Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 32
44 Bíógagnrýni MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 x>v Tilvera Geir og Furstarnir Það verða engir aðrir en Geir Ólafs og Furstamir sem stíga á stokk á Gauki á Stöng í kvöld. Þeir bjóða gestum upp á ekta sveiflu að hætti gömlu gangsteranna, þeirra Sinatra og félaga. Klassík ■ VORTÓNLEIKAR Borgarkórinn heldur vortónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, kl. 20.30. Einsöngvarar eru Siguröur Skagfjörö og Helga Magnúsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru ingibjörg S. Gunnarsdóttir á þver- flautu og Ólafur Vignir Albertsson á píanó. Stjórnandi er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Flutt veröa íslensk og er- lend lög, óperukórar og einnig verð- ur flutt lag eftir stjórnandann viö Ijóö Herdísar Andrésdóttur. Lögreglukór- inn kemur fram sem gestakór og er stjórnandi hans Guölaugur Viktors- son. Leikhús ■ DYRIN I HALSASKOGI - BANN- AÐ BORNUM Leikfélag Rensborg- arskóla sýnir Dýrin í Hálsaskógi - bannaö börnum, eftir Thorbjörn Egner, í Flensborg klukkan 20. Sýn- ingin, sem er bönnuð bömum, sviptir hulunni af þessu sígilda norska barnaleikriti og leiðir í ljós spillt samfélag þar sem fámenn valdaklíka svifst einskis til að full- nægja dýrslegum hvötum og drepa hvers kyns andóf í dróma. Einelti og ofsóknir eru klædd kufli trúar, vonar og kærleika sem blekkir sál- irnar stórar og smáar enda ekki allt sem sýnist í Hálsaskógi þar sem dýrin eru menn. Tónlistarstjóri er Kristján Eldjárn en leikstjóri Stefán Jónsson. ■ PÓKÓK Fúría, leikfélag Kvenna- skólans i Reykjavík, sýnir leikritið Pókók klukkan 18 í Tjarnarbíói.. Pókók er léttur farsi sem beinir spjótunum að neyslusamfélaginu og eiturlyf eru hliðstæð söguþræð- inum. Höfundur er Jökull Jakobsson en leikstjórar eru Ingibjörg Þóris- dóttir og Tristan Gribbin. Með helstu hlutverk fara: Guðjón Davíð Karlsson, Atli Þór Albertsson, Hjalti Halldórsson og Arna Frímannsdóttir. Síðustu forvöð ■ HAFNARBORG Anna Jóelsdóttur er með sýningu í Hafnarborg sem nefnist Strekktir dúkar og lýkur henni í dag. ■ HAFNARBORG Kristjana F. Arn- dal lýkur málverkasýningu sinni í Hafnarborg. Sýningin er tileinkuö móöur listamannsins. Hér er að finnp um 30 verk frá síðustu árum. •F undir ■ KYNNING A TÓLVUNÁMI Fulltrúi í tölvudeild Háskólans í Skövde í Svíþjóð verður staddur í Upplýsinga- stofu um nám erlendis í Neshaga 16, Reykjavík, frá kl. 13-16. ■ Hvaö er í póstinum? nefnist fyrirlestur sem Astráöur Eysteinsson, bókmenntafræðingur og prófessor við HÍ, flytur í hádeginu á morgun, þriöjudag. Fyrirlesturinn verður fluttur í Norræna húsinu og hefst kl. 12.05. Bíó ■ JÁPÓNSK KVIKMÝNPÁHÁtlP SUMO DO SUMO DONT verður sýnd klukkan 18 í Háskólabíói. Leikstjóri er Suo Masayuki og myndin fjallar um ungan mann sem nauðugur æfir Sumo glímu. Aögangur er ókeypis en sýningin er á vegum JAM, japönsku menningarstofnunarinnar. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is > £ á Flosi Ólafsson leikstýrir Galdra-Lofti í túlkun Ungmennafélags Reykdæla: M Djöfullinn leikur laus- um hala í Logalandi „Það er vel til fallið á afmælisári kristni á íslandi að sýna hvemig maður á að leggjast i galdur. Galdra-Loftur er, eins og allir vita, eitt af höfuðverkum íslenskra leik- bókmennta, fyrr og síðar,“ segir Flosi Ólafsson, en hann leikstýrir Leikdeild Ungmennafélags Reyk- dæla sem frumsýnir Galdra-Loft eft- ir Jóhann Sigurjónsson í Logalandi miðvikudaginn 12. apríl. Æft án aðaleikarans Aðalhlutverkið í sýningunni leik- ur heimamaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson en hann braut- skráðist frá Leiklistarskóla íslands fyrir tveimur árum. Flosi segir það hafa verið að gæfu að fá til liös við sýninguna slíkan upprennandi leik- ara. „Við byrjuðum aö æfa um ára- mótin en urðum að æfa án þess að hafa aðalleikarann með þar sem hann var svo önnum kafinn í Borg- arleikhúsinu. Það las þvi annar fyrir Guðmund en hann var fljótur að setja sig inn í hlut- Sálarsala í Reykholtsdal Leikdeild Ungmennafélags Reykdæla um það bil sem æfingum á Galdra-Lofti var að Ijúka. verkið þegar hann kom,“ segir Flosi. Að sögn Flosa felst meginstyrkur Galdra-Lofts í því hversu ótrúlega fallegar, skemmtilegar