Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRlL 2000
Fréttir
DV
Enn deilt um kaup borgarinnar á hellum. Pípugeröin sökuð um undirboð:
Stuttar frettir
Alvarlegum ásökunum um
viðskiptaþvinganir ósvarað
segir Júlíus Vífill Ingvarsson. Útboð um hellugerð fór loks fram á dögunum
Júlíus Vífill
Ingvarsson:
„Það er ekki hægt
fyrir Reykjavíkur-
borg aö sitja undir
því aö hér hafi
ekki veriö staöiö
réttaö málum.“
„í greinargerð
BM Vallár koma
fram ýmsar ávirð-
ingar og stórar
fullyrðingar um
samninginn og
það er útilokað
annað en að kanna
þær. Það er ekki
hægt fyrir Reykja-
víkurborg að sitja
undir þvi að hér
hafi ekki verið
staðið rétt að mál-
um, að viðskipta-
samningar hafi
verið gerðir undir__________________
þvingun er nokk-
uð sem borgin getur ekki unað við að
sé borið á hana án þess að skoðað sé
gaumgæfilega. Þetta eru of alvarlegar
ásakanir," segir Július Vifdl Ingvars-
son borgarfulltrúi og vísar til svars
BM Vallár vegna gagnrýni Eyþórs
Amalds, þáverandi borgarfulltrúa, á
síðasta ári um að fyrirtækið hefði feng-
ið milljónaviðskipti við borgina um
hellukaup án útboðs. Sjálfstæðismenn
lögðu fram fyrirspum í borgarráði 11.
april síðastliðinn, þess efnis hvort
borgarstjóri hygðist kanna réttmæti
fullyrðinga sem fram koma í greinar-
gerð BM Vallár til Gatnamálastjóra
vegna málsins. Þar er fullyrt að Pípu-
gerðrn hf., sem þá var í eigu Reykja-
víkurborgar, hafi gripið til undirboða
á almennum markaði til aö knýja á um
sölu helludeildar fyrirtækisins. í grein-
argerðinni kemur enn fremur fram að
þegar samningaviðræður BM Vallár
og Pípugerðarinnar hf. um sölu hellu-
deildarinnar sigldu í strand á síðari
hluta árs 1995 hófust undirboð af hálfu
Pípugerðarinnar hf. Þau undirboð
hefðu leitt til þess að endanlegir samn-
ingar um sölu helludeildar Pípugerðar-
innar hf. til BM Vallár ehf. tókust í
ársbyrjun 1996.
Gagnrýni á rekstur borgarinn-
ar i samkeppni
í greinargerð BM Vallár segir að
fyrirtækið hafl við kaupin á helludeild-
inni yfirtekið tyrirliggjandi skuldbind-
ingar Pípugerðarinnar hf. gagnvart
Reykjavíkurborg samkvæmt samningi
28. nóvember 1995. Þama er átt við
samning borgarinnar við Pípugerðina
um viðhald til nokkurra ára og tók BM
Vallá þar með við einkaréttinum. Þá
JS’fl'ada miííjóna
v,Ö!*!PtiJn úfboðs
sínum tíma.
segir að fyrirtækið hafi jafnframt yfir-
tekið m.a. skuldbindingar um
einingaverð Pípugerðarinnar
sem var það lægsta sem sést
hafði i útboði. Vill fyrirtækið
meina að samningur Pipugerð-
arinnar við borgina hafi verið
svo óhagstæöur að fyrirtækið
hafi tapað 11 milljónum eftir
að hafa selt lager og tæki sem
kaupunum fylgdu.
í borgarráði á þriðjudag var
lagt fram svar Eggerts Hauks-
sonar sem var framkvæmda-
stjóri Pípugerðarinnar á þess-
um tíma. Hann segir að BM
Vailá hafi veriö fullkunnugt
um samning Pípugerðarinn-
ar við Reykjavíkurborg sem
hafi verið gerður að undan-
gengnu útboði sem margir
tóku þátt í. Sá samningur
lá, með öðrum orðum, allan
tímann fyrir. Augljóst hafi
verið að hver sá sem
keypti helludeildina, yrði
hún á annað borð seld,
hlyti með samþykki Gatnamálastjóra
að yfirtaka þann samning með gögn-
um og gæðum. Eftir stendur gagnrýni
sem fram
Eyþór Arnakts, þáverana h*"™' ' fyrra
*f^hæwl^Sl^^m^gagnrýna
hefur nú komiö aö miUi* ^ar^sga / fyrra. / ijós
IHUHlpeim var harölega mótmæitT™ ðSÖkurh
hefur komið, þess eihis að þátttaka
borgarinnar í rekstri fyrirtækis í sam-
keppni hafi árið 1995 verið orðin mikil
timaskekkja. Telja margh- að
þegar helludeild Pípugerðar-
innar var seld hafi átt að nota
tækifærið og afnema viðhalds-
samninginn sem BM Vallá tók
við. Þá voru hellukaupin alfarið
komin í hendur hins frjálsa
markaðar og borðleggjandi að
kanna hvort ekki væri hægt að
leita hagstæðari kaupa á hellum
og gefa fyrirtæki með hreint borð
tækifæri.
