Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 66
74 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Tilvera DV 1 í f iö Stormsker í Mosó Hinn óborganlegi Sverrir Stormsker fer bæjarleið í kvöld og tekur stefnuna á Mosfellsbæ, nánar tiltekið í Álafosskvosina þar sem hann mun skemmta gestum á Ála- foss-fot bezt með kveðskap, söng og spili eins og honum er einum lagið. Klúbbar og krár ■ SIXTJES j KJALLARANtllVI _Rokkbullurnar í Sixties sjá um sveifluna í Þjóðleikhúskjallar- anum. Plötusnúðurinn Geir Fióvent verður á milli atriða. ■ 8-VILLT Á GAUKNUM .Það verður rokk og ról með 8-villt á Gauki á Stöng. Takið með ykkur áttavita svo að þið ratið á barinn. Allt í beinni á www.xnet.is. ■ PENTA Á AMSTERDAM Sviti og tár bland- ast bjór þegar rokktrióið Penta rokkar feitt á Café Amsterdam. ■ RÚNAR JÚLl Á FJÖRUKRÁNNI Eilífðarrokkarjnn Rúnar Júll tjúttar feitt á Fjörukránni. Ávallt í stuði. ■ CATALÍNA, HAMRABORG Það verður rokna stuð á Catalínu þegar gleði- sveinarnir Svensen, Hallfunkel og Perez hefja spil og söng. Sýningar ____________________________ ■ BIRGIR ANDRES A ÍSAFIROI Kl. 16 opnar Birgir Andrésson sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á ísafiröi. Verkin eiga það öll sameiginlegt að fela í sér eins konar leit að íslenskum menningararfi í minn- inu og fortíðinni. Um leið sýna þau okkur tak- markaða möguleika myndmálsins til að leiða þessi minni í Ijós á beinan og áþreifanlegan hátt. Sýningin stendur til 30. april 2000. ■ FINNSKT GULL QG l-EÐUR Milli kl. 15 og 17 opnar Finninn Ham Syrjánen sýningu á verkum sínum i Usthúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu i miðbæ Helsinki í 29 ár. Á sýningunni verða skartgripir úr ýmsum efnivið, svo og töskur, og bakpokar úr íeðri. Listamaðurinn verður viðstaddur opn- unina. Sýningin verður opin mánud.-föstud. frá 10-18 og laugardaga frá 11-14. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 19. april ■ GALLERI FOLD Kl. 15.00 opnar Sigríöur Anna E. Nikulás- dóttir sýningu á myndum unnum með bland- aðri tækni í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14-16. Sýningin nefnist Tunglhús. Sýningunni lýkur 16. april. ■ GALLERÍ HLEMMUR Bjargey Ólafsdóttir í samvinnu við Kristján Eldjárn kynnir sýninguna Ljúfar sælustundir I Paris, í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5 Reykjavík. Sýningin er skyggnumyndasýning sem sýnir brot úr lífi tveggja norrænna stúlkna I Paris og undir ómar þýð tónlist Kristjáns Eldjárns. Opnun kl. 20.00. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningin hangir uppi til 23. april 2000. ■ GALLERÍ LIST Æja opnar málverkasýninguna Himnasel í Gallerí Ust, Skipholti 50d, kl. 16. Sýningin stendur til 14. april. ■ HANNYRÐIR LIUU Önnur einkasýning Lilju Kristjánsdóttur, sem kallast Upprakningar, verður opnuö í Bilum & Ust, Vegamótastíg 3, kl. 16. Lilja lauk námi í MHÍ árið 1996 og á sýningunni eru myndir sem tengjast hannyröum. Sýningin stendur til 29. april. ■ SPSSA QGGYgAÁAKRANESI í dag verður opnuð ný sýning í Ustasetrinu Kirkjuhvoll, Akranesi. Þetta er sýning á verk- um listakvennanna Sossu og Gyðu og sýnir Sossa olíumálverk en Gyöa skúlptúra og er sýningin í tilefni af því að 1000 ár eru frá kristnitöku. Sýningin stendur til 16. aprfl. Listasetriö er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Tannlæknar í vlgahug Rósar Eggertsson fremstur í flokki veiðifélaga sinna og samstarfsmanna í tannlækningunum. Rósar Eggertsson og félagar opna stangaveiðina Þorleifslæk í dag: Flugur í þreifandi byl „Útlitið virðist gott núna, nema ég á von á að vatnið sé í meira lagi,“ seg- ir Rósar Eggertsson, sem ásamt son- um sínum og öðrum veiðifélögum hefur í dag að venju stangaveiðitíma- bilið í Þorleifslæk í Ölfusi. Rósar hefur veitt í Þorleifslæk þann 1. apríl hvert ár í á fjórða ára- tug. Hann segir að þrátt fyrir að spennan sé ávallt mikil að hefja veið- ina geri hann sér ekki ferð austur fyr- ir fjall til að kanna aðstæður áður en að veiðinni sjálfri kemur. „Það gerum við yfirleitt aldrei heldur látum hlut- ina bara ráðast,“ segir hann. Allra veöra von Svo snemma árs er vitanlega allra veðra von og Rósar hefur því lent í misjöfnum veðrum