Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 Audi A6 Þessi bíll keppir á jafnréttisgrundvelli við hina stóru og dýru lúxusbílana sem framleiddir eru í Þýskalandi og þykir afar traustur og vel úr garði gerð- ur. Hann er mjög rúmgóður og býður upp á akstursöryggi í háum gæða- flokki. Þá þykja vélarnar í honum skemmtilegar, ekki síst sex strokka dísil- vélin sem fær orð fyrir að vera hljóðlát en um leið afar snörp. í haust kem- ur fram aldrifs-hlaðbakur af þessari gerð og hefur sá fengið heitið Audi A6 Allroad Quattro. Ford F-250 Ford F-250 er „stór“ biU, vel búinn og með tvöfalt hús og langa skúffu. Það er rúmt um ökumann og farþega í framsæti sem er þriggja manna að amer- ískum sið. Bíllinn er allur stór og hentar ekki vel á þröngum götum en á þjóðvegum er hann í essinu sínu. Það er líka gott rými fyrir farþega í aftur- sæti og pallurinn er ekki heldur skorinn við nögl. Þetta er bíll fyrir þann eða þá sem þurfa að hafa rúmt um sig. Toyota Land Cruiser 90 Land Cruiser-jeppinn fagnar hálfrar aldar afmælinu á næsta ári og alveg síðan hann kom fyrst til sögunnar hefur hann sannað getu sína utan vega. 90-bíllinn er minni gerð Land Cruiser og hefur fjór- ar gerðir véla upp á að bjóða, 3 til 3,4 lítra. Driflæsingar á afturöxli og millikassa gera hann að afburða-torfærutæki við hvaða aðstæð- ur sem er. Hann hentar því mismunandi yfirborði landsins vel og er einnig vinsæll til breytinga. Izusu Trooper Trooperinn er einn vinsælasti jeppinn á íslenska bílamarkað- inum i dag. Hann er fánalegur með rúmlega 200 hestafla bensín--w vél en vinsælastur hefur hann verið með 159 hestafla dísilvélinni sem þykir hafa reynst vel. Trooper hentar vel til breytinga með þeirri vél og koma þær vel út á þessum bíl, bæði fyrir bílinn og budduna. Hægt er að fá hann sjö manna fyrir stærri fjölskyldur og staðalbúnaðurinn er nokkuð veglegur, m.a. upphituð fram- sæti. Ford Econoline Econoline þarf líklega ekki að kynna i mörgum orðum fyr- ir landsmönnum, svo vinsæll sem þessi bíll hefur verið. Hann hefur enda verið notaður fyrir lögreglubíla, sjúkrabíla, björgunarsveitarbíla, hópferðabíla, skólabíla og svo mætti lengi telja, fyrir utan hve margir hafa notað hann fyrir einka- bíl. Hann hefur ekki síst notið þess hve rúmgóður hann er og hve auðvelt er að hækka hann upp og gera hann aö torfæru- og fjallabíl. Fiat Ducato Fiat Ducato er hentugur bíll fyrir flestar stærðir fyrirtækja. Hann er fáanlegur í 11 mismunandi útfærslum, með þremur mis- munandi hjólahöfum, tveimur mismunandi lofthæðum og fimm mismunandi vélum sem ættu að henta flestum. Því til viðbótar er hægt að panta hann i 12 útfærslum á palli sem henta verktökum einnig vel. Htigsum i nyjum víddum Premacy - bíll fyrir Mazda Premacy er sannkallaður fjölskyldubíll. Við hönnun hans var kappkostaö við að tryggja ítrasta öryggi, bestu þægindi, nægilegt rými og fjölbreytta notkunarmöguleika. nutimafj ölslcyldur Nú kostar Premacy aðeins kr. 1.749.000 Komdu og kynntu þér hann nánar! Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is Isjfjöröur: Bilatangi ehf. Akureyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bllasalan Fell Selfoss: Betri bfiasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstæöi Muggs Akranes: Bllis Keflavik: Bflasaia Keflavlkur Hornafjóröur: Vélsmiöja Hornafjaröar 4s % f-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.