Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000 DV 7 Fréttir Hafrannsóknaskipið loks á heimleið frá Chile: ASMAR greiðir 140 milljónir í bætur - skipið væntanlegt til landsins um miðjan maí DV, AKUREYRI:____________________ Árni Friðriksson RE-200, hið nýja skip Hafrannsóknastofnunar, er væntanlega lagt af stað til ís- lands frá Chile sjö mánuðum á eft- ir upprunalegum áætlunun. Upp- haflega átti að afhenda skipið í september á síðasta ári, síðan var samið um afhendingu í janúar og það stóðst ekki heldur en loks hef- ur verið séð fyrir endann á þeim erfiðleikum sem staðið hafa í vegi fyrir afhendingu skipsins. Það hefur áður komið fram að tafir á smíði skipsins má m.a. rekja til flókinnar uppsetningar og frágangs framdrifsbúnaðar sem knýr skipið og galla í skrúfubún- aði. Þá er ljóst að skipasmíðastöð- in hefur ekki staðist ýmsa aðra þætti smíðaáætlunar. Að undanförnu hafa prófanir á búnaði skipsins þó staðist ýtrustu kröfur sem gerðar hafa verið til haf- rannsóknaskips af fullkomnustu gerð þar sem m.a. eru gerðar kröfur um hljóðlátt skip til bergmálsmæl- inga fiskistofna. Hafrannsóknastofnun hefur orðið fyrir ýmiss konar vandræðum vegna seinkunar á afhendingu skipsins um 7 mánuði og varð m.a. að leigja skip til rannsóknarleið- angra í vetur. Með samkomulaginu sem Hafrannsóknastofnun hefur gert við ASMAR-skipasmíðastöðina í Chile er hins vegar tryggt að hún verður ekki fyrir beinu flárhagslegu tjóni af völdum tafa eða annarra vanefnda við smíði skipsins, s.s. vegna aukins eftirlitskostnaðar. Þar með eiga fjárhagsáætlanir um smíði skipsins einnig að standast en þær námu á bilinu 1,6 til 1,7 milljarða króna. Skipið er væntanlegt til landsins um miðjan næsta mánuð. Haft hefur verið á orði að óskyn- samlegt hafi verið að taka tilboði stöðvarinnar í Chile á sínum tíma en lægra tilboð barst í smíðina frá Kína. Því var ekki tekið þar sem Kínverjum var ekki treyst fyrir verkinu. Þá hefur verið á það bent að Brynjólfur Bjarnason, stjórnar- formaður Hafrannsóknastofnunar, sé jafnframt ræðismaður Chile á ís- landi en hann er einnig fram- kvæmdastjóri Granda sem er með talsverð umsvif í Chile. Tala menn um „óheppilegar tengingar" í þessu sambandi en ekki náðist i Brynjólf í gær til að bera þennan orðróm und- ir hann. -gk DV-MYND GUNNAR KRISTJANSSON Félagsheimili hestamanna í Grundarfirði rís: Laghentir hestamenn komu upp húsi á einni helgi DV. GRUNDARFIRDI:_________________ Enn er hægt að finna gamla ung- mennafélagsandann því hestamenn í Grundarfírði tóku sig til og reistu hús fyrir starfsemi félagsins um eina helgi fyrir skemmstu. Hestamenn búa svo vel að eiga meðal félagsmanna útlærða húsa- smíðameistara og íjölda laghentra manna svo það vafðist ekki fyrir þeim að koma upp einu húsi í sjálf- boðavinnu. Verkið hófst eftir hádegi á föstudag og seinnipart laugardags var húsið risið og komið undir súð. Veðrið var frekar hryssingslegt. Þótt vel hafi gengið þessa helgi eru nokkur handtökin eftir, að sögn smiðanna, en þetta á að vera búið fyrir vorið. DVÓ/GK Grjóthálsi 1 Sími söludeildar 575 1210 www.bl.is FREELANDER HEFUR LÆKKAÐ I 2.340.000 (VERÐ ÁÐUR 2.490.000, VERÐLÆKKUN KR. 150.000) FREELANDER XEI HEFUR LÆKKAÐ í 2.590.000 (VERÐ ÁÐUR 2.750.000, VERÐLÆKKUN KR. 160.000) VERÐI ÞÉfí AÐ GÓÐU! FREELANDER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.