Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 DV > Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson StórafmæJi 80 ára__________________________ Sigríöur Einarsdóttir, Höröuvöllum 6, Selfossi. 75 óra__________________________ Gunnar Helgason, Efstasundi 7, Reykjavík. Sóley Magnúsdóttir, Skólastíg 9, Bolungarvík. 70ára __________________________ Aðalsteinn Árnason, Sólbakka 6, Breiðdalsvík. Guðmundur Jónsson, Jórutúni 5, Selfossi. Helgi Pálsson, Njálsgötu 80, Reykjavík. Svava Valdimarsdóttir, Lindasíöu 2, Akureyri. Þórunn R. Jónsdóttir, Bauganesi 40, Reykjavík. 60 ára__________________________ Árdís Björnsdóttir, Brekkubæ 17, Reykjavík. Jörgen Naaby, Bröttugötu 17, Vestmannaeyjum. Matthías Þorbergsson, Búöarfjöru 1, Akureyri. Hann veröur aö heiman. Sæbjörg M Vilmundsdóttir, Víkurbraut 48, Grindavík. 50 ára__________________________ Bðra Guðmundsdóttir, Laugateigi 35, Reykjavík. Bjargmundur Grímsson, Hraunbæ 84, Reykjavík. Guðfinna Hjálmarsdóttir, Efstasundi 25, Reykjavík. Hrefna Eleonora Leifsdóttir, Frostafold 183, Reykjavík. Magnús Kolbeinsson, Eyjavöllum 13, Keflavík. Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Grundargerði 19, Reykjavík. Valgerður Baldursdóttir, Kambahrauni 18, Hverageröi. Þorkell Bjömsson, Heiöargeröi 23, Húsavík. 40ára___________________________ Agnes Reykdal, Bakkasíðu 7, Akureyri. April Mc Knight Frigge, Hálsaseli 44, Reykjavík. Axel Skúlason, Logafold 93, Reykjavík. Bára Samsonardóttir, Lindasmára 3, Kópavogi. Bjöm Þór Ananíasson, Höföahlíö 13, Akureyri. Edda Júlíana Georgsdóttir, Fannafold 50, Reykjavík. Gestur Traustason, Smáratúni 6, Selfossi. Guðbjartur Guðjónsson, Skógarhólum 23d, Dalvík. Haildóra Sigríður Sveinsdóttir, Reykási 33, Reykjavík. Óskar Rúnar Samúelsson, Hraunprýði 2, ísafiröi. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar Ásgeröur Sigurmundsdóttir, áöur til heimilis á Hofteigi 24, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfiröi, miövikudaginn 5.4. sl. Jarðarförin veröur auglýst síöar. Ingimundur Kristjánsson frá Svignaskaröi lést föstudaginn 7.4. á Sjúkrahúsi Akraness. Árni Hjörtur Rósason, andaöist á heimili sínu, Lindargötu 62, aöfaranótt fimmtudagsins 6.4. Bergþór Finnbogason fyrrv. kennari á Selfossi Bergþór Flnnbogason, fyrrv. kennari á Selfossi og víöar. Bergþór stofnaöi Kennarafélags Suöurlands, var formaöur þess um árabil, er heiöursfélagsi þess og sat fjölda þinga Kennarasambands íslands og BSRB. Bergþór Finnbogason, fyrrv. kennari, Sólvöllum 13, Selfossi, er áttræður í dag. Starfsferill Bergþór fæddist í Hítardal í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1939-41, var við nám í KÍ 1946-49 og í Folkehögskule í Voss í Noregi og Genf 1950-51. Bergþór var farkennari í Kirkju- hvammshreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu, í Fellna- og Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, i Grundarfirði á Snæfellsnesi, og í Brekkudal í ísa- fjarðarsýslu á árunum 1942-46. Hann var kennari á Skagaströnd 1951-52, skólastjóri i Vik í Mýrdal 1953-54, kennari við Bamaskóla Sel- foss 1954-87, kennari í Hveragerði 1987-89, og skólastjóri á Bakkatirði 1989-90. Bergþór sótti Norræn kennara- námskeið í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku og fór í námsferð til Noregs 1972 til að kynna sér bókasöfn. Bergþór stofnaði Alþýðubanda- lagið á Suðurlandi og var formaður þess í þrettán ár. Hann var í fram- boði til Alþingis fyrir Alþýðubanda- lag Ámessýslu og Suðurlandskjör- dæmi 1959-63, sat um tima á Alþingi 1962 í forfollum Karls Guðjónsson- ar, átti sæti í Hreppsnefnd Selfoss 1970-74, sat öll þing Kennarasam- bands íslands frá 1960 og flest þing BSRB, stofnaði Kennarafélag Suður- lands, var formaður þess um árbil og var kjörinn heiðursfélagi þess 1999. Bergþór var formaður Hjarta- vemdarfélags Suðurlands um tíma, auk margvíslegra annarra trúnað- ar- og félagsstarfa. Fjölskylda Bergþór kvæntist 17.10. 1953 Mar- íu Friðriksdóttur, f. 28.2. 1926, hús- móður. Hún er dóttir Friðriks Júlí- ussonar, f. 10.7. 1895, d. 31.10. 1970, verslunarmanns á Sauðárkróki f. 10.7. 1895, og k.h„ Fjólu Jónsdóttur, f. 30.4. 1897, d. 2.6. 1981, húsmóður. Böm Bergþórs og Maríu eru Teit- ur, f. 23.8. 1953, kennari við Hóla- brekkuskóla í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Maríu Hauksdóttur og eiga þau fjórar dætur; Kristín Fjóla, f. 25.3. 1965, kennari við Álftanes- skóla, gift Guðmundi Emi Böðvars- syni og eiga þau tvo syni. Synir Mariu eru Friðrik Hafþór, f. 30.8. 1948, sjómaður í Reykjavík en kona hans er Sólveig Höskulds- dóttir og á hann þrjár dætur; Einar Baldvin, f. 29.10. 1950, tannsmiður í Reykjavík en kona hans er Jóna Sól- mundsdóttir og eiga þau þrjú böm. Systkini Bergþórs: Pétur, f. 24.7. 1910, d. 17.7. 1939, skólastjóri; Krist- ófer, f. 21.10. 1911, d. 2.6. 1996, gjald- keri hjá KLM, París; Leifur, f. 25.4. 1913, d. 17.10. 1991, bóndi; Teitur, f. 19.11. 1914, d. 11.3. 1991, félagsmála- fuiltrúi; Bjöm, f. 13.10. 1916, d. 15.4. 1988, bílstjóri; Helgi, f. 13.10. 1916, d. 27.9. 1985, bóndi; Kristján, f. 8.4. 1918, d. 17.7. 1974, verkstjóri; Gunn- ar, f. 9.2. 1922, d. 7.10. 1998, cand.mag. í íslensku; Héðinn, f. 10.5. 1923, d. 25.2. 1985, lögfræðingur; Kristín, f. 30.6. 1928, d. 15.6. 1991, leikkona og rithöfundur. Hálfbróðir Bergþórs, samfeðra: Guðmundur, f. 18.8. 1900, d. 31.5. 1987, jámsmiður. Foreldrar Bergþórs vom Finn- bogi Helgason frá Stóra-Fjalli í Borgarhreppi í Mýrasýslu, f. 24.12. 1878, d. 4.9. 1951, bóndi, og Sigríður Teitsdóttir frá Meiðastöðum i Garði, f. 11.6.1884, d. 17.07.1951, ljós- móðir. Ætt Finnbogi var bróðir Guðríðar, ömmu Hauks Haukssonar varaflug- málastjóra, og Jóhannesar L.L. Helgasonar, forstjóra Happdrættis Háskólans. Finnbogi var sonur Helga, b. á Kvennabrekku, bróður Þorsteins, fóður Bjarna, pr. og tón- skálds á Siglufirði. Helgi var sonur Helga, b. á Mel í Hraunhreppi, bróð- ur Ólafs, langafa Sigríðar, móður Rögnvalds Sigurjónssonar