Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2000, Blaðsíða 27
 Aðalheiður hóf störf hjá frétta- stofu Ríkissjónvarpsins fyrir fjór- um mánuðum síðan, nánar tiltek- iö í erlendum fréttum. Hún þykir taka sig vel út á skjánum og fyrir I stuttu skrifaði Eiríkur Jónsson blaðamaður grein þar sem hann hampaði henni fyrir góðan frétta- flutning og sagði meðal annars: „í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni urðu svo þau þáttaskil að á skjánum birtist ung kona sem las fréttir af þvílíku látleysi að áhorfendur gátu fylgst áreynslulaust með. Sjaldgæfur hvítur hrafn hafði flogið inn á sviðið. Engir höfuðkippir f ætt við Eddu né tilgerð Ólafar Rúnar. Viðkunnanlegt kvenmannsandlit fyllti sjónvarpsskjáinn, sagði okk- ur helstu tíðindi dagsins og hvarf svo eins og ekkert hefði í skorist. Loksins. Mér er sagt að hún heiti Aðalheiður Þorsteinsdóttir og hafi áður starfað á Morgunblaðinu. p Fylgist með henni næst. Og sjáið muninn.“. Aðalheiður brosir hæversk þegar ég ber ummælin undir hana og segir: „Mér þótti ósköp vænt um að sjá þetta. Það er alltaf gott að fá hrós fyrir það sem maður er að gera. Ég er líka sammála Eiríki að því leytinu að það fer í taugarnar á mér þegar fréttamenn eru ofurhressir með gervibros á vör. Annars hugsa ég ekki mikið um hvernig ég er í sjónvarpinu og er frekar eins og mér er eðlilegt að vera.“ Dóttir Þorsteins Pálssonar Þorsteinn Pálsson, sendiherra og fyrrverandi ráðherra, er faðir Aðalheiðar en hann var ritstjóri Vísis á sínum tíma svo það ligg- ur beint við að spyrja hvort hún leiti stundum ráða hjá honum i fréttamennskunni. „Þegar ég var tvítug og á Morg- unblaðinu þá lét ég hann stund- um lesa yfir hjá mér og bað hann um komment. Nú búa foreldrar mínir hins vegar úti í London svo þau horfa á fréttimar á Net- inu og hafa ekki gert neinar ai- varlegar athugasemdir," svarar hún og glettni gætir í augnaráð- inu. Hefur œtterniö verið þér fjötur um fót eða öfugt í fjölmiólastörf- unum? „Ég geri ekki ráð fyrir að ætt- ernið skipti máli enda hlýtur allt sæmilega vel gefið fólk að átta sig á því að ég er sjálfstæð mann- eskja sem geri hlutina á eigin for- sendum." Undanfarið hafa ungar konu verió áberandi í fréttum Ríkis- sjónvarpsins, er einhver sérstök ástœða fyrir því? „Þetta er bara eðlileg þróun. Þeir sem eru að hætta núna byrj- uðu á svipuðum aldri á sínum tíma. Þótt við séum mörg hver ung þá höfum við flest ágæta menntun og töluverða reynslu af því að starfa á fjölmiðlum. Eins og ég sagði, þá var ég búin að vera á Mogganum síðan ég var tvítug og lengst af i erlendum fréttum," útskýrir Aðalheiður en hún verður 26 ára á þessu ári og hefur nokkurra ára starfsreynslu í fjölmiðlageiranum, þrátt fyrir ungan aldur. Værukær grúskari Vegna ungs aldurs og fyrri starfa er fréttakonan vitanlega spurð hvort hún sé fjölmiðla- manneskja fram í lipra fmgur- góma. Aðalheiður kímir rólyndis- lega áður en hún svarar: „Ég hef rosalega gaman af því sem ég er að gera en það helgast frekar af áhuganum á alþjóðamálum en að ég hafi sérstakan áhuga á fjöl- miölastarfi sem slíku. Ég hefði til dæmis ekki áhuga á að vera í innlendum fréttum á fjölmiðli. Auk þess stefni ég á að fara í framhaldsnám eftir nokkur ár en draumurinn er að vinna við kennslu og fræðistörf." Ertu þá frœðimaður fram fingurgómana? „Ég er grúskari í mér og alveg til í að liggja bara í einhverjum. bókum." En er ekki mikió stress fyrir grúskara að vinna í sjónvarps- fréttum? „Auðvitað er það mikið stressí maður er náttúrlega á hinsta' skilafresti á hverjum degi en mér þykir það bara gaman enda á það vel við mig.