Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 Par í ástar- leik myndað Myndatökumaður, sem tók mynd- ir af pari i ástarleik og setti þær á •^Netið, hefur verið kærður fyrir at- höfn sina. Stúlka nokkur og ástmaður henn- ar notuðu sér hádegið nýverið til þess að eiga ástarfund í bíl fyrir aft- an hús í Vesturhrauni í Garðabæ. Myndatökumaðurinn vinnur í hús- inu og var í hádegismat í kafflstofu hússins. Hann leit út um gluggann og sá til parsins. Manninum ofbauð, tók myndir og setti þær á Netið. Stúlkunni hins vegar ofbauð það og kærði hann. Myndatökumaðurinn var tekinn til skýrslutöku hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Hann viðurkenndi að hafa tekið myndimar og er málið farið frá lögreglu til ákæruvalds, i^sern tekur ákvörðun um það hvort saksótt verði í þessu máli. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er ekki víst að það gerist. -SMK DV-MYND S Bíll með kerru valt Bifreiö með kerru aftan í sér valt á Kringlumýrarbraut í gærdag. Farþegi var fluttur á slysadeild en ekki var taliö aö hann væri alvarlega slasaö- ur. Bifreiöin var talsvert skemmd og flutt meö kranabíl. Arnarstapi: Trilla sökk Trilla sökk skammt frá Amar- stapa um miðnætti í nótt. Einn mað- ur var um borð og slapp hann ómeiddur í gúmbjörgunarbát. Hann hringdi í kunningja sinn úr far- 'síma, og kom kunninginn og bjarg- aði manninum. Ekki var vitað um ástæðu þess að trillan sökk í morg- un, en lögreglan og sjóslysanefnd munu rannsaka málið. -SMK Kviknaði í út frá grilli Eldur kviknaði út frá einnota grilli í húsi einstæðra foreldra á Skeljanesi 6 í gærkvöldi. Fólk þar hafði kveikt upp í einnota grilli á timbursvölum, og brenndi grillið sig niður í gegn um svalimar. Þegar slökkviliðið kom á i 'Mfstaðinn var að mestu búið að slökkva eldinn. Litlar skemmdir urðu á timburhúsinu. -SMK Skálaö fyrir pólfaranum Reykjavíkurborg hélt pólfaranum Haraldi Erni Ólafssyni hátíöarmóttöku í Höföa í gærkvöldi. Hér lyftir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri glasi fyrir hinu glæsta afreki. Haraldur fylgist með ásamt unnustu sinni, Unu Björk Ómarsdóttur. Heimildarmynd um bíómyndina Dancer in the Dark: Viðkvæm atriði með Björk skapa uppnám - söngkonan sögö hafa brotnað saman viö upptökur Jyllandsposten greindi frá því í gærkvöldi að heimildarmynd um upptökur kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sé i uppnámi þar sem í henni komi fram einkar persónuleg og viðkvæm atriði þar sem söng- konan Björk brotnar saman. Þetta er sagt gerast í atriði þar sem Björk leikur Selmu í aðalhlutverki þar sem hún á að skjóta mann. Jyllandsposten greinir frá því að í heimildarmyndinni sé einnig sýnt hvemig Björk rífur skyrtu í reiði sinni yfir vinnunni við kvikmynd- ina. Einnig greinir myndin frá því þegar Björk yfirgefur upptökustað þar sem Lars von Trier og allt kvik- myndaliðið situr eftir í óvissu um framhald vinnunnar við Dancer in the Dark. Haft er eftir Scott Rogers, tals- manni Bjarkar, að leyfi hafi ekki verið gefið til að sýna persónuleg og niðurlægjandi at- riði frá upptök- um Dancer in the Dark. Þess vegna „geti orðið“ um að ræða málar- ferli á milli söng- konunnar og Zentropa sem framleiðir mynd- ina. Vildi ekki skjóta Umrædda rnann. heimildarmynd á að sýna í danska sjónvarpinu í haust um það leyti sem Dancer in the Dark verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Danmörku. Heimildarmyndinn ber titilinn 100 augu von Triers. Er þar skírskotað til þeirra 100 tökuvéla sem leikstjórinn Lars von Trier not- aði við upptökumar. Peter Albæk Jensen, forsvars- maður Zentropa, segir að eins og öll önnur kvikmyndafyrirtæki „viljum við“ nota upptökur úr heimildar- mynd við tökur aðalmyndarinnar til markaðssetningar. „Það er rétt að