píanó- leikara. Sigríður var dóttir Teits, hafn- sögumanns í Reykjavík Péturssonar og Kristínar Bergþórsdóttur, hafn- sögumanns í Straumsfirði Bergþórs- sonar. Móðir Kristínar var Kristín Árnadóttir, systir Arndísar, langömmu Ingiríðar, ömmu Ingu Jónu Þórðardóttir borgarráðs- manns og Guðjóns Þórðarsonar, yf- irþjálfara Stoke City. HHi Helgi Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri í Grundarfirði Helgi Gunnarsson, aðstoðarvarð- stjóri í Lögreglunni í Grundarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði bílamálun við Iðnskólann í Reykjavík og öðlaðist meistararéttindi í iðngreininni 1984. Helgi hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík 1984 og starfaði í ýmsum deildum innan hennar, s.s. í ávana- og fikniefnadeild 1987-88. Þá starf- aði hann á Grafarvogsstöö lögregl- unnar til 1992. Helgi og fjölskylda hans fluttu til Grundarfjarðar 1992 og hafa átt þar heima síðan. Þar hefur Helgi stund- að lögreglustörf og er nú aðstoðar- varöstjóri. Helgi var öryggistrúnaðarmaður á vakt í Reykjavíkurlögreglunni, sat í stjóm LR 1991-92 og sat í stjóm Skotveiðifélags Grundarfjarðar. Hann hefur skrifað greinar i Lög- reglumanninn og Veiðimanninn. Fjölskylda Helgi kvæntist 6.4. 1985 Lindu Ósk Sigurðardóttur, f. 25.3. 1963, svæðisfulltrúa Rauða kross Islands á Vestur- landi. Hún er dóttir Sig- urðar Kristó- fers Óskarssonar, kennara í Fisk- vinnsluskólanum í Reykjavík, og Sigríðar Guðmundsdóttur húsmóð- ur. Böm Helga og Lindu Óskar eru Ingibjörg Ósk Helgadóttir, f. 16.1. 1985; Gunnar Helgason, f. 26.5. 1988. Foreldrar Helga eru Gunnar Helgason, f. 23.3. 1922, húsgagna- bólstrari, og Guðbjörg Þórarinsdótt- ir, f. 30.11. 1929, húsmóðir. Ætt Gunnar er sonur Helga Kristjáns, b. í Svínanesi Guðmundssonar, b. á Þórisstöðum i Gufudalssveit Jóns- sonar. Móðir Helga Kristjáns var Ingibjörg Þórðardóttir, b. í Djúpadal Þorsteinssonar, og Guðrúnar Jóns- dóttur, systur Bjöms ráðherra, fóð- ur Sveins forseta. Móðir Gunnars var Steinunn Guðmundsdóttir, hreppstjóra á Svínanesi Guðmunds- sonar. Guðbjörg er dóttir Þórarins, skó- smiðs í Reykjavík Magnússonar, og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Þorkell Björnsson heilbrigðisfulltrúi á Húsavík Þorkell Björnsson, heil- brigðisfulltrúi HeObrigð- iseftirlits Norðurlands eystra, til heimilis að Heiðargerði 23, Húsavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Þorkell fæddist á Húsa- vík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann hóf nám í mjólkurfræði 1968, stundaði nám á Ladelund Mejeriskole í Danmörku 1970-71, og á Dalum Tekniske skole i Danmörku 1976-77. Þá sótti fiölda námskeiða á vegum Hollustuvemdar ríkisins og öðlaðist réttindi sem heilbrigðisfulltrúi, og námskeið á vegum Heilbrigðiseftir- litsins. Þorkell hóf störf hjá Mjólkursam- lagi Kaupfélags Þingeyinga 1970 og starfaði þar sem mjólkurfræðingur að mestu leyti til 1996 en var eitt ár heilbrigðisfulltrúi á Húsavík. Þorkell hóf síðan störf hjá Heil- brigðiseftirlitinu og hefur verið heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirliti Norðurlands eystra frá 1996. Þorkell hefur starfað með Leikfé- lagi Húsavíkur um árabil, leikið með félaginu og sat í stjórn félagsins um skeið. Þá starfaði hann mikið með Alþýðubanda- laginu á Húsavík og hefur starfað með H-listanum og setið í nefndum á vegum listans. Fjölskylda Þorkell kvæntist 7.7. 