Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Helgarblað ____________________________________________________________________________________py Fermíngar Kristnitökuhátíð á Suðurnesjum: Fjolskyluumal Jesús mettar þúsundir á Suðurnesjum „Erum hætt að elska hvort annað!44 Þetta er setning sem prestar, íjöl- skylduráðgjafar og aðrir er taka á móti hjónum í viðtöl vegna hjóna- erfiðleika fá oft að heyra. Mörg hjón hér á landi lenda í erfileikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni, eins og tölur um hjónaskilnaði bera vitni um. Það eru reyndar ekki öll hjón sem skilja þó að erfiðleikarnir banki á dyrnar þannig að tölur um fjölda hjónaskilnaða segja ekki alla söguna. Mörgum tekst að vinna úr sínum erfiðleikum og nota reynsl- una til þess að styrkjast í hjóna- bandinu. Svo eru það enn aðrir sem láta reka og gera ekkert til að breyta ástandinu, en reyna að sætta sig við tilveru sem e.t.v. ekki er hægt aö ætlast til að nokkur maður geti sætt sig við. Það er einhvern veginn svo miklu erfiðara að leita sér aðstoðar ef sálin brotnar en ef eitthvað í líkamanum brotnar. En þó er mikil vakning núna hjá hjón- um og sambúðarfólki og fjöldinn all- ur hefur gert sér grein fyrir því að það er ekkert skammarlegt viö það að leita sér hjálpar þegar gefur á bátinn í hjónalífinu. „Við erum hætt að elska hvort annað“! Þessi orð fela í sér mikla sorg, fela í sér skipbrot. Parið, sem eitt sinn hittist og varð ástfangið upp fyrir haus, því pari finnst ein- hverra hluta vegna að ástameistinn sé kulnaður, að ekkert sé eftir af þeim loga sem forðum brann þeirra í milli. Og þá vaknar óhjákvæmilega spumingin: „Hvað hefur gerst, af hverju er svo komið fyrir ástinni sem einu sinn var?“ Svörin við þeirri spurningu eru jafnmörg og misjöfn og hjónin sem glíma við hana. Oftar en ekki býr löng at- burðarás á bak við þessi orð um hina glötuðu ást, atburðarás sem smátt og smátt hefur brotið niður parið. Allt of margar stundir hafa horfið í annríki fábreyttra daga. Tíminn hefur liðið við óteljandi verkefni, samband hins ástfangna pars hefur umbreyst í yfirborðslega skýrslugerð „vinnufélaga" sem tek- ið hafa að sér rekstur heimdis en hafa þar fyrir utan lítil samskipti. Stundum blandast áfengisvandi í spilið, stundum fjárhagserfiðleikar, langur vinnudagur, lág laun, stress og streita. Við höfum málað okkur út í horn í þjóðfélagi sem oft er í raun fjölskyldufjandsamlegt. Afleið- ingin liggur fyrir. „Dropinn holar steininn" segir gamalt spakmæli sem í dag gæti hljóðað einhvern veginn svona: „Samskiptaleysið hol- ar hjónabandið". Hvernig á ástin að vera fyrir hendi þegar dagarnir líða eins og hér var lýst? Hún fær ekkert rými, enga næringu, ekkert ljós og engan yl. Hún er því dæmd til að fölna og deyja. Með henni deyja draumamir sem parið átti, vermireiturinn sem „Dropinn holar steininn“ segir gamalt spakmœli sem í dag gœti hljóðað einhvern veginn svona „samskiptaleysið holar hjónabandið“. bömin áttu. Svo á skólinn að bjarga því sem bjargað verður, að aga bömin og veita þeim skjól og styrk! Oft mætti skipta út orðunum: „Við erum hætt að elska hvort annað," og setja í þeirra stað eftirfarandi: „Við gleymdum að gefa hvort öðru tíma.“. Og það er of seint að leita sér lækninga þegar sjúklingurinn er látinn, þegar tíminn er hlaupinn frá okkur, þegar ástin er dauð. Gæti verið að við höfum for- gangsraðað vitlaust hjá okkur, ís- lendingar, að hin hörðu gildi hafi rænt okkur tímanum sem við gát- um nýtt til að eiga með hvort öðru og börnunum okkar? Gæti verið að það sé kominn tími til að breyta um forgangsröð í þjóðfélaginu? Því þarf auðvitað hvert par að svara fyrir sig. En þá spumingu þarf þjóðfélag- ið líka allt að takast á við, áður en dropinn holar steininn endanlega, áður en rás atburðanna tekur af okkur völdin. Margt er til ráða fyr- ir par sem komið er í vanda. Það er hægt að leita sér ráðgjafar og stuðn- ings áður en í algert óefni er komið, eins og ég sagði héma áöan. Það er nefnilega hægt að snúa við á braut erfiðleika ef báðir aðilar vilja horfast í augu við vandann. Og margt er til ráða fyrir þjóðfélagið. Það er hægt að bægja hinum hörðu gildum frá í samfélaginu okkar og láta umhyggjuna fyrir hag fjölskyld- unnar ráða ferðinni. Vilji