Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 28
Fötin skapa manninn hefur oft verið sagt og það er svo sannarlega margt til í því. Fötin geta sagt svo ótal margt um þig enda sjaldnast tilviljun ein sem ræður því að þú gangir akkúrat í þessum flíkum en ekki einhverjum öðrum. Sem betur fer er smekkur manna misjafn enda væri leiðinlegt að ganga um miðbæinn ef allir væru eins klæddir og fylgdu fyrirmælum tískugúrúanna í einu og öllu. Ljósmyndari Fókuss smellti nokkrum myndum af fólki á Laugaveginum sem allt hefur sinn persónulega stíl. Myndirnar voru síðan bornar undir fimm tískufrík sem reyndu að lesa í líf persónanna á myndunum og létu í Ijós álit sitt á klæðaburðinum. Skiptinemarnir Þessar konur eru alveg pottþétt ekki íslenskar, þaö sést á þessu goretexlúkki. Skiptar skoftanir voru þó um þaö hvort þær væru túristar eöa erlendir skiptinemar þvl mappan sem önnur þeirra heldur á villir aðeins um. Eru skólaglósur í henni eöa upp- lýsingar um „what’s on in Reykjavlk"? Þær eru örugglega skyld- ar, koma frá sama landi og sama bæ. Þaö hefur llklega verið út- sala á bæöi skóm og úlpum og þær hafa báöar fariö á hana og dressaö sig upp,* var niöurstaöa eins álitsgjafans. Allir voru sammála um aö fjólublái goretexjakkinn væri alveg út úr kortinu og eins þessar þykku hárteygjur sem þær væru meö I hárinu. En túristar eru náttúrlega bara túristar, punktur og basta. Skógarhöggstýpan Skoðanir voru skiptar um það hvort þessi maður væri erlendur eöa ekki. Hugsanlega gæti hann verið Kani af vellinum eða bara þungavinnuvélaeigandi af Smiöjuveginum sem brugðið hefur sér I bæinn. „Þetta er svona týpísk vörubllstjóratlska, kröftug og kántríleg," sagði einn álitsgjafinn og annar benti á að maöurinn væri eiginlega of snyrtilegur til þess aö vera aö vinna I kringum vinnuvélar svo hann skaut á að hann væri kokkur. „Þaö er ekkert aö fatnaöinum á þessum gæja, hann samsvar- ar sér vel en hins vegar á hann alls ekki heima á Laugaveginum I þessum fötum. Hann væri aftur á móti flnn uppi I Heiðmörk.* Mömmustrákurinn Þessi ungi námsmaður virðist eiga al- veg rosalega góða mömmu sem kaupir fötin á hann. „Úlpan er keypt I Hagkaupi og er I fin- um litum og er hlý og góð,“ upplýsti einn álitsgjafi okkar. Strákurinn er snyrtilegur I alla staði og vill ekki skera sig úr á neinn hátt. „Allir pening- arnir hans hafa greinilega farið I þessa hlýju dúnúlpu svo hann hefur ekki átt neitt eftir fýrir klippingu,* sagði annar sem hrósaði háralitnum á honum, en benti á að það hefði mátt snyrta kollinn. Alitsqjafar Svavar Orn hár- greidslumeistari Arnar Gauti GK Adalheiöur Birgisdóttir Týnda hlekknum Skjoldur, Herrafatverslun Kormáks og Skjaldar Fríkið og streitarinn Þessar vinkonur eru eins og dagur og nótt og sú rauðhærða stelur allri athyglinni frá hinni. Á meðan önnur er þessi flippaða týpa sem er alveg sama um álit annarra þá er hin meira passív og straight og passar sig á því að smella inn I hópinn. Flestir álitsgjafar okkar giskuöu á að þær væru nemar. Einhverjum fannst rauðklædda stelpan vera of tilgerðarleg á meðan öðrum fannst hún töff og sjálfstæö. „Mjög persónulegur stíll hjá þessari rauðklæddu og flott grænt veski". „Þær eru báðar greinilega mjög meðvitaðar um útlitið og eru voöa- lega krúttlegar." Klassapían Svart og hvltt er alltaf klassiskt. „Þessi lætur klóna sig og brýtur engar reglur," sagöi einn álitsgjafinn. „Stilhrein, snyrtileg, gott snið á bux- unum og vel pússaðir skór," sagði annar. Rn og sæt var það eina sem hægt var að segja um hana en mætti vera djarfari. Góðærisgæinn Allir okkar álitsgjafar voru á því að þessi maður hlyti að vinna við eitt- hvaö tengt auglýsingum, hönnun eða Ijósmyndun og byggist þessi dómur á töskunni sem hann er með undir hendinni. Einróma álit var að drengurinn væri mjög smart. „Hann verslar greinilega IGK af sldd- inni á buxunum að dæma," sagði einn álitsgjafinn og annar sagði að stuttar buxur væru flottar á lágvöxnum strákum eins og honum. „Hann er plnu uppi og klæöir sig alveg eftir reglunum og sker sig á engan hátt úr." „Klæöaburðurinn er flottur en hann mætti gera hárið á sér frlkaðra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.