Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 6
um áburðinn? Skóbúðir landins eru þessa dagana að fyllast af nýjum vör- um í öllum regnbog- ans litum. Þeir sem fallið hafa fyrir þessarri litagleði vorsins og hafa fengið sér eitt par af skóm í framandi lit- um átta sig fljótlega á því að það er lífs- ins ómögulegt að fá skóáburð í stU við skóna. Þá er bará eitt tU ráða. Annað- .... hvort er bara að Silikonuðinn nota speu'i klikkar ekki. 0g passa ag þeír rispist ekki eða gefa bara skít í aUar rispur og njóta þess að eiga svona flotta skó í þann stutta tíma sem þeir vara. Eitt er þó hægt að gera tU þess að verja skóna og það er að úða þá reglulega með sUikonúða en það ætti að hrinda frá þeim mesta götuskítnum þótt hann fyUi ekki upp i rispur. Þessir skór eru óneitanlega smart en eru ekki praktískustu kaupin sem hægt er að gera í dag hvað litinn varöar. Skóaáburður í óvenjulegum litum er nefnilega vandfundinn. Pál 1 Óskar „Auðvitað var sigurvegarinn í fyrra algjört beib, með stór brjóst og sUíkonvarir, en ég held samt að út- litið hafi ekkert að segja í þessari keppni. Þetta lag var bara komið til þess að sigra. Þetta var einfaldlega rétta uppskriftin, Abba út í gegn,“ segir Telma Ágústsdóttir sem verð- ur send með brjóstastærð 36b í Eurovisionkeppnina fyrir íslands hönd í ár ásamt Einari Ágústi í Skítamóraral. „Þetta er náttúrlega sönglagakeppni en ekki söngvara- keppni þannig að brjóstastærðin er síður en svo aðalmálið," segir Telma og visar öUum spekúlasjónum um barm sinn á bug. Hann hafi einfald- lega ekkert með málið að gera. Söngkona í Spur Flestir íslenskir Eurovisionfarar hafa átt vinsældum að fagna hér heima fyrir áður en þeir hafa verið kosnir til að fara sem fuUtrúar ís- lands í Eurovision. Sú er hins vegar ekki staðan með Telmu því fæstir hafa hugmynd um hvaða krúttlega ljóshærða stelpa þetta er. í stuttu máli er ævisaga Telmu á þessa leið: Hún er 23 ára, uppalin í Garðabæn- um, í miðjunni af þremur systkin- um. Tónlistaráhugann, sem kvikn- aði snemma, á hún ekki langt að sækja enda er faðir hennar Gústi í Ríó tríói. Sem barn eyddi hún ófáum stundum inni í herbergi fyrir fram- an spegUinn, syngjandi í hárbursta. „Ég ætlaði mér aUtaf að verða söngkona, dansari eða búðarkona. Það kom ekkert annað tU greina,“ segir Telma sem lagði ýmislegt á sig sem bam tU að ná markmiðum sín- um. M.a. sótti hún djassbaUetttíma sem hún hafði enga hæflleika i þar sem hún var frekar þung á sér. Svo lá leið Telmu í skólakórinn en það var samt aðaUega tU þess að komast með í kórferðalögin frekar en að syngja. Þegar hún var fimmt- án ára byrjaði hún í skólahljóm- sveitinni Hróðmundur hippi. „Ég var bakrödd og dansari í einhverj- um asnalegum hippakjólum, með leikföng um hálsinn,“ segir Telma og minnist þessarar frumraunar sinnar með ánægju. Síðan flæktist hún á milli hljómsveita og fór að spila á alvörupöbbum og endaði í hljómsveitinni Spur sem gaf út tvö lög. Fyrir utan nám í Rokkskólan- um, þar sem hún lærði söng af Andreu Gylfadóttur og tónfræði hjá Stefáni Hjörleifssyni í Ný dönskum er þetta í stuttu máli tónlistarsaga Telmu. Ekki háir hælar „Ég myndi segja að ég væri bara frekar venjuleg stelpa. Reyndar er ég druUufeimin og verð að setja mig í ákveðinn gír áður en ég stíg á svið,“ segir Telma sem á fá áhuga- mál fyrir utan tónlistina, en hún hefur samið eigin lög frá því hún var lítil stelpa. Hún á því dágott safn sem er aldrei að vita nema hún geri eitthvað meira við einhvem daginn. Kærasti Telmu deUir tón- listaráhuganum með henni en hann er gítarleikari í hljómsveitinni Sól- dögg. Nú, þegar þjóðin er búin að heyra Eurovisionlagið og sjá myndbandið, er fólk farið að spá í hverju íslensku þátttakendurnir muni klæðast í sjálfri keppninni en að sögn Telmu er það ekki ákveðið. Fötin eru held- ur ekki það sem hún hefur mestar áhyggjur af heldur er hugsunin um að hún detti á sviðinu það hræðUeg- asta sem hún gæti hugsað sér að gæti gerst. „Ég tek fyrir það að vera á háhæl- uðum skóm í keppninni einfaldlega vegna þess að ég get það ekki. Ég labba eins og bjáni á þannig skóm. Á myndbandinu var ég í svona há- hæluðum támjóum skóm og það var hræðUeg upplifun," segir Telma og hlær og er tU í að fara í nærri hvað sem er annað en hælamjóa skó - jafnvel push-up brjóstahaldara.... fyrir að tutti kep Eina möguteik! kynnast henn N V % /Z Telma hefur verið í hinum ýmsu hljómsveitum frá því hún var 15 ára gömul og samið sín eigin lög frá því hún var lítil stelpa. Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tilfinningaflækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717. Hórur eru fráb KÆRI DR. LOVE Ég hef bara sofiö hjá 7 strákum en samt eru stelpurnar í skólanum að segia að ég sé algjör hóra. Mér finnst það sko ekki réttlátt. Margar þeirra hafa sofið hjá miklu fleiri strákum en ég. Hvað á ég að gera til að þær hætti að segja svona? Ég er ekki hóra. EIN BAKTÖLUÐ HÆ, BAKTALAÐA BEIB Já, þú segir satt. Þú ert ekki hóra! Svo mikið er víst. Þetta orð er ofnotað í íslensku talmáli og sá sem notar þetta orð sem fúkyrði veit sjaldn- ast um hvað hann er aö tala. Konur hræðast þetta orð mest af öllu þvf þeim flnnst þetta vera eitt það mest niðurlægjandi sem hægt er að kalla þær, (Karlmönnum finnst aftur á rpóti hrikalegt þegar einhver kallar þá AUMINGJA. Spáið í það!) En nú skal þlaðinu snúið við! Dr. Love ætlar nú að taka ofan fýrir hórum nær og fjær. í allri þessari umfjöllun um klám og vændi (sem oft er nefnt í sömu andrá hér á landi) viðgangast ýmsar ranghugmyndir sem borgar sig að leið- rétta - hóranna vegna. Það er búið að tala svo illa um hórur að ég ætla að prófa að skrifa eins og eina grein þar sem er BARA talað vel um þær. Ég held að þú og þínir samlandar séu nefnilega ekki nógu vel upplýstir um hvað það RAUNVERULEGA ER að vera H-Ó-R-A! Pældu nú i þessu! 1. Flestar hórur hafa það mjög gott - og eru ekki fórnarlömb eins eða neins. Margar þeirra þéna þrefalt meiri peninga en kynsystur þeirra sem stunda t.d. skrifstofuvinnu frá 9 til 5. Auk þess hafa hórur engar áhyggjur af svona hlutum eins og verkföllum eða atvinnuleysi - þær hafa alltaf vinnu! Og þær ráða vinnutímanum sjálfar. 2. Hórur vinna óeigingjarnt starf í þágu samfé- lagsins við að veita þegnum þess líkamlegan unað. Þær eru ekki hræddar við kynlíf. Pro- fessional hóra gefur öllum tækifæri til að stunda kynlíf - líka þeim sem eiga erfitt með að verða sér úti um kynlíf (þótt þeir fegnir vildu) vegna for- dóma I samfélaginu. Þá meina ég feitt fólk, gam- alt fólk, fatlað fólk og þroskaheft. Hórur eru þol- inmóðar gagnvart fólki sem sumt fólk gæti aldrei komið nálægt. Allir eiga rétt á því að fá kynferðis- lega fullnægju, hjálp og kennslu (sérstaklega þeg- ar kemur að öruggu kynlífi) og að því leytinu til er hóran bráðnauðsynleg. Hún gæti þess vegna ver- ið að ríða í samvinnu við Rauða krossinn. 3. Hórur eru mjóg áhugavert fólk með ákveön- ar skoðanir á hlutunum og sterk bein í nefinu. Þær hafa mikinn og góðan húmor fyrir lífinu og geta veitt pottþéttar ráðleggingar og hjálp við persónulegum vandamálum fólks. 4. Hórur fá mikið að ríða og geta því fengið út- rás fyrir allar hugsanlegar kynferðislegar lang- anir sínar - og gefa öðrum tækifæri til að gera slíkt hið sama. Þær eru hæfileikarikar á ýmsum sviðum (hórur hanna föt, skartgripi og make- up, innrétta íbúðirnar sínar sjálfar, elda geggj- aðan mat, kunna aö gera listaverk úr hárinu á sér, kunna að gefa heilnudd, geta dansaö og eru þar að auki leikkonurl). 5. Hórur eru tilbúnar til að deila öllu sínu prívati með bláókunnugu fólki - og fyrst og fremst koma í veg fyrir það að sumu fólk finnist það vera eins EINMANA og það er. Jæja, spáðu nú í myndina af konunni hér til hliðar. Þetta er hún DOLORES FRENCH en hún ákvað að verða hóra með fullri meðvitund og reisn. Hún hefur einbeitt sér að sínum starfs- ferli í marga áratugi og vill sjá veg hórunnar sem mestan. Hún segir: „Hooking is one of the ultimate seizures of power. Being a sex broker is to rule the world!" - Hún er forseti og fram- kvæmdastjóri H.I.R.E. (Hooking Is Real Employ- ment), en það eru baráttu- og hagsmunasam- tök þeirra sem vilja afnema lög þess efnis að vændi sé glæpsamlegt. Vfða f Evrópu er vændi löglegt. I Berlín hafa hór- urnar stofnað með sér stéttarfélag, enda gefa þær vinnu sfna upp til skatts, fara í læknis- skoðun einu sinni í mánuði, eru skyldugar til að nota smokka f vinnunni og klæðast meira að sega ákveðnum vinnufatnaðil! Þannig að - elsku baktalaða mfn! Þú ættir bara að verða upp með þér næst þegar einhver kall- ar þig hóru. Þú ættir frekar að spyrja sjálfa þig hvort þú hafir burði til að vera alvöruhóra. Hef- úr þú það sem til þarf? Hórur eru nefnilega heilagir fulltrúar elstu starfsgreinar alheims. Hórur eru frábærar! GÓÐA HELGI ÞÍN MEGAHÓRA DR. LOVE! Dolores French, hóra meö fullri meðvitund og reisn, 6 f Ó k U S 7. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.