“ Sækirðu líka í stress þegar þu ert ekki aó vinna? Aðalheiður setur ósjálfrátt upp kattarlegan letisvip og svarar: „! frítímanum nýt ég þess að sofa út og vera löt. Mér finnst langbest að liggja upp í sófa og lesa.‘ Hvað lestu helst? „Ég les helst fagurbókmenntir og núna er ég að lesa annað bindi af Leiðinni til Swann sem er fyrsti hluti verksins í leit að glöt- uðum tíma eftir Proust. Annars er ég til dæmis mjög hrifm af Kundera, Kafka, Dostojevskí og Laxness, svo eitthvað sé upp talið. Þar fyrir utan les ég lika mikið af sögu og heimspeki enda| er ég með BA-gráðu í þessum | greinum." 1 Séra Gunnar gifti parið Aðalheiður gifti sig í október ' en sá heppni heitir Ingvi HrafnJ Óskarsson og er lögfræðingur. j Athöfnin fór fram í Holti í Ön- undarfirði og séra Gunnar.i Björnsson gaf parið saman en hann hefur verið umdeildur 1 sókninni og hraktist frá störfum fyrir stuttu. Það er forvitnilegt aö vita hvernig hann reyndist Aðalheiði og Ingva í hjónavígsl-i unnni. „Hann reyndist okkur • óskaplega vel. Við tókum þáj skyndilegu ákvörðun að giftaj okkur og viku seinna vorum viðj stödd í kirkjunni hjá séra Gunn- j ars í Holti, en það kom til af því aö Ingvi ólst upp á Flateyri og afi hans og amma giftu sig í sömu kirkju. Gunnar og Ágústa, konan hans, tóku afskaplega vel á móti okkur. Þau voru afar indæl og ég hef ekkert nema gott um þau að segja,“ segir Aðalheiður og á greinilega ljúfa minningu ttm giftingardaginn í farteskinu. Úr einu i annað, lítillfugl hvísl-J aöi að mér að þú vœrir femínism og mikil áhugamanneskja um kvenréttindi? Hún kinkar samþykkjandi kolli og svarar spurningunni fús- lega: „Ég er femínisti fram i fingurgóma og mér þykir baga- legt hversu margir skilja ekki merkingu hugtaksins „femin- ismi“. Eina nothæfa skilgreining- in er eitthvað á þessa leið: „Fem- ínisti er sá sem gerir sér grein fyrir að staða kynjana sé ekki jöfn og er reiðubúinn að leggja sitt lóð á vogarskálamar til að stuðla að fullu jafnrétti.". Sam- kvæmt skilgreiningunni hljóta allar meðvitaðar og skynsamar manneskjur að vera femínistar. Og það er til dæmis útbreiddur misskilningur að það sé samasemmerki milli þess að vera feministi og að vera á móti klámi og nektardansi." Aó lokum, hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég í níunda bekk og sennilega að læra undir sam- ræmdu prófin; á þeim árum var ég enn mjög samviskusamur námsmaður. Svo var ég rosalega mikið að bíða eftir því að verða stór.“ Finnst þér þú vera orðin „stómt núna? Aðalheiður: „Nei, mér finnst eiginlega að ég sé enn þá smál stelpa. En ég hef náttúrlega feng- ið frelsið sem fylgir því að vera fulloröin og sjálfstæð og það var þetta frelsi sem ég beið með óþreyju eftir." m önnumst... Tryggðu þér betri einkunn með því að láta okkur ganga frá ritgerðinni þinni á skemmtilegan og glæsilegan hátt. Kennarar eru mannlegir. Góð framsetning skapar jákvæðari afstöðu þeirra sem annarra. Þú þarft aðeins að koma með ritgerðina þína á diski. Við setjum hana upp fyrir þig, litljósritum og bindum inn. 7. apríl 2000 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.