heimildarmyndin sýnir fram- leiðslu Dancer in the Dark á ein- stakan hátt þar sem allt kemur fram,“ segir Jensen. „Við teljum að Björk hafi skrifað undir að við get- um notað myndina. En það fer eftir því hvemig maður túlkar samning- inn,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum DV frá kvikmyndahátíðinni í Cannes í morgun kom Björk á hátíðina í gær en síðan fór hún. Engu að síð- ur er reiknað með að söngkonan verði örugglega viðstödd framsýn- ingu Dancer in the Dark á morg- un. Sjá nánar um Björk bls. 7 og 13. -Ótt Hafnarfjörður: Söluturn rændur Tveir menn réðust inn í sölu- tum á Reykjavíkurvegi í Hafnar- firði rétt eftir klukkan 18 í gær. Eigandi sölutumsins, Sigurjón Heiðar Sveinsson, sagði mennina hafa komist undan með um 35 þúsund krónur. Þjófarnir höfðu sést sniglast í kringum sölutum- inn áður en ránið var framið og fékk lögreglan góða lýsingu á þeim. Sigurjón sagði DV að mennim- ir hafi komið inn og beðið af- greiðslustúlkuna um að ná í morgunverðarkom fyrir þá. Hún þurfti að fara frá kassanum til þess, og þegar hún var komin að kominu heyrði hún að verið var að eiga við kassann. „Hún sneri sér við og þá skipar annar þeirra henni að leggjast í gólfið, annars myndi hún hafa verra af. Svo heyrði hún að hann gat ekki opnað kassann og þeir sögðu henni að koma og opna kassann fyrir sig,“ sagði Sigurjón. Afgreiðslustúlkan opnaði kassaxui fyrir pörapiltana, sem tæmdu hann og forðuðu sér á brott. Lög- reglan í Hafnarfirði rannsakar nú málið. -SMK DVJvtYND S Rán framið í Hafnarfirði. Tveir menn rændu söluturn í Hafnar- firöi í gær. Sigurjón Heiöar Sveins- son eigandi söluturnsins segir aö um 35 þúsund krónum hafi veriö stoliö. Hannover dreginn: Eldur kulnað- ur um borð Frystitogarinn Hannover, áður Guðbjörg ÍS 46 og nú í eigu Deutsche Fischfang Union, dóttmfé- lags Samherja, er væntanlegur til íslands á morgun, dreginn af græn- lenskum togara. Sem kunnugt er kom upp eldur í stjómrými skipsins þar sem skipið var á grálúðuveiðum á Grænlands- hafi síðdegis á sunnudag. Þá var togarinn staddur um 260 mílur vest- ur af Snæfellsnesi á 65"00’ norður 33°2l’ vestur og sendi skipstjóri Hannover út neyðarkall kl. 16.30. Fljótlega komu tvö skip á vettvang, grænlenski togarinn Polar Nanortalik og danski togarinn Oce- an Tiger. Polar Nanortalik tók Hannover í tog um hádegisbil í gær. Þrir íslendingar voru í áhöfn Hannover, Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, Guðmundur Gíslason framleiðslustjóri og Hallgrímur Guðsteinsson vélstjóri. Togarinn Hannover er tryggður hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Þar var ekki vitað nákvæmlega um skemmdir en talið að eldur sé kuln- aður um borð. Búist er við að skip- in komi til hafnar í Reykjavík eftir tæpan sólarhring. -HKr. Verkfall í átta verksmiðjum „Þetta skapar auðvitaö vandræðaá- stand á þeim stöðum þar sera verkfall er, það er óhjákvæmilegt," segir Emil Thorarensen, útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar, um verkfall starfsmanna í 8 fiskimjölsverksmiðj- um á Norður- og Austurlandi sem hófst á miðnætti. Verkfallið nær til verksmiðjanna á Siglufirði, Raufarhöfh, Hornafirði, Djúpavogi, Eskifirði, Vopnafirði, Nes- kaupsstað og Seyðisfirði en samið hef- ur verið í öðrum verksmiðjum, eins og t.d. á Þórshöfn, Fáskrúðsfirði og víðar. Sáttasemjari sleit viðræðum deiluaðila í gærkvöldi og taldi von- laust að halda áfram að óbreyttu enda bæri mjög mikið á milli. Eftir tals- mönnum atvinnurekenda hefur verið haft að kröfur viðsemjenda þeirra nemi um 20% umfram það sem samið hefur verið við aðra. Standi verkfallið í einhverja daga mun það sennilega koma verst niður á þeim sem eru að gera út á kolmunnaveiðar. -gk SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.