er allt sem þarf! Akraneskirkja__________________________ Sunnudagur 2. apríl kl. 10.30. Prestur sr. Eövarö Ingólfsson Fermingarbörn: Amar Þór Sigurbjörnsson, Suðurgötu 28. Aron Örn Sigurðsson, Víöigrund 2. Ágúst Öriaugur Magnúss., Suöurgötu 89. Bryndís Odda Skúladóttir, Vesturgötu 97. Heiða Rós Níelsdóttir, Einigrund 1. Högni Haraldsson, Grenigrund 7. Maren Lind Másdóttir, Esjuvöllum 16. Ólöf Sigríður Magnúsd., Heiðarbraut 33. Svavar Páll Guðgeirs., Jörundarholti 12. Valgeir Ólafsson, Jörundarholti 224. Valur Oddgeir Bjarnason, Furugrund 28. Þór Bínó Friðriksson, Furugrund 10. Þórhildur Halla Jónsdóttir, Merkurteigi 4. Sunnudagur 2. apríl kl. 14. Prestur sr. Eövarö Ingólfsson Fermingarbörn: Agnar Sigurjónsson, Jörundarholti lc. Áskell Jónsson, Stekkjarholti 17. Ástþór Eyjólfsson, Vallarbraut 7. Bryndis Kristinsdóttir, Garöabraut 3. Elísa Eövarösdóttir, Laugarbraut 3. Eva Jóhannsdóttir, Vesturgötu 161. Hólmsteinn Þór Valdimarss., Kirkjubr. 58. ingunn Dögg Eiriksdóttir, Reynigrund 43. Jón Valur Einarsson, Háholti 1. Kristinn Aron Hjartarson, Einigrund 11. Lára Björgvinsdóttir, Furugrund 2. Pétur Óskar Pétursson, Arnarholti 3. Srecko Veselinovic, Lerkigrund 6. Áskirkja_______________________________ Sunnudagur 2. apríl, kl. 14. Prestur sr. Ámi Bergur Sigurbjórnsson Fermingarbörn: Anna Jónsdóttir, Langholtsvegi 1. Guðlaugur Árnason, Skipasundi 10. Hrefna Björk Jónsdóttir, Langholtsvegi 1. Páll Magnússon, Kleppsvegi 70. Una Kristín Úlfarsdóttir, Barmahlíö 28. ráðherra munu ávarpa samkomuna. í hátíðarmessunni mun Sigurður Sigurðarson vígslubiskup predika. Sunnudagaskólabörn munu syngja ásamt yfir 100 manna hátíðarkór. í messunni verður leikverkið „Guði til dýrðar" sýnt og á eftir verður boð- ið til kirkjukaffis í höllinni þar sem borðuð verður sú stærsta hátíöarterta sem sést hefur á Suðurnesjum. Kynn- ar á hátíðinni eru leikaraparið Þórhallur Heimisson skrifar um fjölskyldumál í Helgarblaö DV „Guði til dýrðar" er heiti á leik- verki sem nemendur á Suðumesjum setja upp og frumflytja í tilefni Kristnitökuhátíðar en hátíðin verður haldin í Reykjaneshöllinni 2. apríl næstkomandi. Marta Eiríksdóttir er leikstjóri og jafnframt höfundur verksins en þemað í leikverkinu er „Jesús mettar þúsundimar". „Við byrjuðum að æfa leikritið í janúar og það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með þessum krökkum sem eru bæði fjölhæfir og áhugasamir." Elisa- bet Sigrún Valsdóttir, 15 ára nemandi í Myllubakkaskóla, spilar á flautu í leikverkinu og samdi lag sjálf sem hún spilar. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, góður félagsskapur og svo lærum við að koma frarn." Davíð Baldursson leikur Jesú en loftið jákvætt." Jóhannes Benónýsson, Stefán A. Hjörleifsson, Gunnar Hjörtur Bald- vinsson, Helgi Reynisson og Ævar Ö. Sveinsson taka allir þátt í leikritinu. Þeir vom sammála um að gaman væri að kynnast krökkunum og sögð- ust vera orðnir kjarkmeiri og jákvæð- ari. „Það hjálpaði mér á árshátíðinni í skólanum, ég þorði að koma fram,“ sagði Gunnar og Stefán sagðist hafa haft hugrekki til að standa upp og syngja í afmælisveislu systur sinnar. Jónína Guðmundsdóttir er formað- ur sóknarnefndar Keflavíkursóknar og Kristnihátiðamefndar á Suðumesj- um. „Það var ákveðiö að halda fimm kristnitökuhátíðir í Kjalamespró- fastsdæmi og er okkar sú þriðja í röð- inni. Þetta verður fjölskylduhátíð þar DV-MYNDIR ARNHEIÐUR Marta Eiríksdóttir, kermari og leikstjóri, með barnahópinn sinn sem setur upp leikverkið Guði til dýrðar. þetta er þó ekki frumraun hans á sviði því hann lék Samma feita í Bugsy Malone. „Mér þykir þetta mjög gaman en skemmtilegast er þó að fá tækifæri til að vera með svona skap- andi krökkum og svo er andrúms- sem hver viðburðurinn rekur annan. Tónlist skipar veglegan sess, vinna grunnskólabarna á Suðurnesjum verður til sýnis, dans, leiklist og barnadagskrá, svo eitthvað sé nefnt. Forseti íslands og kirkjumála- Friðrik Friðriksson og María Rut Reynisdóttir. Um kvöldið verða síðan tónleikar í Stapa þar sem landsfrægir tónlistar- menn koma fram ásamt kórfólki. Heiðursgestir verða séra Björn Jóns- son, fyrrverandi sóknarprestur í Keflavík, og Ólafur Skúlason biskup. -AG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.