Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
Jl>V
Fréttir
Spútnik Rauða hersins
- maðurinn sem seldi Kananum vatn í fisklíki
Rússar skutu fyrsta gervihnetti
jarðarbúa á loft frá Tyuratam austur
af Aralvatni 4. október 1957. Þeir
nefndu hann Sputnik fyrsta, eða
ferðafélaga, eins og nafnið útleggst á
íslensku. Síðan þá hafa frumkvöðlar,
sem skotist hafa fyrirvaralaust upp á
stjörnuhimininn, gjarnan verið
kenndir við Sputnik. íslendingar hafa
eignast marga slíka og einn þeirra
heitir Ketill Helgason.
Sputnik fyrsti entist ekki á lofti
nema 92 daga. Ketill Helgason, foringi
Rauða hersins svokallaða á Vestfjörð-
um, var heldur ekki lengi á flugi, eða
innan við tvö ár. Ketill er maður ákaf-
lega geðþekkur og viðræðugóður.
Hann þykir duglegur og ósérhlíflnn
og starfsfólk bar honum yfirleitt vel
söguna. Einn kunningi hans sagði;
Ketill er finn verkstjóri og góður til
verka en hann á ekki að koma nálægt
peningamálunum.
Leiftursókn á Vestfjörðum
Þingeyringar hrifust mjög af Katli
fyrir að hafa þor til að drífa af stað
rekstur Rauðsíðu í fyrrum frystihúsi
Fáfnis sáluga 1998. Það gerði hann í
kjölfar margra mánaða atvinnuleysis
í plássinu. Ekki minnkaði hrifningin
þegar Ketill og félagar slógu um sig
víðar á Vestfjörðum og drifu upp
rekstur Rauðfelds á Bíldudal, auk
ítaka Rauðhamars á Tálknafirði og
Bolfisks í Bolungarvík. Rauði herinn
var að hefja leiftursókn í fjóröungn-
um.
Vegna ástandsins á Þingeyri stóðu
öll spjót á opinberum aðilum. Létu
menn því til leiðast að „selja“ Rauð-
síðu frystihús Fáfnis. Það gerði líka
undirstöðu Rauða hersins trúverðugri
að á bak við allt saman var sagður
standa fjárfestir af bandarískum verð-
bréfamarkaði. Sá var Guðmundur
Franklín Jónsson sem þó var aldrei
skrifaður fyrir meiru en um 9% hluta-
fjár.
Fyrirtækin undlr einn hatt
í mars 1999 var farið að þrengja að
fyrirtækjum Ketils sem þá voru rekin
hvert í sínu lagi. í upphafi var Ketill i
ágætis dæmi að kaupa Rússafisk á um
1.400 dollara tonnið en það hækkaði
ört og var komið í 2.500 dollara
nokkrum mánuðum seinna. Var því
ákveðið að sameina fyrirtækin öll
undir einn hatt.
Þá kom Agnar Ebenesersson úr
rækjuvinnslu Nasco í Bolungarvík til
liðs við fyrirtækið. Eftir þessa aðgerð
átti Ketill 32% í samsteypunni, Agnar
32%, Eyþór Haraldsson rúm 30% og
Guðmundur Franklín Jónsson tæp
6%. Veltan árið á undan var þá sögð
mikil, eða um 1.700 milljónir króna,
og áætlanir voru gerðar um að ná
henni upp fyrir tvo milljarða. Allt
byggðist þetta þó á að fyrirgreiðsla
fengist hjá Byggðastofnun um að fjár-
dularfull uppfinning við að hámarka
nýtingu á hráefninu.
Mikil hrifning
Pólitíkusar, jafnt sem almenningur
á Vestfiörðum, gripu hugmyndir Ket-
ils um að kaupa fisk af Rússum úr
Barentshafi til vinnslu á Bandaríkja-
markað fegins hendi. Vöflur voru þó á
sumum Bolvíkingum en Ketill sýndi
það í upphafi með fyrirtæki sínu Bol-
fiski að þetta var hægt. Fjölmargir
aðrir höfðu reynt á undan honum að
vinna Rússafisk, sem oft var ekki
nema þorskkóð allt niður í 15-20 cm
að lengd. Niðurstaðan af slíkum til-
raunum varð ávallt sú að flökun á
smáþorski skilaði aldrei nema mjög
lélegri nýtingu. Ef dæmið ætti að
ganga upp þyrfti innkaupsverðið á
hráefninu að vera mjög lágt og í raun
lægra en Rússar voru tilbúnir að selja
fyrir. Menn gáfust því upp hver af
öðrum en ekki Ketill Helgason. Hann
hafði fundið upp formúiu að því
hvemig bæta mátti nýtinguna veru-
lega. Sem sagt uppskrift að gulli.
Ketill Helgason
Taldi sig hafa loforð frá Byggðastofnun um fyrirgreiðstu.
