Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 6
fSLENSKA AKCIÝ JINCASTOFAN EHF. / SÍA.IS Frettir LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 x>v ■m<- Sunnudagar eru fjölskyldudagar Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvaö við sitt hæfi. ■m , FLESTAR VERSLANIR frákl. 13.00- 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæbib frákl. 11.00-21.00 alla daga. Abrir veitingastaðir og Kringlubíó eru meó opió fram eftir kvöldi. 9 : m/w Sá fyrir óhagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar: Ég hafði rétt fyrir mér - segir Guðmundur Ólafsson Sandkorn Guðmundur Ólafsson hagfræðingur gerði á sínum tíma hagkvæmniút- reikninga sem áttu að sýna fram á hagkvæmni Fljótsdalsvirkjun- ar miðað við 120 þúsund tonna ál- ver í Reyðarfirði. Honum sjáifúm til undrunar komast hann að því að slíkur kostur var verulega óhag- kvæmur. Niðurstöður sín- ar setti Guðmund- ur á heimasíðu sína í desember. Nú hafa menn horfið frá hug- myndum um aö reisa 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði og þess í stað er gert ráö fyrir 240 þúsund tonna álveri. Þá er líka gert ráð fyrir breyttri virkjanaröð með Kárahnúka- virkjun í stað virkjunar Eyjabakka. „Mér sýnist að þessi þróun í mál- inu núna sé bara staðfesting á því sem ég var að segja. Ég hafði einfaldlega rétt fyrir mér. Maður sá það alltaf að Fljótsdalsvirkjun ein og sér bæri ekki þennan fjárfestingarkostnað. Ef menn bæta nú við álframleiðsluna þá hugsa ég að þeir virkjanakostir sem nú eru nefndir séu hlutfallslega ódýrari mið- að við framleiðslugetuna. Ég hef ekki séð neinar tölur en mér kæmi ekkert Guömundur Ólafsson Boöið var upp á minna álver en menn ætluöu að byggja. á óvart aö þetta reyndist hagkvæmt. Þarna er hins vegar um að ræða miklu meira mannvirki en Fljótsdals- virkjun. Áttu að koma hreint fram Það sem sló mig varðandi Fljóts- dalsvirkjun var að menn voru að bjóða upp á miklu minna álver en menn ætluöu sér raunverulega að byggja. Þetta átti að vera fyrsta skref sem yrði þá auðvelt fyrir menn að sætta sig við. Síðan átti að taka hin skrefin í kjölfarið sem erfitt yrði að standa á móti. Ég held að þetta hafi verið alrangt. Menn áttu strax að reyna að finna hagkvæmasta kostinn. Það átti að segja það hreint út hvað menn ætluðu að gera, hvort sem menn ætluðu að reisa 240 eða 470 þús- und tonna álver. Það hefði verið miklu hreinlegra heldur en að ætla sér að lauma inn framkvæmd með einhverri lítilli óhagkvæmri virkjun til að byrja með sem liti vel út á yfir- borðinu." Guðmundur telur mjög mikilvægt að efla atvinnuflóruna með virkjun og álveri fyrir austan. íslendingar þurfi á því að halda að skapa fleiri atvinnu- möguleika. Hins vegar megi alltaf velta fyrir sér hvort einhverjir aðrir kostir séu ekki hagkvæmari en að selja orkuna til álvers. Þessi spurning verði líka áleitnari ef hugmyndir kæmu upp um t.d. 470 þúsund tonna álver. -HKr. Tal lækkar millilandasímtöl: Sama verð úr GSM og heimilissíma - blöskrar hækkun hjá Landssímanum Tal hefur nú lækkað verð á milli- landasímtölum til útlanda úr GSM- símum. Á blaðamannafundi hjá Tali í dag sagði Þórólfur Ámason for- stjóri að hvergi í heiminum hefði verið stigið sam- bærilegt skref og Talsmenn hafi nú stigið. Nú kosti jafnmikið að hringja til út- landa úr GSM- síma og heimilis- sima. 15. apríl nk. byrjar Tal með nýja útlanda- _____ þjónustu fyrir heimilissíma sem kaliast TALsamband við út- lönd. Þórólfur segir að frá og með morgundeginum verði hægt verði að skrá öll heimilisnúmer í þjónust- una en þeir sem hafa GSM-síma frá Tali fá þjónustuna sjáifkrafa. „Eftir Þórólfur Arnason Sama millilanda- verö úr GSM- síma og heimilis- síma. skráninguna notar fólk áfram for- valsnúmerið 00 til útlanda og borg- ar um 19 krónur á mínútuna til helstu viðskiptalanda." Blöskrar hækkun Landssíma Þórólfur sagði að sér blöskraði hækkunin á fastagjaldi hjá Landssím- amun. „Þó reglur kveði nú á um að verð til notenda eigi að vera í sam- ræmi við kostnaðinn við þjónustuna sjáum við enga þörf á að hækka gjöld- in upp í 1111 krónur. Ekkert segir mér að ekki sé hægt að minnka yfirbygg- ingu dreifikerfis Landssímans og lækka kostnaðinn við fastlínukerfið. Gallinn er bara sá að í dag er enginn hvati til þess. Ég vil benda á að fyrir sama verð og kostar að eiga heimilis- sima, þótt maður hringi aldrei, er hægt að hringja í 111 mínútur milli GSM-síma hjá okkur; Tal i Tal. Þessi staðreynd ýtir enn frekar undir breytt lífsmynstur þar sem fastlínukerfið gegnir æ minna hlutverki í fjarskip- um.