Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Fréttir DV Bill Clinton setur herforingjastjórnina í Pakistan út í kuldann: Bumbur voru ekki barðar þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom í stutta heimsókn til Pakistans í síð- ustu viku. Bandariskir fánar skreyttu ekki götur Islamabad og íbúar borgarinnar létu sér fátt um fmnast. Þá lét Clinton ekki taka mynd af sér með leiðtoga herfor- ingjastjórnarinnar, Pervez Mus- harraf hershöfðingja. Allt er þetta til merkis um kólandi samskipti Bandaríkjanna og Pakistans, ólíkt þvi sem var þeg- ar kalda striðið stóð sem hæst og spyrna þurfti gegn áhrifum Sovét- manna i sunnanverðri Asiu. Hætta á frekari einangrun Bandaríkjaforseti var heldur ekk- ert að skafa utan af því þegar hann varaði leiðtoga pakistönsku herfor- ingjastjórnarinnar við því að þeir yrðu að endurreisa lýðræði í land- inu og hafa hemil á hryðjuverka- mönnum í Kasmír-héraði sem hefur lengi verið bitbein Pakistana og Ind- verja. „Það er hætta á þvi að Pakistan verði enn einangraðra," sagði Clint- on í sjónvarpsávarpi til pakistönsku þjóðarinnar. Athygli vakti að Clinton kom ekki í forsetaþotunni til Pakistans ræði,“ segir K. Subrahmanyam, ind- verskur sérfræðingur í varnar- og öryggismálum. „Myndin sem mun sitja eftir í hugum fólks er af Clint- on að dansa við þorpskonur á Ind- landi og Clinton að laumast inn í Pakistan með þrjár flugvélar sem tálbeitu. Þessar myndir eru lýsandi fyrir ástandið í ríkum Suður-Asíu.“ Enda þótt stuttur stans Clintons í Pakistans hafi verið umdeildur inn- an hans eigin ríkisstjórnar, verður ekki um villst eftir heimsókn til landanna beggja, Indlands og Pakistans, að bandarísk stjórnvöld taka lýðræði í Suður-Asíu fram yfir einræði. Einnig má ljóst vera að Bandaríkjamenn láta ekki fyrri af- stöðu koma í veg fyrir að þeir séu reiðubúnir að semja um fjölda erf- iðra mála, allt frá viðskiptum til kjamorkumála. heldur í ómerktri lítilli einkaþotu eins og forstjórar stórfyrirtækja nota á ferðalögum sfnum. Blekkingarleikurinn hófst á Ind- landi þar sem Bandaríkjaforseti hafði verið næstu daga á undan. í stað þess að ganga um borð f banda- ríska herflutningavél á flugvellin- um í Bombay gekk Clinton fram fyr- ir hana og að tveimur einkaþotum, annarri merktri bandarískum stjórnvöldum en hinni ómerktri. Forsetinn fór 1 ómerktu þotuna og flaug með henni til Islamabad. Þeg- ar þangað var komið hélt leikurinn áfram. Fimm límúsínur biðu Clint- ons á flugvellinum og óku þær á miklum hraða inn til borgarinnar. Starfsmenn Clintons sögðu eftir á að forsetinn hefði líklega skipt um bíl einhvers staðar á leiðinni. Ástæðan fyrir þessum miklu var- úðarráðstöfunum var meðal annars ótti við að hryðjuverkamenn létu til skarar skríða gegn Bandaríkjafor- seta. Versti óvinur bandarískra Pervez Musharraf Leiðtogi herforíngiastjórnarinnar fékk ekki einu sinni mynd af sér meö Clinton Bandaríkjaforseta þegar sá síðarnefndi kom í heimsókn. Bill Clinton vel fagnað á Indlandi í síðustu viku Konur á Indlandi stráðu blómablöðum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta þegar hann heimsótti þorp þeirra um daginn. í landi óvinarins Forstöðumaður rannsókna á sviði varnarmála í Quaid-I-Azam háskóla f Pakistan, Rifaat Hussain, segir að Clinton hafi næstum því hagað sér eins og í óvinalandi þegar hann var í Pakistan. „Stjórnvöld í Pakistan hafa alltaf gengið út frá því sem vísu að þau gætu stólað á Bandaríkin til að bjarga sér í deilum við Indland. Skilaboðin frá Washington núna eru skýr: Ef þið gerist herskáir, tök- um við málstað Indlands. Ef þið að- hyllist ekki lífsgildi okkar, eruð þið einir á báti,“ segir Hussain. Einhverjir hernaðarsérfræðingar leiða að því líkum að afstaða Clint- ons gæti orðið til þess að pakistönsk stjórnvöld leituðu nánari tengsla við þrjú umdeild ríki í þessum heimshluta, kjamorkuveldið Kína og íslamsríkin Afganistan og íran. Enginn spáir því að kuldinn í samskiptunum við Bandaríkin verði til þess að pakistanski herinn stofni til alvarlegra átaka við Ind- land, hvað þá kjarnorkustríðs. Sum- ir stjórnmálaskýrendur segja að pakistönsk stjórnvöld kunni að sleppa alveg beislinu af uppreisnar- mönnum í Kasmír sem hafa látið sí- fellt meira að sér kveða undanfarna mánuði. Enn aðrir segja að Mus- harraf verði að sætta sig við það að eina leiðin til að bjarga efnahag landsins sé að endurvekja gamla vináttu við Bandaríkin. Herforinginn hefur sagst vilja ræða við Indverja og lýst yfir því að lýðræði verði endurreist. Hann sagði þó á fimmtudag að einhver bið yrði á því. Byggt á Washington Post, Sunday Times og Reuter. stjórnvalda, milljónerinn og hryðju- verkamaðurinn Osama Bin Laden, heldur jú til einhvers staðar á þess- um slóðum. Sá á kvölina sem á völina Stjórnmálaskýrendur í Pakistan segja að Musharraf hershöfðingi standi frammi fyrir erfiðum val- kostum. Ef hann ræðst til atlögu gegn hópum uppreisnarmanna í Kasmir, á hann á hættu að kalla yf- ir sig reiði voldugra hópa íslamstrú- armanna innan Pakistans, þar á meðal hluta hersins. Ef hann grípur ekki til aðgerða er hætta á að Vest- urlönd veiti Pakistan ekki lang- þráða efnahagsaðstoð. Bandaríkin veita mjög takmarkaða aðstoð og viðskiptahömlur voru settar á 1998 eftir kjamorkutilraunir Pakistana. „Pakistönsk stjórnvöld verða að hugsa sig vandlega um núna. Þau geta ekki haldið uppi núverandi stefnu sinni í Kasmír og byggt upp efnahagslífið á sama tíma,“ segir Talaat Massood, fyrrum yfirmaður í pakistanska hernum. „Við höfum ekki efni á að verða settir út á hlið- arlínuna en þeir eru til í Pakistan sem vilja halda kalda stríðinu áfram í eiginhagsmunaskyni. Ég óttast að skilaboðin frá Washington séu svo harðneskjuleg að þau kunni að styrkja þessi öfl.“ Tónninn var allt annar í fjögurra daga heimsókn Clintons til Indlands þar sem honum var tekið með kost- um og kynjum. I þeirra heimsókn kom berlega í ljós að bandarísk stjórnvöld taka nú Indverja fram yf- ir Pakistana sem helsta bandamann sinn í þessum heimshluta. Þá benda ummæli Clintons og ráðgjafa hans til þess að Banda- ríkjamenn hafi færst skrefinu nær því að fallast á afstöðu stjórnvalda á Indlandi til Kasmír sem bæði Ind- verjar og Pakistanar gera kall til. Indverskar öryggisveitir sem gæta indverska hluta héraðsins umdeilda hafa orðið fyrir stöðugum árásum uppreisnarmanna múslíma sem nóta stuðnings Pakistana og vilja frelsa trúbræður sína undan stjóm hindúa. Nú er kátt á Indlandi Indverskir embættismenn voru himin lifandi yflr áherslubreyting- um Bandaríkjamanna. Þeir telja þær löngu tímabæra viðurkenningu á viðskiptatengslum landanna. Það sem meira er um vert, ind- verskir ráðamenn líta á gagnrýni Clintons á hlutverk Pakistans í Kasmír og ítrekaaðar yfirlýsingar hans um að Bandaríkin muni ekki miðla málum í deilunni, sem rétt- lætingu á einarðri afstöðu sinni í Kasmírdeilunni. „Tilgangur heimsóknarinnar var að gera pakistönsku þjóðinni grein fyrir því að Bandaríkin styðji lýð- Laumuspil í Pakistan Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom í ómerktri einkaþotu til Pakistans frá Ind- landi um síðustu helgi. Var þaö meðal annars gert af ótta við að hryðjuverka- menn létu til skarar skríða gegn forsetanum. eins og þjófur um nótt Laumaðist inn í landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.