Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti______________________________________ Umsjón: Viðskiptablaðið Tap Járnblendifélags- ins 137 milljónir - kostnaður vegna tæknilegra vandamála 66 milljónir króna óbeinn kostnaður vegna þeirra er áætlaöur um 66 milljónir króna á tíma- bilinu. Ekki er gert ráð fyrir að vandamál af þessum toga endurtaki sig á árinu. Afkoma félagsins á ár- inu verður mjög háð verðþróun á kísiljárni. Gert er ráð fyrir því að framleiðsla gangi eðli- lega og að allir ofnamir verði reknir á fullum af- köstum út árið, að frá- töldum stuttum, skipu- lögðum viðhaldsstöðvun- um. Tveir eldri ofnamir eru nú reknir á 35-36 MW álagi en nýi ofninn er rekinn á fullu 42 MW hönnunarálagi. Ofninn er ekki fullreyndur enn og stöðugt er unnið að tæknilausnum sem auka framleiðslugetu hans og nýtingu. Fjárhagsleg áhrif á TIVI að hámarki 25 milljónir - bruni Hannover skaðar endurtryggingarkjör í framtíðinni Áhrif brunans í togaranum Hannover á Tryggingamiðstöðina hf., sem er tryggingafélag skipsins, munu í mesta lagi nema 25 milljónum króna. Það sem er umfram þá fjárhæð fellur á endurtryggjendur skipsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Tryggingamiðstöðinni. Tjónið mun þó væntanlega hafa áhrif á endur- tryggingarkjör Tryggingamiðstöðvar- innar í framtíðinni. Eldurinn kom upp í togaranum í fyrradag en Hannover er í eigu Deutsche Fischfang Union, dótturfé- SH fjárfestir fyrir 1.600 mil|jónir - kaupir hluti í þremur erlendum félögum Stórtjón á borö w'ð skipsbruna geta komiö illa viö tryggingafélög. lags Samherja hf. Tryggingamiðstöð- in segir á þessari stundu ekki hægt að segja hve mikið tjónið er en segir þó ljóst að um háar fjárhæðir sé að ræða. „Áhrif þessa tjóns á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar á þessu ári verða í mesta lagi 25 miiljónir kr. Það sem þar er umfram fellur á end- urtryggjendur. Ætla verður að tjón af þessari stærð muni hafa einhver áhrif á endurtryggingarkjör félagsins í framtíðinni," segir í tilkynningu Tryggingamiðstöðvarinnar. íslenska járnblendifélagið hf. Á fyrstu þrem mánuöum þessa árs hefur Járnblendifélagiö tapaö 137 milljónum. Afkoma þessa árs í heild sinni mun veröa mjög háö veröþróun á kísiljárni. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var íslenska jámblendifélagið rekið með 137 miiijóna króna tapi samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri félagsins. Fram kemur í frétt frá fé- laginu að rekja megi slaka afkomu til lágs verðs á jámblendi, erfiðs raf- skautarekstrar sem gætti fram í febrúar og tæknilegra vandamála sem nú hefur verið komist fyrir. í frétt frá íslenska jámblendifé- laginu segir að framleiðsla bræðslu- ofnanna þriggja í Jámblendifélag- inu hafi liðið fyrir afar erfiðan raf- skautarekstur í desember og janúar en afleiðinga vandans gætti til febr- úarloka. Vandamálin komu fram í skertri framleiðslu ofnanna og auknum viðhaldskostnaði á tímabil- inu. Fram kemur að rekstur ofn- anna er nú eðlilegur og unnið er að ítarlegri úttekt á orsökum vandans. Verð á jámblendi var afar lágt á tímabilinu. Tap félagsins á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs nam 137 milljónum króna samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri félagsins. Tekjur námu 943 milljónum en rekstrarkostnaður nam 1.009 milijónum króna. Fjár- magnskostnaður nam 60 milljónum og skattar 11 milljónum. Tæknileg vandamál höfðu veruleg áhrif á nið- urstöðu ársfjórðungsins en beinn og Stuttar fréttir Kröfu Eimskipafélagsíns hafnaö Hæstiréttur Bandaríkjanna hef- ur hafhað kröfu Eimskipafélagsins um upptöku máls gegn Atlantsskipum og TransAtlantic Lines en Eimskip kærði niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Washington rétt eftir áramót eftir að dómstóllinn hafði dæmt Atlantsskipum í vil. Deilur félaganna snúast um flutn- inga hingað til lands fyrir vamarliðið. Framkvæmdastjóri Atlantsskipa segist ánægður með niðurstöðuna og segir hana þýða það að barátta skipafélag- anna fari nú fram á öðrum vettvangi en fyrir dómstólum. Bylgjan greindi frá. Vaxtahækkun vestan hafs í vikunni Almennt búast sérfræðingar vestan hafs við því að Seðlabanki Bandaríkj- anna hækki vexti í vikunni til þess að stemma stigu við verðbólgu. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort bank- inn muni hækka vextina um 0,5 pró- sentustig eða meira. Hingað til hefur Seðlabankinn aðeins hækkað um 0,25% í einu en mörgum þykja þær hækkanir ekki hafa gefið nógu góða raun. Cari lcahn býöur 6,5 milljaröa dollara í Nabisco Kaupsýslumaðurinn Carl Icahn, sem m.a. er kunnur fyrir yfirtökur á fyrir- tækjum, undirbýr yfirtökutilboð í Nabisco Group. Icahn á þegar 9,6% hlutafjár i félaginu og hefúr hann í hyggju að bjóða hluthöfum Nabisco að kaupa þá út fyrir 22 dollara á hlutinn. Nabisco er i hópi stærstu matvælafyrir- tækja Bandaríkjanna og framleiðir m.a. þekkt vörumerki, s.s. Oreo kex, Chips Ahoy kex og Ritz Crackers. Fyrirtækið er einnig þekkt þar sem ein sögufræg- asta barátta um yfirtöku fyrirtækis var háð um RJR Nabico á níunda áratugn- um en þá var Nabisco annar máttar- stólpi samsteypu í matvæla- og tóbaks- iðnaði. Hlutabréf í Nabisco hækkuöu nokkuð í verði á fóstudag eftir að greint var frá yfirtökutilboði Icahn og er gengi hlutabréfanna nú um 19,2 dollarar. Bréf- in héldu áfram að hækka í gær. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. hefur keypt hlutabréf i Fishery Products Intemational Ltd. (FPI) á Nýfundnalandi, Kanada. Um er að ræða 2,2 milljónir hluta, eöa 14,6% hlutafjár, sem keyptir voru í áfóng- um á 10 Kanadadollara hver hlutur, eða samtals fyrir um 1.100 milljónir króna. SH hefur einnig gengið frá framvirkum samningum um kaup á 5% hlutum í tveimur fyrirtækjum til viðbótar, HighLiner Foods á Nova Scotia í Kanada og Pescanova S.A. á Spáni. Samtals nemur heild- arfjárfesting SH vegna framan- greindra hlutafjárkaupa um 1.600 mUljónum króna. Fyrir nokkrum mánuðum tók SH, ásamt fleiri aðilrnn, þátt í skilyrtu tilboði um að kaupa öll hlutabréf í FPI. Tilboðið var skilyrt lagabreyt- ingu á Nýfundnalandi um að aflétt yrði hömlum um 15% hámarkshlut hvers einstaks aðila. Það gekk ekki eftir og var tilboðið dregið til baka. í frétt frá SH segir að fjárfesting- in i FPI nú sé því gerð undir þeim lagaramma og samþykktum félags- ins sem í gildi eru. FPI sé um margt áhugavert fyrirtæki. Fyrirtækið stundar ekki aðeins veiðar og vinnslu í Kanada heldur er það m.a. öflugt í framleiðslu og sölu afurða á Bandaríkjamarkaði en sá markaður er einnig mikilvægur SH. Telur SH að fyrirtækin eigi ágæta möguleika á samvinnu í ýmsum málum. í ljósi þess að stjóm og stjórnendur FPI telja horfur i rekstri þess góðar á næstunni lítur SH á þessi kaup sem áhugaverðan fjárfestingarkost. SH hefur einnig gengið frá fram- virkum samningum um kaup á hlutum í HighLiner Foods á Nova Scotia, Kanada og Pescanova S.A. á Spáni. í báðum tilfellum er um aö ræða 5% hlut og var kaupverö hlut- anna um hálfur milljarður króna. Fyrirtækin eru bæði skráð á hluta- bréfamarkaði og eru bæði í sam- bærilegum rekstri og SH og vænleg- ur fjárfestingarkostur að mati SH. ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 DV Þetta helst IWmaaHaMEBa_______________________, HEILDARVIÐSKIPTI 2.499 m. kr. - Hlutabréf 110 m. kr. - Ríkisvíxlar 1.291 m. kr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin 19,6 m. kr. Fjárf.b.i atvinnulífs 12,8 m. kr. Samheiji 12,0 m. kr. MESTA HÆKKUN | O Rskiðjusamlag Húsavíkur 6,06% i 0 Tryggingamiöstöðin 3,92% O Samvinnusjóður Islands 3,57% MESTA LÆKKUN i O Hlutabrsjóöur Búnbankans 5,71% i 0 SR-Mjöl 4,89% [ © Vinnslustöðin 3,57%ÚRVALSVÍSITALAN 1.640 stig ■ - Breyting__________Q 0,19% j 1.350 milljóna króna viðskipti meö Islandsbanka-FBA í gær voru mikil viðskipti með hlutabréf FBA og íslandsbanka utan VÞÍ eða tæplega 1.350 miiljónir króna. Snemma i gærmorg- un var tilkynnt um 98 milljóna króna við- skipti að nafhvirði með bréf íslandsbanka á genginu 8,00 og laust eftfr hádegi voru 119 miiljóna króna viðskipti að nafnvirði með bréf FBA á genginu 4,75. í viðskiptum á Veröbréfaþingi í gær hækkuðu bréf ís- iandsbanka 5,8% en síðustu viðskipti með bréf íslandsbanka voru á genginu 7,35. Bréf FBA hækkuðu um 6,2% en síðustu við- skipti voru á genginu 4,35. sitastliina 30 daga FBA 405.475 Össur 373.788 íslandsbanki 346.736 Eimskip 281.481 Opin kerfi 255.975 íO síiastliina 30 daga : © Rskiöjus. Húsavíkur 17 % © Delta hf. 11% 0 Samvinnusj. íslands 9% © Lyfjaverslun 7 % © Samvinnuf. Landsýn 7 % síöastliöna 30 daga © Stálsmiðjan 31% : Krossanes 26% © Tæknival 23% Þróunarfélagiö 22% © Þorbjörn 18% Vaxtahækkanir yfirvofandi Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjun- um tóku nokkurt mið af yfirvofandi vaxtahækkun í dag. í nokkra daga hafði Nasdaq verið á uppleið en sú þróun snerist við í gær og er það einkum rak- ið til vaxtahækkana en búist er við að tilkynnt verði um þær síðar í dag. Al- mennt er búist við að hækkunin verði meiri en oft áður eða 0,5%. Iðnfyrirtæk- in hækkuðu hins vegar lítillega og Dow Jones þar með. Þessi þróun í Bandaríkj- unum hafði nokkur áhrif í Evrópu því þar lækkuðu allar helstu hlutabréfavísi- tölur en lækkunin var ekki mikil. rSEKIIWI:! f V. § S 10807,78 Q 1,87% L* NIKKEI 17313,69 O 0,25% BE s&p 1452,36 O 2,21% B nasdaq 3607,65 O 2,23% sE'FTSE 6247,70 O 0,57% BWpax 7195,15 G 1,02% OCAC40 6392,27 O 0,88% 16.5.2000 kl. 9.15 KAUP SALA B Dollar 76,210 76,590 Pund 114,210 114,800 1*1 Kan. dollar 51,210 51,520 Dónskkr. 9,2670 9,3180 Ífe3 Norak kr 8,4520 8,4990 S Sl Sænsk kr. 8,3900 8,4360 Fl. maik 11,6242 11,6940 1 Fra. franki 10,5364 10,5997 IjBelg. ftanki 1,7133 1,7236 i Q Sviss. frankl 44,5200 44,7700 ai Holl. gyllini 31,3627 31,5511 Þýskt mark 35,3375 35,5499 1 Eh. líra 0,03569 0,03591 lI' AusL sch. 5,0227 5,0529 :ý Port. escudo 0,3447 0,3468 Spá. pesoti 0,4154 0,4179 [•Jjap. y«n H íraktpund 0,69880 0,70300 87,756 88,284 SDR 99,6500 100,2500 Sf ECU 69,1142 69,5295 Útboð deCODE fær jákvæða einkunn hjá Quete.com - Burnham ráðleggur fólki tvímælalaust að halda bréftun sínum í deCODE Hlutafjárútboð deCODE genetics Inc., móðurfélags íslenskrar erfðagreining- ar, fær mjög jákvæða ein- kunn hjá rannsóknarfyrir- tækinu Quote.com, á sam- nefndu vefsvæði. Útboðið fær einkunnina +4 en Quote.com gefur einkunn á bilinu -5 til +5. Ragnar Már Gunnarsson, verð- bréfamiðlari hjá Bumham International á íslandi, segist verða var við mjög mikinn áhuga bandarískra fjárfesta á útboði deCODE. Viðskiptavefur- inn á Vísi.is greindi frá. Undanfarna daga hefur gengi hlutabréfa deCODE verið í námunda við 30 dollara á gráa markaðnum. „Við hjá Bumham ráðleggjum fólki tvímælalaust að halda bréfum sínum í deCODE og deCODE. selja ekki á því verði sem nú er á gráa markaðnum. Fólk ætti að láta markaðinn í Bandaríkjunum um að verðleggja bréfln og endurmeta síð- an stööu sína sex mánuðum eftir skráningu," segir Ragnar en þá tel- ur hann góðar líkur á að selja megi bréf í deCODE með umtalsverðum hagnaði. Eimskip.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.