Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
I>V
Fréttir
Réttarhöld í Espigeröismálinu - ákæruvaldið gegn Elísi Ævarssyni, 26 ára:
Manndrápsmaðurinn
brast í grát fyrir dómi
- Elís sagði leigubílstjóra sínum blóðugur frá því að hann hefði banað konu
DV-MYND TEITUR
Gengiö í sal til aö svara til saka
Sakbomingurinn gekk spariklæddur í dómsalinn en meö úlpuhettu um höfuðið. Hann settist síðan við hlið verjanda
síns meö handjárnin. Eftir aö hann tók hettuna af sér óskaði dómarinn eftir því að
lögreglumenn tosuöu járnin af honum.
„Mig langaði að taka mitt eigið líf og
var kominn í mikið geðveikisástand ...
út af ítrekuðum mistökum í lífinu og
fíkniefnaneyslu. Ég get ekki útskýrt
hvers vegna ég gerði þetta,“ sagði Elís
Ævarsson, 26 ára, og brast í grát þar
sem hann sat við hliðina á verjanda
sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær þegar Sigríður Friðjónsdóttir sak-
sóknari hóf að spyrja hann út i tildrög
þeirra atburða sem áttu sér stað í fjöl-
býlishúsinu Espigerði 4 síðdegis fóstu-
daginn 3. desember.
Elís er ákærður fyrir að hafa banað
áttræðri konu, Sigurbjörgu Einarsdótt-
ur, á heimili hennar.
„Ég vildi að ég ætti einhverja skýr-
ingu á þessu. Ég var langt leiddur alkó-
hólisti og vímuefnafikill - það er það
eina sem getur skýrt þetta þó það sé
engin afsökun," sagði Elís.
Þegar sækjandinn spurði sakbom-
inginn hvemig hann hefði ætlað að
svipta sig lífí sagði hann:
„Ég ætlaði að henda mér niður af
svölunum."
Einnig kom fram í gær að Elís hafði
ákveðið fyrir voðaatburðinn að gera
öðrum eitthvað illt.
Tók ákvörðun um verknaðinn
fyrir fram
Elís kvaðst hafa veriö nýbúinn að
ljúka einni af fjölmörgum vímuefha-
meðferðum sínum þegar hann féll 7-8
dögum fyrir manndrápið í Espigerði.
AUa þá daga hefði hann verið búinn að
neyta morflns, e-taflna, amfetamíns,
alkóhóls í miklu magni og kannabis-
efna og inn á milli hefði hann tekið ró-
and lyf eins og mogadon og diazepam.
„Ég hafði ekki sofið í tvo eða þijá sól-
arhringa," sagði ákærði og kvaðst í
rauninni lítið muna „nema gloppótt".
„Ég var í mjög miklu geðveikisástandi,
ég var reiður og stjómlaus. Aðallega út
í sjálfan mig.“
Þegar sækjandinn spurði hvenær sú
hugmynd heföi kviknað að taka líf
annars kvaðst Elís ekki vita það ná-
kvæmlega - það gæti hafa verið 10
mínútum áður en voðaatburðurinn
átti sér stað.
„Ég veit ekki hvað ég hugsaði. Ég
æddi af stað,“ sagði hann.
Hann kvaðst hafa ætlað að gera
sjálfum sér eitthvaö illt. „Mér fannst
þetta leið til að öskra mig út,“ sagði
hann og átti við vímuefnaástand sitt
og dapurlegt lífshlaup sem hófst með
áfengisdrykkju strax við 9 eða 10 ára
aldur og vimuefnaneyslu 12 ára.
Fór beint í ÁTVR eftir mann-
drápið
Dóttir aldraðrar konu sem bjó í íbúð
beint á móti íbúð móður Elísar í fjölbýl-
ishúsinu í Espigerði bar fyrir dómi í
gær að fyrir atburðinn hefði Elís bank-
að þar upp á - á sokkaleistunum, snyrti-
legur en í ákaflega annarlegu vímu-
og/eða áfengisástandi. Hann hefði feng-
ið að hringja en símtalið verið mjög
stutt. Síðan hefði hann farið út.
