Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 ÐV
*vr> i *. w
t' 'úvSmBi
'JéiSjjf/ ' •** w
Stóru framleiðendurnir eins og Dodge og General Motors önsuöu því ekki að reyna að búa til
torfærutæki eftir útboðslýsingu bandarísku herstjórnarinnar, fyrst og fremst vegna ákvæða um
hámarksþyngd tækisins. En Dodge átti öfluga aldrifsherbíla eins og þennan Dodge, 1/2 tonns
Command Car, meö tengjanlegu framdrifi þótt ekki væri hægt aö setja í lágt drif. - Þessir bílar í
ýmsum útfærslum gengu á íslandi undir nafninu „Dods Karíól“.
Þetta er Willy’s MB frá árinu 1944. Svona voru jepparnir sem íslendingar kynntust á árum heims-
styrjaldarinnar síðari.
Þróun aldrifsins
í rúm 100 ár
Þó gamli Villi kæmist víða þar sem aðrir komust ekki var hann ekki vinsæll til vetrarferða á íslandi með blæjunni sem
hann var búinn frá verksmiðju. En menn voru fljótir að smíöa á hann alls konar hús viö hæfi, sum furðu lagieg og
góð.
Einfaldleikinn í fyrirrúmi. Eitt af skilyröum bandarísku herstjórnarinnar var
aö handbremsan væri úr mælaborði fyrir miðju - til þess að fleiri gætu náð
til hennar en bílstjórinn er hann væri vanbúinn til nauöhemlunar þegar á
þyrfti aö halda. - Þessi bíll er uppgerður á síðari árum og einhver aukabún-
aöur kominn á stýrisstöngina vinstra megin sem ekki var þar í árdaga.
Allt frá því að fyrst tókst að búa til
nothæfa sjátfrennireið - sem seinna
hlaut heitið bíll - var mönnum ljóst að
því fylgdu ákveðnir kostir ef takast
mætti að láta hana hafa drifkraft á öll-
um hjólunum. Þetta vafðist í sjálfu sér
ekkert voðalega mikið fyrir þeim
galdramönnum tækninnar sem bjuggu
til fyrstu bílana. Það sem stóð í þeim
var að búa þá þannig úr garði að sú
mishröðun sem óhjákæmilega verður
milli hjóla þegar helmingurinn af
þeim fer að snúast með öðrum hraða
heldur en hinn helmingurinn verkaði
ekki hemlandi á bílinn í heild.
Þetta gerist þó þegar beygt er, ytri
hjólin í beygjunni verða þá að fara
hraðar en innri hjólin. Það veldur togi
á milli fram- og afturása sem leiðir til
hemlunar. Þetta þekkja t.d. jeppaöku-
menn vel.
Ýmsir snillingar leituðu lausna á
þessu máli og fundu sumir snjallar, þó
kostnaðarlega væru þær ekki tíma-
bærar fyrir öld eða svo. Ferdinand
Porsche bjó til dæmis árið 1900 til far-
artæki, La Toujours Contente, með
drif á öllum hjólum. Þar var einn raf-
mótor í hverju hjóli og bíllinn gekk
fyrir rafhlöðum sem þá voru enn lé-
legri og enn dýrari og þyngri en nú er
orðið. Seinna endurbætti hann þessa
hugmynd þannig að hann hafði bens-
ínvél í bílnum. Við hana var tengdur
rafall sem sá rafmótorum hjólanna
fyrir rafmagni. En þetta var líka of
dýrt á þeim tima.
Hann var þó ekki fyrstur manna
með aldrifsbíl. Sennilega er það
franski framleiðandinn Latil sem átti
þann heiður. Hans hugmynd var í
rauninni liðbíll: fremri hlutinn lék á
snúningsás fyrir framan afturpartinn.
Þetta var framlenging af hestvagnin-
um þar sem beislisstöng með dráttar-
hemlum var fest á snúningsbolta fram-
an á hestvagninn og sveigðist tO hlið-
anna um þennan bolta en síðan fylgdi
vagninn eftir. Þetta var árið 1898.
1907 sóttu bræðurnir Felix og
Norman Caldwell i Ástralíu um einka-
leyfi á fjórhjóladrifi og fjórhjólastýr-
ingu og slógu svo í kompaní við
Henry Vale um framleiðslu á Caldwell
Vale aldrifsbílum.
