Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 Fréttir I>V Bréf Þorsteins Erlingssonar og Ólafar á Hlöðum í tveimur útgáfum: Heitar bréfaástir Skáldin Þorsteinn Erlingsson og Ólöf Siguröardóttir á Hlöðum eru svo brennandi heit um þessar mundir aö út eru komnar tvær bæk- ur með bréfaskiptum þeirra eftir að leynd hefur hvílt yflr þeim síðan þeim lauk 1914, dánarár Þorsteins. Heitir önnur bókin Bréfaástir og er gefln út af Þórönnu Tómasdóttur Gröndal en hin Orð af eldi, fjórða bindi í ritröðinni Sýnisbók íslenskr- ar alþýðumenningar og sá Erna Sverrisdóttir um þá útgáfu. Var nánast rétt vika á milli útgáfanna og komu Bréfaástir á undan. Þóranna skrifaði fyrir tæpum áratug BA-ritgerð um bréfaskipti skáldanna og er meðal annars vitn- að til þeirrar ritgerðar í 3. bindi ís- lenskrar bókmenntasögu sem út kom 1996. Síðan hefur Þóranna unn- ið með kennslu að meistEuraprófsrit- gerð sem líka byggist á ljóðum þess- ara skálda og samskiptum þeirra. Hún varð því að vonum slegin þeg- ar hún komst að því að bók um bréfaskipti þeirra væri á leiðinni í prentsmiöju og dreif í að gefa bréfin út með inngangi sem byggist á BA- ritgerð hennar. Orð gegn orði Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur, annar ritstjóri Sýnis- bóka íslenskrar alþýðumenningar, segir að hann og hans fólk hafi ekki haft hugmynd um vinnu Þórönnu í þessum bréfum þegar þeim bauðst útgáfurétturinn á þeim frá erfingj- um Þorsteins Erlingssonar - sem heldur ekki höfðu hugmynd um að bréf Þorsteins til Ólafar væru í ann- arra höndum en þeirra. Bréf Ólafar til Þorsteins hafa hins vegar verið aðgengileg lengi í bréfasafni hans sem er varðveitt á Landsbókasafni. Segist Þóranna hafa fengið ljósrit af bréfum Þorsteins til Ólafar á Þjóð- minjasafni en þangað hafi Ásthildur Erlingsdóttir, sonardóttir Þorsteins, Dugmiklir ungir Breiodælingar Börnin úr leikskólanum og grunnskólanum gengu rösklega til verks viö skóflustungurnar. Engu var líkara en þau ætl- uöu aö Ijúka við aö grafa grunninn strax þennan hátíöisdag. Öflugar skóflustungur barnanna: Líkt og vinnuvélar væru að verki DVTBREIDDALSVÍk: Fyrsta skóflustungan að íþrótta- húsi við Grunnskóla Breiðdals- hrepps var tekin á laugardag í ágætu vetrarveðri. Þar rættist lang- þráður draumur nemenda, kennara og íbúa. Leikskóla- og grunnskóla- börn tóku fyrstu skóflustunguna af miklum krafti svo að á tímabili leit út fyrir að stórvirkar vinnuvélar væru óþarfar. Húsið verður 563 fermetrar að grunnfleti með íþróttasal, búnings- klefum og sturtuklefum, sem enn fremur nýtast fyrir sundlaug í fram- tíðinni. Þjónustubygging er á tveim hæðum og á efri hæð verður 60 fer- metra salur og snyrtingar. Heildar- kostnaður við nýja íþróttahúsið er áætlaður 47 milljónir króna. 1 tilefni dagsins var stutt dagskrá þar sem gestir voru látnir spretta úr spori og farið var í leiki. Breiðdals- hreppur bauð að lokum til kaffisam- sætis sem grunnskólaböm sáu um. -HI Kápumyndir Margrétar Magnúsdótt- ur og Öldu Lóu Leifsdóttur Bréfabækurnar eru báðar smekkleg- ar í útliti eins og hæfir innihaldinu. sent hana þegar hún gaf henni leyfi til að nota þessi bréf. Hafi ritari þjóðminjavarðar afhent henni ljós- ritin í kassa frá safninu. Þór Magn- ússon, fyrrv. þjóðminjavörður, kannast ekki við þetta og segist ekki geta séð i sínum gögnum að slík ljósrit hafi komið inn á safnið og þá að sjálfsögðu ekki farið þaðan út. Frumritin af bréfunum eru í eigu og varðveislu erfingja Þorsteins. Þang- að kom Steindór Steindórsson á Hlöðum þeim en honum fól Ólöf þau til varðveislu áður en hún lést. Verða þau bréf afhent Landsbóka- safni til varðveislu við hátíðlega at- höfn eftir páska. Ásthildur Erlingsdóttir er látin en eiginmaður hennar, Jónas Elías- son prófessor, sagði að þetta væri afar leiðinlegt mál. Að sjáifsögðu hefði verið leitað til Þórönnu um þessa útgáfu ef vitað hefði verið um ritgerð hennar. Yfir bréfasambandi Ólafar og Þor- steins hefur hvílt leynd í tæpa öld; þeirri leynd er nú aflétt á svo afger- andi hátt að hægt er að lesa bréf þeirra í tveimur bókum! Bækumar eru að því leyti ólikar í útgáfu að í Bréfaástum er stafsetning sam- ræmd við það sem nú