Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 32
Hugsanir, skoðanir og allar - anir - um tísku eru löngu orðnar langþreyttar. Erum við enn þá að velta fyrir okkur hverju við klæðumst? Eru íslendingar ekki farnir að gefa tískukóngum langt nef og klæða sig eins og þeim sýnist? Ólafur Jóhannesson brúkaði nokkrar klassískar tískuspurningar í leit að sannleikanum. V JF fc ... og ég er búin að ganga til t prests í allan vetur eins og næstum all- ir bekkjarfélagar mínir. Mér datt aldrei í hug að þetta væri neitt mál. Maður gengur til prests, lærir um guð og fermist svo í kirkju. En þannig var það ekki hjá mér. Fyrstu tímarnir voru reyndar alveg ágætir, ég hlust- aði á prestinn og punktaði hjá mér sumt af því sem hann sagði en í rauninni var ég... ... ekkert að hlusta. Ég tók varla eftir honum. Ég ætla auðvitað ekki að segja hvað hann heitir þannig að fólk verður bara að giska. Það eina sem ég get sagt er að hann er ekki þessi sem hafnaði konunni kynferðis- lega og lenti í slag við hana uppi í sumarbústað. Minn prestur er allt öðruvísi. Minn er stór og þrekinn maður, með djúpa og ... ... karlmannlega rödd. Ég var meira að segja farin að pæla í því í tímunum að einhvem tímann þeg- ar ég er orðin fullorðin þá myndi ég kannski ná mér í mann sem væri eins og hann. Ég hugsaði svona ... þangað til við hættum að hitta hann í skólan- um og fómm að mæta í messur hjá honum. Það vita auðvitað allir hvað það er að ganga ... ... til altaris. Þá krýpur maður við altarið og presturinn gefur manni kex og vín. Það voru allir krakkarnir flissandi yfir þessu en ekki ég. Ég tek þetta allt mjög alvarlega. Það eina sem truflaði mig var lyktin. Þegar ég kraup við altarið og presturinn kom til mín fann ég þessa ógeðlegustu lykt sem ég hef nokkm sinni fundið og hún var af honum. Ég ólst upp hjá mömmu minni og ég er ekki vön að finna lykt af karl- mönnum en ef þetta er lyktin af karlmönnum þá er ég ... ... í djúpum skít. Ég fékk mömmu tO þess að mæta með mér í kirkjuna og ganga með mér til altaris og hún var alveg sammála mér. Þetta var alveg ógeðsleg lykt og mamma sagði að þetta væri al- veg pottþétt táfýla. Hún segist þekkja táfýlu frá því að hún bjó með pabba. Ég mæti í hverja einustu messu og tek mömmu alltaf með mér. Það er eitthvað að þessum presti, annaðhvort þvær hann ekki sokkana sína eða þá að ... ... það er eitthvað að mygla. Og mig langar svo að segja honum frá þessu. Næst þegar hann er að tala um Guð eða þegar hann gefur mér kexið, þá langar mig að hvísla að honum: „Fyrirgefðu, halló? Það er soldil táfýla af þér. Hún finnst alveg og það er soldið óþægilegt að krjúpa héma, halló?“ en ég veit ekki hvernig hann myndi taka því. Hann myndi örugglega halda að ég væri að gera grín að honum eða að ég væri ekki nógu trúuð. En ég er það, ég er ógeðslega trúuð, ég trúi... ... á þetta allt. Budda og Guð og Múhamet og líka íslensku goðin; fyrir mér er þetta allt heilagur sannleikur. Og mig langar alveg að stunda kynlíf þegar ég verð stór og það er allt I lagi að ég eigi eftir að deita svona karlmenn eins og prestinn minn (þó að hann mætti missa nokkur kíló) en það er no way að ég verði nokkum tím- ann með manni sem er svona við- bjóðsleg táfýla af. Þá verð ég heldur lesbía og fermist aldrei. / Birgir Örn Thoroddsen fjöllistamaður „Það er bara almenna skilgrein- ingin, tískan er endurvarp á þeim straumum og stefnum sem eru í gangi hverju sinni. Það góða við síðustu fimm ár er að við þurfum ekki lengur að rembast við að skil- greina okkur. Við klæðumst því sem okkur líður vel í og höfum ekki eins stífar áhyggjur og áður af boðskap tískunnar. Maður kemst alveg upp með að vera eins og drusla einn daginn og svo súper flnn þann næsta. Það er helst að unglingamir séu bestir í tísku- bylgjum. Þetta er einhvers konar leikur sem við höfum búið til, eitthvað manngert fyrirbrigði til að gera líf- ið skemmtHegra. Reyndar er þetta mjög alvarlegur leikur þar sem mikið af peningum fara í að halda þessu gangandi. Ég er algerlega ósammála því að konur hafi meira frelsi í fatastíl en karlmenn. Við höfum alveg jafn- marga stíla og stelpurnar, við erum með jakkafatamanninn, hip hoppið, kasúallookið o.s.frv. Stúlk- umar hafa e.t.v. aðeins meiri fjöl- breytileika en alls ekki fleiri stíla en strákamir. Mitt uppáhaldsár varðandi tísku er árið 1962. Þetta ár er deiglan að nútímanum. Unglingamir verða til og neyslusamfélagið fer á fulla ferð. Plast og fleiri gerviefni koma á markaðinn og í kringum þetta ár hefst upphafið að deginum í dag.“ Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður „Tíska er einfaldlega þeir hlutir og fot sem maður kaupir til að láta sér líða vel. Vissulega er þetta markaðsfyrirbrigði sem fullt af fólki þarf á að halda því það getur ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Sumir eru bara þannig að þeir vilja láta ákveða fyrir sig. Ég hef samt haldið mig við það að vilja frekar vera best ég sjálf en ágæt einhver önnur. Karlar hafa jafnmikið frelsi og konur, þetta er bara spurning um hversu mikið þú ert tilbúin að framfylgja frelsinu sem þú hefur. Tískan er alls ekkert kynjaskipt. Það má segja að tískan hjálpi okkur við ýmislegt, eins og að setja hlutina í sögulegt samhengi, t.d. ef ég er að vinna að texta þá auðveldar þetta mér að vitna í eitt- hvað tímabil. Annars hef ég af- greitt ýmis tímabil í gegnum tíð- ina, en í dag finnst mér bara best að blanda öllu saman.“ f ó k u s 7. apríl 2000 Jr 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.