Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
I>V
Fréttir
Ekla á veðurfræöingum:
Veðurfræðingar svara ein-
ungis neyðarsímtölum
Mikill skortur er á veöurfræðing-
um hjá Veðurstofu íslands og er ekki
lengur hægt að manna Veðurstofuna
eins og áður hefur verið gert.
Undanfarin ár hafa tveir veður-
fræðingar skipt með sér dagvaktinni á
Veðurstofunni og einn maður hefur
svo mannað næturvaktina. En vegna
skorts á fræðingum er ekki lengur
hægt að hafa tvo á dagvakt og er því
bara einn veðurfræðingur á vakt á
hverjum tíma allan sólarhringinn.
Þetta eykur álagið á veðurfræðing-
ana svo þeir geta ekki lengur gefíð
persónulegar upplýsingar og ráðgjöf í
gegnum símann. Veðurfræðingur á
vakt mun hins vegar svara símanum
í neyðartilfellum, sagði veðurstofu-
stjórinn, Magnús Jónsson. Einnig
verður dregið úr annarri þjónustu
Veðurstofunnar. „Reynt hefur verið af
fremsta magni að hagræða verkefnum
þannig að veðurfregnir þurfi ekki að
falla niður og vinnuálag á þann veður-
fræðing sem nú þarf að sinna flestum
þeim verkefnum sem tveir veðurfræð-
Einmana veöurfræðingur
Ekki er lengur hægt aö manna Veö-
urstofu íslands meö tveimur veður-
fræöingum á daginn eins og gert
hefur veriö hingaö tit.
ingar sinntu áður verði ekki svo óhóf-
legt að það komi illa niður á gæðum
og öryggi þjónustunnar," sagði Magn-
ús í nýlegri fréttatilkynningu.
í stað svæðaskiptrar spár fyrir
landið, sem lesin hefur verið í veður-
fregnatíma Ríkisútvarpsins klukkan
10.03, er nú lesin stutt spá fyrir landið
í heild, en á eftir fréttum klukkan 16
verður lesin svæðaskipt spá fyrir
landið.
Margþættar ástæður fyrir skorti
Fimmtán veðurfræðingar vinna hjá
Veðurstofu íslands og eru sumir
þeirra í stjórnunarstörfum, eins og
Magnús sjálfur.
Ástæðan fyrir skortinum á veður-
fræðingum er margþætt, sagði Magn-
ús í samtali við DV.
„Það eru nokkur atriði sem ég held
að skipti máli. í fyrsta lagi hefur veð-
urfræðin að einhverju leyti orðið und-
ir í samkeppni við aðrar raungreinar
vegna þess að til skamms tima hafa
menn þurft að fara alfarið til útlanda
til þess að læra veðurfræði. I öðru lagi
þá er of lítið af ungu fólki sem leggur
fyrir sig raungreinar," sagði Magnús.
Á sjötta áratugnum var hópur veður-
fræðinga menntaður á kostnað ríkis-
ins og hafa margir þeirra verið að
hætta störfum síðastliðin ár.
Eins hefur fámenni stéttarinnar og
sú staðreynd að útskrifaðir veður-
fræðingar geta einungis unnið hjá
Veðurstofu íslands eflaust áhrif á það
hversu fátt ungt fólk hefur áhuga á
veðurfræði sem er fimm ára háskóla-
nám, sagði Magnús.
Landsmenn noti Veöursímann
Magnús vildi hvetja landsmenn til
þess að nýta sér Veðursímann sem er
sjálfvirkur símsvari þar sem veður-
spár og veðurathuganir eru lesnar
inn. Eins er hægt að finna upplýsing-
ar um veðrið á vefsíðu Veðurstofunn-
ar, www.vedur.is, og í Textavarpi Rík-
isútvarpsins.
Magnús sagði að vonir stæðu til
þess að rættist úr veðurfræðingaeklu
Veðurstofunnar með haustinu og að
hægt yrði að taka aftur upp tvöfalda
dagvakt áður en vetur gengur í garð.
-SMK
Iðnsveinar í vanda:
Finna ekki prófskírteinin
- sem flækjast á milli ráðuneyta
„Það eru liðnir fimm mánuðir frá því
ég lauk sveinsprófi mínu í rennismíði og
enn hef ég ekki séð prófskírteinið mitt,“
sagði Unnþór Torfason rennismiður sem
er í hópi rúmlega 50 iðnsveina sem lokið
hafa prófi án þess að fá prófskírteinin sín.
Hér er um að ræða 6 rennismiði og 47 vél-
virkja. „Þetta getur komið sér illa fyrir
menn því munurinn á launum lærlings og
sveins í þessum iðngreinum er um 40 pró-
sent,“ sagði Unnþór sem hefur leitað víða
að prófskírteininu sínu í kerflnu en ekki
fundið.
„Stjórnsýslulega sjáum við um þessi
próf en það er iðnaðarráðuneytið sem gef-
ur skírteinin út. Meira veit ég ekki um
prófskírteinin," sagði Ólafur Grétar Krist-
jánsson í menntamálaráðuneytinu.
í iðnaðarráðuneytinu fengust þau svör
að ráðuneytið væri nýbúið að yfirtaka út-
gáfu þessara prófskírteina en, eins og
starfsmaður ráðuneytisins orðaði það:
„Ég skil ekki hvað menn eru að kvarta.
