Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Side 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
DV
Sluppu naumlega
Mary og James Murphy sluppu
naumlega frá mannræningjunum
er þeir skipuöu gíslunum
um borö í báta.
Dvalarstaður
gíslanna fundinn
Varnarmálaráðherra Malasíu,
Najib Razak, sagði í gær að vitað
væri um dvalarstað 22 gísla sem
vopnaðir menn rændu frá ferða-
mannaeyjunni Sipadan, skammt frá
Borneó, á sunnudaginn. Meðal gísl-
anna eru 10 erlendir ferðamenn.
Hinir gíslarnir eru aðstoðarlög-
reglustjórinn í Sabah, hótelstarfs-
menn og starfsmenn í þjóðgarði.
Bandarískum hjónum tókst að
sleppa úr klóm mannræningjanna.
Ekki er talið útilokað að mannræn-
ingjamir tilheyri Abu Sayyaf-
skæruliðasamtökunum sem haldið
hafa tugum barna í gíslingu í mán-
uð. Mannræningjarnir hálshjuggu
tvo kennara bamanna í síðustu
viku. Skæruliðasamtökin krefjast
frelsis þriggja múslíma sem eru í
bandarískum fangelsum.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Bjarnarbraut 2,
Borgarnesi, sem hér segir á eft-
_______irfarandi eignum:______
Austurholt 4, Borgamesi, þingl. eig. Osk-
ar Eggerts Sverrisson, gerðarbeiðendur
Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður
Mýrasýslu, fimmtudaginn 27. apríl 2000,
kl. 10._______________________
Egilsgata 6, Borgamesi, þingl. eig. María
Socorro Grönfeldt og Steinþór Grönfeldt,
gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Borgar-
nesi, fimmtudaginn 27. apríl 2000, kl. 10.
Hl. Sigmundarstaða í Borgarljarðarsveit,
þingl. eig. Reynir Aðalsteinsson, gerðar-
beiðendur Sparisjóður Mýrasýslu og
sýslumaðurinn í Borgamesi, fmimtudag-
inn 27. aprfl 2000, kl. 10.___
SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI
STEFÁN SKARPHÉÐINSSON
Janet Reno
iðrast einskis
Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagðist i gær alls
ekki iðrast þess að hafa fyrirskipað
vopnuðum mönnum að ná í
kúbverska drenginn Elian Gonzalez
til ættingja hans í Miami svo að
hann gæti verið hjá föður sínum.
Dómsmálaráðuneytið greindi frá
því í gær að frænka drengsins,
Marisleysis Gonzalez, hefði verið
með hótanir nokkrum dögum áður
en drengurinn var sóttur. Hafði hún
tjáð embættismönnum ráðuneytis-
ins að það væru „ekki bara mynda-
vélar“ í húsi ættingja drengsins í
Miami. „Sá sem heyrði þetta varð
mjög óttasleginn og túlkaði það sem
hótun og að átt væri við byssur,"
sagði talsmaður dómsmálaráðuneyt-
isins, Carole Florman, í gær.
Kúbverskir útlagar í Miami eru
æfir vegna skyndiaðgerða banda-
Fagnaðarfundir
Elian litli Gonzalez er nú loksins í
faömi fööur síns.
rískra embættismanna þegar Elian
var sóttur og hvöttu í gær til alls-
herjarverkfalls í dag í mótmæla-
skyni. Háttsettir repúblikanar á
Bandaríkjaþingi hafa krafist rann-
sóknar á aðgerðinni.
Ættingjar Elians í Miami hafa ár-
angurslaust reynt að komast inn á
herstöðina í Washington þar Elian
dvelur nú með föður sínum, stjúp-
móður og hálfbróður. Lögmaður
föður Elians segir drengnum líða
vel. Hann leiki sér við litla bróður
sinn og faðmi föður sinn. Ekki sé
hægt aö merkja að hann hafi mátt
þola miklar raunir.
Fidel Castro Kúbuforseti sagði á
fjölmennum fundi að Kúba væri
reiðubúin til að gera allt til að fá
Elian heim aftur nema heQa stríð.
Hann hvatti menn til að sýna
rósemi og fagna ekki strax.
Særðír fluttir á sjúkrahús
Bóndinn Craig White í Zimbabwe ekur særöum vinnumönnum sínum á sjúkrahús. Landtökumenn kveiktu
í húsi vinnumannanna þegar þeir lágu þar í fastasvefni. Svartir vinnumenn hvítra bænda sæta nú
ofsóknum vegna stuönings viö stjórnarandstööuflokkinn.
Lagnamenn og hönnuðir athugö
Geberit námsketð
Tengi ehf og Geberit A/S munu halda kynningu og
námskeið á vörum frá Geberit á Grand Hótel Reykjavík.
-O
Haldin verða 2 námskeið, hið fyrra miðvikudaginn
26. apríl og hið seinna fimmtudaginn 27. apríl.
Þau hefjast kl. 18:00 báða dagana og standa til kl.
21:00
Kynntverða ýmis nýefni, þar á meðal "Geberit Silent”
kerfi sem er ný tegund at hljóðeinangrandi
frárennslisrörum. Einnig verða kynntir lagnaveggir,
innbyggðar grindur fyrir hreinlætistæki, rafeindastýrður
skolbúnaður og ýmislegt fleira.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið eru
vinsamlega beðnir að skrá sig sem fyrst hjá Tengi í
síma 564-1088.
