Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 4
Fálkar frá Keflavík náðu að vekja á sér SUMO an Fókus fagnar opnun Japönsku menningarmiðstöðvarinnar í Kringlunni í Reykjavík sem býður landsmönnum upp á upplýsinga- efni um Japan, lán á lesefni, auk lestraraðstöðu, og ekki síst sýn- ingar á myndum um Japan. Menn- ingarmiðstöðin er opin á mánu- dögum, frá 14 til 17, miðvikudög- um frá 14 til 17 og fimmtudögum frá 17 til 19. Auk þess verður opið hús síðasta fimmtudag hvers mán- aðar frá klukkan 19 og þá verða ýmsar uppákomur á staðnum. Vitaskuld eru allir velkomnir og það er um að gera að hringja eða skrifa JAM. En fyrsti atburðurinn á vegum JAM er japönsk kvik- myndahátíð í Háskólabíói sem kostar ekkert inn á og auk þess eru allir velkomnir. Dagskrá kvikmyndahátíðarinn- ar hljómar svona: LOST IN THE WILDERNESS verður sýnd sjö- unda apríl, klukkan 18, og er sjálfsævisaga ævintýramannsins Uemura Naomi sem klifrað hefur öll hæstu fjöll heimsins. KIDS RE- TURN verður sýnd níunda apríl, klukkan 18, og flokkast undir kó- mískt drama um tvo unglinga í Tokyo. SUMO DO SUMO DON’T verður sýnd tíimda apríl, klukkan 18, og er um ungan mann sem nauðugur æfir sumo-glímu. TSURU verður sýnd 11. apríl, klukkan 18, en Tsuru er lítið æv- intýri sem gerist í afskekktu þorpi i Japan. SADAKO’S STORY verð- ur sýnd tólfta apríl, klukkan 18, og segir frá ungri stúlku sem þjáist af hvítblæði af völdum kjamorku- sprengjunnar. BEIJING WATER- MELON verður loks sýnd þann þrettánda apríl, klukkan 17.15. Þar er um að ræða pólitíska gaman- mynd um grænmetissala og sam- skipti hans við kínverska stúd- enta. Frekari upplýsingar um Japönsku menningarmiðstöðina fást hjá JAM í síma 553 5900 eða e- mail jam@islandia.is athygli þegar þeir spiluðu í lokaþætti Dagsljóss, bæði eigin lög og sem undirleikarar hjá hinni hér um bi heimsfrægu Selmu Björnsdótt- ur. Strákarnir vilja að sjálf- sögðu meina að hún hefði ekki komist svona langt án þeirra. Þeir ákváðu svo að taka sér hlé en komu aftur saman fyrir hljómsveitakeppnina Rokkstokk sem gesta hljómsveit. Eftir það má segja að hjól hjá þessari afslöppu svo að heimsfrægð bl Bílasalar og eldri borgar- ar ekki markhópurinn „Okkur hefur verið gert tilboð um það að koma út í sumar og jafn- vel verða boðinn samningur, samt höldum við okkur bara á jörðinni því við emm of latir til að spá mik- ið í það,“ segir Karl Óttar Geirsson, trommuleikari Fálka frá Keflavík. „Þessi hljómsveit var eiginlega stofnuð upp á grín, verkefni þar sem við gætum skemmt bæði okk- ur og öðrum,“ segja þeir. En á þeim tíma var hljómsveitin einungis hliðarverkefni þeirra þar sem Karl Óttar trommari og Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari voru þá á fullu með hinni stórgóðu rokk- hljómveit Dan Modan sem hætti störfum nýlega. Hvernig mynduö þið skilgreina tónlist ykkar? „Við spilum instrumental rokk- að fönk þó svo aö við útilokum ekki að leyfa sætum stelpum að syngja með okkur en við viljum alls ekki stráka sem söngvara. Þó svo að mikil gleði sé í kringum spilamennsku okkar þá viljum við ekki láta bera okkur saman við hljómsveitir eins og Jagúar, hvað þá Kósý. Þetta er bara rokkað fonk sem er eiginlega ekki hægt að skil- greina betur. Við komum allir úr mjög svo ólíkum stefnum i tónlist og þegar þessu öllu er svo blandað saman verður til þessi gleði/rokk/fönk kokkteill sem Fálkar frá Keflavík eru.