Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 5
HEIMSFRUMFLUTNINGUR í REYKJAVÍK Menningarborgin stendur fyrir þremur stórviðburdum sem allir eru afrakstur einstakrar sam- vinnu 9 menningarborga Evrópu árið 2000. Frumflutningur i Reykjavík á þessum óvenjulegu og glæsilegu verkefnum - hinu forna tónlistarhandriti Codex Calixtinus, Baldri eftir Jón Leifs og tónleikum Radda Evrópu og Bjarkar - er sannkallaður hvalreki í íslenslcu menningarlífi. Hallgrímskirkja, 29. apríl kl. 16:00 Frá miðaldarökkvaðri Suður-Evrópu berst til íslands forn helgisöngur munka til dýrðar heilögum Jakobi. Codex Calixtinus hefur að geyma elstu heimildir um trúartónlist álfunnar og er varðveitt í dómkirkjunni i Santiago de Compostela. Verkið er fyrst flutt í heild sinni í Reykjavík en fer paðan til hinna menningarborganna. Heimspekktir einsöngvarar: Damien Poisblaud, Frederic Tavernier, Christian Barriere, Robert Pozarski, Frederic Richard og Marcin Bornus-Szczycinski. Listrænn stjórnandi: Damien Poisblaud. Karlakórinn Fóstbræður syngur sem munkakór undir stjórn Árna Harðarsonar. Miðaverð kr. 2.500 í samvinnu við: Ql K* rm ♦ Laugardalshöll, tvær sýningar 18. ágúst kl. 17:00 og kl. 21:00 Hið mikilfenglega verk Jóns Leifs, Baldur, sem aldrei áður hefur verið flutt á sviði, lýsir örlaga- ríkum atburðum úr norrænni goðafræði. Verkið var samið í ógnarskugga siðari heimsstyrjald- arinnar í Þýskalandi og er andsvar Jóns Leifs við misnotkun nasista á hinum norræna menningararfi. Heimsfrumflutningur á pessu stærsta samstarfsverkefni norrænu menningar- borganna árið 2000 verður í Reykjavík á afmælisdegi borgarinnar. Sinfóniuhljómsveit íslands undir stjórn Leif Segerstam ■ Höfundur dansa og stjórnandi uppfærslunnar: Jorma Uotinen ■ Leikmynd og lýsing: Kristin Bredal ■ íslenski dansflokkurinn og dansarar úr Finnska pjóðarballettinum ■ Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Miðaverð kr. 3.500 I samvinnu við: ISLANDSBANKI NíB €> Nordisk Kulturfond Hallgrímskirkja, 26. ágúst kl. 20:00 og 27. ágúst Id. 17:00 Raddir Evrópu, kór ungmenna frá menningarborgum Evrópu, er stærsta samstarfsverkefni borganna 9. Kórinn og Björk munu frumflytja tónlistardagskrá á öllum tungumálum pjóðanna. Á pessum einstöku tónleikum verða flutt lög Bjarkar í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar í bfand við fjölbreytt lagaval frá öllum menningarborgunum. Eistneska tónskáld- ið Arvo Párt hefur samið verk sérstakfega fyrir Raddir Evrópu og verður pað frumflutt að tón- skáldinu viðstöddu. Aðalstjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Miðaverð kr. 3.000 Raddir Evrópu hlaut fyrstu „Millennium Project" viðurkenningu Evrópusambandsins. I Miðasala hefst í dag, 10. apríl, í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, 101 Reykjavík. Sími: 5528588 Opnunartími: 10. april - 19. aprfl: Opið virka daga kl. 1 3:00-1 7:00 og laugardaga kl. 1 0:00-1 4:00 ■ Lokað um páskana. 25. apríl- 15. mai: Opið virka daga lcl. 9:00-17:00 og laugardaga kl. 10:00-14:00 ■ 15. maí - 8. júní: Opið alla daga vikunnar kl.8:30-19:00. olís MÁTTARSTÓLPAR MENNINGARBORGAR. SJÓVÁ , '-'AIMENNAR . i;l:\AiX\KBANKlNN Sj Landsvirkjun EIMSKIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.