Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 DV Nítján hermenn farast í flugslysi Nítján bandarískir hermenn létu lífið þegar flugvél sem þeir voru í hrapaði við æfingar skammt frá borginni Tucson í Arizona á laugardagskvöld. í flugvélinni, sem var af gerð- inni V22 Osprey og tekur á loft eins og þyrla, var fjögurra manna áhöfn og fimmtán landgönguliðar. íbúar skammt frá slysstaðnum sögðu í viðtali við sjónvarpsstöð að flugvélin hefði verið alelda áð- ur en hún skall til jarðar. Ken Bacon, talsmaður banda- ríska landvarnaráðuneytisins, sagði ekki vitað hvers vegna vélin hrapaði. Flugvél þessi á að koma i staðinn fyrir þyrlur við flutninga á bandarískum hermönnum. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrir Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suíurhliö35 • Simi 581 3300 allan solarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ VORIO \ Barnabíll. Rafdrifnlr 12 V bílar og fjórhjólf yrir 3-10 ára Vatnsbyssa Háþrýstivatnsbyssa' m/sápuhólfi til aö þvo húsið, bílinn, gang-stéttina. Verð 2.800 í gjafa- pakkningu. Plöstunarvél. Þú getur plastað allt sem þú vilt geyma. Ótrúlegt verð, frá 4.800-12.800. ^Oatbr»kku22^sfn45445770. Stjórnarandstaðan í Bosníu sækir á: Nóg er komið af þjóðernishyggju Sveitarstjórnarkosningamar í Bosníu um helgina sýndu að margir Bosníumenn eru búnir að fá nóg af stjórn þjóðernissinna sem hefur ekki leitt annað en fátækt og ör- birgð yfír þjóðina, sagði Zlatko Lag- umdzija, leiðtogi stjórnarandstöðu- flokks jafnaðarmanna, í gær. „Þetta eru mestu pólitísku breyt- ingarnar sem orðið hafa síðan Dayton-friðarsamningurinn var gerður," sagði Lagumdzija á fundi með fréttamönnum. Þar vísaði hann í friðarsamningana sem bundu enda á borgarastríðið árið 1995. Samkvæmt fyrstu tölum sigraði jafnaðarmannaflokkurinn, sem er flokkur alira þjóðarbrotanna, flokk þjóðernissinna í um tuttugu sveitar- Kosið f Sarajevi félögum þar sem múslímar eru í fbúar Sarajevo bíöa eftir aö greiöa meirihluta. Úrslitin ættu að liggja atkvæöi í kosningum um helgina. fyrir í dag þótt endanlegar tölur verði ekki kunnar fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Þrátt fyrir að búist sé við fylgis- aukningu jafnaðarmanna eru þjóð- ernissinnaðir flokkar þjóðarbrota Serba, Króata og múslíma engu að síður enn sterkir um allt land. Lagumdzija sagði engu að síður að hann ætti von á frekari breyting- um í þingkosningunum í haust. „Þetta er vísbending frá íbúum Bosnlu-Hersegóvínu um að þeir vilji kjósa evrópsku leiðina í stað þess að fara leið fátæktar og örbirgðar sem þjóðemissinnar bjóða,“ sagði jafn- aðarmannaleiðtoginn og tölvufræði- prófessorinn í viðtali við Reuters. Vestrænir sendimenn höfðu hvatt Bosníumenn til að hafna þjóðern- issinnum og kjósa sættir. Mótmæli gegn viðskiptum með fílabein Andstæöingar viöskipta meö fílabein söfnuöust saman fyrir utan bækistöövar Sameinuöu þjóöanna í Naíróbí, höfuö- borg Keníu í gær. Hatrammar deilur eru uppi milli þjóöa sem vilja selja fílaþein og þeirra sem eru því andvígar. And- stæöingar viöskiptanna segja bann einu leiöina til aö koma í veg fyrir veiöiþjófnaö. Allt gert til að Elian og faðir hans hittist í vikunni: Fjölskyldan hefur ekki sljórn á mótmælendum Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær að þau myndu grípa til nauðsyn- legra ráðstafana til að Elian litli Gonzalez, skipreika kúbverski drengurinn, færi aftur til foður síns innan skamms. Lögmenn ættingja drengsins í Miami sögðu hins vegar að fjölskyldan gæti ekki haft hemil á mótmælendum ef þeir ætluðu sér að standa í veginum. Elian var bjargað úr hafi undan ströndum Flórída í nóvember og síðan hefur verið hatrammlega deilt um forræði yfir honum. Móðir hans drukknaði á flóttanum til Bandaríkjanna. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandarlkjanna, neitaði að ræða hvort valdi yrði hugsanlega beitt ef allt um þryti. Hún sagði þó að eng- in slík áform hefðu verið lögð form- lega fyrir hana. Elian Gonzalez Reyna á aö koma kúbverska drengn- um í hendur fööur síns í vikunni. „Ég vona í lengstu lög að farið verði að lögum og ég geri því skóna að svo verði,“ sagði Reno í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Fyrirhugaður fundur ættingja Elians i Miami með geðlæknum og sáifræðingi til að undirbúa afhend- ingu drengsins til föðurins kann að vera í uppnámi vegna þess að frænka drengsins, sem hefur verið honum eins og móðir síðustu mán- uðina, er sjúk. Hún var lögð inn á sjúkrahús á laugardag vegna of- þreytu. Fundurinn átti að vera síðdegis í dag en óljóst er hvort af honum verður. Hundruð stuðningsmanna voru saman komin viö heimili ættingj- anna í Miami um helgina. Óttast er að til óláta komi fái faðirinn Elian. Friðarviðræöur bara hjal Yassser Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði egypskum stjóm- völdum í gær að friðcirviðræður ísra- ela og Palestínu- manna í Wash- ington væru bara tómt hjal og að ekkert miðaði áieið- is. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði að viðræður ísraela við Sýr- lendinga og Palestinumenn væru í úlfakreppu. Grunur um stút í lest Lögregluna grunar að stjórnandi sænsku lestarinnar sem fór út af sporinu í Borlange aðfaranótt laug- ardags, með níu gasgeyma um borð, hafi verið undir áhrifum áfengis. Rússar gera árásir Stórskotalið og orrustuvélar Rússa gerðu árásir á stöðvar upp- reisnarmanna í Tsjetsjeníu um helg- ina og fengu bágt fyrir hjá ríkis- stjórnum Vesturlanda og mannrétt- indasamtökum. Táragas á Serba Franskar hersveitir skutu táragasi á hóp Serba í borginni Mitrovica í Kosovo í gær. Serbarnir ætluðu að ganga í skrokk á Albön- um í borginni. Átökin urðu við brú yfir ána sem skiptir borginni. Aftur heim í Ulieström Um tvö þúsund íbúar í Lilleström í Noregi fengu að snúa aftur til síns heima í gær eftir fjögurra daga fiar- veru vegna sprengihættu í gas- geymi á brautarstöð bæjarins. Weizman hættir fyrr Ezer Weizman, forseti ísraels, sagði í viðtali við útvarp ísraelska hersins í gær að hann myndi ekki sitja til loka kjörtímabilsins 2003. Mjög er þrýst á Weizman að hætta vegna leynilegra fégjafa sem hann þáði af vini sínum. Sósíalistar með forskot Stjórnarflokkur sósíalista í Grikklandi var kominn með örlítið forskot á íhaldsflokkinn þegar 40 prósent atkvæða höfðu verið talin í þingkosningunum í gær. Útgöngu- spár höföu spáð þeim ósigri. Shevardnadze sigraði Edúard Shevard- nadze var endur- kjörinn forseti fyrr- um sovétlýðveldis- ins Georgíu í gær. Þegar 27 prósent at- kvæða höfðu verið talin hafði Shevar- dnadze fengið tæp- þeirra, að sögn yfir- Vilja skoða nasistaskjöl Meirihluti flokka á danska þing- inu vill fá aðgang að skjölum sem hafa að geyma nöfn á félögum í danska nasistaflokkinum á stríðsár- unum, að sögn Berlingske Tidende. Útiloka ekki samstjórn Sinn Fein, pólitískur armur IRA, útilokaði ekki í gær þátttöku í sam- steypustjóm í írska lýðveldinu þótt fulltrúar á landsfundi samtakanna hafi hafnað slíku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.