Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 Viðskipti DV Umsjón: Viðskiptablaðið Taugagreining skilar fjog urra milijóna hagnaði - tvær nýjar afurðir í þróun Heildarrekstrartekjur Tauga- greiningar hf. á árinu 1999 voru 125 milljónir króna en það er 7% hækkun frá árinu 1997. Hagnaður félagsins nam 3,8 milljónum króna í stað 13,6 milljóna árið áður. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gær. Rekstrargjöld Taugagreiningar námu 119 milljónum króna á liðnu ári en það er 21% hækkun frá 1998. Helsta skýring á hækkun rekstrarkostnaðar er fjár- festing í þróun nýrra afurða félags- ins. Rekstrarhagnaður var 6,2 millj- ónir króna en hann nam 18,9 milljón- um árið 1998. Nettó fjármagnsliðir til gjalda námu 2,3 milljónum en það er 55% lækkun frá árinu 1997. Hagnaður tímabilsins eftir fjármagnsliði nemur 3,8 milljónum króna samanborið við 13,6 milljóna króna hagnað árið 1998. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir Taugagreiningar um 136,3 milljónum i lok ársins 1999. Eigið fé var jákvætt um 77 miiljónir króna. Hreint veltufé frá rekstri nam 44.536 þúsund krónum en var 49,9 milljónir árið 1998. Handbært fé frá rekstri nam 33,8 milljónum en var 38,1 millj- ón árið 1998. Taugagreining eignfærir KeyStroke-tækinu er ættaö að auöveida greiningu heilablóöfalla á bráöadeildum rannsóknar- og þróunarkostnað vegna heilarita félagsins og vegna kostnaðar við hugverkaréttindi. Kostnaður vegna þróunar nýrra af- urða er hins vegar ekki eignfærður. Á árinu 1999 nam eignfærsla þróun- af- arkostnaður 44,3 milljónum en skriftir námu 43,3 milljónum. Frá árinu 1992 hefur félagið nú selt um 1200 heilaritskerfi til sjúkrahúsa í yfir 60 löndum. Heildartekjur af sölu til Oxford Instruments, söluaðila fé- Ahangendum beint til Olís - ný hugsun í samstarfi íþróttafélaga og fyrirtækja Olís og úrvalsdeildarlið Stjörnunn- ar í knattspymu hafa ákveðið að end- urnýja samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára. Samningurinn var handsalaður á opnunarleik íslands- mótsins á þriðjudagskvöld af þeim Thomasi Möller, framkvæmdastjóra Olís, og Bjarna Benediktssyni úr rekstrarráði knattspymudeildar Stjörnunnar. í samningum er þá ný- breytni að finna að knattspymudeild Stjörnunnar mun hvetja félagsmenn og áhangendur Stjömunnar til að beina bensínkaupum sínum til bens- instöðvar Olfs við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og mun Stjaman njóta góðs af þeirri söluaukningu sem þar kann að verða. Búningar knattspymuliðs Stjöm- unnar verða enn fremur merktir Olís, auk þess sem auglýsingaskilti fyrir- tækisins verða á áberandi stað á velli Stjörnunnar í Garðabæ og staðið verður fyrir uppákomum tengdum Olis á heimaleikjum Stjömunnar. Sameiginlegt umhverfisátak Olís og Stjarnan munu einnig standa saman að gróðursetningu á sérstökum trjáræktardegi Olís og Stjömunnar. Stefnt er að því að það átak fari fram i samstarfi við bæjaryf- Stjörnunnar. „Við vildum skoða hvað við gætum gert til að styrkja stöðu fyrirtækjanna sem ákveða að koma að okkar starfi. Sölutenging Olís við samstarfið og sameiginlegt umhverf- isátak era gott dæmi um svið þar sem við getum lagt fyrirtækjunum lið í krafti þess fjölda fólks sem tengist okkur. Ég er þeirrar skoðunar að samstarf af þessu tagi muni aukast mjög i framtíðinni.