Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 23
39 f- JLÞW MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 Mazda B2500 Mazda býður skúffubíla með einu og hálfu húsi eða tvöföldu, framleidda í sameiginlegri verksmiðju Mazda og Ford í Taílandi. Þetta eru í raun sömu bílarnir og eins búnir og munurinn einn hvort merkið þeir fá, Ford eða Mazda. í báðum tilvikum eru þetta þægilegir bílar og vel búnir sem standa vel fyrir sínu, hvort sem á að nota þá í slark eða fara á þeim í leikhúsið. Opel Tlgra Sport Þetta er sportbíll eins og nafnið ber meo sér. Hann er oft auðkenndur sem 2+2 sem þýðir einfaldlega að hann sé fjögurra manna bíll. Hann er sagður einstaklega skemmtilegur i akstri og þar að auki fær hann plúsa fyrir litla eldsneytisnotkun og lágan reksturskostnað al- mennt. Allnokkurt vélarhljóð er í Tigra en þannig á það líka að vera þegar sportbílar eru annars vegar - eða hvað? Jeep Wrangler Jeep Wrangler er svo beinn arftaki „gamla, góða“ herjeppans sem orðið getur þó fyrirtækið hafi skipt nokkrum sinnum um eignarhald síðan þá. Enn er hann aðeins tveggja hurða (ef hann er ekki bara alveg opinn) og með heldur óþægilegt tveggja manna sæti aftur i, en í augum margra er þetta hinn eini sanni jeppi enn í dag. Hann er með stutt hjólahaf og mikla jeppaeigin- leika — ekki sist þegar ís- lenskir jeppa- völundar hafa farið um hann hönd- um. BMW 3-Compact BMW hefur ekki - ekki enn að minnsta kosti - lagt sig eftir því að framleiða smábíla. Til þess að komast þó inn í samkeppnina í þeim stærðarílokki sem oft er kenndur viö Golf hefur BMW þó á boðstólum svokallaðan Compact-bíl í 3 línunni; hér á landi aðeins boðinn með 1600 vél. Munurinn á Compact og öðrum 3-línu bílum er einkum sá að Compact er tveggja hurða og meö styttra hjólahaf en að flestu öðru leyti er ekki mikill munur á honum og fullvöxnum 3-línu bílum. Subaru Legacy Þennan vinsæla fólksbíl þekkja íslendingar vel. Hann er þekktur fyrir sítengt aldrif sitt, með háu og lágu drifl, en er einnig fáanlegur með spólvörn sem sjálfskiptur. Legacy er með hinum þrautseigu tveggja lítra „Boxer“-vélum sem skila 115 hestöflum við 5600 snúninga. Legacy hentar vel stærri fjölskyldum enda er hlaðbakurinn einn sá rúmbesti á markaðinum. Chrysler Stratus Þetta er einn þeirra amerísku bíla sem við höfum lítiö haft af að segja á íslandi. Þetta er fólksbíll f fullri stærð og er sagður rúmgóður og þægilegur en enn sem komið er höfum við litlar upplýsingar um hann umfram þá tæknilýsingu sem lesa má í töflunni. Nissan King Cab King Cab er í flokki skúffubíla og myndar- legur sem slíkur. Hann er nú kominn með svipað grill og Patroljeppinn og allar línur eru mýkri en var á eldri árgerðum King Cab. Þetta er f flestu tilliti hefðbundinn hálfkassa- jeppi og hefur sannað sig við íslenskar að- stæður sem öflugur vinnujálkur, jafnhliða því sem hann dugir ágætlega sem fjölhæfur heim- ilisbíll þar sem þörf fyrir mikla flutningsgetu og sæti fyrir 4-5 fara saman. Volkswagen Beetle Gamla Volkswagen-bjallan var heimsbíU í þess orðs fyllstu merkingu og þegar hún gekk sér til húðar í fyll- ingu tímans eins og flest annað sáu menn dýrðardaga hennar í þvílíkum hillingum að freistast var til að reyna að gefa henni nýtt líf í bíl sem þó er tæknilega allt öðru- vísi. Þessi tilraun hefur ekki gengið vel í Evrópumenn. Þó þokkalega gaman sé að aka nýju bjöllunni hentar hún afar fáum, hvort heldur er sem heimilisbíll eða í vinnu. Ford Mondeo Mondeo er orðinn sjö ára gamall en ber ald- urinn vel; þetta er rúmgóður og þægilegur ferðabíll og gott að umgangast hann. Eins og vænta má er þetta þrautreyndur bíll og búið að slípa af honum flesta vankanta, enda fer að styttast í aö arftaki hans verði frumkynntur, þó enn sé ár eða meira þar til hans er að vænta á almennan markað. Þetta eru bílar sem hafa sýnt sig að vera traustir og öruggir og hagkvæmir í rekstri. S0NAX fæst á öllum bensínstöðvum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.