Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 29
41 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 X>V Tilvera Nálgast fimmtugt Kvikmyndaleikarinn Steven Seagal fagnar 48. afmælisdegi sínum í dag. Hann er fædd- ur og uppalinn í bænum Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum. Hann fékk ungur áhuga á sjálfs- varnaríþróttum og má segja að hann hafi helgað bardaga- og hasarmynd- um kvikmyndaleik sinn. Kvikmynd- ir Seagals eru orðnar fimmtán tals- ins og einna frægastar eru væntan- lega Under Siege-myndirnar tvær. Gildlr Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.n Vinur þinn kemur í heimsókn til þín í dag og þið eigið saman gott og þarft spjall. Heimilslifið verður að einhverju leyti óvenjulegt og einstaklega skemmtilegt. Rskarnir (19. fehr.-?0. marsl: Þú kynnist einhverju nýju sem vekur áhuga þinn. Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir. Þú ættir að skella þér út á lífið í kvöld. Hrúturinn i?\ . mars-19. anrih: Þú ættir að sýna aðgát í samskiptum þínum við aðra. Það er mikil við- kvæmni og tilfinninga- semi í kringum þig. Kvöldið verður skemmtilegt i góðra vina hópi. Nautið (?0. anril-?0. maít: Þér gengur vel að vinna úr því sem þú hefur og ert fljótur að vinna verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Happatöl- ur þínar eru 3, 5 og 12. Tvíburarnlr i71. maí-2i. iúnik Vinur þinn hefur áhrif á skoðanir þínar í dag. Þú ættir að hlusta á hugmyndir hans en varast að taka orð hans of bók- staflega. Krabbinn (22. iúní-22. iúiík Heppnin verður með þér fyrri hluta dagsins og þú færð tækifæri sem þú hefur beðið eft- ir lengi. Reyndu að eiga rólegt kvöld. Liónið 123. iúli— 22. áaúst>: Þú verður að sýna til- litssemi og nærgætni ef einhver leitar til þín með vandamál. Kvöld- ið verður skemmdlegt i góðra vina hópi. Mevian (23. ágúst-22. sentl: Það verður ekki auð- velt að fá fólk til að taka þátt i ákveðnu verkefni en þú skalt vera þolinmóður. Þú ættir að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld. VQgin (23. sept.-23. okt.l: Rómantikin liggur í loftinu. Þú verður vitni að einhverju skemmtilegu sem mun hafa jákvæð áhrif á framtíð þína. Sporðdfeki (24. okt.-21, nðv.): Fjármálin verða þér mnhugsunarefhi i dag. Þér býðst tækifæri sem krefst þess að þú takir áhættu i peningamálum. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Fram undan er ferða- lag eða mannamót sem á eftir að eiga hug þinn allan. Varastu þó aö gera þér of miklar vonir. Steineeitin (22. des.-19. ian.l: Vinur þinn hefur áhrif á hugsanir þínar í dag. Þú ættir að hlusta á hugmyndir hans en varast að taka orð hans og bók- staflega. fyrir þriöjudaginn 14. mars Hestar henná ^ Theódóru DV, NESKAUPSTAÐ: Lífið í Neskaupstað er ekki ein- tómur fiskur, hér er fólk að gera ýmislegt skemmtilegt. Á bænum Skorrastað í Norðfirði búa Þórður Júlíusson og kona hans, Theódóra Alfreðsdóttir, ásamt börnum. Þegar bóndakonan er ekki í önnum við búskapinn eða póstdreifinguna, sem hún annast, nýtur hún þess að móta hesta í leir. Hestarnir hennar Theó- dóru hafa vakið athygli og nú freist- ar hún þess að fá að sýna á Hand- verkssýningunni i Laugardalshöll- inni í Reykjavík á næstu vikum. „Ég hef voða gaman af hestum og hef mest gaman af að gera myndir af þeim,“ segir Theódóra sem sjálf á unga hesta sem hún vonar að verði með timanum gæðingar. -RN DV-MYNOIR REYNIR NEIL. Leirhestar Theódóru Theódóra með einn leirhestinn í smíðum. G'óandi heiWrhZurTínUm w Theódóru othón notar * " 0fninum Komin á fimmtugsaldur Það verður að segjast eins og er að það er engin ný bóla að leikarar í Hollywood ljúgi til um aldur - nokkur ár til eða frá eins og þeirra er von og vísa. Sérstaklega á þetta við um kvenkyns leikara sem náð hafa tilskildum aldri og þar ber fremsta að nefna Joan Collins sem Saman í bólið Það hefur vakið mikið umtal í kvikmyndaborginni Hollywood undanfarið að til stendur að fá tvö af heitustu kyntáknum þar vestra, Brad Pitt og Juliu Roberts, til að rugla saman reytum í fyrirhugaðri mynd sem ber titilinn The Mexican. Það sem aðallega er skrafað um er hvernig mökum þeirra lítist á hug- myndina en enn hefur ekkert heyrst frá unnustu Brads, Jennifer Ani- ston né frá Benjamin Bratt, skó- sveini Juliu um málið. í nýlegu við- tali sagði Brad: „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Julia er í mjög traustu sambandi við Ben og það gæti ekki verið betra á milli mín og Jen.“ Pitt leikur að sögn hjartagóð- an smákrimma sem stelur byssu sem bölvun hefur verið lögð á. Jul- ia leikur hins vegar unnustu hans sem reynir að leiða hann frá villu síns vegar. I skíöafríi Karl Bretaprins stillti sér upp fyrir Ijósmyndara með sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í skíðabrekku á Madrisafjalli við Klosters í Sviss. Þar eru feðgarnir í skíðafríi og njóta lífsins með vinafóiki. rAVA^ M6NNTAF6LAG Í3YGGINGARIÐNAÐARINS veit varla sjálf hversu gömul hún er. Þó er alltaf undantekning frá reglunni og nú virðist yngri leikkonum einnig í mun um að ljúga til um aldur eins og sannast best á velsku leikkonunni Catherine Zeta-Jones. Opinberlega er hún sögð vera fædd 1969 en samkvæmt innstu heimildum mun hún hins vegar vera fædd 11 árum áður eða árið 1958. Fröken Jones er því ekki 31 árs eins og hún heldur fram heldur verður hún 43ja á árinu og því kom- in vel á fimmtugsaldur. Þetta þýðir að aldursmunur hennar og tilvon- andi eiginmanns, Michael Douglas, er ekki nema 14 ár en hann er 56 ára. MJGIYSING UM SVCINSPnOF í BYGGINGRGnCINUM Sveinspróf í •húsasmíði •múraraiðn •pípulögnum •og vegg- og dúklögn •húsgagnasmíði •bólstrun •málaraiðn, fara fram í maí og júní 2000. Umsóknarfrestur er til i. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Með umsókn skal leggja fram afrit af burtfararskírteini með einkunnum og afrit af námssamningi. Þeir sem Ijúka námi á yfirstandandi önn þurfa ekki að leggja fram burtfararskírteini. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg i, i. hæð, 101 Reykjavík. Sími 552 1040 og fax 552 1043. . Po«I«et» Suðurlandsbraut 10. S: 568 6499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.