“ Stjarnan og Olís Samstarf Stjörnunnar og Olís er nýjung í samstarfi íþróttafélaga og fyrirtækja. irvöld í Garðabæ. Með þessu átaki er ætlunin að vekja myndarlega athygli á því umhverfis- og uppgræðslustarfi sem Olís hefur staðið fyrir á undan- fómum árum og er mikilvægur hluti af starfsemi fyrirtækisins. „Samningar íþróttafélaga og fyrir- tækja hafa oft á tíðum verið með ein- fóldu sniði og falist í styrkveitingum fyrirtækja sem aftur hafa fengið aug- lýsingar á búningum og keppnisvöll- um,“ segir Bjami Benediktsson hjá rekstrarráði knattspyrnudeildar VELSKOLIISLANDS Skólaslit Afhending prófskírteina og skóiaslit Vélskóla íslands verða í hátíðarsal Sjómannaskólans laugardaginn 20. maí, kl. 14.00. Eldri nemendur og velunnarar skólans eru boðnir sérstaklega velkomnir. Innritun nýnema er til 9. júní nk. Skólameistari Norskur rafeindabúnaðarrisi selur MarStar-samskiptahugbúnað Netverks: Fleiri samningar um allan heim í burðarliðnum Stærsta keðja verslana og þjón- ustuaðila á sviði rafeindabúnaðar fyrir skip og báta í Noregi, NAVY- keöjan, hefur ákveðið að bjóða við- skiptavinum sínum MarStar-sam- skiptahugbúnað Netverks. NAVY-keðjan er samsett af 23 verslunum og þjónustuaðilum vitt og breitt um Noreg. Fyrirtækiö sel- ur meðal annars dýptarmæla, rad- ara og samskiptabúnað fyrir skip og báta frá mörgum af þekktustu fram- leiðendum heims á þessu sviði. Um níutíu manns vinna innan keðjunn- ar en hvert útibú er í sjálfstæðri eigu þjónustuaðilanna sem tengjast NAVY-keðjunni. Velta keðjunnar á síðasta ári var um 130 milljónir norskra króna og markaðshlutdeild hennar í Noregi er um fjöratíu pró- sent. „Við leggjum metnað okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar besta fáanlega rafeindabúnaöinn á hverj- um tíma,“ segir Rolf Fossumstuen, markaðsstjóri hjá NAVY í Noregi. „Við kynntum okkur MarStar-bún- að Netverks og sáum fljótt þá kosti sem þessi búnaður hefur fyrir okk- ar viðskiptavini. Samskipti báta og skipa við höfuðstöðvar í landi era óðum að færast yfir á Intemetið og MarStar gerir slík samskipti bæði öruggari og hagkvæmari." MarStar er Windows-hugbúnaður Þetta helst lagsins um heim allan fyrir utan Norðurlönd, námu um 84,4 milljónum króna á árinu 1999, eða um 70% af sölutekjum Taugagreiningar. Mark- aðshlutdeild Oxford Instruments er um 9%. Rekstrartekjur af sölu til Norður- landa námu um 38,4 miiljónum króna eða um 30% af sölutekjum félagsins. Fyrirtækið er markaðsráðandi á heilaritamarkaði þar, með um 80-90% markaðshlutdeild. Nýjar afurðir KeyStroke er tæki sem er hannað til að greina heilablóðfall á einfald- an hátt. Með tilkomu nýrrar lyfja- meöferðar hefur heilablóðfall breyst í bráðasjúkdóm. KeyStroke-tækinu er ætlað að auðvelda greiningu heilablóðfalla á bráðadeildum og „heilaáfalls-deildum" sjúkrahúsa. Tækið byggir á einkaleyfisvemd- aðri aðferð. Dreifing á Þýskalands- markaði hefst í júní og í kjölfarið hefst sala til Norðurlanda. Heilasí- riti er einfaldur heilariti ætlaður til upptöku heilarits á gjörgæsludeild- um. Þessi afurð verður tilbúin í haust og fer i dreifmgu á Norður- landamarkað. Hlutafjárútboð Á aðalfundi Taugagreiningar þann 25. maí næstkomandi leggur stjóm félagsins fram tillögu um heimild til útgáfu nýs hlutafjár og er ætlunin að efna til hlutafjárút- boðs í haust. Tilgangur útboðsins er að fjármagna uppbyggingu mark- aðsstarfs félagsins en ákveðið hefur veriö að fjölga starfsfólki á því sviði og auka stuðning við dreifingarnet Oxford Instruments, ásamt því að vinna að