Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV Fréttir Nefnd höfuöborgarsveitarfélaga vill sameina þau öll í eitt sveitarfélag: Við erum best - og breytum því ekki, segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarness „Það er að minnsta kosti ekki mikill grundvöllur í mínu sveitar- félagi til þess að taka undir þessar hugmyndir," segir Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seltjamar- nesi, um tillögur sem nefnd á á veg- um Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu kynnti í gær. Tillög- umar gera ráð fyrir víðtækri sam- einingu allra sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu, í annaðhvort eitt sveitarfélag eða tvö. Nefndin segir engin landfræðileg rök fyrir núver- andi skiptingu sveitarfélaga á þessu svæði og að kostir sameiningar felist meðal annars í betri nýtingu fjármuna og alls kyns þjónustu- þátta, auk þess sem svæðið yrði samkeppnishæfara gagnvart útlönd- um. Nefndin vill ræða málin Ef sameinað yrði í tvö sveitar- félög gera hugmyndir nefndarinnar ráð fyrir að Hafnarfjörður, Bessa- staðahreppur og Garðabær mynd- uðu eitt sveitarfélag en Kjósar- hreppur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjamames annað. Nefndin tekur ekki afstöðu til hvors sveitarfélags- ins Kópavogur ætti að heyra. Sigurgeir segir ástæöuna fyrir ótrú sinni á að tillaga nefndarinnar geti orðiö að veruleika hvað Sel- tjarnames varðar afar einfalda: „Við rekum hér mjög hag- kvæmt og praktiskt sveitar- félag. Ég vek at- hygli á því að undanfarin þrjú eða fjögur ár höf- um við verið í efsta sæti í könn- un Vísbendingar um best reknu sveitarfélögin á land- inu og við sjáum enga ástæðu til að breyta því. Sveitarfélögin eiga í mjög góðri samvinnu og hún fer Sigurgeir Sigurösson. vaxandi, auk þess sem það er eðlileg og góð samkeppni á milli þeirra. í tengslum við aðalskipulagið starf- aði nefnd sem framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sátu í og þeir tóku ekki þennan pól í hæðina,“ segir Sigurgeir bæjarstjóri. Jónas Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, segir enga um- ræðu enn hafa farið fram um tillög- ur nefndarinnar. „En það sem nefndin er að fara fram á er að mál- in séu rædd. Það hefur ekkert reynt á það hvort menn eru fylgjandi þessu eða ekki,“ segir Jónas Egils- son. -GAR Evrópuþing Interpol á Grand Hótel: Interpol varnarlaust gegn Internetinu tók þátt í rannsókn stóra fíkniefnamálsins „Ekkert okkar var viðbúið þeim breytingum sem Internetið færöi heiminum ... í augnablikinu ráðum við lagalega ekki við svona glæpa- starfsemi," sagði Reymond Kendall, framkvæmdastjóri Interpol, á 29. Evr- ópuþingi Interpol sem hófst í gær á Grand Hótel i Reykjavík. Á fundinum eru 44 fulltrúar 46 Evrópulanda en öll lönd Evrópu eru í Interpol, auk 132 annarra landa. Varaforseti Evrópudeildar Interpol, John Abbott, og Kendall tjáðu sig i gær um mikilvægi alþjóðalögreglunn- ar í Intemet-glæpum á tveggja daga ráðstefnu sem Evrópudeild Interpol heldur í Reykjavík. „Ekkert land er óhult," sagði Abbott og bætti því við aö með til- komu Internetsins og rafrænna við- skipta hefði glæpaheimurinn breyst. Kendall útskýrði að þeir glæpir sem fyrirfyndust á Internetinu í dag, svo sem bamaklám, stæðu að stórum hluta utan við lög og reglu. Þetta ger- ir það að verkum að í tilvikum eins og Ástarveirunni svokölluðu, sem olli gríðarlegum skaða í tölvuheiminum fyrir stuttu, er lítið sem lögreglan get- ur gert. í þessu tilviki lítur út fyrir að gerendurnir hafi náðst á Filippseyjum en lög landsins ná ekki nema að litl- um hluta til yfir málið. Kendall bætti við að Interpol væri illa búið til þess að eiga við svona eyðileggingarstarf- semi þar sem frekar þarf tölvufræð- inga en lögreglumenn til rannsóknar- starfa. Þess vegna reiðir Interpol sig á Ríkisstjóminni þakkaö Dómsmálaráöherra, Sólveig Pétursdóttir, tekur viö silfurpeningi Interpol frá Reymond Kendall, framkvæmdastjóra Interpol. einstaklinga í svona dæmum. Stóra fíkniefnamálið „Allir em sammála um það aö ef á að nást einhver árangur í fikniefna- vandanum þá skiptir samvinna miklu máli,“ sagði dómsmálaráðherra, Sól- veig Pétursdóttir, við opnunarhátíð- ina í gær. Mikilvægi Interpol í annarri skipu- lagðri glæpastarfsemi, svo sem pen- ingaþvætti, sölu fólks í skipulagða Uppsagnir leikskólakennara í Reykjanesbæ: Leikskóladeila í hörðum hnút - deiluaðilar bíða hvor eftir öðrum Óvissa ríkir þessa dagana i Reykja- nesbæ um framtíð leikskóla bæjarins eftir að fjöldi leikskólakennara sagði upp störfum, flestir 28. apríl en aðrir frá 2. maí. Lítið hefur gerst í málinu síðan þá. í samtali við DV sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, leikskólakennari og jafnframt talsmaður þeirra sem sögðu upp,: „Okkur finnst mikilvægt að bærinn sýni lit og reyni að koma til móts við okkur. Ég hef ekki séð eitt einasta gagntilboð frá bænum og bíð eftir þeim.