Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 10
mm. Rottweiler-hundum," segir Seppi. „Það ætti að geta reddað giggum hjá Vímulausri æsku og öllum hin- um apparötunum," gripur BlazRoca fram í. „En hvað boð- skapinn varðar þá boðum við ekki bara hreintungustefnu heldur einnig allsherjar þjóðfélagsbylt- ingu. Við Bent erum með þetta á hreinu en Seppi fylgir bara hugs- unarlaust með í kjölfarið," segir Blaz en Seppi er ekki alveg sáttur. „Ég myndi frekar segja að við boð- um það að Fylkir vinni Breiða- blik,“ segir Seppi. „Já, er það? Fylkir verður lagður niður eftir byltinguna,“ svarar BlazRoca og saman,“ segir Seppi sem getur ver- ið ánægður vegna þess að þetta er búið að vera gott ár hjá honum. Ný- lega tók hann þátt i fyrstu íslensku rappkeppninni, Rímnaflæði, og lenti í fyrsta sæti. Þannig eru strákamir smám saman að bætast í hinn sívaxandi hóp íslenskra smástima, sem stækkar með hverj- um deginum. Þá getur ekki verið langt þangað til að það kemur plakat af þeim í Æskunni. En smá- stirnin verða að vera góðar fyrir- myndir. Fylgið þið ákveónum hugsjónum eóa breiðiö út einhvern boöskap? „Við erum allir vímulausir í 110 svo byrja þeir að rifast um félögin, hvort sé betra, hvenær hver vann hvað og þar fram eftir götunum. Eruö þiö algjörir macho-boltar? „Ætli það nokkuð," svarar Bent. „Ég myndi samt taka 130 í bekk ef ég reyndi." Mynduö þiö taka stelpu inn í Hundana? „Að sjálfsögðu, ef hún gæti rokk- að hljóðnemann.“ Það væri svo sem ekki vitlaust hjá strákunum að gera það, þá héti sveitin 110 Rottweiler-hundar og ein tík. „Við röppum einungis á íslensku og tökum annað ekki lengur í mál,“ segir Seppi, en hann ásamt Bent og BlazRoca eru rappararnir í 110 Rottweiler-hundum. Hundarnir vöktu mikla athygli á Músíktil- raunum, ekki bara fyrir það að vera fyrsta rappsveitin sem sigrar heldur einnig vegna þess að allir þeirra textar eru ortir á okkar ást- kæra ylhýra móðurmáli. „Hingað til hafa rapparar verið að taka eitt og eitt lag á íslensku i feimni og þá aðallega til að sanna sig,“ segir BlazRoca. „Það er fárán- legt í ljósi þess að i hvaða landi sem er þá rappa allir á því tungumáli sem þeir kunna best, sínu eigin móðurmáli. Það eru til fleiri lönd en enskumælandi og þetta er eitt þeirra." „Stíga gegn Bent, til hvers? Það er bókað að þið tapið. Þú ert eins og hommi í threesome, sökkar meðan þú ert tekinn í rassgatið. Þú ert bara enn einn óbattlaður MC í safnið mitt. Ég er svo góður að víbrator mömmu þinnar ber nafnið mitt. Þú veist hverjir við erum, 110. Hva, heyrirðu ekki geltið? Ég tók þig svo í gegn að Sókn gegn sjálfsvígum bað mig að hætta með eineltið." -Bent 110 verður XXX Þó svo að sveitin heiti 110 Rottweiler-hundar skipa hana sjö gaurar. Nafnið er skírskotun i póst- númer Árbæjarins þar sem meiri- hluti sveitarinnar býr. En málið er ekki svona einfalt. Vegna þess að afgangurinn af krúinu er ekki úr Árbænum, heldur úr Kópavogi, vesturbæ og Laugarneshverfinu (og hverfin eru þessum mönnum heilög) heitir krúið í heild XXX Rottweiler-hundar. Fyrir utan rapparana þrjá eru i sveitinni plötusnúðurinn Éiki frá Djúpavogi, Baddi bassaleikari, Boli taktakjaftur og Lúlli sem semur grunninn að lögunum. „Hljómsveitin var stofnuð i brettaferð á vegum verslunarinnar Brim,“ útskýrir Lúlli. „Þar vorum við allir samankomnir og ákváðum að gera lag saman. Þetta lag var Beygla, sem tókst mjög vel og svo rúllaði þetta þægilega áfram.“ Það verður að segjast að textam- ir hjá strákunum eru grófari en flest annað sem viðgengst. Ef lagst er við hlustir heyrir maður ólíkleg- ustu menn, oftast þekkta úr is- lenskum hversdagsleika, fá illa út- reið. Enginn er Hundunum heilag- ur. Eruó þiö sem sagt reiðir út í allt og alla og óskið þeim hiö versta? „Nei, nei. Þegar textarnir eru sem grófastir erum við að búa til myndlíkingar til að leggja áherslu á innihaldið," segir Bent. „Þetta er allt í gríni, lítið persónulegt.“ En BlazRoca er ekki alveg sammála honum þar: „Ég hélt að ég væri grófur en þessir gaurar eru grófari en allt. Það liggur við maður roðni við að hlusta á sumt í textunum þeirra. Mikið af mínum harðkjama beinist gegn einhverjum misheppnuðum valdastrúktúrum eða ákveðnum rasistum en þeir beina þessu gegn hverju sem er. 110 Rottweiler-hundar er ein ferskasta grúppa landsins. Það sannaðist síðastliðinn föstudag þegar strákarnir komu, sáu og sigruðu í Músíktilraunum. Þetta er í fyrsta sinn sem rapparar halda heim með titilinn og eru þeir vel að honum komnir. Það sem flestir sem mættu á Tilraunirnar tóku eftir var að strákarnir eru ansi gagnrýnir í textunum sínum og fara jafnvei aðeins yfir „strikið“ sem samfélagið hefur rissað upp. Halldór V. Sveinsson tékkaði á strákunum. Það væri gaman að halda tónleika á Spotlight, þá myndi hitna í kolun- um,“ segir BlazRoca og skellihlær. „Það má ekki misskilja þetta,“ skýtur Bent inn í. „Ég hef ekkert á móti hommum. Þetta er eins og ég sagði, myndlikingarnar eru til áherslu, sama þótt þær séu grófar.“ Vímulaus æska Strákarnir stóðu sig vel á úrslita- kvöldinu, troðfylltu sviðið I Tóna- bæ af lífi þannig að áhorfendumir höfðu nóg að gera. „Þetta var í rauninni ótrúlega lítið mál. Þó svo að við hefðum ekki verið búnir að æfa okkur lengi small þetta allt jgMgiggimp 10 f Ó k U S 7. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.