Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2000, Blaðsíða 36
Opel Zafira manna Ný bíll FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2000 Guöjón A. Kristjánsson: Óbreytt ástand - með Vatneyrardómnum „Mér sýnist að með Vatneyrar- dómnum á fímmtudag hafi dómaram- ir vísað málinu aftur inn á hið pólitiska svið og við alþingismenn eigum eftir að bíta úr nálinni með það á næst- unni,“ segir Guð- jón A. Kristjáns- son, þingmaður Frjálslynda flokksins, við DV í gærkvöld. „Ég var að koma til lands- ins nú um helgina og á eftir að kynna mér dóminn til hlitar og meta stöð- una. Á morgun mun ég funda með öðrum flokksmönnum Frjálslynda flokksins um málið og við munum þá ráðgera næstu skref.“ -HG SA og VMSÍ: Verkfalli ekki frestað „Þetta er verulegur áfangi og ágætis vísbending um framhaldið," sagði Þór- ir Einarsson ríkissáttasemjari eftir að viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Verkamannasambands tslands og Landssambands iðnverkafólks lauk seint í gærkvöld. Um helgina héldu aðilar áfram að ræða ýmis sér- mál og tókst að ljúka þeim öEum. Útséð er hins vegar um að verkfalli sem verkalýðsfé- lögin hafa boðað frá og með mið- nætti á miðvikudag verði frestað þar sem eftir stendur að ræða stærsta þátt væntanlegs samn- ings, sjálf launamálin, en eins og kunn- ugt er hafa hugmyndir aðila í þessum efnum stangast nokkuð á. „Mér hst sæmilega á framhaldið og bind vonir við að við getum klárað þetta fyrir mið- vikudagskvöld," sagði Hervar Gunnars- son, varaformaður VMSt. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, tók imdir með Hervari. „Þessir síðustu dagar hafa skilað miklum árangri í aö ná þessu saman og það gefur vissar vonir um að það takist að ljúka verk- inu án þess að til verkfallsátaka korni," sagði Ari. Samninganefndir fhigvirkja og við- semjenda þeirra munu einnig hittast í dag en þeir ræddu málin í vinnuhópi í gær. Flugvirkjar hafa boðað verkfall . klukkan ellefu á fimmtudagsmorgun. -GAR K Þórir Einarsson. “Verulegur áfangi. “ Guöjón A. Kristjánsson f pjr * DV- ÞOK Grasalæknirinn Kolbrún Björnsdóttir búin á sál og líkama eftir 10 daga námskeiö sem kostaöi 100 þúsund krónur. S j ávarútvegsráðherra: Ný fisk- veiðilög 2002 Árni Th. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra segir ekki óvar- legt að ætla að ný lög um stjórn fiskveiða taki gildi þann 1. sept- ember árið 2002. Nefndarstörfum mimi væntanlega ljúka í lok ársins og frumvarp til laga verði þá að líkindum lagt fram í febrúar eða mars á næsta ári - nokkuð seint til þess að ætla að það þing nái að afgreiða svo stórt mál. Þess vegna muni afgreiðslan ná yfír á þingárið 2001-2 og lögin taki síðan gildi í upphafl flskveiðiárs árið 2002, þ.e. 1. september. Nefndir sem nú eru að störfum eiga að taka mið af hagsmunum sjávarútvegsins, stöðu byggða og hagsmunum almennings. -Ótt Árni Th. Mathiesen. Bandarískur sértrúarsinni meö námskeið á íslandi: Grasalæknir varar við svikahrappi - er stórhættulegur, segir Kolbrún Björnsdóttir „Þessi maður er stórhættulegur. Ég fór á 10 daga námskeið hjá hon- um sem kostaði 100 þúsund krónur og endaði á sjúkrahúsi, alveg búin á sál og líkama," segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir um Bandaríkjamanninn Paul Welch sem haldið hefur sjálfsræktarnám- skeið hér á landi að undanfómu við misjafnar undirtektir. „Ég hef sjálf verið að hugsa um að kæra mann- inn og veit um aðra sem eru sama sinnis, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að kæra hann. Hann kennir sjálfsrækt á þvílíkum hraða að það eru ekki allir sem