Hörður
Kristjánsson
blaðamaður
magna „endurskipulagningu" upp á
100 milljónir króna. Svo virðist sem
bakland fyrirtækisins í eigin hlutafé
og langtímafiármögnun hafi þá verið
eitthvað minna en menn gerðu ráð
fyrir. í raun varð þetta því sífelld leit
að fjármögnun.
Byggöastofnun dró lappirnar
Þegar Byggðastofnun dró svo lapp-
irnar varðandi fyrirgreiðsluna var
ljóst að dæmið gæti ekki gengið upp.
Segja má að Ketill eigi sér nokkrar
málsbætur í meðferð Byggðastofnun-
ar á ósk hans um aðstoð. Ketill taldi
sig í upphafi árs 1999 hafa loforð frá
Byggðastofnun um fyrirgreiðslu. Með
endalausum drætti á afgreiðslu máls-
ins varð það stöðugt erfiðara viðfangs.
Mun hreinlegra hefði verið hjá
Byggðastofnun að segja strax í upp-
hafi að hún treysti sér ekki til að að-
stoða Ketil og félaga. Það hefði hugs-
anlega mildað skellinn til muna.
Sparisjóður Bolungarvíkur, sem
var kominn með verulega áhættufjár-
muni í spilið, keypti alla aðstöðu
Rauðsíðu á Þingeyri á uppboði fyrir
35,5 milljónir króna í júni á sl. ári.
Ketill og félagar fengu þá 6 vikna frest
til að ganga frá málum. Þar hvorki
gekk né rak og pillaði Agnar sig því
fljótlega út úr dæminu. Fyrirtækin
voru í kjölfarið lýst gjaldþrota.
Sparisjóður Bolungarvíkur gerði
tilraun til að ná einhverjum verðmæt-
um til baka og annaðist Spari-
sjóðabankinn sölu á veðsettum
afurðum. Þar mun hins vegar
talsvert hafa vantað á birgð-
ir. Þessi meintu veðsvik
eru nú til skoðunar.
Þá eru einnig til
skoðunar umsýsla fyr-
irtækjanna á
geymslu á ótolluð-
um þúsund tonn-
um af Rússafiski
á Þingeyri sem
ekki fundust
við talningu.
Taka ber fram
að enginn hef-
ur þó verið sótt-
ur til saka, hvað
sem síðar kann að
verða.
Hvers vegna?
- Hvað var það sem gerði rekstur
Ketils trúverðugan í augum peninga-
stofnana?
Það er ekki furða að menn spyrji
sig hvað það hafi verið í fari og gerð-
um Ketils sem varð þess valdandi að
honum stóðu um tíma allar dyr
galopnar. í
fyrsta
É
Bolungarvík
lagi
er það án efa persónan sjálf og hans
eigin sannfæringarkraftur. í öðru lagi
var það töfralausn Ketils til að leysa
atvinnuvanda kvótalausra byggðalaga
með vinnslu á Rússafiski. í þriðja lagi
Pólífosfat var það, heillin!
En hvemig var þetta hægt? Hvern-
ig mátti það vera að eftir flökun væru
afurðirnar meiri en bestu flakarar
hefðu getað ímyndað sér að hægt væri
að sleikja af beinunum? Jú, svarið var
einfalt - PÓLÍFOSFAT!
Pólífosfat er vel þekkt i matvæla-
iðnaði og er m.a. talið mikið notað í
kjötvinnslu og rækjuiðnaði. Þetta
undraefni virkar ekki ósvipað og salt
fyrir utan að vera bragðlaust - það er
mjög vökvadrægt. Þetta er einmitt
lykillinn að undrinu.
Seldi Bandaríkjamönnum
vatn
Með því að setja Rússafisk-
inn í mjög sterkan pólifos-
fatpækil var hægt að fá
fiskholdið til að draga
svo mikið vatn í sig að
undrun sætti. Þannig
var hægt að auka
þyngdina á fiskinum
sem keyptur var af
Rússum verulega. Síð-
an var fiskurinn flak-
aður en vinnslan varð
jafnframt að vera
hröð til að fiskurinn
héldi „gæöunum". Þá
var hann frystur og
pakkaður til sölu á
Bandaríkjamarkaði.
Sagt er að Ameríkön-
um hafi líkað fram-
leiðslan vel. Þeir virtust
heldur ekki gera sér nokkra
grein fyrir því að fiskurinn sem
þeir voru að kaupa dýrum dómum,
var í raun að verulegu leyti vest-
firskt vatn. Sem sagt - allt í plati.
-HKr.
[SamS)@ hersins
Usthusinu Laugardel. simi 581 223;
• Daisbraut 1. AkureyrI.
:tmi 461 1150 •
Nýkomin
Vaughan svefnherbergishúsgögn
Allt heilsunar vegna
ChÍWpmdiC eru einu heilsudýnumar sem
eru þróaðar og viðurkendar af amerísku
og kanadísku kírópraktorasamtökunum.
Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því
með ChÍWpmctÍC þar á meðal þeir íslensku.
A Vf K
aku
w vvw.sveinogheilsa.i: