Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 I>V Fréttir Hótelið á Hvammstanga auglýsti nektardans í síðustu viku - fullt hús á laugardag: Prestur gegn erótík - sendi út dreifibréf til þorpsbúa og ræddi um málefnið í predikun í gær Sóknarpresturinn á Hvammstanga sendi íbúum staðarins dreifibréf í kjölfar auglýsingar veitingamanns- ins á Hótel Selinu í síðustu viku um erótískan dans sem fram fór á laugardags- kvöldið þegar þrjár erlend- ar dansmeyjar og íslenskur dansherra tróðu upp fyrir fullu húsi. Prestinum varð einnig tíðrætt um erótískan dans og klámiðnaðinn al- mennt í predikun sinni í Hvammstangakirkju í gær- morgun. Veitingamaðurinn á Selinu sagði við DV að hann væri hæstánægður með aðgerðir prestsins - „ég hefði ekki getað fengið betri auglýsingu," sagði hann. „Ég gerði erótískan dans að umíjöllunarefni í predik- uninni annars vegar og hins vegar sendi ég út dreifimiða í þorpið eftir að auglýsing kom frá Selinu um erótískan dans. Ég gerði klám- iðnaðinn almennt að umfjöllunar AprtviSuíaMi! Á oldur ástknra lindi befur kUmiðuafturám rifirik komift meíra og raeira upp i yfirbotftið á síðustu misserum. Ekki barm þaft. heldur befúr þessi iftraáur náft aft festa sig i sessi á sfiemu þétífaýlisstððum Itmdsios. Uksmir GSBts, einkum kvoua, tru gerftir aft sftluvftni þar sem merithúpurinn er (úadfcL bctta stftra orft. gtrmt, á ekkett skylt vift hamingju, ást efta kynlif. Gitadm er ftseftjaodi og fier aidrei oftg. Oirndio er sjálfmiftbeg og gerir sUélk mciri og mekti krftfitr. Gmidin brýtur niftur triimenntáat, iunri feguzft og vitftingu. Kiámiöoafturmn og aliar gmnar af bans meifti eru ftgmrn vift fjfiiskylduna, ógmm vifi bftmtn okkar og uagmermi, ftgmm vift aimennt siftgteði og hreín ftgmm vift hamingjuna. Þaft er jú hamingjan sem ailir eru aft leiuaft. Ailirþráaft verahamiogjusamir. Hamingjan ieitast vift aft draga fi*u hift gftfta, &gi» og fiilikonuia. Víft þráum OU aft eiska og vera elskuft. f hjftnabandi og sambúft ddlir iftftt sirnun dýpstu lUfmningum. Kiárn, f hvsfta mynd scm þaft birtist, cr ítftfáeásá fegtaft ogctypt smhfi íMks. Þar eru gjafirGufts til fajftna og pan aihakaðar og jafovel svtvfatar. Þefa staftir og þau timarit sem myuftaft hafo fiamvarftasveit klámiðnaðarins á ísJandi tcyua gjama aft kaíla hlutina hhttlamum og jafovel fitUcgutn oftfonm. Orftaiagið mtukur laukun gttur verift mjftg leygjanlegt og ftiift maigl i aftr en þetta acðalag er þnö orftalag scm allar belscu kiámbúUur hmdsfats nota um þamt gjfimiog som tram fer þar og því cr cðiikgt aö setja samasem mcrki á mitli. Mfa skoftup rr sú aft þaft sft fyr>r neftan vfaftingu þ-srn samfiUags aft gretnar af meifti kUmiðnaftnrins tóygi anga sina hingaft. Ég tel þaft vanvfafthtgj vift ibúa i þessu litla samfílagi ag hvet fölk til aft taka afstftftu tíl þessara hhtta og sýna hvað þvi fintut I lagi og hvaft ddd Ég er ddci aft tala um yfohotftskeanda hneykslan hddnr Ignmdafta afotftftu gcgn fyrmdbdum iftoafti. Siguiður Grátar Siguiftsson, sftknatptestur efni. Ég sá auðvitað ekki það sem fram fór á Selinu á laugardags- kvöldið,“ sagði Sigurður Grétar Sig- urðsson sóknarprestur við DV. Óviröing viö lítiö samfélag „Þessi orð, „erótískur listdans", hafa gjarnan verið á notuð á þess- um klámbúllum,“ sagði Sigurður Grétar. „Það er ekkert annað að mínu mati en grein af meiði klám- iðnaðarins," sagði Sigurður Grétar sem segist ekki hafa hvatt íbúa Hvammstanga til þess berum orð- um að sniðganga erótiska kvöldið á Selinu. „Ég var heldur ekki með neinar persónulegar árásir gagn- vart þessum stúlkum," sagði sókn- arprestur. í niðurlagi bréfsins segir prestur m.a. eftirfarandi: „Mín skoðun er sú að það sé fyr- ir neðan virðingu þessa samfélags að greinar af meiði klámiðnaðarins teygi anga sína hingað. Ég tel það óvirðingu við íbúa í þessu litla sam- félagi og hvet fólk til að taka afstöðu til þessara hluta og sýna hvað því finnst í lagi og hvað ekki. Engar hjónaerjur „Ég ákvað að hafa erótískt kvöld eftir margítrekaðar óskir viðskipta- vinanna,“ sagði Pétur Pétursson, veitingamaður á Selinu. Það kom hingað flokkur manna og kvenna og þau voru með nektardans undir stjórn Bandaríkjamannsins DJ Modi. Hann kom með þrjár erlendar dansmeyjar og einn íslenskan dans- herra. Þetta fór allt mjög vel fram, allir skemmtu sér vel og það var fullt hús. Ég auglýsti þetta í vikunni og sendi dreifibréf í hús. Síðan kom svar við því um hæl strax daginn eft- ir, ef ekki samdægurs - dreifibréf frá prestinum. Mér er einnig kunnugt um að tölvupóstur var sendur til fólks í þorpinu. Ég held að einstak- lingar í þorpinu hafði staðið að því. Ég varð því óvinsæll af einhverjum." - Ætlar þú að hafa erótískan dans aftur? „Já, ég ætla að gera þetta aftur. Vel heppnað kvöld endurtekur mað- ur,“ sagði Pétur Pétursson. Hann kvaðst ekki vita til þess að neinar hjónaerjur hefðu orðið í þorpinu á laugardagskvöldið vegna sýningar- innar. „Ég veit ekki til að nein eftir- mál hafi orðið af þessu.“ -Ótt Póllinn að bráðna ■EöEMBBn íshellan á Norður-ís- ‘ ij hafinu og nálægum i hafsvæðum minnk- Eat ÉSSS^rm aði um 610 Þúsund ferkílómetra á árun- einnig komiö i ljós , að ísinn hefur þynnst mikið á und- anfómum áratugum og helst það í hendur við hlýnun andrúmslofts jarð- ar. RÚV greindi frá. Opið hús Frímúrarar í Reykjavík opnuðu húsakynni sín í fyrsta skipti fyrir al- menningi í gær í tilefni þess að frí- múrarakórinn hélt tónleika i reglu- heimilinu við Skúlagötu. Bylgjan sagði frá. Beltin bjarga Ungt par slapp með skrámur og mar eftir bUbelti þegar fólksbUl valt, rétt austan við Varmadal á RangárvöUum Visir.is: Nýr smáauglýsingavefur - í tengslum við smáauglýsingar DV Nýr smáauglýsingavefur opnar í dag á Visir.is. Þar hefur fólk aðgang að þúsundum smáauglýsinga á ein- um stað.Með samstarfi DV og Vis- ir.is næst til verulegs hluta íslensku þjóðarinnar. DV er lesið af um 118 þús. manns daglega og Vísir.is heimsækja 4 af hverjum 5 íslenskra netverja. Með smáauglýsingum DV er því hægt að ná tU stærri hóps en með nokkrum öðrum hætti. Öflug og skUmerkUeg leit verður í öllum grunninum. Boðið verður upp á nýja þjónustu, vöktun, þar sem viðskiptavinurinn setur leitar- skUyrðin og Visir.is vaktar aUar smáauglýsingamar í 10 daga, við- komandi er síðan látinn vita þegar leitin ber árangur með tölvupósti eða sms. Þessi þjónusta er frí i kynningarskyni í apríl. Auglýsend- ur geta fengiö svör við auglýsingum sínum án þess aö netfang þeirra komi fram. Auðveld og þægUeg þjónusta, hvar sem er og hvenær sem er. Ef þú sérð t.d. rétta bílinn fyrir Gunnu systur, þá er ekki annað að gera en senda henni tölvupóst sem vísar á smáauglýsinguna. Þá er líka hægt að skoða myndir af bUum og húsnæði á netinu. Viðskiptavinir panta auglýsing- una sína og ákveða hvar og hvenær hún birtist, hvort sem er á vefnum eða í smáauglýsingum DV eða hvoru tveggja. Þú pantar smáaug- lýsinguna hvort sem er í gegnum netið eða síma, einfaldara getur það ekki verið. um klukkan hálffimm í gærmorgun. BUlinn fór eina og hálfa veltu og er talið að beltin hafi komið í veg fyrir frekari meiðsli. Bylgjan greindi frá. Rækta grænmetl Ungir sjálfstæðismenn mótmæltu í