1973 Regínu Sigurðardóttur, f. 2.10. 1953, fiár- málastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Hún er dóttir Sigurðar Jónssonar frá Ystafelli, og Kolbrúnar Bjarnadóttur húsmóður. Böm Þorkels og Regínu eru Leif- ur, f. 28.5. 1972, nemi í sjávarútvegs- fræðum við HA; Kolbrún, f. 8.11. 1975, nemi í stjómmálafræði við HÍ. Bræður Þorkels em Þórhallur Bjömsson, f. 1948, fasteignasali í Reykjavík; Amar Bjömsson, f. 1958, íþróttafréttamaður á Stöð 2 í Reykja- vik. Foreldrar Þorkels: Björn Þorkels- son, f. 1914, d. 1981, sjómaður á Húsa- vík, og k.h., Kristjana Þórhallsdóttir, f. 1925, húsmóðir, búsett á Húsavík. Jóhann S. Hannesson, skólameistari og skáld, fæddist á Siglufirði 10. apríl 1919. Hann lauk MA-prófi í ensku og málvísind- um við University of California í Berkley og stundaði þar framhaldsnám. Jóhann var lektor við HÍ 1948-50, kennari og bókavörður við The Fiske Icelandic Colletion viö Comell Uni- versity í New York 1952-59, og skóla- meistari ML 1960-70. Jóhann samdi ritin Bibliography of the Eddas, og Sagas of Icelanders, bjó til prentunar stóru ensk-íslensku orðabók Amar og Örlygs og sendi frá sér ljóða- bækumar Feriloró og Hlymrek ú sextugu. Hann var virtur kennari og skólameistari, agaður fræðimaður og yfirvegað skáld. Vinur Jóhann S. Hannesson og skálbróðir Jóhanns, Kristján Karlsson, seg- ir hann hafa verið frábæran bókmenntarýni en tekið málvisindin fram yfir í námi sínu og átt erfitt með að velja. Um val þeirra orti Jóhann eftirfarandi til Kristjáns: Þaó er vitleysa, sem ég vona þig aldrei dreymi aó ég virói ekki þaó sem skeóur í þinum heimi, þó margt sem gerist þar gangi nú þannig til að það gengur I berhögg vió allt sem ég veit og skil og i minum heimi er þaó yfirleitt alls ekki til sem ég ekki skil. Jóhann kvæntist Lucy Winston Hann- esson en börn þeirra era Wincie, fyrrv. HÍK og Sigurður skáld. Bróðir Jó- var Þorsteinn óperusöngvari, faðir auglýsingastjóra DV. Jarðarfarir Jón Haraldur Haraldsson, Hólabraut 20, Akureyri, sem lést á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri, mánudaginn 3.4. sl„ veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 11.4. kl. 13.30. Björn Ævar Guömundsson, Bakkahlíö 31, Akureyri, veröurjarösunginn frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 12.4. kl. 13.30. Friörika Hallgrímsdóttir, sambýlinu Bakkahlíö 39, Akureyri, verður jarösungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10.4. kl. 13.30. Nanna Sveinsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 10.4. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.