Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Side 66

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2000, Side 66
74 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Tilvera DV 1 í f iö Stormsker í Mosó Hinn óborganlegi Sverrir Stormsker fer bæjarleið í kvöld og tekur stefnuna á Mosfellsbæ, nánar tiltekið í Álafosskvosina þar sem hann mun skemmta gestum á Ála- foss-fot bezt með kveðskap, söng og spili eins og honum er einum lagið. Klúbbar og krár ■ SIXTJES j KJALLARANtllVI _Rokkbullurnar í Sixties sjá um sveifluna í Þjóðleikhúskjallar- anum. Plötusnúðurinn Geir Fióvent verður á milli atriða. ■ 8-VILLT Á GAUKNUM .Það verður rokk og ról með 8-villt á Gauki á Stöng. Takið með ykkur áttavita svo að þið ratið á barinn. Allt í beinni á www.xnet.is. ■ PENTA Á AMSTERDAM Sviti og tár bland- ast bjór þegar rokktrióið Penta rokkar feitt á Café Amsterdam. ■ RÚNAR JÚLl Á FJÖRUKRÁNNI Eilífðarrokkarjnn Rúnar Júll tjúttar feitt á Fjörukránni. Ávallt í stuði. ■ CATALÍNA, HAMRABORG Það verður rokna stuð á Catalínu þegar gleði- sveinarnir Svensen, Hallfunkel og Perez hefja spil og söng. Sýningar ____________________________ ■ BIRGIR ANDRES A ÍSAFIROI Kl. 16 opnar Birgir Andrésson sýningu á verkum sínum í Slunkaríki á ísafiröi. Verkin eiga það öll sameiginlegt að fela í sér eins konar leit að íslenskum menningararfi í minn- inu og fortíðinni. Um leið sýna þau okkur tak- markaða möguleika myndmálsins til að leiða þessi minni í Ijós á beinan og áþreifanlegan hátt. Sýningin stendur til 30. april 2000. ■ FINNSKT GULL QG l-EÐUR Milli kl. 15 og 17 opnar Finninn Ham Syrjánen sýningu á verkum sínum i Usthúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu i miðbæ Helsinki í 29 ár. Á sýningunni verða skartgripir úr ýmsum efnivið, svo og töskur, og bakpokar úr íeðri. Listamaðurinn verður viðstaddur opn- unina. Sýningin verður opin mánud.-föstud. frá 10-18 og laugardaga frá 11-14. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 19. april ■ GALLERI FOLD Kl. 15.00 opnar Sigríöur Anna E. Nikulás- dóttir sýningu á myndum unnum með bland- aðri tækni í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14-16. Sýningin nefnist Tunglhús. Sýningunni lýkur 16. april. ■ GALLERÍ HLEMMUR Bjargey Ólafsdóttir í samvinnu við Kristján Eldjárn kynnir sýninguna Ljúfar sælustundir I Paris, í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5 Reykjavík. Sýningin er skyggnumyndasýning sem sýnir brot úr lífi tveggja norrænna stúlkna I Paris og undir ómar þýð tónlist Kristjáns Eldjárns. Opnun kl. 20.00. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningin hangir uppi til 23. april 2000. ■ GALLERÍ LIST Æja opnar málverkasýninguna Himnasel í Gallerí Ust, Skipholti 50d, kl. 16. Sýningin stendur til 14. april. ■ HANNYRÐIR LIUU Önnur einkasýning Lilju Kristjánsdóttur, sem kallast Upprakningar, verður opnuö í Bilum & Ust, Vegamótastíg 3, kl. 16. Lilja lauk námi í MHÍ árið 1996 og á sýningunni eru myndir sem tengjast hannyröum. Sýningin stendur til 29. april. ■ SPSSA QGGYgAÁAKRANESI í dag verður opnuð ný sýning í Ustasetrinu Kirkjuhvoll, Akranesi. Þetta er sýning á verk- um listakvennanna Sossu og Gyðu og sýnir Sossa olíumálverk en Gyöa skúlptúra og er sýningin í tilefni af því að 1000 ár eru frá kristnitöku. Sýningin stendur til 16. aprfl. Listasetriö er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Tannlæknar í vlgahug Rósar Eggertsson fremstur í flokki veiðifélaga sinna og samstarfsmanna í tannlækningunum. Rósar Eggertsson og félagar opna stangaveiðina Þorleifslæk í dag: Flugur í þreifandi byl „Útlitið virðist gott núna, nema ég á von á að vatnið sé í meira lagi,“ seg- ir Rósar Eggertsson, sem ásamt son- um sínum og öðrum veiðifélögum hefur í dag að venju stangaveiðitíma- bilið í Þorleifslæk í Ölfusi. Rósar hefur veitt í Þorleifslæk þann 1. apríl hvert ár í á fjórða ára- tug. Hann segir að þrátt fyrir að spennan sé ávallt mikil að hefja veið- ina geri hann sér ekki ferð austur fyr- ir fjall til að kanna aðstæður áður en að veiðinni sjálfri kemur. „Það gerum við yfirleitt aldrei heldur látum hlut- ina bara ráðast,“ segir hann. Allra veöra von Svo snemma árs er vitanlega allra veðra von