gær stighækkandi innflutnings- og magntoUum sem lagðir eru á innflutt grænmeti þessar vikurnar. Komu þeir saman við Austurvöll og reistu þar gróðurhús tU aö rækta eigið grænmeti. Agaleysi á Akureyri Akureyringar hafa áhyggjur af auknu aga- og hömluleysi meðal ung- linga í bænum. Aukin eiturlyfja- neysla hefur gert vart við sig þar og hafa foreldrar og aðrir áhugasamir tekið saman höndum um að spyma fótum við ástandinu. RÚV greindi frá. VR íhugar aögerölr Samtök atvinnulífs- ins höfnuðu fyrir helgina þremur af fimm meginkröfum Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur og nokkrar líkur eru á að þeir vísi deilunni til ríkissáttasemjara og boði til aðgerða. Bylgjan greindi írá. Lærbrot í Eyjum Hálffertugur maður sparkaði í dreng í Vestmannaeyjum á fóstudagskvöld með þeim afleiðingum að hann lær- brotnaði. Var drengurinn að leik með félögum sinum þegar maðurinn, sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða, veittist að þeim. Bylgjan greindi frá. Rannsaka ofvirkni Hópur sérfræðinga undirbýr nú rannsókn á útbreiðslu ofvirkni í sam- starfi við íslenska erfðagreiningu. Talið er að 3-5% bama þjáist af of- virkni eða athyglisbresti. RÚV greindi frá. Flelrl í verk- og tæknifræði Skortur er á verk- og tækni- fræðimenntuðu fólki í hefðbund- in störf grein- anna. Stofnað hefur verið sér- stakt hagsmuna- og tæknifræði- menntun á háskólastigi og til að fjölga nemendum. RÚV sagði frá. Sjávarþorp í vanda Forseti Siglingastofnunar, Her- mann Guðjónsson, spyr að því í nýju fréttabréfi stofnunarinnar hvort fiskveiðistjórnunarkerflð dragi kjark og kraft úr sjávarþorp- um á landsbyggðinni. RÚV greindi frá. -KGP Maxim’s: Einhver að koma á mig óorði - segir vertinn „Það eru einhverjir úti í bæ að reyna að koma á sig óorði með því að dreifa slíkum gögnum. Þetta er falsaður samningur,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson um samning sem er með haus Maxim’s sem DV birti mynd af í gær. Ásgeir segist vel kannast við slíkan samning frá því hann var að byrja sína starfsemi en það sé löngu hætt að nota hann. Þessi samningur, sem hér um ræð- ir, gildir frá 20. mars til 20. aprO árið 2000 og segir Ásgeir að sú dag- setning geti einfaldlega ekki staðist. „Það hefur engin stúlka skrifað undir slíkan samning, hvað þá haf- ið störf 20. mars. Ef svo væri ætti hún að vera starfandi hér núna. Fólk getur spurt allar þær stúlkur sem hjá mér vinna ef menn vilja staðfestingu á því.“ Ásgeir segir að slíkir samningar séu einungis gerðir til að losa stúlk- urnar undan áreitni gesta. Stúlk- urnar geti þá varið sig með því að visa á strangar útivistarreglur. Er- lendis séu slíkir samningar fyrst og fremst ætlað- ir fyrir stúlkum- ar til að sýna heima hjá sér og hjá útlendinga- eftirliti. Fólkið þeirra óttist að þær séu að fara út í vændi og því eigi slíkir samn- ingar að taka af öll tvímæli um að svo sé ekki. Ásgeir þvertek- ur því fyrir að stúlkurnar sem hjá honum starfa í dag skrifi undir slík- an samning. Þama séu ein- hverjir óvildar- menn að reyna að koma á hann höggi. -HKr. Asgelr Þór Davíðsson Segist hættur aö gera fræga samninga viö dansmeyjarn- ar. Hér er vertinn ásamt dönsurum. T Þeir nutu sín vel, fastagestirnir í lauginni, þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Þó menn séu alla jafna haröir og láti veturinn ekki stöðva hádegisferöirnar í pottinn slógu þeir ekki hendinni á móti fyrsta sóiríka degi vorsins fyrir helgina og þarfengum aö koma á óvart aö teygt hafi veriö á hádegishléinu í þetta skiptiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.