Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 52
*%í vera LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 !DV .Engifer Engifer er rótarhnýði sem fæst bæði í heilu lagi og einnig í duftformi. Talið er að engifer eigi rætur að rekja til suðaustur- hluta Asíu. Engifer er fjölær jurt sem hefur gegnt fjölþættu hlut- verki í gegnum aldirnar. Indverjar og Kínverjar hafa þekkt engi- fer frá því fornöld og nýttu það til þess að bragðbæta mat og til lækningar. Á fyrstu öld eftir Krist er talið að engiferið hafi borist til landanna við Miöjarðarhaf en það var ekki fyrr en þús- und árum síðar sem það varð þekkt á Englandi. Rótin barin m Þegar nota á þurrkaða engi- ferrót þykir gott að berja hana aðeins með hamri eða kökukefli ef á að nota hana heila. Það losar um trefjarnar og bragð rótarinnar kemst betur til skila. Við matseld er rótin ekki síður notuð afhýdd, rifin eða steytt. Heilsute Engiferrótin er góð í te og þykir afar heilsusamleg. Það •er líka mjög einfalt að búa til engiferte. Hellið sjóðandi vatni yfir kvartteskeið af nið- urskoðinni engiferrót og látið bíða í að minnsta kosti tíu mfnútur. Takið rótina úr boll- anum og drekkið. Hollur og góður réttur Kartöflur, zuccini og karrí eiga vel saman og hér á eftir er uppskrift að slfkum rétti sem er bæði hollur og sérlega bragðgóður. í réttinn þarf xun 500 g af kartöflum og sama magn af *** zuccini. Skerið í litla teninga. Hitið olíu í potti og setjið grænmetið út í ásamt 2 niður- sneiddum laukum, 5 hvit- lauksrifum og 50 g af riftnni engiferrót. Kryddið með kúmen, múskati og kóríander. Gott er setja smáslettu af dijonsinnepi út f. Hrærið vel í og sjóðið við háan hita í 4 mínútur. Lækkið hitann, setj- ið lok á pottinn og látið malla við hægan hita í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar. Áður en rétturinn er borinn fram er gott að bæta við einni msk. af ristuðum sesamfræjmn. Saltið og piprið. Næringargildi Engifer er meinhollt enda hafa menn svo öldum skiptir notað það til lækninga. Engi- ferrótin þykir hafa góð áhrif á meltinguna og til þess fallin að hindra að menn kasti upp. Hún hefur góð áhrif á þarma- flóruna, framleiðslu mimn- vatns auk þess að vera góð fyrir hjartað. Þrátt fyrir að engiferrótin hafi sannanlega góð áhrif á ^meltinguna er ekki mælt með því að ófrískar konur taki hana gegn morgunógleði og eins ætti fólk með gallsteina að fara hægt í sakirnar. Engifer er mikið notað í austur- lenska matargerð og þykir henta vel í margar tegundir karrírétta. Engiferduft er einkum notað í sæta rétti, eftir- rétti, sósur og kryddsultur. Þá er ótalið engiferöl og engifervín sem margir hafa sjálfsagt bragðað. Humarhalar með engifer- steiktu græn- meti Fyrir 4 800 g humar, skelflettur 2 msk. matarolía til steikingar salt og pipar Snöggsteikið humarinn I matarol- íu og smjöri, bragðbætið með salti og pipar. Leggið ofan á engifer- steikta grænmetið og berið fram heitt. Engifersteikt grænmeti 8 belgbaunir 1 bakki smámais 2 hausar spergikál (300 g) 1 bakki blandaðar baunir, spíraðar 80 g sykurbaunir 2- 3 msk. engifer, saxað 6 hvítlauksrif, söxuð 1-2 dl kjúklingasoð (vatn og teningur/kraftur) 1- 2 msk. sítrónusafi 100 g smjör 3- 4 msk. matarolía Skerið belgbaunir, maís, spergilkál, baunir og hvítlauksrif smátt, engifer mjög smátt og snögg- steikið allt í olíu á vel heitri pönnu. Kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingasoði og sítrónusafa saman við og sjóðið alveg niður. Bætið þá smjörinu saman við. Annað meðlæti Berið gjaman fram með soðnum, hvitum hrísgrjónum. Reiknið með 2- 3 dl fyrir fjóra fullorðna. Á milli rétta Japanir borða engifer gjama milli rétta ekki síst þegar sushi er á borðum. Engiferið er þá súrsað og skorið i litlar sneiðar. Það er borðað eintómt og þykir vel til þess fallið að hreinsa bragðlaukana áður en næsti réttur er á borð borinn. DV-MYNDIR TEITUR Humar með engiferi, að hætti kokksins á veitingahúsinu Shang- hæ. Jens Beining Jia, kokkur á veitingahúsinu Shanghæ: Pönnusteiktur humar með engiferi Jens Beining Jia, kokkur á veitinga- húsinu Shanghæ, gefur uppskrift aö pönnusteiktum humri með engiferi. „Ég nota engifer mjög mikið þeg- ar ég elda kínverskan mat. Engifer- ið er notað svipað og hvítlaukur í öðrum réttum,“ segir Jens Beining Jia, kokkur á veitingahúsinu Shanghæ. Beining, eins og hann er alltaf kallaður, á rætur að rekja til Kína og á umliðnum árum hefur hann unnið sem kokkur á nokkrum kínversku veitingahúsanna hér á landi. Beining steikti humar fyrir lesendur DV og bragðbætti m.a. með engiferi. Uppskriftin er ætluð tveimur en ætti líka að henta ágætlega í forrétt. 10-12 stórir humrar 7-8 sneiðar engifer, þunnt skornar 1 sneið laukur (úr miðjunni) 1/4 rauð paprika 1/4 græn paprika 2 msk. sæt chilisósa 2 msk. súrsæt sósa 1 msk. sykur 1/4 tsk. salt sojasósa eftir smekk. Humarinn er forsteiktur á pönnu. Þá er olía sett á pönnu og hituð þar til hún er orðin mjög heit. Engiferið er sett út í olíuna og látið brúnast vel. Þá er lauknum, paprikunni, sós- unum og sykrinum bætt út í og lát- ið hitna vel. Síðan er sósan þykkt með kartöflumjöli. Humarinn er borinn fram sjóðheitur með hrísgrjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.