Stúlkur frá A-Evrópu:
Kynlífsþrælar
í Kosovo
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
hafa bjargað úr vændishúsum í
Kosovo um 50 konum sem fyrst og
fremst þjónuðu hermönnum og hjálp-
arstarfsmönnum.
Þetta kom fram í bandaríska blað-
inu Washington Post t gær. Grunur
leikur á að hundruð kvenna, einkum
frá A-Evrópu, séu kynlífsþrælar í
Kosovo.
„Þær hafa verið gerðar að þræl-
um,“ segir Vincenzo Coppola, yfir-
maður ítalskrar sérsveitar í Kosovo.
Sveitin frelsaði nýlega 23 konur i
skyndiárás á vændishús í Prizren í
vesturhluta Kosovo og Pristina, höf-
uðborg Kosovo.
Stúlkurnar, allt niður í 15 ára,
koma eftir skipulögðum leiðum
glæpagengja til Makedóníu. Þar er
þeim haldið á vegahótelum og þær
seldar melludólgum, oftast Albön-
um, á milli 70 og 170 þúsund krón-
ur. Síðan eru stúlkurnar fluttar til
Kosovo.
Háttsettir menn i Kosovo, þar á
meðal nokkrir með tengsl við fyrr-
um Frelsisherinn, vernda glæpa-
starfsemina í Kosovo.
„Konurnar sem við ræddum við
vissu, þegar þær yfírgáfu heimaland
sitt, að þær yrðu vændiskonur. En
þær ímynduðu sér að þær myndu
græða tugi þúsunda dollara í fram-
andi landi, eins og til dæmis Italíu
eða Spáni, og síðan snúa heim. í stað-
inn urðu þær fangar hér og fá enga
peninga," segir lögreglumaður Sam-
einuðu þjóðanna i viðtali við Wash-
ington Post.
Stúlkurnar koma einkum frá fátæk-
ustu löndum fyrrverandi kommúnista-
ríkja Evrópu. Yfirvöld í Moldavíu hafa
nýlega fengið upplýsingar um hundr-
að moldavískar stúlkur i Kosovo og
reyna nú að fá þær heim aftur.
nrii'i"i i Miiii
Fyrirskipar aukið öryggi
Madeleine Al-
bright, utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, fyrir-
skipaði í gær nýj-
ar öryggisaðgerð-
ir eftir að ferða-
tölva með leyni-
legum upplýsing-
um hvarf úr utan-
ríkisráðuneytinu. „Þetta er óafsak-
anlegt og óþolandi. Svona mistök
stofna öryggi ríkisins í hættu,“
sagði Albright meðal annars.
Viðurkenna mannfall
Rússnesk yfirvöld sögðu í gær að
15 rússneskir hermenn hefðu fallið í
umsátri tjsetsjenskra uppreisnar-
manna á flutningabílalest. Tsje-
tsjenar kváðust hafa fellt 80 Rússa.
Sá barn sitt fyrir andlátið
Bresk kona fékk lækna til að
framkalla fæðingu hjá henni tveim-
ur vikum fyrir tímann svo að eigin-
maður hennar, sem var dauðvona,
fengi að sjá barnið fyrir andlátið.
Faðirinn lést úr krabbameini þrem-
ur dögum eftir að hafa fengið ný-
fædda dóttur sína í fangið.
Microsoft líklega skipt
Hlutabréf Microsoftfyrirtækisins
snarlækkuðu í verði í kauphöllinni
í New York í gær er það fréttist að
bandaríska dómsmálaráðuneytið
íhugaði að láta skipta fyrirtækinu í
tvennt vegna einokunarstöðu þess.
Ný fjöldagröf í Úganda
Lögreglan í Úganda kvaðst í gær
telja að fundin væri ný fjöldagröf
sem leiðtogar dómsdagssafnaðarins,
er myrtu um 900 stuðningsmenn
sína, hefðu notað.
Nornafundur í Stokkhólmi
Alþjóðlegur nornafundur var
haldinn í Stokkhólmi um páskana.
Nornirriar, sem trúa á hamingjuna
og að bót allra meina sé að finna í
náttúrunni, skemmtu sér vel.
Framtíð Jerúsalem óljós
ísraelar sögðu í
gær að deilan um
framtíð Jerúsalem
yrði ekki leyst fyr-
ir september þegar
opinber frestur til
að semja frið við
Palestínumenn
rennur út. ísraelar
lýstu þessu yfir
daginn eftir að Abdullah Jórdaníu-
konungur sagði það hugsanlega
lausn að Jerúsalem yrði bæði höfuð-
borg ísraela og Palestínumanna.
Hengdi sig vegna mistaka
Ungur maður, sem lék Júdas á
páskasýningu á Ítalíu, hengdi sjálf-
an sig vegna mistaka. Talið er að
maðurinn hafi haft hengingarólina
of stutta. Meðleikendur mannsins
dáðust að frammistöðu hans. Þegar
í ljós kom að eitthvað hafði farið úr-
skeiðis var hann fluttur á sjúkrahús
þar sem hann lést skömmu síðar.
Loka dagblöðum í íran
Alls tólf dagblöðum og tímaritum
hefur verið lokað í íran. Tveir rit-
stjórar hafa verið dæmdir í fangelsi.
Timaritin og dagblöðin sem var
lokað hafa stutt umbótasinnaðan
forseta landsins, Mohammad
Khatami.