Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 34
i V * » * Bensín er algjörlega úr Fúkus. Það hefur hækkað stöðugt í nokkur ár og er nú orðið rán- dýrt. Auðvitað hafa nokkrar þjóðir lifibrauð sitt af bensíni en okkur er alveg sama um þá stað- reynd meðan þessi vökvi heggur djúp sár I seðlaveskið, svo ekki sé minnst á mengunina sem fylgir bensínnotkun og er fyrir neðan allar hellurí upphafi umhverfismeðvitaðrar aldar. Er ekki löngu kominn tími á að finna upp bllabatt- erí, vetnisorkubíla eða eitthvað því um líkt? Það hlýtur að vera hægt fyrst mannkyninu tókst að finna upp geimflaugar, penísillín, kjarnorkusprengjur, kvikmyndina - og hjólið. Uppfinninga- og vísindafólk, leggið hausinn I bleyti og finnið upp sem allra fýrst ódýran, um- hverfisvænan orkugjafa til að nota I staöinn fyrir þennan leiðindavökva, bensln! Keep it simple Sólböð eru komin I Fókus. Með hækkandi sól er fátt skemmtilegra en að stinga sér til sunds I Laugardalslauginni, eða einhverri annarri útisundlaug, skrönglast svo upp á bakkann og flatmaga I kaldri golu og steikjandi sól. Sól- brúnkan er líka ólíkt fallegri en Ijósabekkja- brúnkan og auk þess er miklu betra að liggja úti og sleikja geislana en að vera saman- krumpaður I háværum Ijósabekk. Þaö er um að gera að nýta þessa fáu sólskinsdaga á ís- landi og ekkert sem segir að endilega þurfi að flatmaga með sólarolíubrúsa. Þvert á móti er hægt að fara I sólbað á útikaffihúsi eða sejast I góðum félagsskap á Austurvelli, skreppa á stuttbuxum I golf eða taka til I garöinum I sundfötunum. Skelltu þér nú út með sólgler- augu, hunsaðu kuldann og heilsaðu vorinu úti- tekin/n og sólbrún/n. Ekki eru nema rúmir tveir áratugir síðan kvenfólk var tekið inn í lögregluna á íslandi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Heiðar Sumarliðason ræddi við tvær núverandi lögreglukonur og eina fyrrverandi um það hvernig staða kvenna innan lögreglunnar hefði breyst á þessum tíma. ;' / l m „Það byrja margir í þessu af ein- skærri forvitni en affollin eru gif- urleg. Þegar ég var í lögregluskól- anum voru 8 stelpur í hópnum en aðeins 4 af okkur eru starfandi í dag,“ segir Hafdis Björk Alberts- dóttir sem starfar við almenn lög- gæslustörf í miðborginni en hún og Hildur Rún Björnsdóttir, sem vinn- ur við hverfalöggæslu í miðbæn- um, hafa ásamt Amþrúði Karls- dóttur, fyrrverandi lögreglukonu, fallist á að gefa lesendum Fókuss innsýn í starfið. AUar höfðu þær mismunandi ástæður fyrir því að ganga í lögregluna en eru sammála um það að það hafi verið hve starf- ið var ögrandi sem hafi haft úr- slitaáhrif á val þeirra að gerast lög- reglumenn. Fengu ekki að fara út eftir kl. 8 Arnþrúður var ein af íjórum fyrstu konunum sem hófu störf hjá lögreglunni en hún hóf nám í lög- regluskólanum árið 1974. „Þáver- andi lögreglustjóri var langt á und- an sinni samtíð í því að þora að ráða konur,“ segir Arnþrúður. „Þetta var áður en kvennafrídagur- inn var tekinn upp og áður en jafn- réttislögin tóku gildi svo að það var langt frá þvi að við stæðum á jafn- réttisgrundvelli gagnvart körltm- um. Við máttum t.d. ekki vinna lengur en til kl. 8 á kvöldin og menn voru hálfhræddir um að við yrðum hreinlega lamdar úti á næsta götuhomi sem vom kannski óþarfa áhyggjur. Þó lentum við í alls konar málum, átökum og öllu mögulegu,“ minnist Amþrúður. Ekki leið á löngu þar til þær fáu konur sem þá vora í lögreglunni knúðu fram jafnlangan vinnutíma og karlamir með hörku. 