Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Síða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðið Hagnaður Sæplasts 12 milljónir króna Hagnaður Sæplasts hf., móður- félags og dótturfélaga, var rúmar 12 milljónir króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins sam- kvæmt óendurskoðuðu milliupp- gjöri. Hagnaður fyrir skatta var tæpar 15 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Félagið sendi ekki frá sér upplýsingar um af- komu fyrstu þriggja mánaða á sið- asta ári og því liggja beinar saman- burðartölur ekki fyrir. Fyrir afskriftir og ijármagnsliði var rekstrarhagnaður 73 milljónir króna en fjármagnsliðir voru félag- inu nokkuð óhagstæðir þar sem gengi norsku krónunnar hefur lækkað mikið á tímabilinu. Geng- istap vegna þessa nemur um 5,5 m.kr. á tímabilinu. í sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri var rúmar 52 milljónir króna fyrstu 3 mánuði ársins en var 106 milljónir króna fyrir allt árið 1999. Fram kemur í frétt frá Sæplasti að tekjur Sæplasts hf. og dóttur- félaga í Kanada, Noregi og Ind- landi voru 463 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Nú fyrst eru að koma fram áhrif verksmiðj- unnar í Álasundi sem var yfirtek- in um sl. áramót. í samstæðureikn- Stuttar fréttir Til liðs við Europebyair.com Flugleiðir hf. hafa hafið samstarf við Europebyair.com sem er far- Bmiðasölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu lágfargjalda á vefsvæði sínu. Með- al annarra félaga sem einnig eiga samstarf við europebyair.com eru Swissair, Sabena Airlines, Spainair, Air Liberte, Croatia Airlines, Trans Travel Airlines, European Air Ex- press, PGA Portugalia og Budget- bílaleigan. í frétt frá europeby- air.com er haft eftir Mike Hess, varaforseta markaðsdeildar europe- byair.com, að Flugleiðir séu frábær viðbót við starfsemi fyrirtækisins enda geti það boðið viðskiptavinum handan Atlantshafsins Evrópuferð- ir á frábæru verði. „Með þessum fargjöldum ásamt europebyair.com- flugpassanum getum við boðið ferðalöngum til Evrópu suma bestu kosti sem völ er á.“ Breytingar á skipastól Eimskip vinnur nú að kaupum eða þurrleigu á gámaskipi til áætl- anasiglinga. Gert er ráð fyrir að skip- ið verði í sigl- ingum á suð- urleið, þ.e. á milli íslands og hafna í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Burðargeta skipsins er um 700 gámaeiningar og kæmi skipið í stað leiguskips með erlendri áhöfn sem félagið hefur verið með í rekstri um nokkurt skeið. Minnkandi bílasala Bílasala í Japan dróst saman um 0,4% í apríl. Mestur var samdráttur- inn hjá Daihatsu Motor sem mátti þola 31,1% sölusamdrátt, niður í 896 bila, og hjá Isuzu Motors þar sem samdrátturinn var 26,6%, niður í 3.354 bíla. Hjá Nissan minnkaði sal- an um 7,4%, niður í 45.798 bíla, og hjá Mitsubishi dróst salan saman um 8,8% og fór niður í 18.391 bíl. Hins vegar jókst salan um 49,6% hjá Suzuki og um 17,9% hjá Honda. - fyrstu þrjá mánuði ársins Sæplast hf. á Dalvík Verkefnastaöa félagsins ergóð um þessar mundir og útlit fyrir aö reksturinn veriö áfram í góöu jafnvægi komi ekki til utanaökomandi trufiana, eins og stöövunar kaupskipafiotans. ingi félagsins er ekki tekið tillit til áhrifa vegna Nordic Supply Containers AS., að öðru leyti en þvi að áhrifa gætir undir liðnum afkoma dótturfélags. Eignir félagsins í lok mars voru 2029 milljónir króna og höfðu lækkað um tæpar 73 milljónir króna frá áramótum, en félagið keypti öll hlutabréf í Nordic Supp- ly Containers AS ásamt því