Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Gettu betur í 15 ár - fyrrum spyrlar keppninnar spurðir spjörunum úr Spurningakeppni framhaldsskól- anna hefur um árabil skipað fastan sess í hjörtum íslendinga. Ár eftir ár kemur fólk saman fyrir framan viðtækin á fóstudagskvöldum til að sjá nemendur í framhaldsskólum landsins glíma við misjafnlega erfið- ar spurningar í leik þar sem and- rúmsloftið verður oft og tíðum raf- magnað þegar hvert stig skiptir máli. Þegar þar er komið sögu hafa liðin mátt heyja langa og erfiða bar- áttu á öldum ljósvakans og aðeins þeir bestu komast alla leið í Sjón- varpið. Það er þvi ekki fjarri lagi að segja að heiður hvers skóla, sem þangað nær, sé i veði enda allir sem vettlingi geta valdið, bæði skóla- stjórnendur, þéttvaxnir klappliðs- stjórar og aðrir nemendur, komnir saman til að fylkja liði og styðja við bakið á sínum skóla með tilheyr- andi hamagangi. Gamlar og rótgrónar kenndir landans til síns skóla brjótast þá oft- ar en ekki fyrirvaralaust upp á yfir- borðið að nýju og virðulegustu heimilisfeður eiga það til að berja á brjóst sér og gnísta tönnum allt eft- ir því hvernig skólanum þeirra vegnar hverju sinni. Uppskeru- hátíðin er svo að sjálfsögðu hið margrómaða lokaeinvígi, eins og þaö sem fram fór í gær, þar sem keppt er um fyrsta sætið og verð- launabikar Ríkisútvarpsins, hljóð- nemann. DV ákvað að halda sína eigin spumingakeppni þar sem lagðar voru spurningar fyrir núverandi og nokkra af fyrrverandi spyrlum þátt- anna. Davið Þór, sem var spyrill í Gettu betur frá ‘96-’98, eða alls þrisvar sinnum, mætti öruggur til leiks og svaraði helmingnum rétt sem verð- ur að teljast þokkalegt því hann náði besta árangrinum. Þvi sem hann vissi svaraði hann nokkuð ör- ugglega en hann hafði á orði að spurningarnar væru einum of erfið- ar og nefndi þá sérstaklega spum- Davíö Þór Jónsson, sigurvegari í spurningakeppni spyrla áriö 2000, segir breytinga þörf á því fyrirkomuiagi þáttanna sem nú er. O Hvað heitir Gunnar Dal réttu nafni? Halldór Sigurðsson © Eftir hvaða listakonu er útilista- verkió Móöurást i Mœðragaröin um í Reykjavík? Nínu Sæmundsson © Hvað á tónlistarmaóur aó gera þegar stendur da capo í tón- verki! Þá á hann að byrja aftur frá upphafi Rétt svör: Spurningar nr. 3, 4, 7, 9, 10 Samtals rétt 5 af 10 Stefíin Jon H ■jfssmn Rétt svör: O Hvaó er vatnað járnoxíö ööru nafni nefnt? Ryð Spurningar nr. 4, 5, 7, 8 © Hvaö aöferö fann Clarence Birdsey upp til aö halda matvœlum ferskum? Frystingu © Viö hvaöa mann (fullt nafn) er Fahrenheit kenndur? Gabriel Daniel Fahrenheit © Hvaö land stjórnaði New York upphaflega? Holland Samtals rétt 4 af 10 J Í|£&SLdJ Rétt svör: Spurningar nr. 2, 7, 9 © Á mörkum hvaöa þriggja sýslna eru Botnsúlur? Ámessýslu, Borgarfjarðar- sýslu og Kjósarsýslu Samtals rétt 3 af 10 Steiiiuiiii Si © Á hvaöa fjalli eru Hátindur og Kistufell? Esjunni © 1 hvaöa stjörnumerki er Linda Pétursdóttir, fyrrverandi feguröardrottning? Steingeit Rétt svör: Spurningar nr. 2 og 7 Samtals rétt 2 af 10 Spurningarnar erufengnar úr Trivial Pursuit. inguna þar sem beðið var um fullt nafn Fahrenheits. í spurningunni um hvaða land hefði stjórnað New York upphaflega bætti Davíð um betur og nefndi að borgin hefði ver- ið kölluð New Amsterdam á þeim tima sem er vissulega rétt. í spum- ingunni um hvaða sýslur liggi að Botnsúlum vantaði aðeins eina sýslu upp á að rétt svar næðist en í spurningunni hvaða stjömumerki Linda Pétursdóttir tilheyrði kom svarið á augabragði. Aðspurður um hvað honum finn- ist um keppnina í dag segir hann breytinga þörf. „Það þarf að gjör- breyta skipulaginu á keppninni. MR hefur borið höfuð og herðar yfir aðra í þessari keppni mörg undan- farin ár og það er kominn tími á nýtt blóð. Mér finnst eins og mörg liðin séu búin að stúdera hvert ein- asta smáatriði keppninnar og