1 dag geta konur meira aö segja gengið til liðs við víkingasveitina, þó svo engin kona hafi enn unnið á þeim vettvangi. Minni virðing Að sögn Hafdísar og HOdar er kynjamisrétti ekki lengur að finna innan lögreglunnar. Hildur segir að áður hafi menn haft þá tilhneig- ingu að mæla vitið eftir vöðvunum en með tilkomu kvenna í liðið hafi sú hugsun að mestu horfið. Hafdís vill þó meina að þetta viðhorf sé enn svolítið viðloðandi lögreglulíð- ið. „Það hefur margsannast að það eru ekki líkamsburðimir heldur það sem þú hefur milli eyrnanna sem skiptir mestu máli í þessu starfi," segir Hildur en að sjálf- sögðu þarf hið líkamlega form að vera í lagi enda lendir lögreglan í ýmsu. Arnþrúður var ein af fjórum fyrstu íslensku konunum sem sinntu löggæslustörf- um á milli þess sem hún hrelldi handknattlelksmarkveröi þessa lands og ann- arra með þrumuskotum sínum með kvennaliöl Fram og íslenska iandsliðinu. „Það byrja margir í þessu starfi af einskærri forvitni en afföllin eru gífurleg," segir Hafdís. „Það er ákveðin stemning og sjarmi yfir starftnu sem fólk kynn- ist í gegnum bíómyndir en dökku hliðamar koma fljótlega í ljós. Al- menningur ber oft á tíðum litla viröingu fyrir starfinu. Niðri í bæ um helgar er hrækt á mann og hreytt í mann ónotum. Konur bregðast sérstaklega illa við þvi að aðrar konur séu að skipta sér af þeim. Það er eins og þeim finnist það vera svik við konur almennt að við skulum vera í löggunni. Fólk verður líka auðvitað vitlaust með víni eins og alþjóð veit. Vaktimar era eixmig gífurlega langar og erf- iðar en þó væri maður ekkert í þessu ef góðu hliðamar næðu ekki að vega upp þær slæmu því það gefur manni mikið að fá þakklæti frá fólki sem maður hefur hjálpað," segir Hildur og bætir við að ímynd löggunnar mætti vera betri. „Ef ein lögga brýtur tönn í einhveijum eru allir í stéttinni brennimerktir sem ruddar á meðan staðreyndin er sú að 99% af þeim sem starfa hjá lög- reglunni er gull af manni, þó svo að rotin epli sé að finna inni á milli, eins og alls staðar,“ segir Arnþrúður sem man tímana tvenna í fjölmiðlaumfiöllun en í gamla daga var á hverjum degi ein- hver lögguhasar á forsíðum dag- blaðanna og þá var löggan yfirleitt í hetjuhlutverkinu en ekki í hlut- verki skúrksins, eins og svo oft vill verða í dag. „Það að vera í lögg- unni er lífsstíll," segir Hildur. „Bestu vinir manns eru löggur og maður sækir í þennan félagsskap. Svo eru bæði ég og Hafdís giftar lögregltunönnum. Það gefur auga leið að þegar maður er alltaf í vaktavinnu og er aldrei til staðar þá hættir fólk að nenna að hafa samband við mann og maður miss- ir téngslin við gömlu vinina. Þannig er þetta svolítið einangr- andi.“ „Það hefur margsannast að það eru ekki líkamsburöirnir heldur þaö sem maður hefur milli eyrnanna sem skiptir mestu máli í þessu starfi,“ segir Hildur. hverjir voru hvar meira át[" www.visiris Fólk mætti á Sportkaffiö um helgina til aó skemmta sér og var dansgólfiö I mikium gír undir stjórn Þórs Bærlngs sem tekst eins vel til með íþróttalýsingarnar og skífuþeytinginn. Birgitta.söngkona írafárs, var á svæðinu sem svo oft áöur. Einnig var Þröst, stórskyttu úr Vík- ing, aö sjá þar, sem og Kötu fýrirsætu og Hörð- ur Knats Helgi skotsilfurstöffara. FH-stelpurnar voru I miklu stuöi og nýkrýnd ungfrú ísland.is leit við sem