Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2000, Síða 22
42
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 2000
r>v
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára_________________________________
Ástrún Jónsdóttir,
Suöurgötu 20, Keflavík.
Þórunn Þorvaröardóttir,
Kleppsvegi 120, Reykjavík.
85 ára_________________________________
Ólöf Jóhannesdóttir,
Oddeyrargötu 12, Akureyri.
80 ára_________________________________
Árni Þór Jónsson,
Lindargötu 57, Reykjavík.
75 ára_________________________________
Auöunn Auöunsson,
Valhúsabraut 31, Seltjarnarnesi.
Guðmundur Jónsson,
Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi.
70 ára_________________________________
Erla Eyjólfsdóttir,
Suöurgötu 3, Sandgeröi.
50 ára_________________________________ í
Atli Wilson,
Starmýri 5, Neskaupstað.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Neöstaleiti 2, Reykjavík.
Ingvi Þór Sigurðsson,
Kirkjubraut 54, Höfn.
Jófríöur Guöjónsdóttir,
Lautasmára 6, Kópavogi.
Jóhann S. Vilhjálmsson,
Hverfisgötu 61, Reykjavík.
Jón Stefán Karlsson,
Aflagranda 35, Reykjavík.
Jónbjörn Þórarinsson,
Hólavegi 6, Sauðárkróki.
Kristjana Höskuldsdóttir,
Sandholti 20, Ólafsvík.
Magnús Þorkelsson,
Stekkjarhvammi 7, Hafnarfiröi.
40_ára_________________________________
Ásdís Þorvaldsdóttir,
Bæjargili 75, Garöabæ.
Eövarö Ingólfsson,
Laugarbraut 3, Akranesi.
Guömundur Ásgeir Guömundsson,
Eyjavöllum 10, Keflavík.
Hugrún Þorgeirsdóttir,
Leirutanga 37b, Mosfellsbæ.
Linda Hildur Leifsdóttir,
Hringbraut 58, Hafnarfiröi.
Svanlaug D. Thorarensen,
Álfheimum 32, Reykjavík.
------//////J
Smáauglýsinga
deild DV m
er opin:
&
• virka daga kl. 9-221
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl, 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
erfyrir kl. 22 kvölaið fyrir
birtingu.
Alh. Smáauglýsing í
Helgarblaö DV verður þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
oW milii hirmn.
ii - mi 6 of
'Q.
%
Smáauglýsingar
550 5000
Andlát
Sigurlaug Björg Pétursdóttir, Obdams,
Allé 7, Kaupmannhöfn, lést á Amager
hospitalet þriðjudaginn 18.4. s.l.
Olga Ellen Ludvigsdóttir, lést á
Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn
9.4.
Bálför hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk
hinnar látnu.
/
IJrval
- í stuttu máli sagt
Þóra Einarsdóttir
fyrrv. formaður Verndar
Frú Þóra Einarsdóttir
Lífsstarf Þóru hefur bjargað miklum fjölda barna frá hörmungum og dauða.
Hún var einstakur mannvinur og vann ótrúleg afrek í sínu mikla hjálparstarfi.
Frú Þóra Einarsdóttir, fyrrv. for-
maður Vemdar, Dvalarheimilinu
Seljahlíð, Reykjavík, lést 14.4. sl.
Hún verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, þriðju-
daginn 25.4., kl. 13.30. Blóm og
kransar eru vinsamlega afbeðnir en
þeir sem vildu minnast hennar skal
bent á Indversku barnahjálpina.
Starfsferill
Þóra fæddist á Hvanneyri en
flutti tólf ára með foreldrum sínum
til Akraness.
Þóra útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum 1931 og hlaut framhalds-
menntun í Danmörku, m.a. í félags-
ráðgjöf.
Þóra var ein af stofnendum
Verkakvennafélags Akraness og
1959 var hún aðalhvatamaður að
stofnun Félagasamtakanna Verndar
og síðan formaður þeirra og fram-
kvæmdastjóri í tuttugu og þrjú ár.
Eftir að Þóra lét af störfum hjá
Vernd hóf hún nám i Alþjóðaskóla
Guðspekifélagsins i Adyar í Madras
á Indlandi. Frá árinu 1987 starfaði
hún i tengslum við skólann fyrir
munaðarlaus og holdsveik böm á
Indlandi, fyrst með móður Teresu
og síðar i samvinnu við munka-
reglu St. Benediktsbræðra.
