Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 18
18 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýslngar: 800 5550. Áskrlft: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.ls - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lagalegur friður um kvótakerfið Hæstiréttur hefur kveðið upp úrskurð sinn í Vatneyrar- málinu svokallaða og hnekkt umdeildum dómi Héraðs- dóms Vestfjarða. Þar með hefur fengist niðurstaða í laga- legan ágreining um kvótakerfið og spurningunni um hvort það stenst stjórnarskrá eða ekki hefur verið svarað. Lögfræðilegu álitamálin er því ekki lengur til staðar - hin pólitísku deilumál um stjórnkerfi fiskveiða eru hins veg- ar óleyst. Eftir að dómur undirréttar í Vatneyrarmálinu féll í jan- úar síðastliðnum reyndu margir pólitískir tækifærissinn- ar, sem átt hafa erfitt uppdráttar meðal kjósenda, að þyrla upp moldviðri i kringum kvótakerfið. Þess var krafist að stjórnvöld gripu þegar í stað til ráðstafana og breyttu lög- um um stjórnkerfi fiskveiða. í leiðara hér í DV 12. janúar síðastliðinn sagði um þetta: „Krafan um að breyta lögum áður en Hæstiréttur hefur sagt sitt er ekki annað en póli- tískur leikaraskapur og loddaraháttur. Löggjafinn getur ekki gripið til lagasetninga eða breytinga á lögum í hvert skipti sem undirréttardómur fellur í umdeildum málum. Heilbrigð skynsemi hlýtur að hjálpa þingmönnum að skilja hve fráleit slík vinnubrögð eru.“ Almenningur hlýtur að velta því fyrir sér hversu eftir- sóknarvert það er fyrir lýðræðisríki að koma stjómmála- mönnum til valda sem eru tilbúnir til að kollvarpa lögum og reglum í ofboði og af minnsta tilefni. Kjósendur ættu einnig að veita því athygli að svo virðist sem hættuleg hugmyndafræði sé farin að hrjá einstaka stjórnmálamenn - þar sem löggjafarvald Alþingis er afhent dómstólum. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður varaði alvarlega við þessari tilhneigingu á fundi Lögfræðingafélags íslands í mars síðastliðnum. Þar benti hann á að dómstólar yrðu ekki notaðir til annars en að bregða stjómskipulegum mælikvarða á gildissvið laga um fiskveiðistjómun. „Það felliu- ekki undir verksvið þeirra að gera pólitískar lagfær- ingar á kerfi sem löggjafinn hefur sett. Til þess hafa þeir ekki heimild, hvorki skv. hinni almennu jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár né neinum öðrum heimildum. Þessi aðskilnaður á pólitískum raunveruleika og stjórnskipuleg- um er lífsnauðsynlegur ef hægt á að vera að ræða málið á vitrænum grundvelli.“ Vert er að velta því fyrir sér hvers konar óskapnaður hefði orðið til ef Alþingi hefði í taugaveiklun látið undan kröfunni um að breyta lögum um stjómkerfi fiskveiða í kapphlaupi við dóm Hæstaréttar. Hitt er svo annað að deilan um kvótakerfið er ekki að baki, en Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur lengi gert sér grein fyrir því að mikil óeining er um fiskveiðistjórnunarkerfið. í setning- arræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir réttu ári sagði hann meðal annars: „Við eigum að viðurkenna að ósátt er í landinu um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórn- unarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum og umfram allt opnum huga öllum athugasemdum, allri gagnrýni, svo ég tali ekki um nýjum hugmyndum einstak- linga eða hópa sem telja sig hafa fundið leiðir til úrbóta.