1911 var hafin framleiðsla á bílum
sem hétu einfaldlega FWD, skamm-
stöfun á Four Wheel Drive. Uppruna-
lega munu þeir hafa verið franskir en
framleiddir víðar. M.a. notuðu herir
Breta og Bandaríkjamanna þá talsvert
í heimsstyrjöldinni fyrri og þeir eru
nú eftirsóttir safngripir þar sem þeir
finnast. Af þessari tegund var fyrsti
aldrifsbíllinn sem kom hingað til
lands.
Það var í ársbyrjun 1927 og ekki
vonum fyrr að íslendingar fréttu af
þessari nýung. Það var Jónas frá
Hriflu sem lagði árið 1926 fram tillögu
um fjárveitingu til kaupa á svona bíl
handa Vegagerðinni. Upprunalega var
hann með snjótönn framan á og átti
að halda veginum yfir Hellisheiði
snjólausum um vetur en það hefur
sjálfsagt frá upphafi verið ofætlun fyr-
ir svona bíl sem aðeins var með 42
hestafla vél en sjálfur 3,7 tonn að
þyngd fyrir utan íslenskt hús og snjó-
tönn með tilheyrandi lyftibúnaði.
Engu að síður dugði þessi myndarlegi
bíll fram á síðari áratugi aldarinnar
þegar bálfór hans var haldin - sem
margir vildu nú óska að aldrei hefði
verið.
En svona er það - enn í dag er því
á loft haldið að tæki sem hafa gengið
sér til húðar eða hafa orðið að lúta í
lægra haldi fyrir öðrum betri séu
„rusl, skran og mengun" en ekki gætt
að því að nytjalilutur í dag eru orðnir
að forngripum og menningarheimild
á morgun.
Eitt merkasta ár í sögu aldrifsins
var árið 1934 þegar Dodge fann upp á
því að nota sams konar drif fyrir
framhjól og afturhjól með tengjanleg-
um millikassa. Þá var loks hægt að
nota aldrif þegar það átti við en slá
það frá þegar ekið var á góðum vegum
og ekki þörf á framhjóladrifmu. Þar
með var fundin lausn á spennunni
milli fram- og afturása með drifi.
Þetta ruddi brautina fyrir aldrifið
eins og við þekkjum það í dag og
næsta stóra stökk var þegar jeppinn
kom fram, undir forystu Bantam til
að byrja með, þó að Willy’s næði þar
fljótlega yfirhöndinni. Á árum heims-
styrjaldarinnar síðari breiddust tengj-
anlegt aldrif og millikassar með hátt
og lágt drif mjög ört út, ekki síst vest-
an hafs, þar sem stríðshagsmunirnir
sléttuðu út alla einkaréttartogstreitu
milli bílaframleiðenda í þessu efni.
Annars staðar, svo sem í Sovétríkjun-
um, var hugmyndin tekin beint upp
frá Bantam-jeppunum en verulegur
fjöldi þeirra lenti einmitt þar sem
stríðsaðstoð að vestan.
Eftir heimsstyrjöldina varð þróun-
in mjög ör. Framan af árum voru
þetta þó einkum „trukkar", ætlaðir til
átaka og óheflaðra verka, þó framleið-
endur eins og t.d. Willy’s kæmu með
heldur flngerðari bíla eins og Willy’s
stationbílinn sem þó varð ekki aldrifs-
bíll fyrr en eftir 1950.
Toyota kom með sinn fyrsta
LandCruiser 1951 en hann var grófur
og hrjúfur og á lítið skylt við núver-
andi kynslóð Landcruisera, svo sem
90, hvað þá 100. Fyrsti lúxusjeppinn
mun hafa verið Range Rover þegar
hann kom árið 1970 og hann var líka
með sídrif sem fram til þess tíma var
ekki algengt. Ford kom með sinn
fyrsta Bronco 1976 en kannski fór
tappinn ekki úr í alvöru fyrr en með
Mitsubishi Pajero 1982 eða 3. Þar með
fóru (fjór)hjólin fyrir alvöru að snúast
og keppnin komst á fullan skrið sem
við höfum engan veginn séð fyrir end-
ann á ennþá.
Meginheimild: 4wdonloine.com