Oft sitjum við uppi með prófskírteinin í
mörg ár án þess að þeirra sé vitjað en
starfsmaðurinn sem sér um þetta hérna í
ráðuneytinu er veikur.“
Að sögn Unnþórs Torfasonar renni-
smiðs kveða reglur svo á að prófskírteini
vegna sveinsprófs skuli afhent í siðasta
lagi mánuði eftir próflok. Fimm mánuðir
séu of langur tími. -EIR
Undrandi rennismiöur
Unnþór Torfason segir 40 prósenta mun ð launum lærlings og sveins og því skipti prófskírteinið máli.
Sandkorn
_____SfiVí Urnsjón:
Höröur Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.ls
Þrammað á Netinu
Sagt er að
verkalýðsforyst-
an sé allt annað
en ánægð með
áhugaleysi fólks
yfir eigin hags-
munamálum.
Fræg er lítil
þátttaka í kosn-
ingu um samn-
inga Flóabanda-
lagsins á dögunum. Þá mun Grét-
ar Þorsteinsson, forseti ASí, vera
allt annað en kátur með þátttöku í
1. maí hátíðahöldum í Reykjavík
þar sem aðeins um 1.500 manns
létu sig hafa það að þramma
Laugaveginn undir fánum og
kröfuspjöldum. Sumir bera við
rigningu en aðrir fullyrða að ís-
lenskur verkalýður sé orðinn svo
upptekinn af tækni og tölvum að
Grétar verði að hafa næstu göngu
á Intemetinu...
Jónas valdamikill
Ýmsir hafa
talið Davíð
Oddsson for-
sætisráðherra
vera valda-
mesta mann
landsins. Kom-
ið hefur í ljós
að þetta er
hinn mesti
misskilningur.
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, er
miklu valdameiri. Segja gárung-
amir að það hafi t.d. aldrei heyrst
um það að íslensku skipafélögin
sigldu skipum sínum til hafnar
eingöngu fyrir orð Davíðs. Jónas
Garðarsson þurfl aftur á móti ekki
annað en að ræskja sig i morgun-
kaffi hjá ríkissáttasemjara þá sigli
menn umyrðalaust í land, bindi
dollumar og þori ekki að hreyfa
sig fyrr en betur liggur á formann-
inum...
Allt fyrir koníakið
Sagan segir að
Þorsteinn Már
Baldvinsson,
Samherjastjóri á
Akureyri, og
Aðalsteinn
Baldursson,
formaður
Verkalýðsfélags
Húsavíkur hafi
veðjað um
verkfallslíkur vegna samninga
Samtaka atvinnulifsins við Verka-
mannasambandið. Þar hafi Þor-
steinn Már verið mjög svartsýnn
og veðjað koníaksflösku um að
verkfall yrði bæði langt og
strangt. Aðalsteinn mun hafa ver-
ið öllu bjartsýnni og veðjaði litlu
sem engu verkfalli. Sagt er að
þetta sýni vel klókindi Þorsteins,
því Aðalsteinn hafi síðan róið að
því öllum árum að afstýra verk-
falli til að ná koníaksflöskunni úr
höndum sægreifans...
Kattþrifinn „bílþjófur“
DV-MYND S
Bíllinn stöövaöur
Lögregiumenn stööva eftirlýsta bifreiö á mótum Laugavegar og Snorrabrautar síödegis á mánudag.
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
bifreið sem lýst hafði verið eftir á
mótum Laugavegar og Snorrabraut-
ar á mánudag. Ekki var beinlínis
um bílþjófnað að ræða en ökumaður
bifreiðarinnar hafði fengið bílinn
lánaðan hjá vinkonu sinni, meðal
annars í þeim tilgangi að þrífa hann
hátt og lágt.
Það dróst hins vegar nokkuð að
maðurinn skilaði vinkonu sinni
bílnum og var hún að vonum orðin
áhyggjufull og hafði á endanum
samband við lögreglu.
Maðurinn var færður á lögreglu-
stöð þar sem hann gaf skýrslu; að
því loknu fékk hann að fara leiðar
sinnar en bíllinn varð eftir í vörslu
lögreglunnar. Konunni var síðan
gert viðvart um að bílinn væri kom-
inn í leitirnar; gljáandi hreinn.
Dýrt bensín
íslenskir öku
menn furða sig
alltaf jafnmikif
á því hve bens-
ínhækkanir úti
í heimi eru
fljótar að skila
sér til neytenda
á Islandi og
lækkanir skili
sér seint í verði hér heima. Haft er
fyrir satt að íslenskir olíufurstar
hafi nú fundið á þessu skothelda
skýringu; ódýrt bensín selst einfald-
lega betur en dýrt bensín. Því séu
tankar með ódýra bensíninu iðulega
tómir hér heima þegar verðið rýkur
upp ytra. Eðli málsins samkvæmt
verður síðan salan á dýrara bens-
íninu mun lélegri þegar það kemur
til landsins. Þegar heimsmarkaðs-
verð á bensíni lækkar svo aftur á
mörkuðum erlendis sitjum við uppi
mánuðum saman með stútfúlla
tanka af dýra bensíninu...