Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 13
JO’W MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
■ {M 29
Bílbeltíð er mikilvægasta öiyggistækið
Styrktarbitar
Líknarbelgur í huröum Kipplbelti
Bílbeltið er mikilvægasta öryggis-
tækið í bílnum þegar um er að ræða
óvirkt (áreksturs-) öryggi yfirleitt.
Þetta er niðurstaða sænska trygginga-
félagsins Folksam sem um árabil hef-
ur haldið uppi kerflsbundnum rann-
sóknum á óvirku öryggi bíla og bún-
aði þeirra og fer þá eftir þeim slysum
sem raunverulega verða. Spumingar
Folksam eru þessar: Hvemig vemda
hinar mismunandi tegundir bíla og
búnaðar fólkið þegar raunverulega
kemur til kastanna?
Þeir sem sitja með bílbeltin spennt
þegar óhapp verður minnka með því
líkurnar á að slasast um helming -
50%. Næstmest slysavörn felst í líkn-
arbelg í stýri - líknarbelg ökmanns.
Hann bætir 20% við það öryggi sem
bílbeltið gefur. Ökumaður sem situr
rétt og er með bílbeltið spennt í bíl
meö liknarbelg í stýri er þannig býsna
vel settur hvað áverkalíkur snertir ef
til óhapps kemur.
Rétt er að taka fram að þrátt fyrir
þessar varúðarráðstafanir er í sjálfu
sér ekkert ólíklegt að ökumaðurinn
slasist - beinbrotni og annað slikt. En
beltið og líknarbelgurinn vemda fyrst
og fremst efri hluta líkamans og höf-
uðið; þá parta líkamans þar sem mest-
ar líkur eru á alvarlegum meiðslum
með langvarandi eftirköstum.
Líknarbelgur fyrir framan fram-
sætisfarþega bætir 5-10% við það ör-
yggi sem framsætisfarþeginn hefur af
spenntu bílbelti. Höfuðpúðar, hvar
sem em í bílnum, gefa einnig 5-10%
viðbótaröryggi og sama er að segja
um kippibelti. Með kippibeltum er átt
við bílbelti sem snöggherða á sér við
ákveðið högg og draga þar með úr því
að líkaminn kastist eins mikið fram
við höggið og ella hefði orðið. Flest
kippibelti nú til dags eru einnig með
átaksjafnara sem virkar þannig að
þegar átak líkamans í kippibeltinu
nær vissu hámarki gefur beltið að
vissu marki eftir. Með þessu næst há-
marksgagn af bílbeltinu með minnst-
um líkum á því að verða fyrir meiðsl-
um undan beltinu sjálfu.
Líknarbelgir á hlið bæta ekki ör-
yggið nema 5% og sama er að segja
um styrktarbita í hurðum. Rétt er að
taka fram að þar sem rannsóknir
Folksam taka til raunverulegra slysa
eiga þær jafnan við gerðir sem eru
þriggja ára eða eldri en á sama tíma
tekur að minnsta kosti sumt af nefnd-
um búnaði framfórum eftir eðlilegri
þróun. Það á t.a.m. við um líknarbelgi
á hlið og líklega líknargardínur líka.
Varasamt er einnig að einblína á
þennan nefnda búnað. Gerð bílsins
sjálfs skiptir einnig verulegu máli.
Krumpusvæði framan og aftan eru til
þess gerð að drepa niður þunga höggs
við árekstur þannig að þegar kemur
að sjálfri káetunni - yfirbyggingunni
sem geymir fólkið - hafi þegar dregið
verulega úr höggþunganum. Káetan
er yfirleitt mjög rammbyggð og svo til
ætlast að hún bjagist sjálf sem minnst.
Nú til dags er lagt mikið upp úr því að
hægt sé að opna hurðir á slysabíl,
jafnvel eftir harðan árekstur. Það
skiptir verulegu máli þannig að þeir
komist út af eigin rammleik sem enn
kunna að vera í ásigkomulagi til þess,
eða að utanaðkomandi geti komið
þeim til hjálpar án þess að þurfa að
tilkalla tækjabíl að klippa ílakið utan
af fólki sem situr fast i bilum.
Sumir eru smeykir við líknarbelg-
ina og tilfærð hafa verið dæmi um að
þeir hafi valdið dauðaslysmn. Vissu-
lega belgjast þeir út við sprengingu og
af miklu afli; því verður ekki á móti
mælt. En þó einhver slys megi rekja
til þeirra munu þau þó einkum eða
alltaf hafa orðið af því að fólk hefur
ekki setið rétt eða að barnabílstólar
hafa verið settir í framsæti móti ráð-
leggingum framleiðenda og slysa-
vamafólks. Folksam leggur áherslu á
að bamabílstólar eigi aldrei að vera í
framsæti bíls sem er með virkan líkn-
arbelg fyrir framsætisfarþega. í sum-
um tilvikum hafa menn heldur ekki
verið í bílbelti heldur aðeins treyst á
líknarbelginn - og þá er verr af stað
farið en heima setið. BObeltið er núm-
er eitt - liknarbelgurinn er aðeins
meðvirkandi viðbótartæki við það ör-
yggisáhald sem bilbeltið er.
Fólki er ráðlagt að sitja ekki of
framarlega - sem sagt ekki of nærri
líknarbelgnum. Ökumenn eru sem
næst réttri stellingu ef þeir halda um
stýrið „tiu mínútur yfir tíu“, með
handleggina léttbeygða um olnboga.
Framsætisfarþegar era yfirleitt ekki
miklu framar en ökumennimir og eru
þar á góðum stað ef þeir sitja eðlilega.
Óráðlegt er að sitja mikið út á hlið og
fólki er eindregið ráðið frá að hafa
fætur uppi á mælaborðinu - þar sem
líknarbelgurinn er undir. Það getur
endað með ófyrirsjáanlegum ósköp-
um.
-SHH
Tegund
Peugeot406
Laguna
Avensis
Vectra
Passat
Vélarstærð
1800 16v
PEUGE0T406i.sí lækkar um 106.000*.
1600 16v
1600 16v
160016v
1600 8v
Hestöfl
Ný lög sem samþykkt hafa verið á Alþingi um lækkun vörugjalds valda umtalsverðri verðlækkun
á Peugeot 406, sem er bíll með 1800 vél. Fyrir lagabreytinguna var Peugeot 406 í 40% tollaflokki
en fer eftir breytinguna í 30% toll. Það þýðir hvorki meira né minna en 106.000 kr. lækkun.
Kröftugi glæsibíllinn Peugeot 406 kostar því aðeins frá 1.589.000 kr.
ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Fjarstýrð hljómtæki Hátalarar Þokuljós Lengd Breidd Verð f rá
já 2 5 já nei 4 nei 4,60 m 1,77 m 1.589.000 kr.
já 4 5 já já 6 já 4,51 m 1,75 m 1.678.000 kr.
já 4 5 nei nei 4 nei 4,49 m 1,71 m 1.639.000 kr.
já 2 5 nei nei 6 nei 4,49 m 1,71 m 1.660.000 kr.
já 4 5 já nei 4 nei 4,67 m 1,74 m 1.690.000 kr.
112
107
110
101
101
Gunnar Bernhard ehf.
Vatnagörðum 24 • s. 520 1100
Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533,
Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Brágginn s. 481 1535, Keflavik: Bílavik ehf. s. 421 7800.
PEUGEOT