Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 H>'V ^52 Rover 75 Eini Rover-fólksbíllinn sem boö- inn er á íslandi. Hann kom nýr á síðasta ári og þó hann njóti um margt sambúðarinnar við BMW á hönnunartímanum er hann ákaf- lega „breskur" bíll í bestu meiningu þeirrar lýsingar. Hann fer mjög vel á vegi og er prýðilega búinn; ber það með sér að vera hugsaður frá grunni sem lúxusbíll fyrir þá sem hafa gaman af að aka. Verð 4.000.000 - 4.999.999 4.060.000 Mercedes Benz SLK 4.099.000 Mercedes Benz ML 4.400.000 Ivevo Daily Turbo 4.490.000 Lexus GS300 4.468.000 Porsche Boxter Jeep Grand Cherokee Meö Grand Cher- okee var augljóst að framleiðandinn vildi njóta nafns - það er að segja þeirrar velgengni sem „klassíski" Cherokee-bíllinn hafði notið. Aug- ljóst er að það tókst að verulegu leyti. Grand Cherokee er, eins og nafnið bend- ir til, stærri bíll og meiri og meira í hann borið aö flestu leyti. Hann er með stærri vélar og fæst með margvislegum búnaði til þæginda og öryggis, en hann hefur á mun styttri tíma en litli bróðir farið í gegnum verulegar breyt- ingar sem allar hafa verið til bóta. Dodge Ram Hérlend- is þekkjum við Dodge Ram fyrst og fremst sem skúffu- bíl með einu og hálfu húsi. Hins vegar er hann svo stór að þetta eina og hálfa hús er álíka rúmgott og á sumum skúffubílum sem kall- aðir eru „double cabs“ en við köllum gjarnan „hálfkassapikkuppa". Þetta eru öflugir aldrifsbílar og henta einkum til ferðalaga við erfiðar aðstæður en fara líka ágætlega á þjóðvegum. Mercedes Benz E-klassí E-klassinn er virðulegur en um leið nútímalegur fólksbíll í fullri stærð. Hann fékk svokallaða andslitslyftingu sem árgerð 2000 en þó segja kunnug- ir að það þurfi að skoða hann tvisvar til að sjá í hverju þær 1800 breyting- ar eru fólgnar sem sagt er að gerðar hafi verið á honum. Þessi bíll er afar rúmgóður og frágangur á honum allur hinn vandaðasti. Billinn fer afar vel á vegi og stöðugleikastýring er staðalbúnaður. BMW 5-lína Bílar af 5-línu BMW eru löngu orðnir fóst stærð meðal fólksbila í fullri stærð sem kallað er. Þetta eru fyrst og fremst ferðabílar, kjörnir fyrir þá sem þurfa að aka langar leiðir og komast greitt leiðar sinnar. Þeir sem ekið hafa eitthvað sem heitir á meginlandinu kannast flestir við aö BMW-5 línan þarf oft að komast fram úr þeim og er svo fljót að hverfa. Þetta eru bílar með ein- staka aksturseiginleika og þægindi í háum gæðaflokki. I m Kúplingasett í japanska bíla Hagstætt verð QSvarahlutir Hamarshöfða 1, sími 567 6744, fax 567 3703 9-5 telst flokki ofar en 9-3, með lúxusbílum, en situr hvað öryggis- málin snertir í „gulltoppnum" með litla bróður 9-3. Þessi bíll hefur feng- ið orö fyrir einstaklega vandaðan frágang i hvívetna og staðalbúnaður er með því besta sem gerist. Akst- urseiginleikar hans eru rómaðir en jafnframt fær hann orð fyrir að vera í þorstlátara lagi. Audi TT Audi TT er sportbíll með svokölluðu 2+2 fyrirkomulagi sem þýðir aö tveir geta setið aftur í ef í nauðirnar rekur en í raun er þetta aðeins tveggja manna bill. Aftur á móti er dágott farangursrými aftur í þannig að þetta get- ur verið kjörinn ferðabíll fyrir tvo. Audi TT er vel búinn bíll og með gott árekstursöryggi, m.a. fjóra líknarbelgi. Land Rover Discovery Discovery er nokkurs konar blendingur jepp- anna Defender og Range Rover. í hon- um fá kaupendur þægindi og búnað Range Rover og seiglu torfæru- jeppans Defender. Discovery er rúm- góður fimm manna jeppi með mögu- leika á tveimur aukasætum aftur í. Hann er á sjálfstæðri gormafjöðrun allan hringinn og þykir hafa einstaka mýkt. Hann er í boði með 2,5 lítra, 137 hestafla dísilvél og einnig er hann fá- anlegur með aflmikilli V8 bensínvél. Spólvörn er staðalbúnaður og hægt er að fá skrikvörn og loftpúðafjöðrun að aftan svo eitthvað sé nefnt. Notaðu vísifingurinn! visir.is Notaðu vísifingurinn! Saab 9-5 ^ Sportbílalakk BILALAKK á alla bíla , ISLAKK sérverslun með bíialakk Nissan Patrol Patrol er í flokki stærstu jeppa en er samt furðu lipur í snúningum inn- anbæjar. Hann er vel fallinn til breytinga og sum- ir af verklegustu fjallajeppum landsins eru Niss- an Patrol. í honum er flestur staðalbún- aður sem nauð- synlegur þykir nú til dags, tveir líknarbelgir og læsivarðar bremsur, svo sé nefnt. Volvo 80 Volvo 80 er beinn keppinautur BMW 5-línunnar eða E- klassa Mercedes Benz. Innanrými í farþegarými er yf- irdrifið þó farang- ursrými sé í minna lagi miðað við heildarstærð bils- ins. Þetta er bíll fyrir þá sem þurfa að ferðast á lang- leiðum að staðaldri og kunna að meta hljóðlátan og þægi- legan akstur í afar vel búnum og vel smíðuðum bil. Mitsubishi Pajero Pajero-jeppana þekkja allir íslend- ingar. Þessi vin- sæli og fjölhæfi heimilisbíll og íjallaþjarkur nýtur þess enn að vera fyrsti raunverulegi lúxusjeppinn frá Japan og óhætt er að fullyrða að hann hefur haft meiri áhrif á gerð og frá- gang jeppa en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Hann hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina en heldur enn þeim sérkennum sínum að leggja megináherslu á að vel fari um þá sem í honum eru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.