“ Dómur Hæstaréttar hefur skapað lagalegan frið um fiskveiðistjómunarkerfið og þar með pólitískt svigrúm til að breyta leikreglum í íslenskum sjávarútvegi af yfirveg- un og skynsemi, en ekki með óðagoti pólitískra tækifæris- sinna. Óli Björn Kárason 4" MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 MÁNUDAGUR 10. APRlL 2000 DV ______31 V Skoðun Vandaður dómur Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu er vandað- ur og vel rökstuddur. Þar kemur tvennt skýrt fram. Gera verður greinarmun á veiðileyfum og aflaheimild- um, eins og margir bentu á eftir dóm Hæstaréttar í svo- nefhdu Valdimarsmáli í des- ember 1998 (en það snerist um veiðileyfi, ekki aflaheim- ildir); og upphafleg úthlutun aflaheimilda samkvæmt veiðireynslu var efnisleg og braut því ekki gegn jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar. Sá meiri hluti Hæstaréttar, sem dóm- inn kvað upp, hefur enn fremur gert sér glögga grein fyrir tveimur öðrum mikilvægum atriðum. Hagkvæmni aðalatriðið Fyrra atriðið er það að tUgangur núgUdandi laga um stjórn fiskveiða var ekki aðeins sá aö koma i veg fyr- ir ofveiði á íslandsmiðum, heldur líka að tryggja hagkvæma nýtingu fiski- stofnanna þar. Lögin voru ekki sett tU þess eins að afstýra hruni fiskistofna, heldur einnig tU að gera útgerðar- Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurar- son prófessor mönnum kleift að stýra svo sókn í einstaka fiskistofna að tekjuafgangur þeirra yrði sem mestur. Á meðan aðgangur að ís- landsmiðum var hins vegar óheftur, át óhóflegur kostn- aður oftast upp aUan gróða af veiðunum. Tveir bátar voru þá að landa sama afla og einn bátur gat hæglega landað. Þetta atriði virðast þau Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson því miður ekki skUja, eins og sjá má á sératkvæði þeirra. Opið kerfi Siðara atriðið, sem meiri hluti Hæstaréttar hefur bersýnUega gert sér grein fyrir, er að kvótakerfið er opið i þeim skilningi að menn geta keypt sér aflaheimUdir. Það er ekki „tiltekinn, afmarkaður hópur“, sem hefur aflaheimUdimar, eins og þau Guðrún og Haraldur segja í sérat- kvæði sínu. Með tímanum hefur hin upphaflega úthlutun aflaheimUda í árslok 1983 skipt æ minna máli. Raun- ar er samkvæmt nýjustu tölum ekki „Sá meiri hluti Hœstaréttar, sem dóminn kvað upp, hefur enn fremur gert sér glögga grein fyrir tveimur öðrum mikilvœgum atriðum. “ nema 19% aflaheimUda enn í höndum þeirra, sem fengu þær upphaflega. Á venjulegri íslensku merkir þetta að- eins eitt: Ekki verður aftur snúið. Forn hliðstæða Þótt Hjörtur Torfason sé sammála meiri hluta Hæstaréttar um meginat- riði dómsins, skilar hann sératkvæði, þar sem leitað er aUt tU landnámsald- ar tU skilnings á eðli kvótakerfisins. En mér kemur á óvart að Hjörtur skuli þá ekki benda á hliðstæðu kvótakerfis- ins að fomu: ítöluna svonefndu, sem kveðið er á um þegar í lögum Þjóðveld- isins. Frá öndverðu hefur hálendi lands- ins verið afrétt, þar sem bændur hafa beitt sauðum á sumrin. En snemma Af byggðajafnvægi Nú þegar virkjana- og álversfram- kvæmdir á Austurlandi hafa verið lagðar á ís, a.m.k. um sinn, er gam- an að skoða umræðuna í þjóðfélag- inu um það sem kaUað er jafnvægi í byggð landsins. Þessi umræða er endalaus, í fortíð, nútíð og framtíð meðan land er byggt og skUyrði bú- setu og afkomu eru ólík. Það eru oft- ast stjómmálamenn sem haida um- ræöunni uppi. Þó ekki endUega vegna þess að þeir hafi öörum betur vit á því hvemig búsetu á landinu verði best fyrir komið, heldur vegna tengslanna mUli hins pólitíska frama þeirra og dreifmgar kjósenda. Ný kjördæmaskipan Þessu tengist það, sem að lokuðu álveri mun verða rætt á Alþingi og meðal þjóðarinnar á næstunni, en það er ný kjördæmaskipan sem sam- þykkt hefur verið í ríkisstjóm og verður i framhaldi af því lögð fyrir hið háa Alþingi. Kjördæmaskipanin sem nú verður afnumin var mein- málinu að gera landið að einu kjördœmi. “ Með og á móti Inn með manninn Málið snýst um það að