og snilldarlegar mannlýsing- ar séu í verkinu. „Það er ekkert sem kemst i jöfnuð við það í ís- lenskum leikbók- menntum. Bestu sen- nvmnv' í F'olrlvvo T aT+v á 20. öld að mörgu leyti,“ segir hann og er ánægður með verkefnavalið: „Metnaður ungmennafélaga á Vest- urlandi virðist vera vaxandi og það er skammt stórra högga á milli. Það er nýbúið að sýna ís- landsklukkuna í Lundarreykjadal og nú sýnum við Galdra-Loft Reykholts- dal,“ hann segir Reykdælir í kaupstaöarferö Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Flosi Ólafsson: „Galdra-Loftur er draumahlutverkið. “ gamalt stef. Aðalpersónan Galdra- Loftur selur djöflinum sál sína í því skyni að losna við vinnukonu sem hann hefur gert barn og stendur í vegi fyrir ást hans á biskupsdóttur. Guðmundur telur boðskap verksins eiga fullt erindi við áhorfendur samtímans. „Eru menn ekki alltaf að selja sig djöflinum; fóma ijöl- skyldu og vinum til að komast áfram? Verkið er íslensk klassík sem tvímælalaust á að setja upp á fimm til tíu ára fresti," segir hann. Flosi tekur undir með aðalleikar- anum: „Galdra-Loftur er harmleik- ur eins og þeir gerast bestir. Ef leik- rit er gott, fjallar um mannleg sam- skipti og tilflnningar þá á það alltaf erindi,“ segir hann. Með uppsetningu Galdra-Lofts nú fær Guðmundur loks uppreisn æru í reykdælskum leiklistarheimi. “Ég fékk aldrei að leika í Loga- landi sem krakki og var mjög sár yfir því og kvartaði alltaf við föður minn en hann var aðaldriffjöðrin í leikfélaginu. Á vissan hátt er ég því að fá uppfyllingu óska minna með því að fá að stíga á svið i þessu leik- húsi æsku minnar,“ segir Guðmundur sem í vetur hefur m.a. leikið í Djöfl- unum í Borgar- leikhúsinu og er nú að leika þar í Afaspili auk þess sem hann hefur leikstýrt i tveim- ur menntaskól- um. Þess má geta að föður Galda- Lofts, ráðsmann- inn á Hólum, leik- ur einmitt um- ræddur faðir Guð- mundar, Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti. -GAR Lífið allt fær annan lit Háskólabíó - Being John Malkovich: ★ ★ ★ ★ Ásgrímur Sverrísson skrifar um kvikmyndir. Þvílík afbragðs skemmtun! Það er auðvelt að láta dæluna ganga með háttstemmdum lýsingarorðum en ég skal reyna að stiila mig. Og þó. í þess- ari súrrelísku kómedíu um sjálfs- myndarkrísu, refilstígu frægðarinnar og leitina að eilífðinni, rekur hver kostulega uppákoman aðra og eins og góðum myndum sæmir vekur hún miklu fleiri spumingar en hún svar- ar. Lengi á eftir dansar hún í hausn- um á manni svo lífið allt fær annan lit og örvast kraftur stuðsins eins og seg- ir í auglýsingunni. John Cusack er hér í sínu elementi sem strengjabrúðumeistari en nýtur lítillar hylli. Konan hans hún Camer- on Diaz heldur dýragarð á heimili þeirra og skipar honum að flnna sér alvöru vinnu. Hann fær starfa við skjalavörslu á 7 og hálftu (sic) hæð í skýjakljúfi og bakvið skjalaskáp fmn- ur hann göng sem liggja beina leið inn í heila leikarans John Malkovich! Á hæðinni er frekar lágt til lofts og and- rúmsloftið eins og í skáldsögu eftir Craig Schwartz og Dr Lester ræöast viö John Cusack og Orson Bean í hlutverkum sínum í Being John Malkovich. Kafka. Eins og þetta væri ekki nóg efni í undirfurðulega gamanmynd þá hefur varla nokkuð gerst enn. Það sem á eftir kemur er þvílíkur darrað- ardans af uppfmningasemi, sprelli og frumspekilegum pælingum að það hálfa væri nóg. Malkovich sjálfur tekur þátt í gamninu, sem felst ekki hvað sist í þvi að draga hina opinberu persónu hans sundur og saman í háði og spotti. Atriðiö þar sem hann uppgötv- ar tilvist ganganna og stingur sér inn með furðulegum afleiðingum, á tví- mælalaúst eftir að hljóta klassískan sess. Bíóið var fundið upp til að gefa okk- ur sýnir sem þessar. Þetta er innblás- in mynd þar sem ímyndunaraflinu er gefinn algerlega iaus taumurinn en engu að síður undir styrkri stjóm strengjabrúðumeistaranna Kaufmans og Jonze. Ef þið látið hana fram hjá ykkur fara er það á eigin ábyrgð. Ég mæli ekki með því. Being John Mal- kovich á eftir að verða einn af íkonum okkar tíma. Allir í bíó, enginn of seint! Leikstjóri: Spike Jonze. Handrit: Charles Kaufman. Aöalhlutverk: John Cusack, Catherine Keener, Cameron Diaz, John Malkovich.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.