Skömmu síðar sagðist Elís hafa far-
ið á næstu hæð fyrir neðan þar sem
hin látna bjó. Síðan lýsti hann því
hvemig hann stakk hana tvisvar til
þrisvar í hálsinn og konan féll í gólfið
fyrir framan hann. Eftir það tók hann
2-3 þúsund krónur úr veski hennar í
eldhúsinu, gekk út í blóðugum galla-
buxum og síðan út úr húsinu og sem
leið ná niður í ÁTVR í Kringlunni.
Áður en hann yfirgaf ibúð konunnar
þvoði hann sér um hendumar og hníf-
inn sinn sem hann bar ávallt á sér.
Óttar Sveinsson
„Einkaleigubílstjórínn" vissi
um atburöinn
Þegar Elís hafði keypt sér bjórkassa
i ríkinu hringdi hann á leigubílstjóra
sem gjaman ekur honum. Hann kom
og náði í hann og ók með Elís að heim-
ili vinar hans við Skúlagötu. Vitnis-
burður leigubílstjórans fyrir dómi í
gær var athyglisverður:
Hann sagði m.a. að Elís hefði sagt
sér að hann hefði „drepið" konu - inn-
an við klukkustund eftir voðaatburð-
inn. „Ég stakk hana í hálsinn," hafði
bílstjórinn eftir Elísi þegar sá síðar-
nefndi var að stíga út úr bílnum á
Skúlagötu.
Bílstjórinn kvaðst vissulega heyra
ýmisiegt í starfi sínu en af einni
ástæðu kvaðst hann sérstaklega hafa
haft áhyggjur af Elisi sem hann þekkti.
„Hann fór hálfpartinn að gráta þegar
hann sagði þetta,“ sagði leigubílstjór-
inn. Hann kvaðst hafa séð blóð á galla-
buxum Elísar.
Þegar leið á kvöldið og nóttina og
hann fékk fregnir um voðaatburð í
Espigerði varð bílstjóranum ljóst að
Elís hefði að líkindum framið hræði-
legan verknað. Lögreglan hringdi í bíl-
stjórann og bauðst hann að morgni til
að koma og upplýsa um samskipti sín
við Elís daginn áöur og um kvöldið.
Elís var handtekinn á laugardeginum.
Espigerðismálið hefur verið tekið til
dóms. Niðurstöðu Ingibjargar Bene-
diktsdóttur héraðsdómara er að vænta
síðar í nýhöfnum mánuði.
Stuttar fréttir
Ætlar á norðurpólinn
|j^ ? n að félagi hans, Ingþór
ekki aleinn á pólnum
því Svíarnir Göran Kropp og Ola
Skinnarmo fóru þangað frá Síberíu 1.
mars síðastliðinn. Gangan á norður-
pólinn gekk vel hjá Haraldi Erni Ólafs-
syni pólfara í gær. Þá gekk hann 19,3
km og hefur nú samtals gengið 122 km.
Vísir.is greindi frá.
Gallar á frumvarpi
Samtök iðnaðarins telja í umsögn
sinni að verulegir gallar séu á frum-
varpi sem liggur fyrir Alþingi um
breytingar á samkeppnislögunum og
segja það mikil vonbrigði að ekki
skuli tekið á málsmeðferðarreglum
og skipan samkeppnisráðs og áfrýjun-
amefndar. Vísir.is greindi frá.
Flóttamenn til Siglufjarðar
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
hefur gert samkomulag við stjórn
Siglufjarðarkaupstaðar um að þangað
komi 20 til 25 ílóttamenn frá Krajina-
héraði í fyrrum Júgóslavíu.
Nýtt gagnasamband
Nýtt ljósleiðarasamband er komið
á milli Landspítala Fossvogi og
Landspítala Hringbraut. Nýlega var
samið við fyrirtækin Lina.Net og ís-
landssíma um slíka tengingu. Þetta
samband er eitt öflugasta gagnasam-
band sem komið hefur verið á milli
tveggja húsa hér landi.
Nýtt varðskip
Smíðalýsing að
nýju varðskipi ligg-
ur nú fyrir og var
kynnt á fundi Sól-
veigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra í
gær. Samkvæmt
henni er gert ráð
fyrir að skipið verði
105 metra langt og búið fullkomnasta
búnaði til gæslu- og björgunarstarfa.
Áætlaður kostnaður við smíöi skips-
ins er 2.423 milljónir.
Fínn Miðill og Skjár einn:
Samningaviðræður
á veitingahúsum
Ánægjuleg heimsókn
Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, kynnti sér starfsemi
Krabbameinsfélags íslands í gær.
