Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 31
7. apríl 2000
Bobby Gillespie úr Primal Scream kallar þá bestu tónleikasveit Breta. Þeir reka tónlistarmiðstöð
fyrir unglinga og voru að senda frá sér nýja plötu. Trausti Júlíusson skoðaði Asian Dub Foundation.
Ákafir
hugsjónamenn
með öfluga
I / | * * v*^
tonhst
i i * * :
l&litylportfatnaíui
'-1 w 9
m m ■ i
» _ '« «
llli
I 1 1 1
1111
. 1. 1 1
H ■ ■ ~ _ - ■
vor/sumartoOOÉ
w w w
w w *
W' 9 *
#
w r
w r
r i -
i.
■ V
Keep it simple
V
INTER
SPORT
dansari bættust í hópinn þá byrjuðu
þeir að spOa sem tónleikahljómsveit.
Hröktust til Frakklands
Fyrsta platan með þeim, „Facts &
Fictions“, kom út hjá óháða plötufyrir-
tækinu Nation Records árið 1995 og þó
að hún hafi verið ferskt innlegg í mús-
íksenuna í Bretlandi, sem þá ein-
kenndist af fortíðarsjúku gítarpoppi,
þá fór frekar lítið fyrir henni. Önnur
platan þeirra
„R.A.F.I", sem þeir unnu að árið eft-
ir, fékkst ekki útgefm í Bretlandi.
Þetta var áður en Comershop, Talvin
Singh og aðrir asíuættaðir Bretar
komust í tísku í London og hljómsveit-
in einfaldlega fann ekki útgáfu sem
vildi gefa þetta efni út. Þeir höfðu hins
vegar vakið töluverða athygli í Frakk-
landi og það endaði með því að það var
Virgin France sem gaf plötuna út árið
1997.
Það var svo fyrir tilstuðlan Primal
Scream, sem hættu ekki að reka áróö-
ur fyrir hljómsveitinni i Breskum fjöl-
miðlum, sem þeir fengu loks samning
við London Records og hjá þeim kom
árið 1998 út endurbætt útgáfa af
R.A.F.I., sem hlaut nafnið „Rafi’s
Revenge", eða „Hefnd Rafis“. Rafi’s
Revenge var mun kraftmeiri og flottari
en fyrsta platan, á henni vom t.d.
orkubombur eins og „Free Satpal
Ram“ og „Black & White", hvort
tveggja góð dæmi um pólitísk viðfangs-
efni ADF: Satpal Ram er Breti af ind-
verskum uppruna sem var dæmdur í
lífstíðarfangelsi fyrir að verða árás-
Asian Dub Foundation: „Rage Against The Machine með flottari bítum“.
armanni sínum að bana. Það vora
nýnasistar sem króuðu hann af á mat-
sölustað í Birmingham, réðust á hann
og veittu honum alvarlega áverka. I
sjálfsvöm dró hann upp dúkahníf, sem
hann notaði í vinnunni og einn árás-
armaðurinn lést af áverkum sem Sat-
pal veitti honum. Bæði ADF, Primal
Scream, Massive Attack o.m.fl. lista-
menn, rithöfundar og stjómmálamenn
hafa barist fyrir því undanfarin ár að
hann verði látinn laus. „Black &
White" er svo skrifað gegn kynþátta-
erjum og úlfúð.
Community Music
Asian Dub Foundation hefur gert
víðreist á undanfórnum mánuðum.
Hún hefur verið að spila með Beastie
Boys í Bandaríkjunum og með Primal
Scream í Bretlandi, svo eitthvað sé
nefnt. Hún spilar jafnt á rokktónleik-
um, í næturklúbbum og á heimstón-
listarhátíðum. Hún virkar samt best á
rokksenunni. Blaðamaður breska tón-
listarblaðsins NME lýsti þeirri upplif-
un að sjá hana spila sem „Lee Perry
hittir Clash, hittir Public Enemy, hitt-
ir Specials, hittir Afrika
Bambaataa." Meðlimir ADF hafa
alltaf hlustað á mikið af ólikri tónlist
og njóta þess að sækja efnivið í ólíka
hluti. Þeir nota pönkað og bjagað gítar-
og bassasánd en nota svo á sama tíma
tónskala úr klassískri indverskri tón-
list. Dr. Das tekur oft bassalínur eftir
söngmelódíum, sem er gamalt reggae-
trikk, en svo er kannski brjálaður
jungle-taktur undir. Ofan á allt þetta
kemur svo söngurinn hjá Master D,
sem er jafn æstur og ákafur og söngur
Zack de la Rocha úr Rage Against
The Machine. ADF hefur stundum ver-
ið kölluð „Rage Against The Machine
með flottari bíturn". En meðlimir ADF
láta sér ekki nægja að vera í hljóm-
sveit og öskra pólitísk slagorð út í sam-
félagið. Þeir hafa stofnað fyrirtækið
ADFED (ADF-Education), sem hefur
aðsetur í S-London og gefur unglingum
tækifæri og aðstöðu til að læra að búa
til tónlist. Hljómsveitir eins og Hill
Street Soul og Invasian hafa orðið til
hjá ADFED.