við íslend- ingar verðum að fara að lögum. Það er ljóst að Svavar Guðnason hefur brotið lög og þar af leið- andi verður hann að gjalda fyir það. Hann hefur valið þann kostinn að hann vUji ekki greiða sektina og þá ber honum að sitja dóminn af sér. Mér finnst þaö með ólík- indum aö þessi maður, sem nefnir sig útgerðarmann og er maður sem hafði veiðiheimUdir og skip en seldi frá sér heimUdimar og situr þar með uppi með kvótalaus skip, skuli nú ætla að leita tU þjóðarinnar um stuðning tU að halda málinu áfram. Þetta er hlægUegt og enn hlægi- legra ef þjóðin ætlar nú að fara að styðja þennan mann. Ef hann greiðir ekki sektina - þá hara inn með manninn. Þetta er ekki flóknara en það og sjálfur er ég búinn að fá upp í kok af þessari umræðu allri eft- ir áratugastarf í þessari atvinnu- grein sem útgerðarmaður. Sverrir Leósson. göUuð en þó að einhverju leyti byggð á landfræðUeg- um forsendum, en það var ekki óeðlilegt meðan sam- göngur voru erfiðar og raunverulegir farartálmar skUdu landshluta. Nú, þegar vegur (mestaU- ur með bundnu slitlagi) liggur hringinn í kringum landið og flugsamgöngur gera okkur kleift að komast á klukkutíma eða skemur mUli flestra staða á land- inu, á leikmaður erfitt með að sjá hvers vegna skipta þarf land- inu eftir strikum gerðum á skrifstofu í Reykjavík. Strikum sem ekki hafa neinar landfræðUegar forsendur, hvað þá þjóðfélags- eða þjóðernisleg- ar. Hvað sem annars kann að liggja að baki slíkum tiUögum þá er það ekki rökrétt hugsun. Og bakhús og botnlangar Það virðist t.a.m. ekki breyta neinu hvort Austur-SkaftafeUssýsla telst tU Austur- eða Suðurlands, því ekki aö bæta Múlasýslunum við. Einu kjördæmin sem ekki á að skipta með beinum strikum eru Reykjavikurkjördæmin, af þeim aug- ljósu ástæðum að strikin gætu helm- ingaö einstök hús. Skv. tiUögum kjördæmanefndar á að skipta Reykjavík eftir götum. í því sam- bandi má spyrja. Á að draga strik eftir miðjum götunum eða á gata að fylgja kjördæmi? Hvað með bakhús og botnlanga? Svo getur svona skipting skapað vandamál í mannlegum samskipt- um. Gerum ráð fyrir því að feðgar búi sinn hvorum megin við götu á kjördæmamörkum og faðir- inn eða sonurinn bjóði sig fram til Alþingis. Þá getur sonurinn og fjölskylda hans ekki stutt foðurinn eða öf- ugt, ef fjölskyldurnar eru þá sammála í pólitík. Við íslendingar erum eitt undarlegt fólk. Annars veg- ar erum við reiðubúnir tU að væðast hvers konar deU- um, svo sem farsímum, klámi og gagnagrunnum. Hins vegar ríghöldum við í úrelta skipan í félags-, skipulags- og stjómmálum, stundum af því að það þjónar hagsmunum stjómmálaflokka eða einhverra þjóð- félagshópa og stundum bara út af okkar íhaldssama eðli. Jafngilt á Vesturgötunni sem á Raufarhöfn Kjördæmamálið er dæmigert fyrir þessi þjóðareinkenni. I því takast á annars vegar hagsmunir stjómmála- manna (sem eru breytUegir eftir bú- setu og/eða hagsmunagæslu ) og átt- hagahyggja, hins vegar heUbrigð skynsemi sem segir að þjóðin verði með tUliti tU margvíslegra nútíma aðstæðna að fara að líta á sig sem eina þjóð. Þjóð þar sem hver einstaklingur, hvar sem hann býr, lítur á sig sem hluta af einni þjóð og einu landi. Hluti af þeirri heUdarhugsun er að atkvæði Jóns Jónssonar á Vesturgöt- unni sé jafngUt atkvæði nafna hans á Raufarhöfn. Því er eina rökrétta og um leið lýðræðislega lausn á kjör- dæmamálinu að gera landið að einu kjördæmi. Ámi Bjömsson ívavar að fara í fangelsi? Ekki frekar en Jón Það á auðvitað ekki að senda Svavar Guðnason í fangelsi frekar en Jón Hreggviðsson ef menn stæðu frammi fyrir því að dæma hann í dag. Tveir dóm- arar Hæstaréttar, fullkom- lega hæfir lögfræðingar, komast að þeirri