Þann 6. apríl voru svo loks opn-
uð útboð hjá Innkaupastofnun
Reykjavíkurborgar á hellum og
steinum. Þar átti Steypustöðin ehf.
langlægsta boðið sem nam um 75%
af kostnaðaráætlun. BM Vallá ehf.
átti næstlægsta boðið, sem nam um
84% af kostnaðaráætlun, en tveir
aðrir aðilar áttu einnig tilboð. Virð-
ist því sem önnur fyrirtæki fái nú
tækifæri en enn hefur þó ekki verið
gengið til samninga.
-hdm
Tvennt slasað í bílveltu í Þorskafiröi
Tvennt var flutt meö þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspitaians í Fossvogi eftir aö bíll valt um klukkan 15 í gær-
dag í Reykhólahreppi. Fernt var á ferö í bílnum þegar bílstjórinn missti stjórn á honum vegna holu í veginum í austanveröum
Þorskafiröi. Allir farþegarnir voru i bílbeltum. Ökumaöurinn, 41 árs gamall karlmaöur, og 19 ára stúlka sem sat í aftursæti
bifreiöarinnar slösuöust en hinir tveir farþegarnir sluppu meö skrekkinn. Bíllinn er mikiö skemmdur. -SMK
Þessi mynd var tekin örstuttu eftir
að tilkynning barst um brunann í
Dugguvogi. Mikinn reyk lagöi þá út
um glugga og slökkviliö var ekki
komið á staöinn.
Eldur í
Dugguvogi
Slökkvilið Reykjavíkur og lög-
reglan í Reykjavík voru kölluð að
Tré og blikki í Dugguvogi 2 að
kvöldi föstudagsins langa, rétt eftir
klukkan 21. Mikil reyksprenging
varð og brotnuðu gluggar vestan
megin í húsinu í sprengingunni.
Reykkafarar fóru inn meö hita-
myndavélar og náði slökkviliðið
fljótt yfirtökum á eldinum. Engin
slys uröu á fólki en miklar skemmd-
ir urðu á tækjum fyrirtækisins og
þremur bifreiðum sem voru í hús-
inu. Ekki er vitað hver upptök elds-
ins voru. -SMK
MasterCard-mótið í bridge:
Sveit Subaru íslandsmeistari
Sveit íslandsmeistara Subaru
Siguröur Sverrisson, Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Matthias Þorvaldsson
og Sverrir Ármannsson.
íslandsmótið í
sveitakeppni í bridge,
sem kennt var við
MasterCard, var
óvenju sviptingasamt
og einar fjórar sveitir
áttu möguleika á titl-
inum fyrir lokaum-
ferðina. Sveit Subaru
náði góðum loka-
spretti og tryggði sér
sigurinn í lokaum-
ferðinni. Úrslita-
keppnin fór fram dag-
ana 19.-22. apríl.
Sveit Subaru er skip-
uð Aðalsteini Jörgen-
sen, Jóni Baldurssyni,
Matthíasi Þorvalds-
syni, Sigurði Sverris-
syni og Sverri Ármannssyni.
Það var fátt sem benti til sigurs
sveitar Subaru þegar vel var liðið á
mótið. Að loknum fimm umferðum af
9 virtust sveitir Ferðaskrifstofu Vest-
urlands (97,5) og sveitir Skeljungs (90)
líklegastar til afreka en sveit Subaru
var þá í sjöunda sætinu með 66 stig.
