Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 29
Fátæki námsmaðurinn Þessi stúlka er örugglega fátækur námsmaður voru álitsgjaf- ar okkur á einu máli um. Að hún hafi ekki mikla peninga á milli handanna sést á skónum sem eru orðnir slitnir og úlpuna hefur hún örugglega fengið í jólagjöf. „Hún er svona týpísk skólastelpa sem er nýbúin að kaupa sér nesti og er fín sem slík," sagði einn álitsgjafinn og ann- ar sagði að ef hún hefði sleppt treflinum þá væri hún bara frekar töff. Hún kann allavega að klæða sig eftir veðri og ein- hver hélt að hún væri jafnvel úr sveit af vettlingunum að dæma. „Skólaleg og sæt." Hljómsveitartöffarinn „Þessi veit greinilega ekki hvaða ár er í gangi," sagði einn álitsgjafinn og hló yfir klæðaburðinum á drengn- um. „Hann verslar líklega í Vinnufatabúðinni og litaval- ið er alveg hörmung," sagði annar en hvað drengurinn gerir var fólk ekki visst um. Einhver hélt aö hann gerði ekki neitt en aðrir voru á því að hann hlyti að vera gít- arleikari í hljómsveit. „Hann minnir á nýnasistana er- lendis en því miður er þessi stíll allt of algengur," sagöi einhver og benti á að það væri líklega hægt að hitta hann á Gauknum en þó ekki I dyrunum þótt hann gengi í dyravarðaúlpu. Útsölutýpan Þessarri stúlku er greiniiega alls ekki sama um útlit sitt og spáir örugglega mikið I því en álitsgjöfunum fannst hún þó virka ráðvillt hvað stílinn varðar en hún fær þó plús fyrir viðleitnina. „Hún virkar mjög útsjónarsöm og er örugglega dugleg við að finna eitthvað á útsölunum," giskaði einn álitsgjafinn á. Hinsvegar voru álitsgjafarnir ekki hrifnir af Buffaloskónum og einn sagði: „Ef hún færi úr skónum og tæki sjalið! óurt þá væri hún fin. Svona þunnt sjal finnst mér ekki passa við þennan þykka jakka. Það væri aftur á móti fínt utan yfir pils“. Að hún skuli vera að reykja út á götu var nokkuð sem fólki fannst mjög ósmart. Spútnikgellan „Þessi kaupir greinilega öll s!n föt I Spútnik en taskan gæti verið úr Tösku- og hanskahúðinni," datt einum ! hug. „Hún er voða sæt og uppáórotiö er gott. Hún er greinilega að sporna við þessu indíánakögri sem er á öllum óuxum ! dag," sagði annar. Allir voru sammála um að þetta væri klass- ískur og töff götufatnaöur en skiptar skoðanir voru um uppáórotið, sumum fannst það við aö veröa þreytt. Hallaðist fólk helst að því að hún væri nemi I sálfræði í Háskólanum. „Topp tíu einkunn." r 4 Marc 07r*olo Kringlunni 1. apríl 2000 f Ókus 29 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.