við Þor- leifslæk. „Stundum þegar við komum austur er svoleiðis þreifandi bylur að það er varla hægt að komast eins og var í hittifyrra. Veðrið hindrar þó ekki veiðina og við veiddum bara vel í það skiptið til dæmis þó það væri blindhríð. Það versnar hins vegar í þvl ef allt er á bólakafi í vatni. En við spáum bara í þetta þegar við komum á staðinn," segir Rósar sallarólegur. Að því er Rósar segir veiða þeir félagar fyrst og fremst á flugu og sleppa megninu af veiðinni, enda um staðbundinn fisk að ræða á þessum tíma en ekki göngufisk. Þorskurinn tregur „Veiðin hefur í gegnum tiðina ver- ið voðaiega misjöfn. Ég fékk til dæm- is ekki högg í fyrra, varð ekki var. Strákamir veiddu nú eitthvað en þeir eru líka duglegri við þetta en ég. En stundum höfum við mokveitt. Eitt sinn i vatnavöxtum sluppu út regn- bogasilungar þar sem Skúli í Laxa- lóni, að ég held, var með fiskeldi við bæinn Riftún. Síðan fáum við alltaf eitthvað af regnbogasilungi. Gulli, yngsti sonur minn, fékk einu sinni átta punda svakalega fallegan regn- bogasilung, feitan og finan. En aðal- lega er þetta nú sjóbirtingur þó þama sé líka bæði bleikja og urriði. Það em því að minnsta kosti fjórar tegundir af silungi í Þorleifslæk og eiginlega Sólarhæðin tekin Eitt algengasta tækið sem sjómenn nota er sextantur en með honum er tekin sólarhæð. Myndin sýnir nemendur i Stýrimannaskólanum taka sólarhæð. Kynningardagur Stýrimannaskólans: í vírasplæsingu Keppni Árlegur kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavik er í dag í Sjómannaskóla íslands á Rauðarár- holti. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til ki. 16.30. Nemendur skól- ans sjá að venju um dagskrána og alla kynningu Stýrimannaskólans og skipstjómarnámsins. Starfsemi skólans, ásamt tækjum og kennslu- gögnum, verður kynnt, fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína og þjónustu og björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, kemur á svæðið kl. 14. í hátíðarsal Sjómannaskólans hefst dagskráin með því að skóla- meistari Stýrimannaskólans, Guð- jón Ármann Eyjólfsson, og formað- ur Nemendafélags Stýrimannaskól- ans, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, flytja ávörp. Þá verður áhöfn björg- unarþyrlunnar afhent ávísun að andvirði 3,8 milljónir króna frá Björgunarsjóði Stýrimannaskólans í Reykjavik. Framlagi úr Þyrlusjóði er ætlað að styrkja námskeið fyrir áhafnir flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar um samvinnu áhafna sem eykur öryggi (Crew Resource Mana- gement). Að lokinni dagskrá í hátíðarsal verður keppni í vírasplæsingum, splæst augasplæs og samsplæs á lóð Sjómannaskólans. Dagskránni lýk- ur kl. 16.30. allt mögulegt nema þorskur," segir Rósar. Rósar segir að óneitaniega sé svo- lítið sérstök stemning yfir þessum fyrsta veiðdegi hvers árs. „Við vinn- um saman fjórir á sama stað og það hefur verið talað um þetta síðan um áramót og Gulli, sem er með mestu veiðdelluna, hefur verið talið dagana að undanfómu," segir hann. Veiðimennirnir í Þorleifslæk 1. apríl ár hvert fara sér í engu óðslega í veiðinni og hafa ekki þungar áhyggjur af því þótt færið sé ekki úti í ánni öllum stundum. „Þetta er bara afslappað og huggulegt og stundum höfum við farið í hádeginu að borða á Hótel Örk,“ segir Rósar Eggertsson. -GAR Of snemmt ad ræda hjónaband Heather MUls, nýja ástin hans Pauls McCartneys, segir í viðtali við blaðið Sun að of snemmt sé að ræða hvort hún og bítiilinn ætli að láta pússa sig sam- an. „Við erum hamingjusöm núna en samband okkar er ungt,“ segir fyrirsætan fyrrverandi í viðtalinu. „Ég ætla ekki að staðfesta neitt né neita neinum þó aðrir tali um að við munum giftast," segir Heather einnig. í frí vilji hún verða ólétt Læknar hafa sagt Naomi Campbeli að taka sér frí frá fyrirsætustörf- um í að minnsta kosti eitt ár vilji hún verða bamshafandi. Breska blaðið Express hefúr það eftir mömmu Naomi, Valerie, að hana langi óskaplega til að eign- ast bam meö vini sínum, milljarða- mæringnum Flavio Briatore. Hún hafi reynt í nokkra mánuði en án árangurs. Fyrirsætustörfin og ferðalögin hafa farið illa með líkama Naomi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.