niðurstöðu að 7. greinin gefi ekki tUefni tU að dæma menn i refsingu þar sem hún samræmist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnrétti og atvinnufrelsi. Meirihluta Hæstarétt- ar hefur heldur betur orðið á í messunni, gefur lögfræð- inni langt nef en tekur lélega hagfræði fram yfir - og dæm- ir á grundveUi hennar. Að virða mannréttindi og per- sónufrelsi er og verður alltaf besta hagfræðin. Þess vegna er dómurinn rangur og þess vegna á Svavar ekki að fara í fangelsi. En fyrst að dómstól- amir brugðust verða aUir sómakærir menn að snúa sér að stjómmálum. -EIR Valdimar Jóhannesson. Deilt er um hæstaréttardóm í Vatneyrarmálinu en eftir stendur aö útgerðarmaóur og skipstjóri, sem veiddu utan kvóta, eru á leið í fangelsi greiði þeir ekki milljón króna sekt . I varð ljóst að hvert upprekstrarland bar ekki nema tUtekinn fjölda sauða. Samþykktu bændur þá að „telja í“ af- réttina, sem kaUað var, binda tölu sauða frá hverri jörð við tUtekið mEU'k. Kvóti að fornu og nýju ítalan var auðvitað ekkert annað en kvóti, sem hver jarðareigandi fékk, eins konar beitarréttur hans, og var þessi réttur að nokkru leyti framseljanlegur, því að bændur gátu fært ítölu í miUi jarða. Hliðstæðan við kvótakerfið í sjávarútvegi er aug- ljós. 1 stað fjallsins kemur hafið, í stað sauðarins báturinn, í stað bónd- ans útgerðarmaðurinn og í stað ítöl- unnar aflaheimUdin. Italan var tU að leysa sama vanda og kvótakerfið: Ótakmörkuð sókn í takmörkuö gæði, hvort sem þau eru beitarland eða fiskistofn, veldur jafn- an óhagkvæmri nýtingu slíkra gæða. Eini munurinn er sá að engum datt í hug að fomu að úthluta beitarréttin- um tU annarra en þeirra sem höfðu einhverju að beita! Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Áöur en til verk- falla kemur ... „Við höfum reynsluna og við eigum völina. VUjum við kaUa yfir okkur mögru árin frá 1988-1995 eða vUj- um við stuðla að vexti og sókn í ís- lensku atvinnulífi og traustum kaup- mætti eins og á ár- unum 1995-2000. Þetta er spurningin sem svara verður áður en til verkfaUa kemur í næstu viku.“ Ari Edwald, framkvstj. Samtaka at- vinnulífsins, í Mbl. 7. apríl. Sverrir eykur fylgið „Ég gerði mér engar gyUivonir. Þarna koma atkvæði gamalgróinna dóm- ara sem segja án tvi- mæla, að 7. grein fiskveiðistjórnunar- laganna brjóti i bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Menn eru því ekkert komnir á sléttan sjó og við munum efla okkar baráttu und- ir drep og höfum 75% þjóðarinnar á bak við okkur.“ Sverrir Hermannsson, form. Frjáls- lynda flokksins, í Degi 7. april. Úttekt á Máli og menningu? „Fréttir um að sameinað félag Vöku-HelgafeUs og Máls og menningar hygðist sækja um skráningu á VÞÍ vöktu því mUda athygli og nú velta menn því fyrir sér hvort Amór Hanni- balsson verði fenginn tU að gera úttekt á Máli og menningu og áralangri þjónkun þess fyrirtækis við Sovétrikin áður en fyrirtækið verður boðið al- menningi tU kaups, svona rétt tU að tryggja að skuldbindingar við félaga Stalín fylgi ekki með i kaupunum." Úr Vef-Þjóðviljanum 6. apríl. Ekki einkamál Bandarík j ahers „íslensk stjóm- völd hafa íslenska öryggishagsmuni að verja. Samn- ingur ríkisstjórna íslands og Banda- ríkjanna frá 1986 gerir ráð fyrir að flutningar fyrir varnarliðið séu á hendi skipafélaga frá báðum þjóðun- um og að ekki sé haft samráð um verð í flutningunum. Þessir flutn- ingar eru því ekki einkamál Banda- ríkjahers og einhverra skipafélaga." Vilhjálmur Bjarnason rekstrarhagfr. I Mbl. 7. apríl Lestin mun líka bruna hér Islendingar sem ferðast tU erlendra stórborga verða varir við að lestarferðir frá flugveUi inn í miðborg er samgöngumáti, sem sífeUt