Þóra starfrækti síðan Indversku
barnahjálpina, sem hún var formað-
ur fyrir, sjálfstæða hjálparstofnun
sem rekur skóla fyrir börn í
Madras.
Fjölskylda
Þóra var gift Jóni Péturssyni, f.
1.3. 1896, d. 23.1. 1973, presti og pró-
fasti á Kálfafellsstað í Suðursveit í
Austur-Skaftafellssýslu, síðar kenn-
ara í Reykjavík. Hann var sonur
Péturs Jónssonar, prests á Hálsi í
Fnjóskadal og á Kálfafellsstað í Suð-
ursveit, og k.h., Helgu Skúladóttur,
húsmóður frá Sigríðarstöðum i
Fnjóskadal.
Börn Þóru og Jóns eru Pétur, f.
12.1.1938, framkvæmdastjóri stjórn-
unarsviðs Ríkisspítalanna, var
kvæntur Kolbrúnu Valtýsdóttur
BA, þau skildu, og er þeirra sonur
Jón, en Pétur er nú kvæntur Valdísi
Erlendsdóttur þroskaþjálfa og eiga
þau Brynjólf og Þóru; Helga Jar-
þrúður, f. 22.2. 1939, húsmóðir í
Reykjavík, var gift sr. Oddi
Thorarensen, þau skildu, og eignuð-
ust þau Jóhann og Óskar; Einar
Guðni, f. 13.4. 1941, prestur í Árnesi
og Sauðsholti, nú á Kálfafellsstað í
Suðursveit, var kvæntur Jórunni
Oddsdóttur húsmóður og er kjör-
sonur þeirra Sigurkarl, en er nú
kvæntur Sigrúnu Björnsdóttur
kennara en fyrir átti hún Bjarka,
Brján og Kristján.
Systkini Þóru: Hulda, nú látin,
kaupkona í Reykjavík, var gift
Kláusi Eggertssyni skrifstofumanni
og eignaðist hún fjögur börn; Þór-
dís, nú látin, var gift Guðbjarti H.
Stephensen skipstjóra, sem einnig
er látinn, og eignuðust þau eina
dóttur; Guðlaug, húsmóðir í Bifröst,
ekkja eftir sr. Guðmund Sveinsson
skólameistara og eignuðust þau
þrjár dætur; Sigurlín, tannsmiður í
Danmörku, ekkja eftir Kaj W. Jen-
sen, mjólkurfræðing og kaupmann,
og eignuðust þau þrjú börn; Anna,
húsmóðir á KiðafeÖi í Kjós, nú látin
en eftirlifandi maður hennar er
Hjalti Sigurbjörnsson, bóndi á Kiða-
felli, og eignaðist hún fimm börn;
Beta, hjúkrunarfræðingur og hús-
móðir í Hrísey og á Kálfafellsstað,
gift sr. Fjalari Sigurjónssyni, sókn-
arpresti og prófasti, og eiga þau tvö
börn; Hildur, bókavörður í Kópa-
vogi, var gift Magnúsi Björnssyni
trésmíðameistara, sem nú er látinn,
og eignuðust þau sex börn; Hjördis
rithöfundur, búsett í Reykjavík, gift
Sveini Þ. Þorsteinssyni skrifstofu-
manni og eiga þau eina dóttur.
Foreldrar Þóru voru Einar Jóns-
son, f. 21.4.1885, d. 29.7.1969, fyrrum
kennari á Hvanneyri, síðar yfir-
vegavinnuverkstjóri á Austijörðum
og k.h. Lísbet Guðbjörg Kristjáns-
dóttir, f. 12.1. 1888, d. 1979, húsmóð-
ir.
Ætt
Einar var sonur Jóns, b. á Bónda-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá, bróður
Hjörleifs, pr. á Undirfelli, fóður Ein-
ars Kvarans skálds. Jón var sonur
Einars, pr. í Vallanesi, Hjörleifsson-
ar, pr. á Hjaltastöðum, Þorsteins-
sonar. Móðir Jóns var Þóra Jóns-
dóttir vefara Þorsteinssonar, bróður
Hjörleifs á Hjaltastöðum.