Að lokinn sjöundu umferð af 9 var
sveit Skeljungs með forystu með 128,5
stig, Ferðaskrifstofa Vesturlands með
126,5 og sveit Subaru með 113 stig. í
lokaumferðinni fékk sveit Subaru 22
stig en sveit Skeljungs þurfti aðeins
14 stig úr viðureign sinni við sveit ís-
lenskra verðbréfa til að tryggja sér
titilinn. Skeljungur tapaði hins vegar
leiknum 11-19 og þar með titlinum.
Þaö kom nokkuð á óvart í annars
jöfnu móti að sveit Samvinnu-
ferða/Landsýnar, íslandsmeistara
síðasta árs, hafnaði í 6. sæti. Sveit
Skeljungs hafnaði í öðru sæti vegna
sigurs í innbyrðisviðureign við
sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands.
Lokastaða efstu sveita var þannig:
1. Subaru 160
2. Skeljungur 157,5
3. Ferðaskrifstofa Vesturl. 175,5
4. Þrír Frakkar 150,5
5. Jóhann Þorvarðarson 142
6. Samvinnuferðir 140 -ÍS
Nýbúum í fiskvinnslu fjölgar
Nýbúum sem
starfa við fisk-
vinnslu fjölgar jafnt
og þétt og Páll Pét-
ursson félagsmála-
ráðherra telur nauð-
synlegt að fjölga at-
vinnumöguleikum
þeirra hérlendis.
Páll sagði í samtali
við fréttastofu Sjónvarpsins að
tryggja yrði að nýbúar einangruðust
ekki og með stofnun sérstakrar ný-
búamiðstöðvar mætti stuðla að því að
þeir gætu orðið fidlir þátttakendur í
þjóðlíflnu.
Góð aðsókn að Listasafninu
Aðsókn að Listasafni Reykjavíkur
var mjög góð yfír páskana. Safnið var
opnað í Hafnarhúsinu á miðvikudag i
síðustu viku og hafa á þriðja þúsund
gestir skoðað það síðan. RÚV sagði
frá þessu.
Óánægðir slökkviliðsmenn
Margir slökkviliðsmenn eru óá-
nægðir með fyrirhugaða sameiningu
slökkviliða á höfuðborgarsvæðinu.
Helsta ástæðan er sú að talið er að
margir verði fyrir kjaraskerðingu
vegna þessa en slökkviliðsmenn telja
að lítið samráð hafi verið haft við
starfsmenn við sameiningarumræð-
ur. Stöð 2 sagði frá.
Risaskósamningur
Islenska skófyrirtækið X-18 hefur
gert risasamning upp á milljarða
króna um skósölu í Bandaríkjunum.
Samningurinn gæti gert það að verk-
um að skór yrðu næstmesta útflutn-
ingsvara íslendinga á Bandaríkja-
markað á eftir flski. Stöð 2 sagði frá
þessu.
Allsherjar altarisganga
Allir prestar
landsins munu út-
deila sakramenti til
allra sem vilja í alt-
arisgöngu sem fram
fer undir bermn
himni á Kristnihátíð
á Þingvöllum í sum-
ar. Karl Sigurbjöms-
son, biskup Islands, segir þetta vera
td þess að sýna að hátíðin snerti alla
landsmenn og sé ekki einstakur at-
burður einstakra útvalinna. Sjón-
varpið sagði frá.
Landssímahúsið vinsælt
Mikill áhugi er á Landssímahúsinu
við Austurvöll en það fer á sölu þeg-
ar starfsemi fyrirtækisins flyst það-
an. Meðal þeirra sem rennt hafa hýru
auga til hússins er Alþingi, auk þess
sem Reykjavíkurborg hefur áhuga.
Ýmsir einkaaðilar eru einnig áhuga-
samir um fasteignina. Stöð 2 sagði
frá.
Almenningur hjálpi til
Kristján Ólafsson, slökkviliðsstjóri
í Reykjavík, vill að almenningur taki
meiri þátt í að slökkva sinuelda.
Skóflur eða kústar geta verið nytsam-
leg til þess, sérstaklega ef eldarnir
em litlir. Sjónvarpið greindi frá.
Gróður i vanda
Sólfar á daginn og
næturfrost í apríl-
mánuði er farið að
spilla gróðri víða
um land. Sá gróður
sem fer hvað verst
út úr þessu veður-
fari er sígrænn gróð-
ur. Jóhann Pálsson,
garðyrkjustjóri í Reykjavík, segir að
aprOmánuður eins og þessi sé með
því versta sem gróður getur orðið fyr-
ir. Ríkisútvarpið greindi frá.
-KJA