því þarf einnig að breyta. Mér finnst t.d. hraðaspurningamar hafa alltof mik- ið vægi,“ segir Davíö. Stefán Jón tók við keppninni árið 1991 og sá um hana í 4 ár. Hann er því öllum hnútum kunnugur þegar spurningakeppni er annars vegar og lét tilleiðast að taka þátt í þessari litlu spumingakeppni okkar. Stefán giskaði rétt á sýslurnar sem liggja aö Botnsúlum en klikkaði á Esjunni og spumingunni um Lindu Péturs- dóttur, eins og reyndar allir hinir sem tóku þátt, nema Davíð sem væntanlega hefur auga fyrir fleim í fari kvenna en fegurðinni einni. Þegar talið barst að Gettu betur og hvað Stefáni fyndist að betur mætti fara vildi hann lítið segja en bætti við í góðlátlegu gríni að hann veitti ekki fjölmiðlaráðgjöf nema gegn gjaldi. Logi er, eins og allir vita, núver- andi spyrill þáttanna Gettu betur en hann hefur verið í því hlutverki síð- astliðna tvo vetur. Aðspurður um hvort hann myndi hugleiða að taka Stefán Jón og Andrés Indriðason færöu keppnina Gettu betur í þaö horf sem hún er í núna. að sér keppnina að ári liðnu sagði hann það koma vel til greina. Þegar spurningarnar voru lagðar fyrir Loga tók hann sér langan um- hugsunarfrest og velti hverri spum- ingu fyrir sér af mikilli gaumgæfni áður en svarið kom. Sérstaklega var staldrað við spuminguna um úti- listaverkið og listakonuna en sú spurning hafðist þó í lokin og rétt svar kom. Logi kom þó nokkuð verr út en þeir Davíð Þór og Stefán Jón og lenti í þriöja sæti. Steinunn Sigurðardóttir rithöf- undur kom að keppninni veturinn 1990 og var spyrill þáttanna en hún er eina konan sem gegnt hefur þeirri stöðu. Steinunn svaraði ein- ungis tveimur spurningum rétt en sjálf segist hún hafa það sér til málsbóta hversu ákaflega gleymin hún sé. Steinunn lenti því í botnsæt- inu. Um níundu spuminguna segir hún það klaufaskap af sinni hálfu að hafa ekki tengt Kistufell við Esj- una fyrr en eftir á. Steinunn á góðar minningar af samstarfi sínu við Magdalenu Schram sem samdi spurningarnar fyrir þættina en tekur fram að þetta sé mest stressandi starf sem hún hafi nokkru sinni innt af hendi enda oft heitt í kolunum, auk þess sem spyrillinn þurfi að standa frammi fyrir fullum sal af fólki sem getur verið taugatrekkjandi. Hún minnist einkum tvíburanna frá MS sem unnu keppnina þetta sama ár en að hennar sögn voru þeir hreint ótrúlegir. í ár eru fimmtán ár síðan spum- ingakeppnin Gettu betur fór fyrst í loftið en það var á því herrans ári 1986, þegar tíska níunda áratugar- ins var í algleymingi og lakkrís- bindin allsráðandi, sem þátturinn hóf göngu sína. Áriö áður hafði hið vinsæla spurningaspil, Trivial Pursuit, komið út á íslensku og í kjölfarið fór af stað miklu spum- ingaæði hér á landi og endaði með þvi að sjónvarpsmenn sáu sér leik á borði. Reyndar voru hugmynda- smiðimir að keppninni tveir fram- haldsskólanemendur, annar úr MR en hinn úr Verslunarskólanum. Þættimir voru ekki nema 30 mínút- ur að lengd og aðeins undanúrslit og úrslit keppninnar voru sýnd í sjónvarpi. Engin skemmtiatriði voru í þáttunum sem voru teknir upp í Sjónvarpshúsinu og klapplið voru mun fámennari, auk þess sem skipt var um spyrla á hverju ári. Þetta fyrirkomulag hélst til ársins 1991 þegar Andrés Indriðason og Stefán Jón Hafstein tóku við þáttun- um og færðu í það horf sem við þekkjum í dag. Stjórnendur þáttanna fra upphafi: 1986 Jón Gústafsson og Þorgeir Ástvaldsson 1987 Hermann Gunnarsson 1988-’89 Vernharður Linnet 1990 Steinunn Sigurðardóttir 1991-94 Stefán Jón Hafstein 1995 Ómar Ragnarsson 1996-’98 Davíð Þór Jónsson 1999-? Logi Bergmann Eiðsson Logi heföi svo sannarlega falliö á tíma ef hann heföi keppt í Gettu bet- ur því hann tók drjúga stund í aö svara hverri spurningu. Steinunn segist hafa fengist viö ýmislegt um dagana en ekkert í líkingu viö Gettu betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.