“ „Við settum fram nokkurs konar lokatilboð okkar þann 10. apríl, þar sem við fórum fram á það að fá 13 yf- irvinnutíma greidda en viðbrögð við því tilboði voru engin. Við áttum von á svari fljótlega eftir páska en það svar hefur ekki borist enn og þar af leiðandi fóru leikskólakennarar að segja störfum sínum upp“, segir Ingi- björg. Ekkert nýtt Hjörtur Zakaríasson bæjarritari sagði að ekkert nýtt væri fram komið í málinu eftir síðasta bæjarstjómar- fund, sem haldinn var þann 16. maí. „Það voru lagðir fram úrslitakostir af hálfu leikskólakennara, þessir 13 tím- ar.“ Hjörtur sagði mál hafa atvikast þannig að þegar bréf frá leikskóla- kennurum var tekið fyrir á bæjar- ráðsfundi þann 3. maí hafi uppsagnir þeirra jafnframt legið fyrir. „Þannig að bæjarráð fjallaði aldrei um tilboð leikskólakennaranna, því þá voru þeir búnir að segja upp. Spurningin snýst bara um það hver á að hafa for- göngu um að setjast til viðræðna. Svo finnst mönnum snúið að semja á milli samninga. Samingurinn stendur til áramóta og leikskólakennarar voru á sínum tíma ánægðir með hann.“ Hjörtur sagði það vandamál þegar samningar væra ekki virtir. -þor kynlifsþrælkun, Intemet-glæpum og annars konar alþjóðaglæpum er ótví- rætt. „Alþjóðleg lögreglusamvinna er að verða æ þýðingarmeiri en einnig sam- vinna lögregluliða á íslandi," sagði ríkislögreglustjóri, Haraldur Johann- essen. Á íslandi eru um 30 hafnir og 17 flugvellir sem gæta þarf. Hann bætti því við að Interpol hefði haft hönd í bagga í stóra fikniefnamálinu þegar innflytjendur gríðarlega mikils magns af eiturlyfjum frá Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum voru gómaðir í september í fyrra. Aðspurð- ur vildi hann ekki tjá sig um það hversu mikinn þátt Interpol ætti í málinu. Á þinginu munu fundargestir rasða sameiginleg vandamál og hvernig best sé að vinna með öðrum bandalögum sem vinna gegn skipulagðri glæpa- starfsemi. Einnig munu þeir líta á nýja fingrafaratækni, skoöa hvemig hægt sé að nýta sér DNA-tækni og kynna sér fjölbreytta notkun lögreglu- hunda. Makar ráðstefhugesta fóru til Gull- foss og Geysis í gærdag, í Bláa lónið í gærkvöld og á Langjökul í vélsleða- ferð í dag. -SMK Stuttar fréttir Ekki raunhæft Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir að það sé ekki raunsætt að sameina sveitarfé- lögin átta á höfuð- borgarsvæðinu í eitt sveitarfélag. Það yrði allt of stórt með tilliti til landsbyggðar og þá yrði landið nánast sem eitt borgríki. Dagur greindi frá. Gæsluvarðhald lengt Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á beiðni sýslumanns- embættisins á Húsavík um að gæsluvarðhald yfir manni úr Reykjahverfi í Suður Þingeyjar- sýslu verði framlengt um þrjár vik- ur. Hann er sonur aldraðs manns sem fannst látinn á heimili sínu í Reykjahverfi í mars síðastliðnum. Mótmæla sameiningu Samningur um sameinað slökkvi- lið á höfuðborgarsvæðinu gengur þvert á þá meginstefnu sveitarfélag- anna í landinu að færa þjónustuna nær íbúunum, að mati Samfylking- armanna í Hafharfirði. Bjór í matvöruverslanir Meirihluti þjóðarinnar vill leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöru- verslunum, samkvæmt könnun Gallups fyrir ÁTVR. Hins vegar er meirihluti á móti því að leyfa sölu sterkra vína í matvöruverslunum. Flestir vilja aðskilja vínið frá öðr- um vörum, ef það verður selt í mat- vöruverslunum. RÚV greindi frá. Sameining vænleg Sameining sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu er vænlegasti kost- urinn til að ná fram verulegri hag- ræðingu í þjónustu við íbúana, að mati nefndar sem sett var á síðasta ári til að kanna hvemig best væri að haga samstarfi sveitarfélaganna. Vara við verðbólgu Miðstjórn Alþýöusambands Is- lands varar eindregið við hættunni á mikilli verðbólgu en samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólgan 5,9% á ársgrundvelli. 50 miljjónir Ekki reiknað með forsetakosning- um í fjárlögunum. En ef marka má yfirlýsingar stuðningsmanna Ást- þórs Magnússonar friðarpostula þá gæti farið svo að forsetakosningar verði í lok júní í sumar. Reikna má með að heildarkostnaður hins opin- bera gæti orðið 50 milljónir króna. Dagur greindi frá. List iila á Einhugur virðist ekki ríkja innan stjómar Byggða- stofnunar um flutn- ing starfseminnar á Sauðárkrók. Krist- inn H. Gunnarsson lagði þessa tillögu fram fyrir tveimur vikum og er stefnt að því að ljúka málinu á næsta fundi og í síðasta lagi fyrir ársfund Byggðastofnunar 7. júní nk. Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagðist í samtali við Dag að sér litist ekki vel á tillög- una. Bílvelta vegna hálku ökumaður jeppa missti stjóm á bifreið sinni vegna hálku á Fjarðar- heiði seinnipartinn í gær. Þrennt var í bílnum og slasaðist maður og stúlka. Vom þau flutt tO Reykjavík- ur með sjúkraflugi en ekki talin í lífshættu. Billinn er ónýtur. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.