Lísbet Guðbjörg var dóttir Krist-
jáns, b. í Norður-Bár í Eyrarsveit,
Þorsteinssonar, og Sigurlínar Þórð-
ardóttur.
Guðmundur Sigurðsson
húsasmiður í Kópavogi
Guðmundur Sigurðsson húsa-
smiður, Hlíðarvegi 3, Kópavogi, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann varð húsa-
smiður árið 1948 og húsasmíða-
meistari árið 1951.
Guðmundur starfaði við húsbygg-
ingar á árunum 1944-75 en sama ár
gerðist hann húsvörður í Víghóla-
skóla í Kópavogi og starfaði hann
þar í íjögur ár.
Fjölskylda
Guömur lur kvæntist Ólöfu Dóm-
hildi Jóhannsdóttur, f. 27.7. 1930,
húsmóður og starfsleiðbeinanda.
Hún er dóttir Jóhanns Karlssonar, f.
1903, d. 1979, forstjóra í Reykjavík
og í Hveragerði, og Unnar Ólafsdótt-
ur, f. 1908, d. 1964, húsmóður.
Böm Guðmundar og Ólafar eru
Aldís, f. 20.2. 1950, deildarstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, gift Jörgen
Pind, prófessor í sálfræði við HÍ; Jó-
hann, f. 13.4. 1952, húsasmíðameist-
ari og húsvörður, kvæntur Pálínu
Geirharðsdóttur ræstitækni; Sig-
urður, f. 1954, d. 1955; Ólafur, f. 23.4.
1959, bamageðlæknir og yflrlæknir
á Barna- og
unglingageð-
deild Land-
spítalans,
kvæntur Sig-
ríði Eyjólfsdóttur lyfjafræðingi og
eiga þau þrjú börn.
Systkini Guðmundar: Sigurjón
Sigurðsson, kaupmaður í Reykja-
vík; Kristinn Sígurðsson, f. 31.8.
1914, d. 18.1 1997, húsasmiður í
Reykjavík; Guðfinna Sigurðardóttir,
f. 12.2. 1918, d. 21.6.1937; Svavar Sig-
urðsson, f. 8.10. 1920, vélvirki í
Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar, sam-
mæðra: Ólafur Jónasson, f. 1.3.1908,
d. 18.11. 1974, húsgagnasmiður í
Reykjavík; Svava Jónasdóttir, f.
26.9. 1911, d. 25.2. 1922.
Foreldrar Guðmundar voru Sig-
urður Þorvarðarson, f. 27.8. 1873, d.
1.3.1945, sjómaður og heiðursfélagi i
Sjómannafélagi Reykjavíkur, og
Ólöf Ólafsdóttir, f. 22.10 1887, d.
12.11. 1966, húsmóðir.
Sigurður var sonur Þorvarðar
Finnbogasonar, hreppstjóra í Hæk-
ingsdal í Kjós, og Helgu Sigurðar-
dóttur.
Ólöf var dóttir Ólafs Guðmunds-
sonar og Aldísar Jónsdóttur.
Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir
ræstitæknir og húsmóðir
Eygló Sigurlaug Gunn-
laugsdóttir, ræstitæknir
og húsmóðir, Grenigrund
20, Selfossi, er fimmtug í
dag.
Starfsferill
Eygló Sigurlaug fædd-
ist í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp. Hún var í
barnaskóla í Vestmanna-
eyjum, lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Vestmanna-
eyjum 1967 og fór síðan til Reykja-
víkur og stundaði nám við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur veturinn
1968-69.
Eygló Sigurlaug flutti til Selfoss
og starfaði þar við Hótel
Tryggvaskála í nokkur ár.
Eygló Sigurlaug var húsfreyja og
bóndi að Eyði-Sandvík í Flóa á ár-
unum 1970-99 en flutti þá hún til
Selfoss.
Fjölskylda
Eygló Sigurlaug giftist 15.8. 1970
Sigurði Guðmundssyni, f. 2.5. 1936,
fyrrv. bónda í Eyði-Sandvík. Hann
er sonur Guðmundar Jónssonar, f.