tíðkast en í Orðum af eldi eru þau birt stafrétt. Þar eru einnig birt bréf sem fóru á milli Ólafar og Guðrúnar Erlings, ekkju Þorsteins, eftir að hann lést. -SA Brúin yfir Ströngukvísl: Sópaöist burtu DV, SAUDÁRKRÓKI: I vatnavöxtunum í síðustu viku hrifu ísjakar og straumþungi Ströngukvíslar og Herjólfslæks með sér stálbita og trédekk brúarinnar sem byggð var yfir ána sumarið 1983. Brúin, sem er 25 metra löng, var byggð vegna samninga um Blönduvirkun milli Landsvirkjunar og upprekstrarfélags bænda á Ey- vindarstaðaheiði. Guðmundur Hagalín, stöðvarstjóri við Blöndu, segir að við þessu hafi mátt búast. Brúin verði lagfærð strax og að- stæður leyfi í vor. Hann segist ekki eiga von á öðru en umferð komist þarna á áður en langt er liðið á sum- arið. Reyndar sé umferð um brúna litil nema í tengslum við fjárleitir á haustin. Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal, skrapp fram að Ströngukvísl á sunnudag til að skyggnast eftir tófu, en hann leggur út fyrir tófuna og skýtur hana við æti úr gangnamannaskálanum. Sig- urjón sá stálbitana og urmulinn af timbrinu liggja 250-300 metra neðan við brúarstæðið og var greinilegt að bitarnir höfðu svignað til hliðar undan þunganum og jakahrönglið náði talsvert upp fyrir stöplana. „Það sem gerist er að flaumurinn úr Ströngukvísl ryðst fram og síðan kemur til viðbótar framrennslið úr Herjólfslæknum sem er þarna rétt ofan við brúna, og þegar það fer af stað stendur ekkert fyrir þessu,“ sagði Sigurjón á Steiná. Guðmundur Hagalín í Blöndu- virkjun giskar á að kostnaður við lagfæringu brúarinnar verði um 1,5 milljónir króna. -ÞÁ Lægir og rofar til Dregur úr vindi í kvöld og nótt og rofar til í fyrramálið en snýst síðan smám saman í noröanátt. Suðvestan 10-15 m/s og slydduél á vestanverðu landinu en hægari og bjart veður austan til. Frystir á Norðurlandi. Eur sjíijzs/jojj REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.47 20.37 Sólarupprás á morgun 06.09 10.42 Síódegisflóð 22.58 15.01 Árdeglsflóó á morgun 11.37 04.31 Siiýjflngar á vr«iiirtúitniim 10°«— HITI 15) ....... -10° NfROST <1 ii S.VINDSTYRKUR i nwtrtun á eokániiu LÉTTSKÝJAO HÁLF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKYJAO RIGNING SKURIR SLYDDA SNJOKOMA “h ÉUAGANGUR ÞRUIV1U- SKAF- ROKA VEÐUR RENNINGUR || Hálka fyrir noröan Gera má ráö fyrir hálkumyndun á vegum, einkum norðan heiöa, meö kólnandi veðri. Vissara er því aö huga vel aö aöstæðum ef fólk hyggur á langferðir. Engin aftök veröa þó í veðrinu og þaö stefnir í skaplegasta veöur sunnan heiöa og þá væntanlega með sólskini næstu daga. Kólnandi Búist er við norðan 8-13 m/s víða um land en þó má búast við hægari vindi norðvestan til. Dálítil él verða norðaustanlands en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost veröur 0 til 8 stig. Vindur: ( 5-10 Hiti 0°til -0° Wmrrfix BEP* Gert er ráó fyrir hægrl breytllegrl átt og víða léttskýjuðu. Vægt frost, 0 tll 5 stlg. Vindur: 5-10 m/< Hiti 0°til 4)° J Suðvestanátt, súld verður meö köflum suðvestan- og vestanlands en bjart veður austanlands. Hltl 0 tll 7 stlg. Hiti 0°til 41° Suðvestanátt, súld verður með köflum suövestan- og vestanlands en bjart veður austanlands. Hltl 0 tll 7 stlg. ^ IÍ2 J AKUREYRI úrkom 5 BERGSTAÐIR úrkoma 5 BOLUNGARVÍK skýjað 5 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 7 KEFLAVfK skúrir 5 RAUFARHÖFN Léttskýjaö 7 REYKJAVÍK úrkoma 4 STÓRHÖFÐI Snjóél 5 BERGEN léttskýjað 8 HELSINKI alskýjaö 4 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 7 OSLÓ léttskýjað 10 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN skýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 8 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM skýjaö 19 BARCELONA léttskýjaö 14 BERLÍN léttskýjaö 8 CHICAGO skýjaö 3 DUBUN léttskýjaö 9 HAUFAX þoka 7 FRANKFURT skýjaö 14 HAMBORG skýjaö 9 JAN MAYEN snjóél -7 LONDON mistur 12 LÚXEMBORG skýjaö 13 MALLORCA rigning 14 MONTREAL þoka -3 NARSSARSSUAQ skýjaö -2 NEW YORK snjókoma 1 ORLANDO léttskýjaö 8 PARÍS skýjaö 12 VÍN skýjaö 9 WASHINGTON skýjaö 1 WINNIPEG léttskýjaö -9 BVGU.T A UrrÍYSiÍNOUM 11°A VLWH51

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.