“ -HG PflR 5 E M J fl R T H fl SIŒR PPLÝSINGHSlMI 5 8 8 7 7 B 8 SKRIFSTOfUSlMI 5 0 8 9 2 0 1 Sjóbirtingsveiðin hefst í dag „Horfumar með vorveiðina eru góðar og ég held að það eigi eftir að veiðast vel. Hlýindin Síðustu daga spila það stórt inn í,“ sagði Guxmar J. Óskarsson, formaður Stangavéiðifé- lags Reykjavíkur, í samtali við DV. Sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöra í dag og geta veiðimenn víða veitt. „Við vorum fyrir skömmu fyrir austan og þá vora horfumar ekki góð- ar en þetta hefur breyst verulega. Við erum með kvóta, eins og í Geir- landsánni, fjóra fiska á stöngina. Vatnamótin verða örugglega ekki opnuð strax, þetta er eins og á norður- pólnum þar niður frá. En þetta kemur allt,“ sagði Gunnar enn fremur. „Það hefur gengið feiknavel að selja í Þorleifslækinn en við erum með 6 stangir og stöngin er á tvö þúsund. Horfur með veiði eru góðar," sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst, en hann selur veiðileyfi í Þorleifslækinn. „Það veiðist ýmislegt í læknum, eins og sjóbirtingur, bleikja, urriði, og svo veiddust kolar uppi í fossi í fyrra. Þeir hafa farið ansi langt, blessaðir," sagði Ingólfur í lokin. Ingólfur ætlaði til veiöa um helgina, eins og reyndar fleiri veiðimenn sem geta ekki beðiö lengur. Stangaveiðifélag Reykjavíkur biður upp á ýmislegt góðgæti í vorveiðinni, eins og Hörgsá meðan brúar, Tungufljót, Sogið og Hítará á Mýrum. G. Bender sfy Umsjdn: Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.ls Plott Halldórs Það er altalað meðal þingmanna að Halldór Ás- grímsson utanrík- isráðherra undirbúi nú brotthvarf sitt úr kjördæmi Aust- firðinga. Vandi hans var sá að vegna Eyjabakka- málsins komst hann ekki suður þar sem andstæðingar biðu hans í hrönnum. Nú rofar til á Eyjabökk- um og þá opnast smuga. Menn segj- ast merkja ákvörðun ráðherrans á landsmálunum. Þannig sé það eng- in tilviljun að nú sé um það rætt af alvöru að heimasveit Halldórs, Hornaijörður, fylgi suðurkjördæmi en ekki Austfjörðum. Þama sé Halldór að plotta í anda sögunnar um Múhameð og fjallið. Fyrst Hall- dór vill ekki fara til kjördæmisins kemur kjördæmið til Halldórs... Sænautakjöt Hvalveiðar hafa i ekki verið leyfðar j um árabil við ís- land en samt tekst | fólki af og til að | næla sér i hval- kjötsbita. Opin- berlega er þó ekki I vitað til að neinn aöili hér við land stundi hvalveiðar. Nokkurt fram- boð af hrefnukjöti og öðrum hval- tegundum er hins vegar skýrt með því að þar sé um að ræða kjöt af sjálfdauðu eða að hvalir hafi ánetj- ast og drukknað. Einstaka sögur eru líka sagðar af hrefnum og hnís- um sem hafa látist af slysforum er bátar hafi keyrt á þær. Vestur á fjörðum eru engin vandræði eða feluleikur í kringum þessa hluti. Þar veiðist ekki einn einasti hval- ur og hefur ekki gert í mörg ár en nægt framboð mun hins vegar vera af sænautakjöti... Sigrún skömmuð Fréttamaðurinn Haukur Holm skrifar hvassa grein í málgagn Blaðamannafélags íslands þar sem hann tekur Há- skóla íslands á beinið vegna kennslu í fjöl- miðlafræðum. Haukur vekur at- hygli á því að á vegum Háskólans sé auglýst námskeið þar sem kenn- arinn er eini doktorinn í fjölmiðla- fræöum á íslandi. Það sem reitti Hauk til reiði var að ekki átti að kenna fólki réttu vinnubrögðin við fjölmiðlun. Þvert á móti átti dokt- orinn að hjálpa fólki að „sporna gegn umfjöllun". Umræddur doktor er væntanlega fyrrum sjónvarps- fréttamaður, Sigrún Stefánsdótt- ir, sem nú er lögst í þá iöju að kenna fólki að flýja fjöbniðla... Arfur frændanna í frægu afmæli Valgerðar Sverr- isdóttur, sem haldið var á Grenivík í boði ríkissjóðs framan af en síðar Val- gerðar sjálfrar, fór Davíð Odds- son forsætisáð- herra á kostum og sagðist fá nýja trú á innflutning norsks kúakyns er hann leit dætur Valgerðar. Ónefndur hagyrðingur orti af þessu tilefni: Boðskapurinn birtist skýr er brölti hann á fætur: Eins og norskar úrvalskýr eru hennar dætur. Fagur honum fannst að sjá frænda vorra arfur, og gimdarauga gaut þær á gamall íhaldstarfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.