Nýja ADFöplatan, „Community
Music“, er af flestum talin besta ADF-
platan hingað til. Hún er heilsteyptari
og kraftmeiri en hinar. Hún hefur
fengið mjög góða dóma - fékk t.d. fullt
hús, 10 af 10 mögulegum hjá NME, en
það er mjög sjaldgæft að plata fái svo
góða einkunn hjá blaðinu.
Ein af þeim plötum sem beðið hefur
verið eftir með hvað mestum spenn-
ingi í Bretlandi undanfarið er nýút-
komin plata Asian Dub Foundation,
„Community Music”. ADF hafa verið
að gera allt vitlaust á tónleikum aUt
frá því að síðasta platan þeirra „Rafi’s
Revenge" kom út árið 1998. Tónlist
þeirra fimmmenninga, sem allir era
Bretar af asískum uppruna, er mögnuð
blanda af hráu pönkuðu rokki, break-
beat, dub, hápólitísku rappi og þjóð-
legri indverskri tónlist.
Asian Dub Foundation var stofnuð
árið 1993 af þeim Aniruddha Das (Dr.
Das), bassaleikara, Deeder Zaman
(Master D) söngvara og John Pandit
(Pandit G), sem sá um að
prógrammera og snúa skifum. Hljóm-
sveitin byrjaði sem sound system, en
þegar þeir Steve Chandra Savales
(Chandrasonic) gítarleikari og
Sanjay Tailor (Sun-J) plötusnúður og
ADF hafa m.a. spilaö með Beastie
Boys og Primal Scream undanfarna
mánuöi.
Liam ætlar enn
að berja Robbie
Liam Gallagher hefur loksins rofiö þögnina og
tjáö sig um Robbie Williams og slagsmálin
sem Robbie vildi halda i
hnefaleikahöll. .Þegar
ég sé hann næst,
hvort sem það
verður í klúbbi
eða á ónotaðri
lestarstöö, ætla
ég að brjóta á
honum nefið fyrir
það sem hann sagði
um bróður minn. Ég
þarf ekki að fara i hringinn og slást í sjónvarp-
inu - þetta er fjandinn ekki The Jerry Springer
Show." Robbie hafði stungið upp á því að
gróði af boxinu myndi fara til að hjálpa ungu
fólki sem hefur um sárt að binda en Liam fil-
ar ekki þá hugmynd.
.Robbie er helvítis hálfviti til að byrja með og
ef hann heldur að ég ætli að slást í beinni út-
sendingu í góðgeröarskyni er hann bara geö-
veikur. Ég trúi ekki á svoleiöis blóöpeninga og
hvernig skilaboð værum við að senda unga
fólkinu með því?" Liam lét þessi orð falla ný-
lega við MTV í Ameríku þar sem Oasis er að
spila um þessar mundir. Þó nýja platan sé
dottin af topp 100 er uppselt á alla tónleika
sveitarinnar.
Fimmta
topplag Westlife
setur met
Hinir saklausu írsku sveitapiltar í Westlife
hafa sett met á vinsældalistunum. Nýja smá-
skífan þeirra, .Fool Again", fór beint f efsta
sætið í Bretlandi og er fimmta smáskífa þeirra
sem fer þessa beinu leið á toppinn. Westlife
fara því f heimsmetabók Guinness en þar voru
aðrar írskar stjörnur fyrir, B+Witched sem
höfðu komiö 4 smáskífum beint á toppinn. Eft-
ir að fréttirnar voru opinberar sagði einn
Westlife-strákanna, Kian Egan, þetta: .Þetta
er stærsta stundin f Iffi okkar og draumur sem
rætist. Hver hefði getaö ímyndað sér fyrir
tveim árum að við gætum gert þetta. Við vilj-
um þakka öllum sem hafa stutt okkur á ferlin-
um“.