og Fjölnir Þorgelrs- son ásamt föru- neyti. Vignir júdó- kappi mætti á svæðið sem og Jón Ásgríms spjótkastari og Ægir Örn herra íslands ekki.is. Fagnandi Framar- ar voru I partigírn- um eftir sigurleik- inn... Til ham- ingju strákar! Á föstudaginn tók Skuggabarinn extra vel á móti stelpum og bauð þeim fritt inn til kl. eitt. Og ekki nóg með það heldur fengu þær einnig Southern Comfort I boði hússins á barnum. Meðal þeirra sem skemmtu sér vel voru: megabeibið Marín Manda, fram- kvæmdastjóri Absoulute Vodka, ásamt Karli og félögum frá Karli K.K., Sæmi Norðfjörð og tónlistarmaðurinn Máni Svavars, Rúnar Ró- berts FM957, Teitur „Sjáðu Töffari” Þorkels, Aron markaðsfulltrúi og félag- ar frá Opnum kerfum, og Skorri Andrew Aikman var I gððum gír. Heimlr Guöjóns fótboltakappi var mættur sem og GK Arnór. Á laugardaginn stóöu Arnar Gautl, Jón Gunn- ar Geirdal og Svavar Örn fyrir alvörudinner I Gyllta salnum, Pakkinn byrjaði klukkan 20 og var tekið á móti liðinu með kampavíni og svo var flottur dinner I Gyllta fýrir gesti en meðal þeirra voru Simbi klippari, Gunni og Kolla GK, Svali FM 957, Bárður model og Agnes frúin hans, Jón Axel Ólafsson, Jónína Páls, Hjörtur fóst- bræðraframleiðandi, Karó, „Sævar Karl“. Rún- Nonni kokkar meö meiru, Þórir Búnaðar- bankatröll, Jóhanna Rósa, aerobikk beib, Harpa og Þórhildur, einfaldlega beibs, Jó- hanna Bóel, mark- aðsfulltrúi hjá IÚ, og Jazmine og Anna, mega eróbikkbeibs, tóku rúntinn. Um helgina fór keppn- in Ongfrú Suðurland fram og að henni lok- inni þustu allir á heitasta skemmti- stað Suðurnesja um þessar mundir, Skothúsiö I Keflavlk. Nýkjörin ungfrú Suðurland mætti á svæðiö ásamt hin- um dísunum úr keppninni og Guöbjörgu Glóð Logadóttir og Einari Lars, öðru nafni Lassa. Helgi Björnsson og félagar sáu um að engum leiddist ásamt plötuþeytin- um Ivari. Nú aö sjálfsögðu var meirihlutinn af Keflviking- um mættur á svæðið til að berja dýrðina augum en þeir veröa ekki nafngreindir hér. Klaustrið er greinilega orðið eitt af „Hot spotunum” I bænum og yfir helgina mátti m.a. sjá þetta fólk á staðnum: Jói Jó og FM-gengið var I góðum gír, skutlurnar Sigga Halia, Dóra og vinkonur á kantinum, Jón Carlos, eigandi Sólhofsins sem hélt uppi hefbundnum hætti I salsakennslu. í chillinu niöri sást m.a, til geniska gengisins frá íslenskri erfðagreiningu án Kára síns og athafnamannsins Árna Gunn- ars án Sunnu sinnar. Á dansgólfinu var m.a. Svavar Örn tískulöggu og vinkonur að finna, Radló Ólafur var I miklu stuði rétt eins og venju- lega og tók flotta Travolta-takta á pöllunum. Vllli Vill „Þróttarapólitlkus” var I chillinu að ræða pólitík. Þetta var allt á föstudagskvöldið en á laugardagskvöldið sást til Ólafs, B.T. sjeffa, Sigga B, Heimilistækja-sjeffa, og Óla, Sklfu-sjeffa, I rólegheitum með vindla I chill-her- berginu I kjallaranum. Guðný og Bjöggl frá Fín- um Miöli voru fersk að vanda sem og Valli „Sport", Freyr, Halldór Ijósmyndari og Ragga Hausverkur mættu ásamt fullum rútum af partíglöðu fólki eftir partlið á Varðskipinu Thor hjá Herra Hafnarfirði. Slggl Zoom, Jón Kári og vinkonur voru I salsasveiflu við garðinn og al- þingismaðurinn Pétur Blöndal var I góðum fíl- ing. Á kantinum sátu Halldór Backman (lög- maður) og félagar á meðan Kristján á Humar- húsinu tók sveiflu á dansgólfinu. f ó k u s 7. apríl 2000 h 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.