Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 H>’V jp 50 fWgp Alfa Romeo 166 Þetta er fólksbíll í fullri stærð, áþekkur í málum og innanrými og t.d. BMW 5-línan. Hann er ágætlega búinn, m.a. með fjóra líknarbelgi og svo- kallaða „Integrated Control System“-aksturstölvu og hitastýringu (air condition) og í dýrustu bílunum er leiðsögutölva staðalbúnaður. Þessi bíll fær plús fyrir ágætt innanrými og góðan búnað, ásamt prýðilegum akst- urseiginleikum sem segja má aðalsmerki allra bíla sem Fiat framleiðir, líka þegar undirtegundir eins og Alfa Romeo eða Lancia eiga í hlut. jr BMW 3-lína 3-lína BMW er til- tölulega ný og það er ekki lengra síðan en í fyrra að 3-lína kom með kúpubak og langbak og fyllti þar með upp í framboðslínuna. Þetta er bíll í meiri millistærð og einkenn- ist af fágaðri framleiðslu, miklum öryggisbúnaði og akstursöryggi í háum gæðaílokki og að verða sérlega þægilegur ferðabíll. Þó er eins gott að ekki séu of margir á ferð saman því rýmið er ekkert sérstaklega mikið, nema einna helst í langbaknum. 0 l f I v i u I 1 ^ Sportbílalakk á alla bíla , BÍLALAKK ISLAKK sérverslun með bílalakk Námskeið ^ tíl aukinna ökuréttínda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl meö eftirvagn. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. ÖKU 3KOUNN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567 0 300 Upplýsingar - Sölumaður: 560 3317 ESSO-búðin: 560 3434 — Olíufélagiðhf www.esso.is Alfa Romeo GTV Þetta er sportbíll sem meira að segja er hægt að nota með góðum árangri hér á íslandi. Hann er frísk- ur og skemmtilegur þegar á lægri hraðasviðum - og það er það sem gildir hérlendis þar sem hvergi má spretta hressilega úr spori. Þó hann sé bara tveggja dyra er auðvelt að umgangast hann og stjórntæki liggja vel við. Mælaborð og innrétt- ing bera öll helstu einkenni Alfa Romeo. Bíllinn er ágætlega búinn og liðlegur í snúningum. Lexus IS200 P. Samúelsson kynnti nýlega þessa nýju gerð í bílaflóru íslendinga og var fyrsta bílnum, IS200 vel tekið. Lexus hefur sett ný viðmiðunar- mörk í lúxus í bílum i dag og má meðal annars nefna að hvergi eru strangari kröfur á vali á leðri í inn- réttingar bíla eins og einmitt hjá þeim. IS200 er með 6 strokka línuvél og drif að aftan sem gerir hann sportlegan í akstri. Hann er hlaðinn búnaði eins og spól- og skrikvörn og hljómtækin eru þau bestu fáanlegu hverju sinni, í þessum er til dæmis 6 hátalara staðalbúnaður. Verð 3.000.000 - 3.999.999 3.045.000 Toyota Land Cruiser 90 3.085.000 Isuzu Trooper 3.198.000 Ford Econoline 3.200.000 Fiat Ducato 4x4 3.248.000 Rover 75 3.250.000 Mitsubishi Pajero 3.270.000 Jeep Grand Cherokee 3.295.000 Dodge Ram 3.400.000 Land Rover Discovery 3.490.000 Audi TT 3.535.000 Saab 9-5 3.580.000 Mercedes Benz E 3.260.000 BMW 5-lína 3.640.000 Nissan Patrol 3.655.000 Volvo S 80 3.590.000 Honda Legend 3.770.000 Mercedes Benz CLK 3.958.000 Ford Explorer Jeep Cherokee Cherokee-jeppinn er einn þeirra bíla sem orðið hafa klassískir. Hann hefur nú verið framleiddur í nær tvo áratugi án teljandi útlitsbreytinga þó margar tæknilegar lagfæringar hafi verið gerðar á honum gegnum tíðina. Hann er eini alvörujeppinn sem ekki er byggður á grind en virðist lítið gjalda þess; þar fyrir utan er hann með millikassa með hátt og lágt drif og tengjanlegt framhjóladrif. Volvo 70 Langvinsæl- asti bíllinn í Volvofjölskyld- unni er Volvo 70, enda boðinn í margs konar út- færslum: kúpu- bakur, stallbak- ur og langbakur. Helstu kostir eru mikið rými, afar þægileg sæti hvar sem er í bilnum, mikill staðalbúnaður og vandaður frágangur. Hér á landi er það ekki síst aldrifs- bíllinn Volvo V70 AWD Cross Country sem hentar aðstæðum afar vel, hvort heldur er að vetri eða sumri. Land Rover Defender Þennan seiga jeppa þarf varla að kynna fyrir íslendingum, svo vel er hann sam- ofinn bílasögu land- ans. Defender er jeppi fyrir alvöruflallaferð- ir og þykir henta ein- staklega vel til breyt- inga, enda hefur hann verið vinsæll sem slíkur hjá hjálpar- sveitum um allt land. Hann er með 2,5 lítra dísilvél sem þykir toga mjög vel og rúm- ar 7-9 manns eftir því hvort um styttri eða lengri gerðina er að ræða. Drif- in í Land Rover eru líka löngu heimsþekkt og driflæsing er staðalbúnaður í Defender. Mitsubishi Pajero Sport Þetta er jeppi, byggður á sömu grind og skúffu- bíllinn L 200 en hefur fengið Qöðrun við hæfi og prýði- lega inn- réttingu. Pajero sport er fáanlegur með dísilvél eða bensínvél og er sjálfskipting fáanleg við hina síðarnefndu. Grunngerðin er ágætlega búin en hægt er að fá sérstaka lúxusinnréttingu með leðursætum og topplúgu. Nissan Maxima Maxima er flaggskipið í bílaflota Nissan-bílanna. Maximan er nú komin á aðra kynslóð sína í flokki ódýrari lúxusbila. Hún hefur fengið viðbót í þægindum, rými, öryggi, afli og búnaði, auk þess sem hún var lengd örlítið og farþegarýmið hækkað. Val kaupenda stendur á milli tveggja lítra vélar og 24 ventla V6 vélar sem er um það bil 200 hestöfl. Daewoo Musso Musso er nú kominn að fullu með Daewoo-framenda eftir viss- an aðlögunartíma frá því að Dae- woo yfirtók SsangYong fyrir rúmum tveimur árum. Musso hefur ekki verið mjög lengi á markaði á íslandi en er þó orð- inn algengur bíll á íslenskum vegum - og óvegum. Eins og litli bróðir Korando er hann með vél- ar frá Mercedes Benz og annan vélbúnað frá ýmsum þrautreynd- um íhlutaframleiðendum, aust- rænum og/eða vestrænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.