Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 r>v 55 Ótrúlega gáfuð álfamær - segir Catherine Deneuve um Björk cc Ef menn llta inn í verslanir blaðasala í Paris um þessar mundir geta þeir átt von á að reka allvíða augun í kunnug- legt andlit. Fleiri en eitt og fleiri en tvö blöð og tímarit í Frakklandi hafa nefnilega birt - svo að segja á sama tíma - risastórar forsíðu- myndir af söngkonunni Björk. Það hefur áður gerst að ásjóna Bjarkar hafi mætt sjónum vegfar- enda á Signubökkum; þá þakti hún auglýsingaspjöld um tón- leika sína á staðnum. í þetta skipti er ástæðan sú að á kvikmyndahátíðinni í Cann- es verður nýjasta mynd Danans Lars von Triers frumsýnd, Dancer in the Dark þar sem Björk semur tónlistina og leikur og syngur aðal- hlutverkið. Kvikmynd- in er á dagskrá annað kvöld, 17. maí, og sum blöðin gefa i skyn að hún verði aðalviðburð- ur hátíðarinnar að þessu sinni. „Ungfrúin frá Reykjavík“ Mánaðarritið Studio reið á vaðið með fremur hörku- legri andlitsmynd af Björk og langri mynd- skreyttri grein um hana í maiheftinu. Greininni fylgdi viðtal við hina að- alleikkonu mynd- arinnar sem er engin önnur en hin víðfræga Catherine Deneuve. Blaðamenn komast sjaldnar en þeir óska í færi við hana, en í stað þess að spyrja leikkonuna um hana sjálfa, yfir- heyrir blaðamaðurinn hana irni kynni hennar af Björk. Síðan kom vikublaðið Les inrockuptibles 9. mai með fremur blíðlegri for- síðumynd af Björk og ítarlegu viðtali. Loks fylgdi stórblað- inu Le Monde sérstakur kálf- ur um kvikmyndahátíðina 11. maí og þar var enn á for- síðu Björk með dulráðu brosi og önnur mynd inni í blaðinu af Björk jafn- brosmildri á miili Lars von Trier og Catherine Deneuve. Vikuritið Le Nouvel Observateur birti á sama tíma heilsíðugrein um Björk undir titlinum „Ungfrúin frá Reykjavík“ með ílangri mynd af ísmeygilegri Björk inni í miðri grein. Fyrirsögn grein- arinnar er vís- un í hina klass- ísku frönsku söngvamynd „Ungfrúrnar frá Rochefort" sem Catherine Deneuve lék aðal- hlutverkið í á sin- um tíma. Samlíkingar úr jarðfræðinni Varla verður sagt að blaða- mennirnir séu sérlega hug- myndaríkir þeg- ar þeir fjalla um söngkonuna ís- lensku. Þeir hafa fyrst og fremst á tak- teinum sam- líkingar úr jarðfræðinni og tala um Björk Guðmundsdóttir á ógleymanlegum tónleikum í Þjóðleikhúsinu 1999 „ Víða heyrist sú skoðun að á sínu sviði sé hún einn sérkennilegasti og frumlegasti listamaður okkar tíma. “ „eldfjallalega söngkonu" eða „eldfjall í Cannes". Blaðamaður Le Nouvel Observateur bisast þó við að skera sig úr: „Þar sem ég hef ekki undir hönd- um leiðarvísinn „Lonely Planet" um Island," seg- ir hann, „vona ég að lesandinn fyrirgefi mér þó ég tvinni ekki saman myndhverfingum um hveri, eldijöll og aðrar sérgreinar landsins sem blómstra yfirleitt í greinum um listakonuna." Þá er Catherine Deneuve frumlegri. Hún segir í viðtalinu að Björk sé „eins og lítill álfur, ótrú- lega gáfaður, mjög veikbyggður og mjög traustur i senn, viðkvæmur og sterkur“. Víða heyrist sú skoðun að á sínu sviði sé hún einn sérkennileg- asti og frumlegasti listamaður okkar tíma: „Á fáum árum hefur henni tekist að gera öllum heimi kunnugt um sitt sérkennilega bamsandlit, hæfileika sína og óvenjulegt listamannseðli, sterka skapgerð, hreinskilinn talsmáta og ofgnótt af ímyndunarafli. Eins og fanna-Madonna," segir blaðamaður Studio en bætir við að tónlistar- mönnum muni þykja sá samanburður við Madonnu lítið lof um Björk. Skyggir á allt og alla í greinunum er ferill Bjarkar venjulega rakinn í hástemmdum orðum, en í viðtalinu við blaða- mann Les Inrockuptibles fjallar söngkonan nokk- uð ítarlega um samstarf sitt við Lars von Trier. Kemur þar fram að kvikmyndaleikurinn hafi ver- ið harla erfið reynsla fyrir hana, samstarfið við danska Lars hafi ekki gengið hnökralaust og hún hafi haft þá tilfinningu að með leiknum væri hún að „kokkála tónlistina", eins