Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2000, Side 11
11
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000
s>v
Útlönd
Poul Nyrup um kröfur Færeyinga:
Færeyingar fái ekki að
í deila ríkinu með Dönum
Dönsk stjórnvöld héldu fast í
kröfu sína um að ef og þegar Færeyj-
ar öðluðust sjálfstæði yrði það á for-
sendum þeim sem Danir hafa hingað
til lagt fram. Þetta var niðurstaðan á
átta klukkustunda löngum fundi
þjóðanna í forsætisráðuneytinu í
Kaupmannahöfn í gær.
Dönsk stjómvöld hafa hingað til
lagt til að Færeyingar fái efhahags-
aðstoð í 3-4 ár eftir að eyjarnar hljóti
sjálfstæði en ekki i 10-15 ár eins og
Færeyingar fara sjálfír fram á. Á
sama tima lagðist Poul Nyrup gegn
því að Færeyingar og Danir mynd-
uðu með sér „sameiginlegt ríkjasam-
band“ að hluta til en í því fælist að
löndin myndu deila saman, konung-
dæminu, utanríkisstefhu og opinber-
um embættismönnum, t.a.m. dómur-
um. Þykir krafa færeyinga skapa
ákveðið ósamræmi innan ramma
dönsku laganna því Margrét Dana-
drottning, sem er málsvari danska
ríkisins, myndi koma fram fyrir
Poul Nyrup
Vill ekki deila krúnunni meö Færeyingum ef og þegar
Færeyjar öölast sjálfstæöi.
hönd tveggja sjálfstæðra þjóða ef far-
ið yrði að kröfu þeirra. Alvarlegri
þykir Dönum þó sú tilhugsun að
senda opinbera starfsmenn til Fær-
eyja og segir ríkisstjómin að hún
geti ekki krafið opinbera embættis-
menn um að starfa f öðru sjálfstæðu
ríki en þeirra eigin. Að lokum myndi
samstarf ríkjanna hafa í för með sér
að atvinnlausir Færeyingar gætu
flust til Danmerkur og sótt atvinnu-
leysisbætur sínar þangað en það
vilja Danir ekki.
Annað mál á dagskrá á fundinum
í gær voru ríkisborgararéttindi
Færeyinga en Danir setja fram þá
skýlausu kröfu að þeir velji á milli
danskra og færeyskra ríkisborgara-
réttinda. Velji þeir færeyskan missa
þeir fullgild réttindi sem danskir
þegnar sem þeir hafa hingað til haft
en njóta eftir sem áður sömu rétt-
inda og aðrar Norðurlandaþjóðir
gagnvart hver annarri. Þessu mót-
mæla Færeyingar einnig.
George Bush
Skortir þekkingu á utanríkismálum.
Gore segir Bush
hættulegan fýrir
Bandaríkin
Varaforseti Bandaríkjanna, A1
Gore, varar kjósendur við afleiðing-
unum af reynsluleysi keppinautar
síns, Georges Bush, í utanrikismál-
um. Segir Gore Bandaríkjamenn
ekki geta sofíð rólega verði George
Bush, ríkisstjóri Texas, kjörinn for-
seti Bandaríkjanna. Hann sé fastur í
hugsunarhætti frá dögum kalda
stríðsins og umkringdur hægrisinn-
uðum ráðgjöfum sem aðhyllist ein-
angrunarstefnu. Auk þess sé þekk-
ingarskortur Bush í utanríkismál-
um hættulegur.
Tígur á uppboði
Tígrlsdýrahöfuö úr bronsi var selt á uppboöi hjá Sothebý's í Hong Kong í gær þrátt fyrir tilmæii kínverskra yfirvalda
um aö þaö yröi ekki gert. Fengust tæpar 150 milljónir fyrir gripinn en talið er aö Bretar eöa Frakkar hafi rænt höföinu
frá Kínverjum í kringum 1860.
Hjúkrunarfræð-
ingur tekinn af
lífi í Arkansas
28 ára gamall hjúkrunarfræðing-
ur, Christina Marie Riggs, sem
myrti börnin sín, var tekin af lífl í
Arkansas í Bandarikjunum siðast-
liðna nótt.