að skammtímakröfur vegna hlutafjár- útboðs voru gerðar upp á móti brú- arláni sem tekið var á síðasta ári til fjármögnunar á þeim fjárfest- ingum sem félagið stóð í. Eigið fé var 681 milljón króna og hafði hækkað um 12 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar var 33,6% en var um áramót 32%. Skuldir félagsins voru 1348 milljónir króna og hafa lækk- að um tæpar 85 milljónir frá ára- mótum. Veltufjárhlutfall þann 31. mars sl. var 1,5 og arðsemi eigin Qár 7,17%. „Verkefnastaða félagsins er góð um þessar mundir og útlit fyrir að reksturinn verið áfram i góðu jafn- vægi komi ekki til utanaðkomandi truflana eins og stöðvunar kaup- skipaflotans,“ segir loks 1 frétt frá Sæplasti. Hagnaður BÍ 371 milljón fyrstu þrjá mánuði ársins - veruleg minnkun frá 1999 Samkvæmt óendurskoðuðu bráðabirgöauppgjöri var hagnaður Búnaðarbanka íslands hf. á fyrsta ársfjórðungi 371 milljón fyrir skatta en að teknu tilliti til áætlaðra skatta 268 milljónir. Fyrir sama tímabil var hagnaður fyrir skatta 493 m.kr. árið 1999 og 243 m.kr. árið 1998. Hér er því um verulegan samdrátt að ræða frá árinu 1999. Rekstraráætlun gerir ráð fyrir að hagnaður ársins 2000 fyrir skatta verði 1,9 milljarðar og 1,4 að teknu tilliti skatta. Búnað- arbankinn telur að rekstramiður- staða fyrsta ársfjóröungs styrki þá áætlun. Hreinar vaxtatekjur fyrsta árs- fjórðungs námu 943 milljónum og er það 12% aukning milli ára. Vaxta- munur, þ.e. vaxtatekjur að frá- dregnum vaxtagjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, lækk- aði og var 3,17% á tímabilinu, til samanburðar við 3,37% á árinu 1999. Þessi þróun er í takt við rekstraráætlun bankans. Aðrar rekstrartekjur án gengishagnaðar námu 538 m.kr. og hækkuðu um 174 m.kr. milli tímabila, eða 48%. Hafa þær þá tæplega tvöfaldast á tveimur árum en 1998 voru aðrar rekstrar- tekjur án gengishagnaðar 288 millj- ónir eftir fyrsta ársfjórðung. Gengis- hagnaður hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldeyrisviðskipta var 165 millj- ónir. Lækkun varð á gengishagnaði milli ára sökum ólikrar þróunar á markaðsvöxtum miðað við síðastlið- ið ár. Alþjóðleg keðja netversh ana stofnuð á íslandi Ný alþjóðleg vefverslun með þjóðlegar vörur, sem ber nafnið buynational.com, hefur verið stofn- uð hér á landi. Fyrsta verslunin verður opnuð innan skamms undir heitunum islenskt.is og buy- icelandic.com. Eigendur buy- national.com stefna að því að koma á fót keðju netverslana með þjóð- legar vörur um allan heim. Talenta-Internet hf. og Baug- ur.net hf. keyptu nýlega 67% hluta- Qár í buynational.com. Með nýjum fjárfestum er stefnt að því að buy- national.com verði leiðandi fyrir- tæki í vefverslun með þjóðlegar vörur hvar sem er í heiminum. í frétt frá buynational.com kem- ur fram að þjóðlegar vörur eru hvarvetna eftirsóttar en erfltt hef- ur verið að nálgast þær á Intemet- inu. buynational.com er fyrsta vef- verslunin í heiminum sem sérhæf- ir sig á þessu sviði. Verslunin ann- ast m.a. sölu, pökkun og sendingu á þjóðlegum vörum fyrir viðskipta- vini sina hvert sem er i heiminum. Fólk af ýmsu þjóðerni, sem búsett Netverslun Sífelit fleiri kaupa vörur í gegnum Netiö. Nú stendur til aö opna alþjóö- lega keöju netverslana á íslandi. er fjarri heimahögum, getur nálg- ast þjóðlegar vörur á vefnmn á auð- veldan hátt. Einnig getur fólk keypt vörur til að senda til vina og vandamanna erlendis. buynational.com var stofnað í lok síðasta árs af Arnóri H. Arnórs- syni, Finnboga R. Alfreðssyni og Stefáni