og hún segir. Af þessu hafi hún lært að hún yrði að vera tónlist- inni trú: „Þetta var upphafið og endirinn á min- um leikferli." Ekki er svo að sjá að yfirlýsingar af þessu tagi dragi úr áhuga manna á myndinni. Blaðamaður Le Nouvel Observateur segir: „Sennilega mun ungfrú Björk Guðmundsdóttir, frægasta íslend- ingasagan síðan Hávarðar saga ísfirðings og Brennu-Njáls saga voru skrifaðar, með sinni heimsgeislan varpa skugga gleymskunnar á allt sem í kringum hana er, frá Lars von Trier - þrátt fyrir kvikmyndavélamar hundrað sem hann not- aði til að taka sum dansatriðin í Dancer in the Dark - til frönsku leikkonunnar Catherine Deneuve, þótt hún sé hér viðmælandi Bjarkar og syngi með henni dúetta. Innan sviga má geta þess að það var Deneuve sem skrifaði Lars von Trier til að biðja hann kurteislega að gefa sér, sem fyrr- verandi „ungfrú frá Rochefort", hlutverk í mynd- inni...“ Einar Már Jónsson, París Tónlist Kraftur og ástríða Sinfóníuhljómsveit Norður- lands hélt tónleika í Langholts- kirkju á sunnudaginn. Aðal- hljómsveitarstjóri hennar er og hefur verið frá upphafi Guð- mundur Óli Gunnarsson en kjarni hljómsveitarinnar sam- anstendur af kennurum við Tón- listarskólann á Akureyri, nem- endum skólans og starfandi tón- listarmönnum á Akureyri. Auk þess leika með sveitinni í stærri verkum nokkrir lánshljóðfæra- leikarar úr öðrum landshlutum en i hljómsveitinni voru á þess- um tónleikum um 50 hljóðfæra- leikarar. Efnisskráin var sú sama og á tónleikum á Akureyri í byrjun aprílmánaðar. Á henni voru tvö verk, E1 amor brujo, eða Ástar- galdur, spænska tónskáldsins Manuel de Falla og píanókonsert nr. 2 í B Dúr, ópus 83, eftir Jo- hannes Brahms. Ástargaldur Falla var upphaflega saminn árið 1915 sem ballett fyrir söngvara og sögumenn en það sem hljóm- aði á tónleikunum var eins konar hljómsveitar- svíta í níu þáttum. Af þeim þáttum er langþekkt- astur sá fimmti, Elddansinn, sennilega vin- sælasta stykki Falla fyrr og síðar, en verkið í heild er, líkt og mörg önnur verk eftir Falla, í anda spænskrar alþýðutónlistar í bland við im- pressjónisk áhrif eftir dvöl í París þar sem hann kynntist Debussy og Ravel. Flutningurinn á verkinu var allur hinn ágæt- asti. Gerði hljómsveitin fallegum litbrigðum verksins og fingerðri áferð góð skil og tókst að leiða áheyrandann inn í töfraveröld tónlistarinn- ar undir styrkri stjóm Guðmundar Óla. Einstak- ir meðlimir sveitarinnar áttu nokkrar fallegar sólóstrófur og er ekki á nokkum hallað þótt nefndir séu Gunnar Þorgeirsson óbóleikari og konsertmeistarinn Jaan Alavere sem léku sínar af einskærri alúð og fegurð. Draugakaflinn og hinn þekkti Elddans vom fluttir af miklum móð, strengimir þéttir og sveitin kraftmikil og í góðu jafnvægi. Það er metnaðarfullt framtak hjá forráðamönn- um hljómsveitarinnar að taka fyrir píanókonsert Brahms nr. 2 sem hefur ekki verið leikinn opin- berlega af íslenskum píanóleikara í 25 ár, eða síð- an Rögnvaldur Sigurjónsson lék hann með Sin- fóníuhljómsveit íslands árið 1975. Þetta er gríðarmikið og margslung- iö verk í fjórum þáttum, samið 1878-81, og fullkomið dæmi um stíl tónskáldsins sem þroskaðs lista- manns. Helga Bryndís Magnúsdótt- ir lék einleikspartinn sem gerir miklar kröfur til flytjandans, bæði um tækni, líkamsþrótt og úthald, en verkið tekrn- um 50 mínútur í flutn- ingi. Konsertinn reynir ekki síður á hljómsveitina, sem spilar þar jafn- stóra rullu, en vandasamast af öllu er sennilega að koma þessu saman þannig að úr verði heilsteypt og sannfærandi músík. Ekki verður annað sagt en að það hafi tekist prýðilega. Helga Bryndis hefur oft áður sýnt að hún er al- vörupíanisti og fengu áheyrendur í Langholtskirkju hér enn eina stað- festingu á því. Þegar leið á fyrsta þáttinn fylltist maður fullkominni öryggiskennd og gat sökkt sér ofan í dásamlega tónlistina. Leikur hennar var glæsilegur og öruggur, ástríðan og