Forsetinn sýndi starfsemi krabba-
meinsfélagsins mikinn áhuga og
sagöi Guörún Agnarsdóttir
félagið eiga í honum
góðan bandamann.
Níu vilja Þjóð-
minjasafnið
Níu sóttu um starf þjóðminjavarðar
en umsóknarfrestur um starfið rann
út síðdegis í gær. Umsækjendur eru:
Adolf Friðriksson, Bjami F. Einars-
son, Gísli Sigurðsson, Kristín Huld
Sigurðardóttir, Hjörleifúr Stefánsson,
Margrét Hermanns Auðardóttir, Mar-
grét Hallgrímsdóttir, Ólína Þorvarðar-
dóttir og Steinunn Kristjánsdóttir.
Menntamálaráðuneytið mun senda
umsóknimar til umsagnar þjóðminja-
ráðs og í kjölfarið ákveður menntamála-
ráðherra hver hreppir hnossið. -EIR
„Við höfúm haldið ótal fundi með
forsvarsmönnum á Skjá einum yfir há-
degis- og kvöldverðum en niðurstaða
er ekki fengin,“ sagði C. J. Jones, fram-
kvæmdastjóri Fíns Miðils, um hugsan-
legt samstarf útvarpsstöðva fyrirtækis-
ins í Aðalstræti og sjónvarpsstöðvar-
innar sem að undanfómu hefur leitað
með logandi ljósi að nýju hlutafé í
reksturinn, sem kunnugt er af fréttum
DV. „Viö ætlum ekki að kaupa Skjá
einn og stöðvar okkar em ekki til sölu.
Þetta snýst allt um samstarf,“ sagði C.
J. Jones sem hefur tröllatrú á framtíð
Skjás eins:
„Sjónvarpsmál á íslandi em í hraðri
framþróun og er það helst að þakka
starfmu sem unnið hefur veriö á Skjá
einum. Þeir eiga vafalltið eftir að
græða mikla peninga áður en langt um
- segir C.J. Jones
C.J. Jones
Hefur tröllatrú á framtíö sjónvarps-
stöövarinnar Skjár einn.
líður og sjálfir erum við alltaf að líta
eftir nýjum möguleikum. Þá vil ég geta
þess að Ríkissjónvarpiö hefúr einnig
verið að gera góða hluti og á sinn þátt
í þeirri góðu gerjun sem er í sjónvarps-
málum á íslandi," sagði C.J. Jones sem
samhliða samningaviöræðum við
stjómendur á Skjá einum vinnur að
því að koma útvarpsstöðvum fyrirtæk-
is síns út um land allt en þær hafa
hingað til verið bundnar við suövest-
urhomið. Meðal stöðva sem Finn Mið-
ill rekur em FM, Gullið, X-ið og
Klassík FM.
Bókaútgáfan Vaka-Helgafell keypti
sig nýverið inn i rekstur Fíns Miðils
og samkvæmt heimildum DV hefúr
Ámi Samúelsson bíókóngur áhuga á
aö selja þaö litla sem hann á eftir í fyr-
irtækinu. -EIR
Hálf milljón
í dag verður dreginn út síðasti
vinningurinn í Afmælisleik Vísis.is,
en þó hann sé síðastur er hann síður
en svo sístur. Nú þegar hafa sex
manns unnið sér inn 50.000 þúsund
krónur hvert með því að sprengja
blöðrur á síðum Vísis.is.
Fýlgist með símagjaldi
Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra
ætlar að fylgja fast
eftir frekari lækkim-
um á símakostnaði
Landssimans á móti
hækkun fastagjalds-
ins. Dagur greindi
frá.
Óánægja með gjaldskrá
Neytendasamtökin lýsa megnri óá-
nægju með gjaldskrárbreytingar
Landssímans sem taka eiga gildi í dag.
Samtökin skora á stjóm fyrirtækisins
að endurskoða gjaldskrána til að vega
upp á móti 100% hækkun á fastagjaldi
Símans. Neytendasamtökin telja að
stjóm fyrirtækisins fari ekki að til-
mælum Póst- og fjarskiptastofhunar
um að lækka önnur gjöld til mótvægis
við lögbundna hækkun fastagjaldsins
og með breytingunum fái fyrirtækið
stórauknar tekjur, þvert á yfirlýsingar
forstjóra þess fyrir helgi. -ja/HG