ráða við það, eins og dæmi mitt sýnir. Hann beitir heraga og skipar fólki til dæmis að þegja í 2-3 daga ef honum sýnist svo. Þá lætur hann fólk berja blaut- um klút i steingólf svo klukkustund- um skiptir og er þá fátt eitt nefnt af fáránlegum uppátækjum hans,“ seg- ir Kolbrún sem nú hefur náð heilsu á ný eftir meðferð Pauls Welch sem skiptir um nafn eftir því sem hent- ar honum og hét hann síðast Navin Welch. Hann var meðlimur í sértrú- arsöfnuðinum Miracles of God í Kalifomíu áður en hann kom til Is- lands og að sögn Kolbrúnar hyggst hann setjast að hér á landi til fram- búðar: „Hér sér hann tækifærin því íslendingar eru sérlega ginnkeyptir fyrir námskeiðum sem þessum. Hann heldur þau yfirleitt fyrir utan bæinn, í sumarhúsum hér og þar um landið þar sem hann fær að vera í næði með æfingar sínar á fólkinu sem borgar stórfé fyrir,“ segir Kol- brún og varar fólk eindregið við þessum bandaríska svikahrappi eins og hún kýs að nefna Paul Welch eftir námskeiðið sem hún sótti hjá honum. -EIR Sonur Kristleifs Þorsteinssonar: Kaupir meirihluta í Húsafelli - sumarhúsalóðir á þrotum en fleiri á teikniboröinu „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi en við gefum þær ekki upp strax. Það er best að leyfa þeim að fæðast áður en aðrir stela þeim,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir en i síð- ustu viku gengu hún og eiginmaður hennar, Bergþór Kristleifsson, frá kaupum á helmingshlut í Ferða- þjónustunni Húsafelli ehf. af tveim- ur bræðrum Bergþórs. Fréttablaðið Skessuhorn greindi frá eigenda- skiptunum um helgina. Þar kom fram að fyrir kaupin áttu Bergþór og Hrefna 34% í Húsafelli en afgang hlutfjárins eiga foreldrar Bergþórs, Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir. 1500 manns í laugina á dag Hrefna vill ekki gefa upp veltu Ferðaþjónustunnar Húsafelli er seg- ir aðsóknina hafa aukist hröðum DV-MYND GVA Marvaöinn troöinn í heita pottinum Allt aö 1500 manns sækja sundlaugina í Húsafelli á sumardegi. skrefum á undanfornum árum og umsvif Húsafellsbænda að sama skapi. Á staðnum er sundlaug, veit- ingasala og gisting, skipulögð tjald- stæði og golfvöllur, auk þess sem fyrirtækið rekur vatnsveitu og leig- ir lóðir undir 130 sumarbústaði. Að sögn Hrefnu hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir sumarhúsalóðum á Húsafelli á undanfarin þrjú ár og sömuleiðis eftir eldri sumarbústöð- um. „Við eigum því mjög lítið eftir af lóðum á skipulögðum svæðum og þurfum að fara skipuleggja ný svæði,“ segir hún. Til marks um mikla umferð gesta um Húsafell segir Hrefna að um helgar á sumrin sæki á bilinu 1000 til 1500 manns sundlaugina á degi hverjum. „Og það fara ekki allir í sund sem hingað koma. Sumir leigja hesta, fara í golf eða skoða hellinn og fossana," bendir hún á. Ferðaþjónustan Húsafell á stóran hlut í Langjökli ehf. sem býður ferð- ir á Langjökul. -GAR Utanríkisþjón- ustan 60 ára I dag eru liðin 60 ár frá því ís- lendingar tóku framkvæmd utan- ríkismála í eigin hendur. Utanríkis- þjónusta íslands mun minnast tíma- mótanna. Halldór Ásgrimsson utanríkis- ráðherra opnar ljósmyndasýningu í Þjóðarbókhlöðunni sem helguö er sögu utanríkisþjónustunnar undan- farin 60 ár. Sérstakur gestur utan- ríkisráðuneytisins verður Friis Ame Petersen, ráðuneytisstjóri danska utanríkisráðuneytisins. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á mikilvægum við- burðum er tengjast sögu utanríkis- þjónustunnar og endurspegla marg- vísleg verkefni starfsmanna hennar fyrr og nú. -HG brotttef P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.