Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 I>V Fréttir 11 BiFREIÐASTILLINGAR ingactilbod NICOLAI Jarðvegsþjöppur Kristnitökuhátíð í nýrri kirkju DV, ESKIFIRDI:____________________ Kristnitökuhátíð var haldin á Eski- firði síðastliðinn sunnudag í nýju kirkjunni í Bleiksárgili að viðstödd- um 240 kirkjugestum. Okkar ástsæli sóknarprestur, séra Davíð Baldurs- son, messaði. Honum til aðstoðar voru séra Sigurður Rúnar Ragnars- son í Neskaupstað og séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum. Kirkjukóramir i Fjarðabyggð og bamakirkjukórinn á Eskifirði önn- uðust söng ásamt organistum og hljóðfæraleikurum, svo og nemend- um og kennurum Tónlistarskólans. Er ánægjulegt að hlusta á ungling- ana og heyra hve efnilegir þeir eru og framkoman öll fáguð. Einsöngv- arar voru Aðalsteinn Valdimarsson og Georg Halldórsson. Mesta athygli vakti flutningur 55 manna kirkjukórs í Fjarðabyggð á fyrsta kafla verksins Gloria eftir Vivaldi. Luku allir áheyrendur lofi á fram- úrskarandi flutning sem Ágúst Ár- mann Þorlákssonar stjórnaði af snilld. Hljómburðurinn í kirkjunni var alveg frábær. Sóknamefndin bauð öllum kirkjugestum upp á kaffl og veiting- ar þegar dagskráin í kirkjunni var hálfnuð, en alls stóðu messan og dagskráin yfir í rúmlega 2 og hálfa klukkustund. Byggingarframkvæmdir standa enn yfir í kirkjunni og verður hún vígð í haust og leysir af gömlu kirkj- una sem þá verður 100 ára. Það er mín ósk að allar kirkjusóknir lands- ins hafi jafn góðan prest og við Esk- firðingar og Reyðfirðingar höfum, hann séra Davíð Baldursson. Þá væm ekki til staðar þessar hvim- leiðu deilur um prestana sem hijáð hafa allt of mikið sumar sóknir landsins. Séra Davíð hefur mikið að gera og sinnir sínum víðtæku prestsverkum afar vel. Núna er hann að undirbúa fermingarbörnin á Eskifirði og Reyðarfirði og veit ég að bömin eiga eftir að búa að því allt sitt líf. -Regína Thorarensen Hafa áhyggjur af sjúkraflugi DV, DALVÍK: A síðasta fundi stjómar Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum var rætt um stöðu sjúkraflugs á íslandi sér í lagi með tilliti til breyttra aðstæðna í innanlandsflugi og þeirrar stað- reyndar að áætlunarflug á að af- leggja til flestra minni sveitarfélag- anna á landsbyggðinni. Eftirfarandi bókun var samþykkt: „Stjóm Eyþings ályktar að skora á alþingismenn og ríkisstjóm að beita sér fyrir því að fengin verði sérhæfð sjúkraflugvél til að sinna sjúkraflugi landsmanna og að hún verði staðsett á Akureyri." í greinargerð með áskoruninni segir að það sé áhyggjuefni að sjúkraflug á íslandi stendur frammi fýrir miklum vanda. Breyttar að- stæður era í innanlandsflugi. Áætl- unarflug hefur lagst af til margra minni sveitarfélaga á landsbyggð- inni og þar með hefur fótunum verið kippt undan rekstrargrundvelli landshlutaflugfélaganna sem áður sinntu sjúkraflugi. Litlu flugvélam- ar, sem mest hafa verið notaðar í sjúkraflug á undanfórnum árum, eru úr sér gengnar og hverfa brátt af sjónarsviðinu. Þörf er á að hugsa dæmið upp á nýtt í heild sinni. Nú- tíminn krefst aukins öryggis í flugi og þæginda fyrir sjúklinginn. Því er lagt til að fengin verði vel útbúin sér- hæfð sjúkraflugvél með jafnþrýsti- búnaði til að sinna þessu aðkallandi verkefni og hagstæðast er að slík vél verði staðsett á Akureyri, þar sem Akureyri er miðsvæðis í sjúkra- flugsverkefnum. í tengslum við þetta væri rétt að byggja upp miðstöð sjúkraflugs á íslandi með tilheyrandi sveitum flugmanna, sjúkraflutnings- manna, lækna og hjúkrunarfólks. Öll aðstaða og starfsfólk er fyrir hendi á Akureyri og mikil reynsla í því að sinna sjúkraflugi. Slík ráðstöfun myndi jafna muninn á aðgengi að þessari þjónustu á milli íbúa á suð- vesturhomi landsins og ibúa lands- byggðarinnar. Fólkið á suðvestur- hominu hefur auðveldan aðgang að þyrluþjónustu með sérhæfðri lækn- isþjónustu, en sú þjónusta sem hefur verið fyrir hendi á landsbyggðinni stefnir til verri vegar. Því er lagt til að aðstöðumunur fólks verði jafhað- ur með ofangreindum hætti. -hiá Allar stærðir, bensín eða dísil. Einnig „hopparar" Gæði ágóðu verði! BOMRG Sími 568 1044 tisx-sjjj 3-Diska geislaspilari - Super T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Tónjafnari með ROCK - POP - JAZZ -12 + 12 W RMS magnari - Al leiðsögukerfi með Ijósum -32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fjarstýring - Segulvarðir hljómmiklir hátalarar. nsx-s555 3-Diska geislaspilari -37 + 37 + 12 + 12W RMS magnari með surround kerfi - SUPER T-BASSI - Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna - Innibyggður Subwoofer í hátölörum - tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - Jog fyrir tónstillingar og lagaleitun á geislaspilara - Al leiðsögukerfi með Ijósum - 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi - Tvöfalt segulband - Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir - Tengi fyrir auka bassa- hátalara (SUPER WOOFER) - Segulvarðir hátalarar. ■ - :S»@3ii3S UMBOÐSMENN UM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan - Húsasmiðjan ■ Hafnarijörður Rafbúð Skúla - Húsasmiðjan ■ Grindavík: Rafborg ■ Keflavik: Sónar - Húsasmiðjan ■ Akranes: Hljómsýn • Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Heillissandur: Blómsturvellir ■ Grundafjðrður Guðni E. Hallgrimsson ■ Stykkishómur Vatsl. Sjávarborg ■ Blörrduós: Kaupfélag Húnvetninga ■ Hvammstangi: Rafeindaþj. Odds Stefánssonar • Sauðárkrókur Skagfirðingabúð ■ Búðanlalur Versl. Bnars Stefánssonar • (saflörður Frummynd • Siglufjórður Rafbær ■ ófafsfjörður Versl. Valberg • Dalvflc Húsasmiðjan ■ Akureyri: Ljósgjafinn - Húsasmiðjan ■ Húsavflc Ómur - Húsasmiðjan ■ Egilstaðir: Rafeind • Neskaupsstaður Tónspil • Eskifjörður: Rafvirkinn ■ Seyðisfjörðu: Tumbraeður ■ Breiðdalsvik: Kaupfélag Stöðfirðinga ■ Höfn: KASK ■ Hella: Mosfell ■ Setfoss: Radíórás - Árvirkinn - Húsasmiðjan ■ Vestmannaeyjar Eyjaradíó • Þorfákshöfn: Rás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.