Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 11
„Ég vinn við að rita texta
og í augnablikinu
er ég of feitur fyrir vinnuna
mína eins og Gaui litli í
eróbikkinu.
Spiluðum á Skjá einum og
öllum fannst mín vera
feitasta ríman.
Sama kvöld hringdi Anna
Rakel heim tii mín og
andaði í símann.
En nú dey ég og mamma
þín fer á tauginni.
Svo rís ég upp eins og
typpið á Steingrími
Njálssyni í barnalauginni.“
-Seppi
íslenskt hip hop, 1. kafli
Sú hljómsveit sem sigrar Mús-
iktilraunir fær meira en heiðurinn
í faramesti. Eitt það eftirsóttasta
við þennan titil eru þeir 28 hljóð-
verstímar í Stúdíó Sýrlandi, besta
hljóðveri landsins, sem eru í verð-
laun.
Hvað á að gera við þá?
„Við ætlum að vaða þarna inn,
sópa Skímó og þeirra grúppíum út
og rústa öllu,“ segir BlazRoca með
áherslu. „Nei, nei. Planið er að
gera stóra plötu með alíslensku hip
hoppi. Við ætlum að slípa allt okk-
ar efni til áður en við mætum
þannig að við getum nýtt tímana til
hins ýtrasta." „Síðan hóum við
saman öllum sem geta rokkað
hljóðnemann á móðurmálinu og
fáum þá til að vera með á plöt-
unni.“
Þannig að þetta verður komm-
únuplata, allir fá að vera með?
„Einmitt. Lúlli mun sjá um að
búa til flesta taktana og lagagrunn-
ana en svo ætlum við að fá fleiri til
liðs við okkur í þeim geira, t.d. Ses-
ar A,“ svarar Bent og BlazRoca tek-
ur við: „Þó svo að það sé ekki búið
að vera að gerast mikið í hip hop
tónlist á yfirborðinu héma heima
er fullt af gaurum með viti sem er
fengur í að fá til liðs við sig. Svo
eru auðvitað aðrir sem þýðir ekk-
ert að púkka upp á en senan héma
er þannig að það þýðir ekkert að
vera að bæta í þessa öfundsýkis
disssúpu. Svo maður segir bara að
allir séu kúl,“ segir BlazRoca og
bætir við: „En að sjálfsögðu erum
við bestir, biluðustu MC-ar fyrr og
[ árið 2-0-0-0 við trukkum
inn, eins og aftan í Amber
Lynn.
Krúið mitt er stærra en
crowd hjá Benny Hinn.
Þú ert fullur af skít eins og
Krossinn. Ef þessi sena er
sendiráð þá er ég Bin
Ladin.
Minn rímnastíll er rowdy
eins og Kúba, meira Grand
en Puba, feitari en
kjötsúpa.
Sæki þig heim um nótt
eins og Wiesenthal. Þú ert
frá helvíti eins og Baal.
Ef ég væri kona væri ég á
túr, með svo feitan stíl að
hann þarf megrunarkúr:
Nupolétt, mitt rím er þétt,
eins og rasskinnarnar á
jett settinu, mitt flæði æðir
eins og eldur í sinu.
Rokka Reykjavík eins og
Friðrik Þór, með vísíndum
eins og Niels Bohr. Mínir
textar eru dýpri en
kallakór.
-BlazRoca
síðar. íslensk hip hop saga byrjar
hér með.“
Eru þá einhverjir íslenskir tón-
listarmenn sem þið hafið sérstakt
dálæti á?
„Ómar Ragnarsson er frábær og
algjör sampl-gullnáma. Sum laga
hans, t.d. Hi á þig og Lok, lok og
læs, henta líka vel þegar það kem-
ur að baráttu milli tveggja MC-a,“
segir Seppi.
Tvö af lögunum sem Rottweiler-
hundamir fluttu á Músíktilraun-
unum eru einmitt byggð á smellun-
um „Ég er að baka“ og „Hí á þig“.
„Gömlu fönkhljómsveitirnar,
eins og Eik, Flowers og Hljómar,
voru lika að gera góða hluti á sín-
um tima og það er hugsanlegt að
nota þær. Paul Oscar hefur líka
gert bilaða tónlist og við bíðum
eftir símtali frá Bubba til að
endurlífga hans rappferil. Svo lif-
um við auðvitað við mikla ljóða- og
visuhefð þannig að það er ekki
langt að fara til að sækja innblást-
ur í rímurnar okkar,“ segir
BlazRoca. „T.d. er þáttur á Rás 1 á
sunnudögum þar sem hagyrðingar
mætast og kljást með vísur, dunda
sér við það að botna hvern annan.
Ef þú myndir skella takti undir
þessa gæja þá væri þar komið bil-
uð MC-orrusta.“
„Það er rétt en það er eitt sem ég
vil að komi fram í lokin,“ segir
Seppi. „Áfram, Fylkir!“
i