P. Bustos sem jafnframt er framkvæmdastjóri félagsins. buy- national.com stefnir að þvi að starf- semi félagsins veröi komin í gang á nokkrum markaðssvæðum heims síðar á þessu ári. Settar verða upp vefverslanir á viðkomandi mark- aðssvæði i samstarfl við sterka dreifingaraðila með það að mark- miði að skapa einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum hagræði og spam- að með því að kaupa þjóðlegar vör- ur hvers svæðis á alnetinu. Nú þegar er hafinn undirbúning- ur að stofnun vefverslana á Bret- landseyjum, í Skandinavíu og víðar i Evrópu og síðar á árinu er stefnt að stofnun vefverslana í Norður- Ameriku, Suður-Ameríku og Asíu. Vefverslunin byggist á hugbúnaði (E-commerce solutions) frá IBM og bókhalds- og bakvinnslukerfum frá Navision. Nýherji sér um gerð hug- búnaðar og hýsingu tölvukerfa vef- verslunarinnar hér á landi og er kerfið byggt á nýjustu tækni í greiðslumiðlun með SET- og SLL- staðla þar sem fyllsta öryggis við- skiptavina er gætt. MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 I>V Mjs?j?ja3iaagaaB33 HEILDARVIÐSKIPTI 398 m.kr. Hlutabréf 239 m.kr. Húsbréf 130 m.kr. MEST VIÐSKIPTI O Búnaöarbanki Islands 54,2 m.kr. ©íslandsbanki 25,8 m.kr. © Flugleiðir 24,9 m.kr. MESTA HÆKKUN © íslenska járnblendifélagið 8,11% O SR-mjöl 7,67% ©Grandi 4,11% MESTA LÆKKUN O Haraldur Böðvarsson 10,00% Oskýrr 4,17% ©Olíuverslun íslands 3,83% ÚRVALSVÍSITALAN 1726 stig - Breyting 0 1,04% Hagnaður FBA 842 milljónir FBA birti afkomu sína fyrstu þrjá mán- uði ársins í gær eftir lokun markaðar. Af- koman var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og var hagnaður fyrir skatta fyrstu 3 mánuði ársins 2000 842 milljónir króna. Heildareignir í lok tímabilsins námu 106 milljörðum króna og er vöxtur efnahags frá áramótum 15%. Hreinar rekstrartekjur námu 1.225 milljónum króna og vaxta um 99% frá sama tíma í fyrra. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi nam 750 milljónum króna. MESTU VIÐSKIPTI B síbnsMnaéQ.áaga Oíslandsbanki 738.948 ©Össur 608.371 © FBA 607.109 0 Landsbanki 354.025 © Opin kerfi 344.505 I i'l 14-1 hl i fi 3 !i O Stálsmiöjan 45 % o Delta hf. 31 % O ísl. Fjársjóðurinn 14 % O íslenskir aðalverktakar 10 % O Fiskiðjus. Húsavíkur 9 % O Krossanes -26 % O ísl. hugb.sjóðurinn -20 % © Islandsbanki -14 % o Opin kerfi -13 % Qfba^. -11% Lækkun í Bandaríkjunum Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkj- unum hækkuðu í fyrradag en lækk- uðu í gær. Markaðsaðilar virtust nokkuð bjartsýnir í fyrradag þrátt fyrir að siðustu mælingar vísitölu neysluverðs og vísitölu vinnuafls- kostnaðar, auk talna um landsfram- leiðslu á fyrsta ársfjórðungi, bendi til aukinnar þenslu. __DOW JONES Snikke. Issp ■nasdaq P^HDAX B ÍCAC 40 10906,10 18272,33 1429,86 3482,48 6212,40 7166,50 6202,10 o o o o o o o 0,57% 1,12% 0,33% 4,40% 0,46% 0,12% 0,52% rruw.i 3.5.2000 kl. 9.15 KAUP SALA HiijDollar 75,740 76,120 EEJpund 118,400 119,000 1*1 Kan. dollar 50,980 51,300 EBlpönsk kr. 9,1370 9,1880 H—iNorsk kr 8,4170 8,4630 E5sænsk kr. 8,4150 8,4620 H—ÍFi. mark 11,4546 11,5235 _iÍFra- franki 10,3827 10,4451 1 IboIií. franki 1,6883 1,6985 U Sviss. franki 43,8300 44,0700 BHoll. gyllini 30,9052 31,0909 ""^Þýskt mark 34,8221 35,0313 _!_|ÍL líra 0,03517 0,03539 □QAust. sch. 4,9495 4,9792 ~ IPort. escudo 0,3397 0,3418 Hspá. peseti 0,4093 0,4118 | • jjap. yon 0,69650 0,70070 | Jírskt pund 86,476 86,996 SDR 99,4000 100,0000 E§ecu 68,1061 68,5154

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.