Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 38
*54 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 Range Rover Range RovS^hefur löngum verið vinsæll á íslandi og er líklega elsti lúxusjeppinn. Hann er fáanlegur bæði með dísilvél og bensínvél og fær þá endinguna Vogue. Bensínvélin er V8 og er rík af togi, heilir 400 Newton- metrar, og í þeirri útgáfu er hann líka með loftpúðafjöðrun auk annars lúx- usbúnaðar, eins og hljómtækjum af bestu gerð, leðurinnréttingu og tvívirkri miðstöð. Toyota Land Cruiser „Stóri“ Land Cruiserinn er einn rúmbesti jeppinn á mark- aðinum í dag. Hann er fáanleg- ur 7 manna og er í tveimur gerð- um, GX með dísilvélum og VX þar sem V8 bens- ínvél er valkost- ur. Með þessum öflugu vélum og driflæsingu er fátt sem stoppar hann en mikið er einnig hugsað um þægindi í 100-gerðinni, sérstaklega VX-útgáfunni sem er með flestum hugsanlegum þægindum sem í boði eru í betri bílum í dag. Dodge Durango Dodge Durango er einn stærsti aldrifsbíllinn sem í boði er sem almennur fólksbíll og jeppi og fylgir þeirri hefð sem Dodge var brautryðjandi fyrir með fyrsta tengjanlega framhjóladriflnu um millikassa þegar árið 1934. Þetta er afar rúmgóður bíll og hentar afar vel til hvers konar ferðalaga, jafnt um vegleys- ur sem vegi, en vegna stærðar- innar tekur hann talsvert pláss í borg- arakstri og fer meira fyrir hon- um þegar leggja þarf í þröng stæði eða kom- ast út úr þeim aftur. BÍLALAKK Sportbílalakk á alla bíla , ISLAKK sérverslun með bflalakk Ford Expedition Expedition er stærri en Explorer og hentar ekki síst vel til lengri ferða þar sem kraflst er mikilla þæginda og rým- is. Jafnvel er hægt að fá hann með sætum fyrir níu manns og hann getur dregið yfir 4 tonn þannig að hér er heilmik- ill bíll á ferðinni. Eins og sumir stærri bílar i dag er hann með skynjarabúnaði að aftan til að minnka hættu á árekstri þegar ekið er aftur á bak. Ökumaður getur svo stillt bremsu og bensíngjöf eins og honum sjálfum þykir best. Porsche 911 Carrera Porsche 911 Carrera Coupe var frumsýndur á bílasýningunni i Frank- furt 1997. Vélin er vatns- kæld og rauf þar með þá hefð sem var á loftkæld- um vélum í 911-bílnum. Eins og flestir Porsche er hann með sex strokka boxervél þar sem stimpl- ar liggja lárétt í 180° horni. Hún er fyrir aftan afturöxul, með 3,4 lítra rúmmál og skilar 300 hestöflum við 6.800 snún- inga. Staðalskipting er 6 gíra beinskipting en hægt er að velja Tiptronic S-skiptingu en hún leyfir ökumanni að velja milli sjálfskiptingar, beinskiptingar eða hálfsjálfskiptingar. Þegar valin er háif- sjálfskipting skiptir ökumaður um gír með tökkum sem eru i stýrinu, svip- að og á Formúlu 1 bíl. Tölva í bílnum sér um að ökumaður geti ekki skipt niður í of háum snúningi og tekur við ef snúningur verður of hár. Verð 5.000.000 og hærra 5.170.000 Range Rover 5.265.000 Toyota Land Cruiser 100 5.300.000 Dodge Durango 5.498.000 Ford Expedition 7.272.000 Porsche 911 Carrera 7.290.000 Hummer Hummer Hummerinn er orðinn nokkur þekktur sem torfærutröll á íslandi enda ekki á hverjum degi sem ís- lenskir jeppamenn fá jeppa í hend- umar sem þeir þurfa nánast ekkert að breyta. Vélin í honum er 6,5 lítra V8 GM túrbó, 195 hestöfl, og sjálf- skiptingin er af GM 4L80E-gerð með yfir 21 lítra af olíu og sérkæli fyrir sjálfskiptinguna. Að setja stærri dekk undir þennan jeppa er ekkert vandamál; allt að 44“ dekk fara und- ir án þess að neinar breytingar á drifrás eða stýrisstöng komi til og þvi ekki nauðsyn á breytingarskoð- un. OTRULEGT SUMARTILBOÐ 14" álfelgur og ný dekk 14X6 og 195-60R14 Jeppadekk og álfelgur 15X7 og 215-70R15 165-70R13 Kr 3,111- 175-70R13Kr 3,102- 175-70R14 Kr 3,467- 185-70R14 Kr 3,780- 175-65R14Kr 3,731- 185-65R14Kr 4,091- 195-65R15 Kr 4,537- Útvarp/Geislaspilari 165-70R13 Kr 3,551- 30X9,50 R15 Kr 10,256- 175-70R13 Kr 3,735- 31X10,50 R15 Kr 10,632■ 175-70R14 Kr 3,879- 33X12,50 R15 Kr 13,364■ 185-70R14 Kr 4,334- 175-70R14 Kr 4,730- 185-70R14Kr 4,788- á$L / 195-65R15Kr 5,396- VERSLUN 4 x 35 w Suðurlandsbraut 16 Með RDS Sfmi 588 9747 Krrn% 15" álfelgur og ný dekk 15X7 og 205-50R15 fráRþdði á sa fl&ptar gerðlr b,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.