögreglunnar segir skjalið einungis endurspegla hans eigin skoðanir. Ofurstinn varð aðstoðaríjármála- ráðherra i stjórn Carlos Azeglios Ci- ampis 1993. Hann neyddist til að segja af sér eftir að hann var fund- inn sekur í herdómstól um meið- yrði. Fjórum árum seinna var hann sýknaður af öðrum dómstól. Undirbýr vörn Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, sem hefur aflýst hátíðar- höldum vegna sjö- tugsafmælis síns á mánudaginn, bað í gær lögmenn sína að undirbúa vöm vegna ásakana á hendur honum í tengslum við leynisjóði kristilegra demókrata. Saksóknarar íhuga nú hvort ákæra eigi Kohl. Hafna friöarviöræöum Indverjar höfnuðu í gær tillögu Pakistana um að hefja friðarviðræð- ur á ný. Pakistanar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að höfða mál gegn Indverjum fyrir að hafa skotið nið- ur herflugvél í fyrra. Fæddist meö skotsár Ræningi í S-Afríku skaut bams- hafandi konu í magann. Barn kon- unnar var tekið með keisaraskurði og var bamið, lítil stúlka, með skotsár á rassinum. Engir kommúnistar Vladimír Pútín, nýr forseti Rúss- lands, hafnaði í gær kröfu kommún- ista um að fá sæti í nýju stjóminni. Yfirvöld í Kreml birtu í gær lista með efnahagsráðgjöfum sem vest- rænn fjárfestingarbanki kallaði draumalið. Hungursneyö í Eþíópíu Hungursneyð vofir yfir að minnsta kosti 8 milljónum Eþíópíu- manna. Forseti Eþíópíu biður um hjálp áður en það verður of seint. ESB þegir um Echelon Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins neitar að tjá sig um hvort njósnakerfið Echelon er til eða ekki. Talið er að þessi afstaða geri Evr- ópuþingið ákveðnara í að láta fara fram rannsókn. Bandaríkin og Bret- land hafa viðurkennt tilvist njósna- kerfisins. Silvía drottning veik Silvía, drottning Svíþjóðar, hefur af- lýst öllum opinber- um athöfnum að undanförnu vegna veikinda. Drottning veiktist nokkrum dögum eftir að hún kom heim 15. mars frá Brasilíu þar sem hún hafði dvalist í nokkrar vikur. Kynferöisleg áreitni Æðsti kvenherforinginn í banda- ríska hernum, Claudia Kennedy, hefur kært karlkyns herforingja fyr- ir kynferðislega áreitni. Veröa aö pissa sitjandi Leigusalar í Þýskalandi hafa bannað karlkyns leigjendum í fjöl- býlishúsi að kasta vatni standandi. Segja þeir leigjenduma ekki hitta i salemisskálina og ofna ryðga þess vegna. Leigjendur ætla ekki að hlýða. Leiötoganna leitaö Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um að leita að fimm leið- togum safnaðarins Endurreisn boð- orðanna tíu í Úganda. Leit að fleiri fjöldagröfum hélt áfram í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.