krafturinn allsráðandi í fyrstu tveimur köflunum, þriðji þátturinn unaðslega mjúkur og yfirvegaöur og sá fjórði bjartur og fjörugur. Tengslin við hljóm- sveitina voru einnig i heild nokkuð skotheld og stóð hún þétt við bakið á einleikaranum. Það eina sem ég var ekki alveg sátt við var nokkur skort- ur á mýkt og ró i þriðja þætti sem var ekki í sam- ræmi viö unaðslegan leik Helgu Bryndísar, en það er tómur sparðatíningur ef litið er á heildar- svipinn sem var afar skýr og sannfærandi. Von- andi kemur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem fyrst aftur í heimsókn. Amdis Björk Ásgeirsdóttir _________________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Gömul vísa um vorið Gömul vísa um vorið heitir nýr geisladiskur frá Skref Classics með 12 lögum og þjóð- lagaútsetningum eftir Gunnstein ------------ Ólafsson. Á diskinum koma fram þrir kórar. Flest lögin eru sungin af Kammerkór Kópavogs en auk hans syngja Kammerkór Biskupstungna og Kór Menntaskólans á Laugar- vatni. Stjómandi allra kóranna á diskinum er Gunnsteinn Ólafsson. Þá syngur Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir tvö lög við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. í umsögn um útgáfutónleikana hér í DV 9. mai segir að lög Gunn- steins einkennist af næmi fyrir efni og andrúmslofti ljóðanna og einnig af fallegri raddsetningu. Tónsmíð- amar eru við ljóð eftir kunn skáld, meðal annars Stein Steinarr, Jó- hannes úr Kötlum, Guðmund Böðv- arsson, Tómas Guðmundsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson, en einnig eftir kornungt ljóðskáld, Valgerði Benediktsdóttur. Frændi Rameaus Hið íslenska bók- menntafélag hefur gef- ið út Lærdómsritið Frændi Rameaus eftir franska heimspeking- inn Denis Diderot (1713-1784), en hann lagði hugmynda- grunninn að frönsku stjórnarbyltingunni 1789 ásamt fleiri hugsuðum. Meðal annarra verka hans er skáldsagan Jakob for- lagasinni og meistari hans sem kom út á íslensku 1996. Diderot skrifaði Frænda Rameaus á árunum 1762-1774. Hún fjallar um tvo menn, heimspeking og bláfátækan furðu- fugl, sem taka tal saman á kaffihús- inu La Régence við Palais Royal i París. Heimspekingurinn fer að spyrja furðufuglinn út í hag hans og líðan og smám saman þróast sam- talið í samræðu um þjóðfélagslegt réttlæti og óréttlæti, visku og fá- visku, menntun og uppeldi, mun snilligáfu og vitfirringar, kynlíf óp- erusöngkvenna og margt fleira sem Diderot var hugleikið. Þetta er háösádeila í samtalsformi þar sem höfundurinn leikur sér með þetta klassíska form, en Diderot var snill- ingur í því að skrifa lifandi og skemmtileg samtöl. Friðrik Rafnsson þýddi bókina og ritar formála og skýringar. Hann þýddi líka Jakob forlagasinna og meistara hans og var sú þýðing til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Evrópu, Aristeion, árið 1997. Laxness í nærmynd í kvöld og á fimmtudagskvöldið verður námskeiðið „Að lesa Laxness" á vegrnn Opins Há- skóla, menningar- borgarverkefnis Há- skóla íslands. Það hefst kl. 20 bæði kvöldin í stofu 101 í Lögbergi og þegar síðast fréttist voru örfá sæti laus. Fyrirlesari verður Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðingur (á mynd) og hann mun líta á nokkur stef sem hljóma víða í höfundarverki Hall- dórs Laxness, hugmyndalega þætti eða atriði sem varða átök persóna og sammannleg einkenni sem höfundur- inn hefur verið upptekinn af alla tíð. Halldór fer líka á „verkstæði" skálds- ins, styðst við minnisbækur hans og bréf til að sýna verklag hans og að- ferðir sem hann hefur beitt við samn- ingu verka sinna. Ættu þátttakendur að hafa enn meiri ánægju af að lesa verk Halldórs Laxness eftir en áður. Námskeið Opins Háskóla eru öllum opin endurgjaldslaust en þátttakend- ur þurfa að skrá sig hjá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands í síma 525 4923. _ Muí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.