22.11. 1896, d. 26.2. 1982, bónda í
Eyði-Sandvík, og k.h.,
Kristínar Bjarnadóttur, f.
11.6. 1898, d. 23.2. 1995,
húsfreyju þar.
Sonur Eyglóar Sigur-
laugar og Sigurðar er
Guðmundur Sigurðsson,
f. 9.8. 1989, nemi.
Systkini Eyglóar Sigur-
laugar eru Erling Gunn-
laugsson, f. 30.8. 1944,
lengst af bílaskoðunarmaður en er
nú tæknimaður og starfar við lög-
gildingar hjá Frumherja hf., búsett-
ur á Selfossi; Katrín Erla Gunn-
laugsdóttir, f. 8.6.1946, húsmóðir og
starfsmaður við mötuneyti Sjúkra-
húss Suðurlands á Selfossi, búsett á
Selfossi; Áskell Gunnlaugsson, f.
26.4. 1948, húsasmíðameistari og
starfsmaður hjá P. Samúelsson hf.,
búsettur á Selfossi; Ásta Gunnlaugs-
dóttir, f. 9.2. 1955, starfrækir garð-
yrkjustöð og stundar blómaræktun,
ásamt eiginmanni sínum, búsett í
Hveragerði.
Foreldrar Eyglóar Sigurlaugar
voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, f.
13.10. 1906, d. 7.6. 1992, bif-
reiðarstjóri, og Sigríður Ketilsdótt-
ir, f. 8.8. 1915, d. 9.5. 1998, húsmóðir.
MerKir Islendingar
Jón J. Aðils, sagnfræðingur og alþingis-
maður, fæddist 25. apríl 1869 í Mýrar-
húsum á Seltjamarnesi. Hann ólst upp í
Nesi við Seltjöm hjá frænda sínum, Páli
Guðmundssyni, en foreldrar Jóns voru
Jón Sigurðsson, bóndi í Mýrarhúsum,
og 2. k.h., Guðfinna Björnsdóttir hús-
freyja.
Jón lauk stúdentsprófl frá Lærða
skólanum 1889, hóf nám í læknisfræði
við Kaupmannahafnarháskóla en hvarf
frá þvi námi og tók að stunda sagn-
fræði. Hann stundaði rannsóknir i
Kaupmannahöfn á íslenskri sögu 18. ald-
ar og starfaði jafnframt við uppskrift
skjala i ríkisskjalasafni Dana til 1897.
Jón var búsettur í Reykjavík lengst af, stund-
Jón Jónsson Aðils
aði kennslu, flutti alþýðufyrirlestra, var
bókavörður við Landsbókasafnið, sögu-
kennari við Háskóla íslands frá stofnun
hans 1911, dósent þar til 1919 og síðan
prófessor. Hann var heiðursdoktor við
Háskóla Islands frá 1919.
Jón var alþingismaður Reykvíkinga
fyrir Heimastjórnarflokkinn og Sam-
bandsflokkinn 1911-1913. Hann sat í
fánanefndinni 1912-1913 og naut styrks
til ritstarfa frá Alþingi um langt skeið.
Þekktustu rit hans um sögu íslands eru
íslandssaga, útg. 1915, og Einokunar-
verslun Dana á íslandi, útg. 1917.
Eiginkona Jóns var Ingileif Snæbjarnar-
dóttir húsmóðir.
Jón lést 5. júlí 1920.
Hrafnhildur Lára Benediktsdóttir,
andaðist á Landspítalanum föstudaginn
14.4. Útför hennar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju þriðjudaginn 25.4. kl. 15.00.
Jóna Sigrún Sveinsdóttir, Lindarsíöu 2,
Akureyri, andaöist á heimili sínu
sunnud. 16.4. sl. Útförin fer fram frá
Glerárkirkju miðvikud. 26.4. kl. 10.30.
Anna Vigdís Ólafsdóttir, Miöleiti 7,
Reykjavtk, lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund miðvikud.
12.4. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjud. 25.4. kl. 13.30.
Kristín Sigurbjörnsdóttir, Suðurgötu 8,
Keflavík, veröur jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu miövikud. 26.4. kl. 13.30.
Haraidur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15,
Akureyri, verður jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju miðvikud. 26.4. kl. 13.30.