ryður sér meira tU rúms, enda þægilegur og ódýr. Það er því ekki að ófyrir- synju að margir hér á landi velti fyrir sér möguleikum á lestarferðum miUi Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvaUar. Það sem helst hefur stað- ið í mönnum hér á landi varðandi þennan möguleika er gríð- arlegur kostnaður við lagnir á lesta- kerfinu og fámennið sem tæplega standi undir kostnaði af tugmiUjarða króna fiárfestingu. Þetta eru í sjálfu sér gUd rök mið- að við ástandið eins og það er í dag. Hins vegar ber á það að lfta að þjóð- inni flölgar og ferðamönnum sem leggja leið sína tU landsins fiölgar einnig stöðugt og er því spáö að far- þegafiöldi um KeflavíkurflugvöU verði um 1 miUjón manns innan tið- ar. Endurheimt dýrmæts land- svæðis En það kemur fleira tU, sem taka verður með í reikninginn. Flytjist innanlandsflug frá Reykjavík tU KeflavíkurflugvaUar verður þaö ekki gert nema miklar samgöngubætur eigi sér stað að öðru leyti, t.d. breikkun Keflavíkurvegar eða með lestarferðum, nema hvort tveggja verði gert. Endurheimt Reykjavíkurborgar á landsvæði þvi sem núverandi ReykjavíkurflugvöUur tekur myndi skUa Reykjavíkurborg gifurlega miklum möguleikum varðandi upp- byggingu og styrkingu miðborgar- svæðisins. Þar er um að ræða verð- mæti sem skipta tugum miUjarða króna. En aðalatriðið er þó heUd- steyptari borgarmynd með öUum þeim uppbyggingarmöguleikum sem felast í þessu landsvæði fyrir íbúða- og háskólabyggð, auk fyrirtækja- reksturs. Höfum við efni á aö reka tvo stóra flugvelli? AUt verður þetta að skoðast í víðu samhengi þegar rætt er um lestarsamgöngur miUi Reykjavíkur og Keflavikur. Menn ættu heldur ekki að gefa sér að Bandaríkjamenn greiði rekstur Keflavíkur- flugvaUar um aldur og ævi. Að því kemur að íslending- ar þurfa sjálfir að axla fiár- hagslega ábyrgð á miUi- landafluginu - og þá verður spurt hvort þjóðin hafi efni á að reka tvo stóra flugveUi, annan í Keflavík og hinn i Reykjavík . Deilt hefur verið um kostnað af lestarsamgöngum miUi Keflavikur- flugvaUar og Reykjavikur. FuUtrúar frá franska fyrirtækinu Alstom voru hér nýlega, en það fyrirtæki er með því stærsta í heiminum í framleiðslu jámbrauta. Samkvæmt gróflegri kostnaðaráætlun myndi kostnaður við lagningu hraðlestar miUi Kefla- víkur og Reykjavíklur geta numið 20 miUjörðum króna. Það er hins vegar ljóst að gera verður nákvæmari kostnaðaráætlun áður en einhverju er endanlega slegið fram í þessum efnum. I tengslum við almennings- samgöngur Sá, sem þetta ritar er ekki í vafa um að lestarsamgöngur verða teknar upp hér á landi fyrr eða síðar. Leið- in mUli KeflavíkurflugvaUar og Reykjavíkur yrði aðeins fyrsti áfangi. 1 framhaldi er líklegt að slíkt lestarkerfi yrði tekið upp í tengslum við almenningssamgöngur, sem fyrir eru á höfuðborgarsvæöinu. Aðalatriðiö nú er að gera ráð fyrir þessum möguleika innan 10 tU 15 ára og aðhafast ekkert í mannvirkjagerð sem hindrað gæti lagningu lestakerf- is í framtíðinni. Aö lokum má svo benda á að lest- arsamgöngur myndu nýta innlendan orkugjafa þar sem raforkan er og ^ myndi þvi draga úr mengun f um- ferðinni, sem verður að óbreyttu mikið vandamál á höfuðborgarsvæð- inu. Ég get vel séð fyrir mér að stóru orkufyrirtækin á SV-hominu, Orku- veita Reykjavíkur, Landsvirkjun og Hitaveita Suðurnesja, komi að þessu verkefni í samráði við erlenda og innlenda fiárfesta. Alfreð Þorsteinsson „íslendingar sem ferðast til erlendra stórborga verða varir við að lestarferðir frá flugvelli inn í miðborg er samgöngumáti, sem sífellt ryður sér meira til rúms, enda þœgilegur og ódýr. “ - Til og frá Heathrow-flug- velli. «* Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.