markaðsmálum fyrir nýjar afurðir. HEILDARVIÐSKIPTI 963 m.kr. - Hlutabréf 213 m.kr. - Húsbréf 403 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Q íslandsbanki, 54 m.kr. | Q Landsbanki, 37 m.kr. Q Kögun, 24 m.kr. MESTA HÆKKUN © Kaupfélag Eyfirðinga, 3,4% 0 Fóðurblandan, 3,3% © Eskiðjusamlag Húsavíkur, 2,9% MESTA LÆKKUN © Eskmarkaður Breiðafjarðar, 26,1% © Landsbanki, 6,0% ©SlF, 5,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.591 stig - Breyting O -2,25% sem vinnur i bakgrunni með helstu tölvupóstforritum sem eru í notkun í dag. Notandinn um borð getur því notað sams konar tölvupóstkerfi og samstarfsmenn í landi. Samskiptin við land geta verið yfir Inmarsat A, B, C, M og Mini M, NMT-farsíma og GSM. Stilla má MarStar þannig að það reyni alltaf fyrst að nota ódýr- ustu tengileiöina, eins og farsíma, en gangi það ekki þá reyni það gervihnattatengingar. Ef samband rofnar í miðri sendingu setur MarStar sambandið sjálfkrafa upp aftur og heldur áfram þar sem frá var horfið í stað þess að byrja send- ingu frá byrjun eins og í hefðbundn- um tölvupósttengingum. Skipafélög í Kóreu, Hollandi, Þýskalandi, Sví- þjóð, Noregi og á íslandi era meðal þeirra sem hafa keypt MarStar og allmargir svipaðir samningar era í burðarliðnum. Útboð Húsasmiöjunn- ar í fullum gangi I dag lýkur hlutafjárútboði Húsasmiðjunnar hf. en ákveðið hefur verið að skrá Húsasmiðjuna hf. á Aðallista VÞÍ. Skráningin fer fram að loknu hlutafjárútboði sem stendur frá 15.-19. maí. Seld verða 30% af áður útgefnu hlutafé í fyrir- tækinu. Salan verður tvískipt: 15% hlutafjár verða boöin á fóstu gengi í almennri áskriftarsölu frá 15.-18. maí og 15% verða boðin í tilboðs- sölu frá 15.-19. maí. í tilboðssöl- unni verður hveijum tilboðsgjafa heimilt að gera tilboð í allt að 5% hlutafjár. íslandsbanki F&M er umsjónaraðili hlutafjárútboðsins og skráningarinnar. Velta og hagn- aður Húsasmiðjunnar hefur aukist umtalsvert undanfarin ár og er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti á þessu ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir 28% veltuaukningu og er áætluð velta 7,5 milljarðar. Hagn- aður yflrstandandi árs er áætlaður 417 milljónir eftir skatta. MESTU VIÐSKIPTi Ofba © Islandsbanki © Össur © Elmsklp 0 Opin kerfi síöastliöna 30' daga 411.355 395.603 381.065 288.299 259.075 síöastllöna 30 daga Q Eskiöjus. Húsavíkur 20 % Q Delta hf. 13 % Q Samvinnusj. íslands 10 % 0 Lyfjaverslun 8 % 0 Samvinnuf. Landsýn 7 % IM-kl'.ÁiW'Iil O Stálsmiöjan Q Eskmarkaður Breiöafjaröar O Krossanes O Tæknival Q Þorbjörn síöastllöna 30 daga 31 % ’ 26% 26% 23% 19 % HifDOW JONES 10792,02 O 1,30% i Snikkei 17404,03 O 0,84% ■s«> 1448,42 O 1,20% Bnasdaq 3631,73 O 2,31% ÍJvFTSE 6217,40 O 1,60% BWdax 7224,63 O 1,99% ricAC 40 6454,95 O 1,56% Tsm 18.5.2000 kl. 9.15 KAUP SAIA m Dollar 76,970 77,370 ^t^Pund 114,140 114,730 |4,lnan. dollar 51,240 51,550 BSlPönskto. 9,2170 9,2680 |f|§Norsk to 8,4330 8,4800 Sænsk to. 8,4170 8,4640 HHn. mark 11,5615 11,6309 J Fra. frankl 10,4795 10,5425 M iBelg. franki 1,7041 1,7143 Q Sviss. franki 44,2900 44,5300 QhoII. gyllinl 31,1934 31,3809 “pýskt mark 35,1469 35,3581 íiÍLIÍra 0,03550 0,03572 QQAust. sch. 4,9956 5,0256 Port. escudo 0,3429 0,3449 1 > ’ Spá. peseti 0,4131 0,4156 j D Jap. yen 0,70580 0,71000 j jjírskt pund 87,283 87,807 SDR 100,1500 100,7500 Becu 68,7413 69,1544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.