og Rósar hefur því lent í misjöfnum veðrum við Þor- leifslæk. „Stundum þegar við komum austur er svoleiðis þreifandi bylur að það er varla hægt að komast eins og var í hittifyrra. Veðrið hindrar þó ekki veiðina og við veiddum bara vel í það skiptið til dæmis þó það væri blindhríð. Það versnar hins vegar í þvl ef allt er á bólakafi í vatni. En við spáum bara í þetta þegar við komum á staðinn," segir Rósar sallarólegur. Að því er Rósar segir veiða þeir félagar fyrst og fremst á flugu og sleppa megninu af veiðinni, enda um staðbundinn fisk að ræða á þessum tíma en ekki göngufisk. Þorskurinn tregur „Veiðin hefur í gegnum tiðina ver- ið voðaiega misjöfn. Ég fékk til dæm- is ekki högg í fyrra, varð ekki var. Strákamir veiddu nú eitthvað en þeir eru líka duglegri við þetta en ég. En stundum höfum við mokveitt. Eitt sinn i vatnavöxtum sluppu út regn- bogasilungar þar sem Skúli í Laxa- lóni, að ég held, var með fiskeldi við bæinn Riftún. Síðan fáum við alltaf eitthvað af regnbogasilungi. Gulli, yngsti sonur minn, fékk einu sinni átta punda svakalega fallegan regn- bogasilung, feitan og finan. En aðal- lega er þetta nú sjóbirtingur þó þama sé líka bæði bleikja og urriði. Það em því að minnsta kosti fjórar tegundir af silungi í Þorleifslæk og eiginlega Sólarhæðin tekin Eitt algengasta tækið sem sjómenn nota er sextantur en með honum er tekin sólarhæð. Myndin sýnir nemendur i Stýrimannaskólanum taka sólarhæð. Kynningardagur Stýrimannaskólans: í vírasplæsingu Keppni Árlegur kynningardagur Stýri- mannaskólans í Reykjavik er í dag í Sjómannaskóla íslands á Rauðarár- holti. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til ki. 16.30. Nemendur skól- ans sjá að venju um dagskrána og alla kynningu Stýrimannaskólans og skipstjómarnámsins. Starfsemi skólans, ásamt tækjum og kennslu- gögnum, verður kynnt, fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína og þjónustu og björgunarþyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, kemur á svæðið kl. 14. í hátíðarsal Sjómannaskólans hefst dagskráin með því að skóla- meistari Stýrimannaskólans, Guð- jón Ármann Eyjólfsson, og formað- ur Nemendafélags Stýrimannaskól- ans, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, flytja ávörp. Þá verður áhöfn björg- unarþyrlunnar afhent ávísun að andvirði 3,8 milljónir króna frá Björgunarsjóði Stýrimannaskólans í Reykjavik. Framlagi úr Þyrlusjóði er ætlað að styrkja námskeið fyrir áhafnir flugdeildar Landhelgisgæsl- unnar um samvinnu áhafna sem eykur öryggi (Crew Resource Mana- gement). Að lokinni dagskrá í hátíðarsal verður keppni í vírasplæsingum, splæst augasplæs og samsplæs á lóð Sjómannaskólans. Dagskránni lýk- ur kl. 16.30. allt mögulegt nema þorskur," segir Rósar. Rósar segir að óneitaniega sé svo- lítið sérstök stemning yfir þessum fyrsta veiðdegi hvers árs. „Við vinn- um saman fjórir á sama stað og það hefur verið talað um þetta síðan um áramót og Gulli, sem er með mestu veiðdelluna, hefur verið talið dagana að undanfómu," segir hann. Veiðimennirnir í Þorleifslæk 1. apríl ár hvert fara sér í engu óðslega í veiðinni og hafa ekki þungar áhyggjur af því þótt færið sé ekki úti í ánni öllum stundum. „Þetta er bara afslappað og huggulegt og stundum höfum við farið í hádeginu að borða á Hótel Örk,“ segir Rósar Eggertsson. -GAR Of snemmt ad ræda hjónaband Heather MUls, nýja ástin hans Pauls McCartneys, segir í viðtali við blaðið Sun að of snemmt sé að ræða hvort hún og bítiilinn ætli að láta pússa sig sam- an. „Við erum hamingjusöm núna en samband okkar er ungt,“ segir fyrirsætan fyrrverandi í viðtalinu. „Ég ætla ekki að staðfesta neitt né neita neinum þó aðrir tali um að við munum giftast," segir Heather einnig. í frí vilji hún verða ólétt Læknar hafa sagt Naomi Campbeli að taka sér frí frá fyrirsætustörf- um í að minnsta kosti eitt ár vilji hún verða bamshafandi. Breska blaðið Express hefúr það eftir mömmu Naomi, Valerie, að hana langi óskaplega til að eign- ast bam meö vini sínum, milljarða- mæringnum Flavio Briatore. Hún hafi reynt í nokkra mánuði en án árangurs. Fyrirsætustörfin og ferðalögin hafa farið illa með líkama Naomi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.