“ Strákamir telja sig nokkuð góða hljómleikasveit. Þeir segja: „Hjá okkur er allt í botni; við erum tón- leikaband og viljum miklu frekar spila á einum kraftmiklum tónleik- um um helgi heldur en að spila þrisvar um hverja helgi og skila engu frá okkur. Við munum til dæmis ekki eftir nema tvennum tónleikum þar sem okkur var tekið illa, annars vegar þegar við spiluð- um fyrir foreldra eldri borgara og svo þegar við spiluðum fyrir 170 blindfulla bílasala. En bílasalar og eldri borgarar era kannski ekki Þeir Fálkafélagar afsiappaðir að venju og með hugann við allt annað en tónlistina. þeir markhópar sem við sækjumst eftir, reyndar er það bara plús að þeim líkaði ekki tónlist okkar.“ Heimsfrægðin handan við hornið Eftir að hafa spilað sem gesta- hljómsveit á Rokkstokk var þeim boðið að spila i Bláa lóninu fyrir er- lendu umboðsmennina sem komu hingað á klakann í sambandi við Airwaves-tónleikana sem haldnir voru í flugskýli 4 á Reykjavíkurflug- velli. Á meðan aðrar ungar og efni- legar hljómsveitir börðust hat- rammlega um hylli hlustenda X-ins til að fá að spila á þessum eftirsóttu tónleikum má segja að Fálkar frá Keflavík hafi laumað sér inn bak- dyramegin. Spilamennska þeirra heillaði erlendu gestina svo að heimsfrægðin gæti verið handan við homið. „Eftir að við höfðum spilað fyrir þá kom til okkar um- boðsmaður frá erlendu útgáfufyrir- tæki, sem við viljum ekki nafn- greina að svo stöddu, og bað um símanúmerið hjá okkur til þess að geta haft samband síðar,“ segir Guðmundur bassaleikari. „Við bjuggumst svo sem ekki við neinu fyrr en við fengum óvænt hringingu og vorum beðnir um að koma út til Bandaríkjanna um síðustu áramót og spila í klúbbi sem útgáfufyrir- tækið á og taka upp eitthvað af tón- list okkar í hljóðveri. Það datt reyndar upp fyrir en þeir höfðu samband við okkur aftur og vilja núna ólmir fá okkur út til sín í sum- ar, svo nú er bara að bíða og sjá til hvað gerist. Við erum ekkert að stressa okkur á þessu, ef eitthvað gerist þá gerist það, annars höfum við nóg annað en þessa hljómsveit til að einbeita okkur að.“ Erum ekki dugleg hljóm- sveit En hvaö er latasta hljómsveit á íslandi annars aö gera þessa dag- ana? „Við erum búnir að taka upp grunninn að plötu sem við ætlum að senda frá okkur seinna á þessu ári og það er bara eftir að taka upp gitara og hljóðblanda hana áður en hún verður fullkláruð. Það er bara þannig með okkur að við erum ekki dugleg hljómsveit og þess vegna getur veriö erfitt að fá með- limi hennar tfl þess að einbeita sér að þessu verkefni. Það má segja að það velti á þessum geisladisk hvort við eigum einhveija framtíð fyrir okkur í íslensku tónlistarlífi. Tón- leikar eru ekki eins mikilvægir því tónleikastaðir eru fáir á íslandi og fámennur hópur sem sækir þá tón- leika sem haldnir eru fyrir utan ís- lensku sveitaböllin.“ JA.0A VAKA ... HVAþ SEGlROU UM Aö SAMEtNAST HA ? NÁö GÓÐR.I VELTU SAMAN „ HAGR.A.DINGU I REKSTRl VID GÆTUM OG AUKINNI EN tlTT VERDUR AB VERA Á HReU\1U = ÞAÐ VERÐUR ENGUM SAGT UPP HA ! 4 f Ó k U S 7. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.