Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 51
DV LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 ______ Tilvera Stóratburður á Ströndum á Jónsmessunótt: Byrja að kukla fyrir túristana DV, HÓLMAVÍK: Hafinn er undirbúningur stór- atburðar þegar fyrsti áfangi galdra- sýningar á Ströndum verður opnað- ur almenningi á Jónsmessunótt þann 23. júní. Verkefnið er stórt í sniðum og atburðatengdir þættir verða á nokkrum stöðum frá Hrúta- firði norður í Ámeshrepp, þó ekki í fyrsta áfanga. Framkvæmdatími er áætlaður að minnsta kosti næstu tvö árin. í kynningarriti segir að „Galdrasýning sé metnaðarfullt og viðamikið verkefni. Að sama skapi er það dýr framkvæmd, sem þarfn- ast mikils velvilja samfélagsins líkt og aðrar menningarstofnanir." Sjálfseignarstofnun sem fengið hefur nafnið Strandagaldur hefur verið stofnuð um sýninguna. Nú ný- verið eignaðist fyrirtækið pakkhús- in við Höfðagötu á Hólmavík sem verið höfðu í eigu Kaupfélags Stein- grímsíjarðar frá byggingu þeirra. Sá hluti sýningarinnar sem opnaður verður í sumar verður þar til húsa. Hér er ekki verið að tjalda til einn- ar nætur því fyrir forgöngumönn- um þessa verkefnis vakir að þetta verði veigamikill þáttur i menning- artengdri ferðaþjónustu og komi til með að styrkja verulega byggð á svæðinu, margfeldisáhrifa gæti ekki síst i verslun og þjónustu hvers kon- ar. Fyrirtækið Potemkim, sem Árni Páll Jóhannsson sýningarhönnuður er í forsvari fyrir, sér um hönnun sýningargripa og leikmuna. Fyrir- tæki þetta er einnig að vinna að ís- landshluta heimssýningarinnar í Hannover, Expo 2000. Galdraverk- efni þetta tengist Reykjavík menn- ingarborg 2000 og kemur nokkur fjárstyrkur frá þeim samstarfsaðila. Mikilla fjármuna er þörf en góð Sumarblíða á Spáni Það er vel þess viröi aö skoöa hvaö Netið hefur aö bjóöa þegar sumarhús eru annars vegar. Á sumarhúsaslóðum: Glæsivillur og fjallakofar á Netinu Kostir Netsins geta verið miklir þeg- ar flugfargjöld eru annars vegar og oft hægt að gera góð kaup í þeim efiium. Margir fleiri spennandi kostir eru á Netinu þegar ferðalög eru annars veg- ar. Breska dagblaðið Sunday Times gerði á dögunum úttekt á vefslóðum þar sem fólk getur pantað sér allt frá smákofúm og upp í glæsivillur viðs vegar um heiminn. Eina stærstu heimasíðuna sem sér- hæfir sig í sumarhúsum er að finna á slóðinni www.holiday-rentals.co.uk. Þar er að fmna skrá yfir 2500 sumar- hús víðs vegar í heiminum og þrátt fyrir mikinn fjölda húsa er síðan mjög vel skipulögð. Fólk velur einfaldlega landsvæði og getur síðan þrengt leitina eftir þörfum. Þá er ýmsum sérþörfúm sinnt: golfáhugamenn geta leitað sér- staklega að sumarhúsum í grennd við góða golfvelli og skíðafólk getur fundið skemmtileg bjálkahús í ölpunum. Fleiri slóðir eru tíndar til í blaða- greininni og til dæmis bent á www.rent-a-holiday.com sem hefúr um 100 þúsund auglýsingar frá sumar- húsaeigendum á sínum snærum. Síð- an er ágæt fyrir þá sem ætla að ferðast um Bandaríkin en síðri ef menn ætla til dæmis til Englands. Tvö hús eru í boði í grennd við London svo dæmi sé tekið. Mælt er meö eftirfarandi heimasíð- um fyrir þá sem eru búnir að ákveða til hvaða landsvæðis þeir vilja fara. Sumarhús á Spáni má fmna á www.spanishaffair.com og fyrir þá sem vilja glæsivillur er bent á slóðina www.quality-vihas.co.uk. Sjötíu sum- arhús á hinum vinsæla sumardvalar- stað, Algarve, er að finna á slóðinni www.lantema.co.uk en vilji fólk njóta náttúrufegurðar Toskana-héraðs á ítal- iu er vert að líta á slóðina www.invita- tiontotuscany.com. DVWYND GUÐFINNUR RNNBOGASON Galdrar á Ströndum lönaöarmenn eru þegar byrjaöir aö innrétta gömlu þakkhúsin á Hólmavík þar sem kuklaö veröur á fuiiu fyrir feröafólk T*~ sumar og næstu ár. Strandamenn ætla aö ieggja mikiö á sig til aö kynna Strandagaldur. Á myndinni eru þeir Ólafur Ingimundarson, Ágúst H. Guðjónsson og Hjörtur Þór Þórsson að störfum. kynning á framtaki þessu hefur sannfært forsvarsmenn stofnan- anna og fyrirtækja um ágæti þess og hafa ráðuneyti samgöngu- og menntamála lagt því gott lið svo og Framleiðnisjóöur landbúnaðarins. Fjárlög Alþingis geta um fjárstyrk og er þá ekki allra getið. Gríðarmiklar skráðar heimildir eru til um þetta tímabil í sögu okk- ar þjóðar. Um þann þátt sem er yfír- gripsmikill annast séra Magnús Rafnsson fræðimaður. Fleira verður dregið fram í dagsljósið en hinn myrki þáttur tortímingarinnar, sem mest hefur kveðið að í umræðunni, því að í portinu við sýningarsvæðið verður Galdragarður þar sem rækt- aðar verða jurtir sem notaðar voru til lækninga fyrr á tíð. Sigurður Atlason hefur á hendi timabundna framkvæmdastjóm þessa mikla verkefiiis. -Guðfinnur 25 árum eftir stríð: Víetnamar á siglingu Víetnam er smám saman að koma sér á kortið sem ákjósanlegt ferðamannaland. Það sem af er þessu ári hefur fjöldi ferðamanna aukist um 14% frá sama tíma fyr- ir ári. Þjóðarátak hefur verið sett í gang til þess að laða ferðamenn til landsins og vonir standa til að heildarfjöldi ferðamanna á þessu ári verði í kringum tvær milljónir. Nú standa yfir tveggja mánaða löng hátíðarhöld í landinu þar sem því er fagnað aö aldarfjóröungur er frá því Víetnamstríðinu lauk. Það var síðan ekki fyrr en í lok ní- unda áratugarins að landið var opnað fyrir ferðamönnum. Víet- nömum hefur verið legið á hálsi að hafa tvöfalt verðlag í landinu sem hefur í för með sér að erlend- ir ferðamenn eru látnir borga meira en innfæddir fyrir gistingu og mat. Þá hefur vegakerfi lands- ins ekki þótt burðugt. Á þessum atriðum verða Víetnamar að taka til þess að gera landið sitt að vænu ferðamannalandi. Gnn DYNA ...KEMUR ALLTAF SKEMMTiLEGA Á DVART ^ammad^na TVOFÖLD FJÖÐRUN TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 5Ó8 6822 - œvintýri likust w Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja mismunandi stffleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.