Riggs var dæmd fyrir að hafa
myrt bömin sín tvö, Justin, 5 ára,
og Shelby, 2 ára, í nóvember 1997.
Riggs reyndi síðan að svipta sig lífi.
Hún kvaðst hafa viljað deyja í kjöl-
far áfalls sem hún fékk við hjúkrun
fórnarlamba sprengjutilræðisins í
Oklahoma 1995.
Saksóknari sagði Riggs hafa verið
óánægða með börnin þar sem þau
hefðu komið í veg fyrir að hún gæti
stundað næturlíflð að vild.
Ofbeldi stöðvar
ekki umbætur
Mohammad Khatami, forseti
írans, hitti í gær einn helsta ráð-
gjafa sinn, Saeed Hajjarian, sem var
skotinn í mars síðastliðnum. Sagði
forsetinn að ofbeldi yrði ekki látið
stöðva umbætur í landinu. Talið er
að harðlínumenn hafi staðið að baki
árásinni á Hajjarian.
Toyota
Nissan
Range Rover Ford
Chevrolet
Suzuki
Cherokee
JeepWillys
Land Rover
Musso
Isuzu
E (E)
ALLT PLAST
Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
fíamleiðum brettakanta. sólskyggnl og boddíhluti á flestar gerðir jeppa.
einnig boddíhluti f vörubila og vanhíla. Sérsmíði og viðgerðir.
í kjölfar brottnáms Elians:
| Kúbverji skipaöur
lögreglustjóri í Miami
Nýr lögreglustjóri var settur í
embætti í Miami á Flórída í Banda-
ríkjunum í gær. Raul Martinez, sem
er fæddur á Kúbu, tók við af William
O’Brien sem sagði af sér í síðustu
viku eftir að borgarstjórinn, Joe
Carollo, rak aðstoðarmann hans
vegna stuðnings við brottnám Elians
litla Gonzalez frá ættingjum hans.
Borgarstjórinn hefur stutt til-
raunir ættingja Elians til að fá hann
kyrrsetttan í Bandarikjunum. Borg-
arstjórinn, sem sjálfur er fæddur á
Kúbu, varð æfur er hann var ekki
látinn vita fyrirfram af aðgerðinni
þegar Elian var sóttur til ættingj-
anna í Miami. Bæði borgarstjórinn
og nýi lögreglustjórinn höfðu verið
sendir frá Kúbu til Bandaríkjanna
af foreldrum sínum þegar þeir voru
drengir.
Sagði af sér
Fyrrverandi lögreglustjóri Miami,
William O’Brien.
Janet Reno, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í sjónvarps-
þætti Oprah Winfrey í gær að hún
iðraðist ekki að hafa fyrirskipað að-
gerðina þegar Elian var sóttur.
Reno, sem sjálf er fædd i Miami,
sagði kúbverska vini sina vera
öskureiða út í hana.
Þeim þætti þeir hafa verið svikn-
ir. Reno bætti því við að bandaríska
þjóðin hefði verið yndisleg og að
undir niðri skildu allir að yfirvöld
væru að reyna að gera það sem
væri rétt.
Elian dvelur nú með föður sínum,
stjúpmóður og hálfbróður á sveita-
setri utan við Washington. Frænka
Elians og nokkrir félagar frá Kúbu
eru komnir í heimsókn til hans.
Fjalla á um mál Elians fyrir dóm-
stóli í þessum mánuði.
III Fræðslumiðstöð
\V Reykjavíkur
Laus störf í grunnskólum Reykjavíkur
skólaárið 2000-2001
Árbæjarskóli
Þróunarskóli í upplýsingatækni
sími 567-2555
Lausar stöður kennara
íslenska á unglingastigi, 1/1 staða
Enska á unglingastigi, 1/1 staða
Danska á unglingastigi, 1/1 staða
Stærðfræði á unglingastigi, 1/1 staða
Almenn kennsla á yngsta og miðstigi
(þróttakennari
Tónmenntakennari, 1/1 staða
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjórar barna- og
unglingastigs í síma 567-2555.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík • Sími (+354) 535 5000 •
Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is